Undirbúningur fyrir björgun háhyrningsins á lokametrunum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 28. september 2023 14:47 Gilsfjörður skilur milli Vestfjarða og Vesturlands við norðanverðan botn Breiðarfjarðar. Þar standa nú yfir umfangsmiklar björgunaraðgerðir þar sem reynt verður að koma háhyrningi í sjálfheldu á flot. Undirbúningur fyrir björgun ungs háhyrnings sem er strandaglópur innan Gilsfjarðarbrúar er á lokametrunum. Þegar flæðir að í kvöld verður gerð tilraun til að fleyta dýrinu út fjörðinn. Háhyrningurinn hefur setið fastur í Gilsfirði í nokkra daga. Ekki er um sama dýr að ræða og festist í firðinum í síðustu viku og var bjargað á laugardag. Fylgst hefur verið með dýrinu síðustu daga, en slæmt veður hefur torveldað aðgerðir til að koma því úr sjálfheldunni. Í gærmorgun bárust fréttir af því að dýrið hefði lagst á aðra hliðina. Fulltrúar frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg koma að björgun dýrsins auk fjölda annarra.Landsbjörg „Það er vond staða til að vera í þegar maður er hvalur. Í fyrsta lagi þá lifir hann ekki lengi á hlið, og í öðru lagi þá getur vatn komist mjög fljótt í blástursopið,“ sagði Þóra Jóhanna Jónasdóttir, dýralæknir hjá MAST. Bændur reistu dýrið við, og björgunarsveitin í Búðardal mættu á svæðið og studdu við það með staurum. Lífffræðingar með sérþekkingu á hvölum mættu á svæðið og var dýrið skorðað þannig að blástursopið héldist fyrir ofan vatnsborðið. Segli hefur verið komið undir háhyrningnum og flotbelgir festir sitthvorum megin við hann.Landsbjörg Í síðustu viku var öðrum háhyrningi bjargað í Gilsfirði, en sá hafði legið strandaður í fjöru í rúma tvo sólarhringa.Sjöfn Sæmundsdóttir Bíða flóðs Í kvöld verður gerð tilraun til þess að fleyta dýrinu út fjörðinn, undir brúna og á auðan sjó. Segli hefur verið komið undir háhyrningnum og flotbelgir festir sitthvorum megin við hann. Þegar flæðir að um sjöleitið verður gerð tilraun til að fleyta dýrinu út fjörðinn. Hér að neðan má sjá myndband af undirbúningi björgunaraðgerða. Hvalir Dýraheilbrigði Dýr Reykhólahreppur Tengdar fréttir Stefna á að hjálpa öðrum háhyrningi úr Gilsfirði á morgun Háhyrningur hefur setið fastur í Gilsfirði í nokkra daga, en stefnt er að því að flytja hann úr firðinum og sleppa honum lausum á morgun. Ekki er um að ræða sama háhyrning og festist í firðinum um liðna helgi, þótt líklegt sé að dýrin tilheyri sama hópi. 27. september 2023 21:35 „Tók strauið og rauk út fjörðinn um leið og hann komst i dýpri sjó“ Fjölmennu liði viðbragðsaðila tókst um miðnætti að bjarga háhyrningi sem hafði legið strandaður í fjöru við Gilsfjörð frá því á fimmtudag. Í fyrstu var talið að háhyrningurinn væri dauður en þegar hann komst á flot rauk hann út fjörðinn og kallaði á hópinn sinn. 23. september 2023 10:41 Reyna að bjarga háhyrningnum Reynt verður að bjarga ungum háhyrningi sem strandaði í Gilsfirði í dag. Stefnt er að því að koma honum út í sjó í kvöld. 22. september 2023 15:43 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Fleiri fréttir „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Sjá meira
Háhyrningurinn hefur setið fastur í Gilsfirði í nokkra daga. Ekki er um sama dýr að ræða og festist í firðinum í síðustu viku og var bjargað á laugardag. Fylgst hefur verið með dýrinu síðustu daga, en slæmt veður hefur torveldað aðgerðir til að koma því úr sjálfheldunni. Í gærmorgun bárust fréttir af því að dýrið hefði lagst á aðra hliðina. Fulltrúar frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg koma að björgun dýrsins auk fjölda annarra.Landsbjörg „Það er vond staða til að vera í þegar maður er hvalur. Í fyrsta lagi þá lifir hann ekki lengi á hlið, og í öðru lagi þá getur vatn komist mjög fljótt í blástursopið,“ sagði Þóra Jóhanna Jónasdóttir, dýralæknir hjá MAST. Bændur reistu dýrið við, og björgunarsveitin í Búðardal mættu á svæðið og studdu við það með staurum. Lífffræðingar með sérþekkingu á hvölum mættu á svæðið og var dýrið skorðað þannig að blástursopið héldist fyrir ofan vatnsborðið. Segli hefur verið komið undir háhyrningnum og flotbelgir festir sitthvorum megin við hann.Landsbjörg Í síðustu viku var öðrum háhyrningi bjargað í Gilsfirði, en sá hafði legið strandaður í fjöru í rúma tvo sólarhringa.Sjöfn Sæmundsdóttir Bíða flóðs Í kvöld verður gerð tilraun til þess að fleyta dýrinu út fjörðinn, undir brúna og á auðan sjó. Segli hefur verið komið undir háhyrningnum og flotbelgir festir sitthvorum megin við hann. Þegar flæðir að um sjöleitið verður gerð tilraun til að fleyta dýrinu út fjörðinn. Hér að neðan má sjá myndband af undirbúningi björgunaraðgerða.
Hvalir Dýraheilbrigði Dýr Reykhólahreppur Tengdar fréttir Stefna á að hjálpa öðrum háhyrningi úr Gilsfirði á morgun Háhyrningur hefur setið fastur í Gilsfirði í nokkra daga, en stefnt er að því að flytja hann úr firðinum og sleppa honum lausum á morgun. Ekki er um að ræða sama háhyrning og festist í firðinum um liðna helgi, þótt líklegt sé að dýrin tilheyri sama hópi. 27. september 2023 21:35 „Tók strauið og rauk út fjörðinn um leið og hann komst i dýpri sjó“ Fjölmennu liði viðbragðsaðila tókst um miðnætti að bjarga háhyrningi sem hafði legið strandaður í fjöru við Gilsfjörð frá því á fimmtudag. Í fyrstu var talið að háhyrningurinn væri dauður en þegar hann komst á flot rauk hann út fjörðinn og kallaði á hópinn sinn. 23. september 2023 10:41 Reyna að bjarga háhyrningnum Reynt verður að bjarga ungum háhyrningi sem strandaði í Gilsfirði í dag. Stefnt er að því að koma honum út í sjó í kvöld. 22. september 2023 15:43 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Fleiri fréttir „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Sjá meira
Stefna á að hjálpa öðrum háhyrningi úr Gilsfirði á morgun Háhyrningur hefur setið fastur í Gilsfirði í nokkra daga, en stefnt er að því að flytja hann úr firðinum og sleppa honum lausum á morgun. Ekki er um að ræða sama háhyrning og festist í firðinum um liðna helgi, þótt líklegt sé að dýrin tilheyri sama hópi. 27. september 2023 21:35
„Tók strauið og rauk út fjörðinn um leið og hann komst i dýpri sjó“ Fjölmennu liði viðbragðsaðila tókst um miðnætti að bjarga háhyrningi sem hafði legið strandaður í fjöru við Gilsfjörð frá því á fimmtudag. Í fyrstu var talið að háhyrningurinn væri dauður en þegar hann komst á flot rauk hann út fjörðinn og kallaði á hópinn sinn. 23. september 2023 10:41
Reyna að bjarga háhyrningnum Reynt verður að bjarga ungum háhyrningi sem strandaði í Gilsfirði í dag. Stefnt er að því að koma honum út í sjó í kvöld. 22. september 2023 15:43