Undirbúningur fyrir björgun háhyrningsins á lokametrunum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 28. september 2023 14:47 Gilsfjörður skilur milli Vestfjarða og Vesturlands við norðanverðan botn Breiðarfjarðar. Þar standa nú yfir umfangsmiklar björgunaraðgerðir þar sem reynt verður að koma háhyrningi í sjálfheldu á flot. Undirbúningur fyrir björgun ungs háhyrnings sem er strandaglópur innan Gilsfjarðarbrúar er á lokametrunum. Þegar flæðir að í kvöld verður gerð tilraun til að fleyta dýrinu út fjörðinn. Háhyrningurinn hefur setið fastur í Gilsfirði í nokkra daga. Ekki er um sama dýr að ræða og festist í firðinum í síðustu viku og var bjargað á laugardag. Fylgst hefur verið með dýrinu síðustu daga, en slæmt veður hefur torveldað aðgerðir til að koma því úr sjálfheldunni. Í gærmorgun bárust fréttir af því að dýrið hefði lagst á aðra hliðina. Fulltrúar frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg koma að björgun dýrsins auk fjölda annarra.Landsbjörg „Það er vond staða til að vera í þegar maður er hvalur. Í fyrsta lagi þá lifir hann ekki lengi á hlið, og í öðru lagi þá getur vatn komist mjög fljótt í blástursopið,“ sagði Þóra Jóhanna Jónasdóttir, dýralæknir hjá MAST. Bændur reistu dýrið við, og björgunarsveitin í Búðardal mættu á svæðið og studdu við það með staurum. Lífffræðingar með sérþekkingu á hvölum mættu á svæðið og var dýrið skorðað þannig að blástursopið héldist fyrir ofan vatnsborðið. Segli hefur verið komið undir háhyrningnum og flotbelgir festir sitthvorum megin við hann.Landsbjörg Í síðustu viku var öðrum háhyrningi bjargað í Gilsfirði, en sá hafði legið strandaður í fjöru í rúma tvo sólarhringa.Sjöfn Sæmundsdóttir Bíða flóðs Í kvöld verður gerð tilraun til þess að fleyta dýrinu út fjörðinn, undir brúna og á auðan sjó. Segli hefur verið komið undir háhyrningnum og flotbelgir festir sitthvorum megin við hann. Þegar flæðir að um sjöleitið verður gerð tilraun til að fleyta dýrinu út fjörðinn. Hér að neðan má sjá myndband af undirbúningi björgunaraðgerða. Hvalir Dýraheilbrigði Dýr Reykhólahreppur Tengdar fréttir Stefna á að hjálpa öðrum háhyrningi úr Gilsfirði á morgun Háhyrningur hefur setið fastur í Gilsfirði í nokkra daga, en stefnt er að því að flytja hann úr firðinum og sleppa honum lausum á morgun. Ekki er um að ræða sama háhyrning og festist í firðinum um liðna helgi, þótt líklegt sé að dýrin tilheyri sama hópi. 27. september 2023 21:35 „Tók strauið og rauk út fjörðinn um leið og hann komst i dýpri sjó“ Fjölmennu liði viðbragðsaðila tókst um miðnætti að bjarga háhyrningi sem hafði legið strandaður í fjöru við Gilsfjörð frá því á fimmtudag. Í fyrstu var talið að háhyrningurinn væri dauður en þegar hann komst á flot rauk hann út fjörðinn og kallaði á hópinn sinn. 23. september 2023 10:41 Reyna að bjarga háhyrningnum Reynt verður að bjarga ungum háhyrningi sem strandaði í Gilsfirði í dag. Stefnt er að því að koma honum út í sjó í kvöld. 22. september 2023 15:43 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Sjá meira
Háhyrningurinn hefur setið fastur í Gilsfirði í nokkra daga. Ekki er um sama dýr að ræða og festist í firðinum í síðustu viku og var bjargað á laugardag. Fylgst hefur verið með dýrinu síðustu daga, en slæmt veður hefur torveldað aðgerðir til að koma því úr sjálfheldunni. Í gærmorgun bárust fréttir af því að dýrið hefði lagst á aðra hliðina. Fulltrúar frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg koma að björgun dýrsins auk fjölda annarra.Landsbjörg „Það er vond staða til að vera í þegar maður er hvalur. Í fyrsta lagi þá lifir hann ekki lengi á hlið, og í öðru lagi þá getur vatn komist mjög fljótt í blástursopið,“ sagði Þóra Jóhanna Jónasdóttir, dýralæknir hjá MAST. Bændur reistu dýrið við, og björgunarsveitin í Búðardal mættu á svæðið og studdu við það með staurum. Lífffræðingar með sérþekkingu á hvölum mættu á svæðið og var dýrið skorðað þannig að blástursopið héldist fyrir ofan vatnsborðið. Segli hefur verið komið undir háhyrningnum og flotbelgir festir sitthvorum megin við hann.Landsbjörg Í síðustu viku var öðrum háhyrningi bjargað í Gilsfirði, en sá hafði legið strandaður í fjöru í rúma tvo sólarhringa.Sjöfn Sæmundsdóttir Bíða flóðs Í kvöld verður gerð tilraun til þess að fleyta dýrinu út fjörðinn, undir brúna og á auðan sjó. Segli hefur verið komið undir háhyrningnum og flotbelgir festir sitthvorum megin við hann. Þegar flæðir að um sjöleitið verður gerð tilraun til að fleyta dýrinu út fjörðinn. Hér að neðan má sjá myndband af undirbúningi björgunaraðgerða.
Hvalir Dýraheilbrigði Dýr Reykhólahreppur Tengdar fréttir Stefna á að hjálpa öðrum háhyrningi úr Gilsfirði á morgun Háhyrningur hefur setið fastur í Gilsfirði í nokkra daga, en stefnt er að því að flytja hann úr firðinum og sleppa honum lausum á morgun. Ekki er um að ræða sama háhyrning og festist í firðinum um liðna helgi, þótt líklegt sé að dýrin tilheyri sama hópi. 27. september 2023 21:35 „Tók strauið og rauk út fjörðinn um leið og hann komst i dýpri sjó“ Fjölmennu liði viðbragðsaðila tókst um miðnætti að bjarga háhyrningi sem hafði legið strandaður í fjöru við Gilsfjörð frá því á fimmtudag. Í fyrstu var talið að háhyrningurinn væri dauður en þegar hann komst á flot rauk hann út fjörðinn og kallaði á hópinn sinn. 23. september 2023 10:41 Reyna að bjarga háhyrningnum Reynt verður að bjarga ungum háhyrningi sem strandaði í Gilsfirði í dag. Stefnt er að því að koma honum út í sjó í kvöld. 22. september 2023 15:43 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Sjá meira
Stefna á að hjálpa öðrum háhyrningi úr Gilsfirði á morgun Háhyrningur hefur setið fastur í Gilsfirði í nokkra daga, en stefnt er að því að flytja hann úr firðinum og sleppa honum lausum á morgun. Ekki er um að ræða sama háhyrning og festist í firðinum um liðna helgi, þótt líklegt sé að dýrin tilheyri sama hópi. 27. september 2023 21:35
„Tók strauið og rauk út fjörðinn um leið og hann komst i dýpri sjó“ Fjölmennu liði viðbragðsaðila tókst um miðnætti að bjarga háhyrningi sem hafði legið strandaður í fjöru við Gilsfjörð frá því á fimmtudag. Í fyrstu var talið að háhyrningurinn væri dauður en þegar hann komst á flot rauk hann út fjörðinn og kallaði á hópinn sinn. 23. september 2023 10:41
Reyna að bjarga háhyrningnum Reynt verður að bjarga ungum háhyrningi sem strandaði í Gilsfirði í dag. Stefnt er að því að koma honum út í sjó í kvöld. 22. september 2023 15:43