Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi á miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgsvæðinu, segir árásirnar sem mennirnir eru grunaðir um, hafa verið gerðar utandyra á tveimur ólíkum stöðum í austurborg Reykjavíkur í gær. Séu sömu menn grunaðir um verknaðinn.
Eiríkur segir að áverkar á þeim sem fyrir árásunum urðu séu minniháttar. Hann segir að til skoðunar sé hvort að árásirnar tengist fíkniefnaviðskiptum og að einhvers konar eggvopn hafi verið notað í árásunum tveimur.
„Það er verið að taka skýrslu af mönnunum og verður í kjölfarið metið hvort að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum,“ segir Eiríkur.