Kaupir helmingshlut í Ice Fresh Seafood ehf. Atli Ísleifsson skrifar 26. september 2023 10:11 Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, segir að fjárfesting í Ice Fresh Seafood sé gerð í því skyni að styrkja sölu- og markaðsmál félagsins. Vísir/Arnar Samherji og Síldarvinnslan hafa gengið frá kaupum þess síðarnefnda á helmingshlut í sölufyrirtækinu Ice Fresh Seafood en með því lýkur viðræðum sem fyrst var tilkynnt um í lok mars á þessu ári. Frá þessu segir í tilkynningu frá Síldarvinnslunni. Þar segir að verðmæti Ice Fresh Seafood í viðskiptunum sé metið 42,9 milljónir evra, um 6,3 milljarðar króna á núvirði, sem jafngildi 1,76 sinnum bókfært virði eigin fjár þess hinn 31. desember 2022. „Viðskiptin felast annars vegar í kaupum á núverandi hlutum af Samherja hf. fyrir 10,7 milljónir evra, og hins vegar útgáfu nýs hlutafjár í Ice Fresh Seafood að fjárhæð 21,5 milljónir evra. Heildarvirði Ice Fresh Seafood verður 64,4 milljónir evra eftir hlutafjáraukninguna og fjárfesting Síldarvinnslunnar nemur 32,2 milljónum evra. Samhliða þessum viðskiptum mun Ice Fresh Seafood ganga frá kaupum á eignarhlutum í erlendum sölufélögum sem fyrirtækið hefur átt í farsælu viðskiptasambandi við undanfarin ár. Um er að ræða helmingshlut í Seagold Ltd. í Bretlandi, 100% eignarhlut í Ice Fresh Seafood SAS í Frakklandi, 67% hlutafjár í Ice Fresh Seafood Spain S.L. og helmingshlut í Aquanor Marketing Inc. í Bandaríkjunum fyrir samtals 13,9 milljónir evra. Verðmæti félaganna fjögurra í þessum viðskiptum er 1,37 sinnum bókfært virði eigin fjár þeirra í árslok 2022. Félögin voru áður hluti af samstæðu Samherja Holding ehf. og unnið hefur verið að viðskiptunum frá því í lok árs 2022. Þá mun Ice Fresh Seafood ganga frá kaupum á helmingshlut í sölufélaginu Cabo Norte S.A. á Spáni af Síldarvinnslunni fyrir 4,9 milljónir evra. Virði hlutarins byggir á því að verðmæti Cabo Norte S.A. sé 1,3 sinnum bókfært virði eigin fjár félagsins í lok árs 2022. Alþjóðlega sjávarútvegssýningin í Boston Velta Ice Fresh Seafood var 337 milljónir evra árið 2022 og velta erlendu sölufélaganna var 194 milljónir evra. Samanlögð velta að teknu tilliti til sölu milli félaga var 485 milljónir evra. Samanlögð EBITDA félaganna var 6,7 milljónir evra leiðrétt fyrir einskiptis kostnaði hjá Ice Fresh Seafood vegna stríðsins í Úkraínu,“ segir í tilkyhnningunni. Rökrétt framhald Haft er eftir Gunnþóri Ingvasyni, forstjóra Síldarvinnslunnar, að fjárfesting í Ice Fresh Seafood sé gerð í því skyni að styrkja sölu- og markaðsmál félagsins. Þá sé þetta rökrétt framhald af þróun sem hafi átt sér stað innan Síldarvinnslunnar hf. á undanförnum árum og meðal annars birst í kaupum á Vísi hf. í Grindavík á síðasta ári. „Ice Fresh Seafood hefur í mörg ár verið leiðandi í sölu- og markaðssetningu íslenskra sjávarafurða. Með þessum viðskiptum er Síldarvinnslan að komast lengra í virðiskeðju sjávarútvegs og nær neytendum þeirra afurða sem við framleiðum. Í því felast ákveðin sóknartækifæri,“ segir í tilkynningunni. Gústaf Baldvinsson, framkvæmdastjóri Ice Fresh Seafood.Síldarvinnslan Sterk tengsl Einnig er haft eftir Gústaf Baldvinssyni, framkvæmdastjóra Ice Fresh Seafood, að Síldarvinnslan hafi verið leiðandi framleiðandi uppsjávarafurða á Íslandi í áratugi. „Við hjá Ice Fresh Seafood höfum byggt upp sterk tengsl við fyrirtækið á undanförnum árum með sölu á hluta afurða þess. Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi hf. í Grindavík varð Síldarvinnslan jafnframt stór framleiðandi bolfiskafurða. Samband okkar við Vísi hf. nær enn lengra aftur enda höfum við séð um sölu á hluta afurða fyrirtækisins í mörg ár. Við þessi viðskipti öðlast Ice Fresh Seafood ákveðna sérstöðu með aukinni aðkomu að sölu bæði íslenskra bolfisk- og uppsjávarafurða. Það skapar spennandi áskoranir sem við hlökkum til að takast á við,“ seguir Gústaf. Síldarvinnslan Kaup og sala fyrirtækja Sjávarútvegur Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Síldarvinnslunni. Þar segir að verðmæti Ice Fresh Seafood í viðskiptunum sé metið 42,9 milljónir evra, um 6,3 milljarðar króna á núvirði, sem jafngildi 1,76 sinnum bókfært virði eigin fjár þess hinn 31. desember 2022. „Viðskiptin felast annars vegar í kaupum á núverandi hlutum af Samherja hf. fyrir 10,7 milljónir evra, og hins vegar útgáfu nýs hlutafjár í Ice Fresh Seafood að fjárhæð 21,5 milljónir evra. Heildarvirði Ice Fresh Seafood verður 64,4 milljónir evra eftir hlutafjáraukninguna og fjárfesting Síldarvinnslunnar nemur 32,2 milljónum evra. Samhliða þessum viðskiptum mun Ice Fresh Seafood ganga frá kaupum á eignarhlutum í erlendum sölufélögum sem fyrirtækið hefur átt í farsælu viðskiptasambandi við undanfarin ár. Um er að ræða helmingshlut í Seagold Ltd. í Bretlandi, 100% eignarhlut í Ice Fresh Seafood SAS í Frakklandi, 67% hlutafjár í Ice Fresh Seafood Spain S.L. og helmingshlut í Aquanor Marketing Inc. í Bandaríkjunum fyrir samtals 13,9 milljónir evra. Verðmæti félaganna fjögurra í þessum viðskiptum er 1,37 sinnum bókfært virði eigin fjár þeirra í árslok 2022. Félögin voru áður hluti af samstæðu Samherja Holding ehf. og unnið hefur verið að viðskiptunum frá því í lok árs 2022. Þá mun Ice Fresh Seafood ganga frá kaupum á helmingshlut í sölufélaginu Cabo Norte S.A. á Spáni af Síldarvinnslunni fyrir 4,9 milljónir evra. Virði hlutarins byggir á því að verðmæti Cabo Norte S.A. sé 1,3 sinnum bókfært virði eigin fjár félagsins í lok árs 2022. Alþjóðlega sjávarútvegssýningin í Boston Velta Ice Fresh Seafood var 337 milljónir evra árið 2022 og velta erlendu sölufélaganna var 194 milljónir evra. Samanlögð velta að teknu tilliti til sölu milli félaga var 485 milljónir evra. Samanlögð EBITDA félaganna var 6,7 milljónir evra leiðrétt fyrir einskiptis kostnaði hjá Ice Fresh Seafood vegna stríðsins í Úkraínu,“ segir í tilkyhnningunni. Rökrétt framhald Haft er eftir Gunnþóri Ingvasyni, forstjóra Síldarvinnslunnar, að fjárfesting í Ice Fresh Seafood sé gerð í því skyni að styrkja sölu- og markaðsmál félagsins. Þá sé þetta rökrétt framhald af þróun sem hafi átt sér stað innan Síldarvinnslunnar hf. á undanförnum árum og meðal annars birst í kaupum á Vísi hf. í Grindavík á síðasta ári. „Ice Fresh Seafood hefur í mörg ár verið leiðandi í sölu- og markaðssetningu íslenskra sjávarafurða. Með þessum viðskiptum er Síldarvinnslan að komast lengra í virðiskeðju sjávarútvegs og nær neytendum þeirra afurða sem við framleiðum. Í því felast ákveðin sóknartækifæri,“ segir í tilkynningunni. Gústaf Baldvinsson, framkvæmdastjóri Ice Fresh Seafood.Síldarvinnslan Sterk tengsl Einnig er haft eftir Gústaf Baldvinssyni, framkvæmdastjóra Ice Fresh Seafood, að Síldarvinnslan hafi verið leiðandi framleiðandi uppsjávarafurða á Íslandi í áratugi. „Við hjá Ice Fresh Seafood höfum byggt upp sterk tengsl við fyrirtækið á undanförnum árum með sölu á hluta afurða þess. Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi hf. í Grindavík varð Síldarvinnslan jafnframt stór framleiðandi bolfiskafurða. Samband okkar við Vísi hf. nær enn lengra aftur enda höfum við séð um sölu á hluta afurða fyrirtækisins í mörg ár. Við þessi viðskipti öðlast Ice Fresh Seafood ákveðna sérstöðu með aukinni aðkomu að sölu bæði íslenskra bolfisk- og uppsjávarafurða. Það skapar spennandi áskoranir sem við hlökkum til að takast á við,“ seguir Gústaf.
Síldarvinnslan Kaup og sala fyrirtækja Sjávarútvegur Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira