Frakkar hörfa frá Níger Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2023 09:04 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segist hafa miklar áhyggjur af ástandinu á Sahel-svæðinu. AP/Christophe Ena Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í gær að sendiherra Frakklands í Níger og allir hermenn landsins þar myndu snúa aftur heim fyrir lok þessa árs. Tveir mánuðir eru síðan herinn tók völdin í Níger og fangelsaði forsetann Mohamed Bazoum. Síðan þá hefur herforingjastjórnin krafist þess að Frakkar kalli allt sitt fólk aftur heim en Macron sagði þá að herforingjarnir hefðu ekki umboð til þess, þar sem valdarán þeirra væri ólöglegt. Macron tilkynnti svo í gær að Sylvain Itte, sendiherrann, og erindrekar Frakklands myndu fara aftur heim á næstu klukkutímum. Hermenn myndu svo fylgja eftir á næstu vikum og mánuðum og að engir franskir hermenn yrðu í landinu fyrir áramótin, samkvæmt frétt France24. Sjá einnig: Sendiherra Frakklands í Níger haldið í gíslingu valdaræningjanna Herforingjastjórnin í Níger sagði tilkynningu Macrons vera „nýtt skref í átt að fullveldi“ landsins. Macron segist hafa tekið þessa ákvörðun eftir að hafa rætt við Bazoum, sem er í stofufangelsi. Hann var kjörinn forseti árið 2021, í fyrstu friðsömu valdaskiptum Níger frá því landið hlaut sjálfstæði. Árásum fjölgar eftir valdarán Um 1.500 franskir hermenn eru í Níger þar sem þeir hafa verið að berjast gegn hryðjuverkahópum á Sahel-svæðinu svokallaða. Það er þurrt svæði suður af Sahara-eyðimörkinni og nær yfir þvera Afríku. Al-Qaeda, ISIS og fleiri hryðjuverkahópar hafa verið virkir á þessu svæði um árabil. Rúmlega þúsund bandarískir hermenn eru enn í Níger. Í bæði Búrkína Fasó og Malí sögðust herforingjar hafa tekið völdin vegna þess að þeir gætu barist betur gegn vígahópum á svæðinu. Ofbeldið hefur þá aukist í þeim löndum og árásum hryðjuverkamanna fjölgað. Macron sagði í yfirlýsingu sinni að svo virtist sem herforingjastjórnin í Níger hefði ekki lengur áhuga á að berjast gegn vígahópum. Sjá einnig: Sendir herforingjastjórn Níger tóninn AP fréttaveitan sagði frá því fyrir helgi að árásum vígamanna í Malí, nágrannaríki Níger, hefði fjölgað mjög á undanförnum vikum. Frá því friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna hefðu byrjað að hörfa frá norðurhluta landsins hefði fjöldi árása tvöfaldast og á einum mánuði hefðu rúmlega 150 manns fallið í árásum vígamanna. Þá er útlit fyrir að friðarsamkomulag milli hers Malí og uppreisnarmanna í norðurhluta landsins muni ekki halda. Sjá einnig: Tugir borgara féllu í árás hryðjuverkamanna í Malí Macron sagði í gær að hann hefði miklar áhyggjur af svæðinu. Herforingjastjórnir í Níger, Malí og Búrkína Fasó væru bandamenn óreiðu. Frakkland Níger Malí Búrkína Fasó Tengdar fréttir Hermenn handtóku forseta Gabon Hópur hermanna í Gabon segist hafa handsamað Ali Bongo, forseta landsins. Þrátt fyrir að Bongo hafi kallað eftir mótmælum vegna handtöku hans virðist sem íbúar landsins hafi tekið handtökunni fagnandi. 30. ágúst 2023 12:14 Óttast um heilsu nígerska forsetans Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjastjórn hafa lýst áhyggjum af heilsu og öryggi Mohameds Bazoum, forseta Nígers, sem hefur verið í stofufangelsi frá valdaráni hersins fyrir tveimur vikum. Honum er sagt haldið við ömurlegar aðstæður. 10. ágúst 2023 10:39 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Síðan þá hefur herforingjastjórnin krafist þess að Frakkar kalli allt sitt fólk aftur heim en Macron sagði þá að herforingjarnir hefðu ekki umboð til þess, þar sem valdarán þeirra væri ólöglegt. Macron tilkynnti svo í gær að Sylvain Itte, sendiherrann, og erindrekar Frakklands myndu fara aftur heim á næstu klukkutímum. Hermenn myndu svo fylgja eftir á næstu vikum og mánuðum og að engir franskir hermenn yrðu í landinu fyrir áramótin, samkvæmt frétt France24. Sjá einnig: Sendiherra Frakklands í Níger haldið í gíslingu valdaræningjanna Herforingjastjórnin í Níger sagði tilkynningu Macrons vera „nýtt skref í átt að fullveldi“ landsins. Macron segist hafa tekið þessa ákvörðun eftir að hafa rætt við Bazoum, sem er í stofufangelsi. Hann var kjörinn forseti árið 2021, í fyrstu friðsömu valdaskiptum Níger frá því landið hlaut sjálfstæði. Árásum fjölgar eftir valdarán Um 1.500 franskir hermenn eru í Níger þar sem þeir hafa verið að berjast gegn hryðjuverkahópum á Sahel-svæðinu svokallaða. Það er þurrt svæði suður af Sahara-eyðimörkinni og nær yfir þvera Afríku. Al-Qaeda, ISIS og fleiri hryðjuverkahópar hafa verið virkir á þessu svæði um árabil. Rúmlega þúsund bandarískir hermenn eru enn í Níger. Í bæði Búrkína Fasó og Malí sögðust herforingjar hafa tekið völdin vegna þess að þeir gætu barist betur gegn vígahópum á svæðinu. Ofbeldið hefur þá aukist í þeim löndum og árásum hryðjuverkamanna fjölgað. Macron sagði í yfirlýsingu sinni að svo virtist sem herforingjastjórnin í Níger hefði ekki lengur áhuga á að berjast gegn vígahópum. Sjá einnig: Sendir herforingjastjórn Níger tóninn AP fréttaveitan sagði frá því fyrir helgi að árásum vígamanna í Malí, nágrannaríki Níger, hefði fjölgað mjög á undanförnum vikum. Frá því friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna hefðu byrjað að hörfa frá norðurhluta landsins hefði fjöldi árása tvöfaldast og á einum mánuði hefðu rúmlega 150 manns fallið í árásum vígamanna. Þá er útlit fyrir að friðarsamkomulag milli hers Malí og uppreisnarmanna í norðurhluta landsins muni ekki halda. Sjá einnig: Tugir borgara féllu í árás hryðjuverkamanna í Malí Macron sagði í gær að hann hefði miklar áhyggjur af svæðinu. Herforingjastjórnir í Níger, Malí og Búrkína Fasó væru bandamenn óreiðu.
Frakkland Níger Malí Búrkína Fasó Tengdar fréttir Hermenn handtóku forseta Gabon Hópur hermanna í Gabon segist hafa handsamað Ali Bongo, forseta landsins. Þrátt fyrir að Bongo hafi kallað eftir mótmælum vegna handtöku hans virðist sem íbúar landsins hafi tekið handtökunni fagnandi. 30. ágúst 2023 12:14 Óttast um heilsu nígerska forsetans Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjastjórn hafa lýst áhyggjum af heilsu og öryggi Mohameds Bazoum, forseta Nígers, sem hefur verið í stofufangelsi frá valdaráni hersins fyrir tveimur vikum. Honum er sagt haldið við ömurlegar aðstæður. 10. ágúst 2023 10:39 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Hermenn handtóku forseta Gabon Hópur hermanna í Gabon segist hafa handsamað Ali Bongo, forseta landsins. Þrátt fyrir að Bongo hafi kallað eftir mótmælum vegna handtöku hans virðist sem íbúar landsins hafi tekið handtökunni fagnandi. 30. ágúst 2023 12:14
Óttast um heilsu nígerska forsetans Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjastjórn hafa lýst áhyggjum af heilsu og öryggi Mohameds Bazoum, forseta Nígers, sem hefur verið í stofufangelsi frá valdaráni hersins fyrir tveimur vikum. Honum er sagt haldið við ömurlegar aðstæður. 10. ágúst 2023 10:39