Frakkar hörfa frá Níger Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2023 09:04 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segist hafa miklar áhyggjur af ástandinu á Sahel-svæðinu. AP/Christophe Ena Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í gær að sendiherra Frakklands í Níger og allir hermenn landsins þar myndu snúa aftur heim fyrir lok þessa árs. Tveir mánuðir eru síðan herinn tók völdin í Níger og fangelsaði forsetann Mohamed Bazoum. Síðan þá hefur herforingjastjórnin krafist þess að Frakkar kalli allt sitt fólk aftur heim en Macron sagði þá að herforingjarnir hefðu ekki umboð til þess, þar sem valdarán þeirra væri ólöglegt. Macron tilkynnti svo í gær að Sylvain Itte, sendiherrann, og erindrekar Frakklands myndu fara aftur heim á næstu klukkutímum. Hermenn myndu svo fylgja eftir á næstu vikum og mánuðum og að engir franskir hermenn yrðu í landinu fyrir áramótin, samkvæmt frétt France24. Sjá einnig: Sendiherra Frakklands í Níger haldið í gíslingu valdaræningjanna Herforingjastjórnin í Níger sagði tilkynningu Macrons vera „nýtt skref í átt að fullveldi“ landsins. Macron segist hafa tekið þessa ákvörðun eftir að hafa rætt við Bazoum, sem er í stofufangelsi. Hann var kjörinn forseti árið 2021, í fyrstu friðsömu valdaskiptum Níger frá því landið hlaut sjálfstæði. Árásum fjölgar eftir valdarán Um 1.500 franskir hermenn eru í Níger þar sem þeir hafa verið að berjast gegn hryðjuverkahópum á Sahel-svæðinu svokallaða. Það er þurrt svæði suður af Sahara-eyðimörkinni og nær yfir þvera Afríku. Al-Qaeda, ISIS og fleiri hryðjuverkahópar hafa verið virkir á þessu svæði um árabil. Rúmlega þúsund bandarískir hermenn eru enn í Níger. Í bæði Búrkína Fasó og Malí sögðust herforingjar hafa tekið völdin vegna þess að þeir gætu barist betur gegn vígahópum á svæðinu. Ofbeldið hefur þá aukist í þeim löndum og árásum hryðjuverkamanna fjölgað. Macron sagði í yfirlýsingu sinni að svo virtist sem herforingjastjórnin í Níger hefði ekki lengur áhuga á að berjast gegn vígahópum. Sjá einnig: Sendir herforingjastjórn Níger tóninn AP fréttaveitan sagði frá því fyrir helgi að árásum vígamanna í Malí, nágrannaríki Níger, hefði fjölgað mjög á undanförnum vikum. Frá því friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna hefðu byrjað að hörfa frá norðurhluta landsins hefði fjöldi árása tvöfaldast og á einum mánuði hefðu rúmlega 150 manns fallið í árásum vígamanna. Þá er útlit fyrir að friðarsamkomulag milli hers Malí og uppreisnarmanna í norðurhluta landsins muni ekki halda. Sjá einnig: Tugir borgara féllu í árás hryðjuverkamanna í Malí Macron sagði í gær að hann hefði miklar áhyggjur af svæðinu. Herforingjastjórnir í Níger, Malí og Búrkína Fasó væru bandamenn óreiðu. Frakkland Níger Malí Búrkína Fasó Tengdar fréttir Hermenn handtóku forseta Gabon Hópur hermanna í Gabon segist hafa handsamað Ali Bongo, forseta landsins. Þrátt fyrir að Bongo hafi kallað eftir mótmælum vegna handtöku hans virðist sem íbúar landsins hafi tekið handtökunni fagnandi. 30. ágúst 2023 12:14 Óttast um heilsu nígerska forsetans Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjastjórn hafa lýst áhyggjum af heilsu og öryggi Mohameds Bazoum, forseta Nígers, sem hefur verið í stofufangelsi frá valdaráni hersins fyrir tveimur vikum. Honum er sagt haldið við ömurlegar aðstæður. 10. ágúst 2023 10:39 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Sjá meira
Síðan þá hefur herforingjastjórnin krafist þess að Frakkar kalli allt sitt fólk aftur heim en Macron sagði þá að herforingjarnir hefðu ekki umboð til þess, þar sem valdarán þeirra væri ólöglegt. Macron tilkynnti svo í gær að Sylvain Itte, sendiherrann, og erindrekar Frakklands myndu fara aftur heim á næstu klukkutímum. Hermenn myndu svo fylgja eftir á næstu vikum og mánuðum og að engir franskir hermenn yrðu í landinu fyrir áramótin, samkvæmt frétt France24. Sjá einnig: Sendiherra Frakklands í Níger haldið í gíslingu valdaræningjanna Herforingjastjórnin í Níger sagði tilkynningu Macrons vera „nýtt skref í átt að fullveldi“ landsins. Macron segist hafa tekið þessa ákvörðun eftir að hafa rætt við Bazoum, sem er í stofufangelsi. Hann var kjörinn forseti árið 2021, í fyrstu friðsömu valdaskiptum Níger frá því landið hlaut sjálfstæði. Árásum fjölgar eftir valdarán Um 1.500 franskir hermenn eru í Níger þar sem þeir hafa verið að berjast gegn hryðjuverkahópum á Sahel-svæðinu svokallaða. Það er þurrt svæði suður af Sahara-eyðimörkinni og nær yfir þvera Afríku. Al-Qaeda, ISIS og fleiri hryðjuverkahópar hafa verið virkir á þessu svæði um árabil. Rúmlega þúsund bandarískir hermenn eru enn í Níger. Í bæði Búrkína Fasó og Malí sögðust herforingjar hafa tekið völdin vegna þess að þeir gætu barist betur gegn vígahópum á svæðinu. Ofbeldið hefur þá aukist í þeim löndum og árásum hryðjuverkamanna fjölgað. Macron sagði í yfirlýsingu sinni að svo virtist sem herforingjastjórnin í Níger hefði ekki lengur áhuga á að berjast gegn vígahópum. Sjá einnig: Sendir herforingjastjórn Níger tóninn AP fréttaveitan sagði frá því fyrir helgi að árásum vígamanna í Malí, nágrannaríki Níger, hefði fjölgað mjög á undanförnum vikum. Frá því friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna hefðu byrjað að hörfa frá norðurhluta landsins hefði fjöldi árása tvöfaldast og á einum mánuði hefðu rúmlega 150 manns fallið í árásum vígamanna. Þá er útlit fyrir að friðarsamkomulag milli hers Malí og uppreisnarmanna í norðurhluta landsins muni ekki halda. Sjá einnig: Tugir borgara féllu í árás hryðjuverkamanna í Malí Macron sagði í gær að hann hefði miklar áhyggjur af svæðinu. Herforingjastjórnir í Níger, Malí og Búrkína Fasó væru bandamenn óreiðu.
Frakkland Níger Malí Búrkína Fasó Tengdar fréttir Hermenn handtóku forseta Gabon Hópur hermanna í Gabon segist hafa handsamað Ali Bongo, forseta landsins. Þrátt fyrir að Bongo hafi kallað eftir mótmælum vegna handtöku hans virðist sem íbúar landsins hafi tekið handtökunni fagnandi. 30. ágúst 2023 12:14 Óttast um heilsu nígerska forsetans Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjastjórn hafa lýst áhyggjum af heilsu og öryggi Mohameds Bazoum, forseta Nígers, sem hefur verið í stofufangelsi frá valdaráni hersins fyrir tveimur vikum. Honum er sagt haldið við ömurlegar aðstæður. 10. ágúst 2023 10:39 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Sjá meira
Hermenn handtóku forseta Gabon Hópur hermanna í Gabon segist hafa handsamað Ali Bongo, forseta landsins. Þrátt fyrir að Bongo hafi kallað eftir mótmælum vegna handtöku hans virðist sem íbúar landsins hafi tekið handtökunni fagnandi. 30. ágúst 2023 12:14
Óttast um heilsu nígerska forsetans Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjastjórn hafa lýst áhyggjum af heilsu og öryggi Mohameds Bazoum, forseta Nígers, sem hefur verið í stofufangelsi frá valdaráni hersins fyrir tveimur vikum. Honum er sagt haldið við ömurlegar aðstæður. 10. ágúst 2023 10:39