Manndrápið á Ólafsfirði: Steinþór hafi stungið Tómas tvisvar Árni Sæberg skrifar 22. september 2023 09:27 Tómas lést í heimahúsi að Ólafsvegi 28 á Ólafsfirði. VÍSIR/TRYGGVI PÁLL Steinþór Einarsson, 37 ára gamall karlmaður, hefur verið ákærður fyrir manndráp, með því að hafa stungið Tómas Waagfjörð, 47 ára, til bana á Ólafsfirði í október í fyrra. Í ákæru á hendur Steinþóri, sem Vísir hefur undir höndum, segir að hann hafi svipt Tómas lífi með því að stinga hann tvisvar sinnum í vinstri síðu með hnífi, með þeim afleiðingum að ytri mjaðmarslagæð fór í sundur og olli umfangsmiklu blóðtapi sem leiddi til dauða Tómasar. Þess er krafist að Steinþór verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess krafist fyrir hönd tveggja ólögráða barna Tómasar að Steinþór verði dæmdur til greiðslu sex milljóna króna miskabóta hvoru um sig og skaðabætur upp á 6,6 milljónir króna annars vegar og 4,4 milljóna hins vegar. Fjögur upphaflega handtekin Þann 3. október 2022 var lögregla kölluð á vettvang, í fjölbýlishúsi að Ólafsvegi, þar sem Tómas lést af sárum sínum. Fjórir voru handteknir og þrjú upphaflega úrskurðuð í gæsluvarðhald. Tveimur var sleppt, húsráðanda og eiginkonu Tómasar. Fram kom í gæsluvarðhaldsúrskurði, yfir Steinþóri er um að bana manninum, að vafi væri uppi um hvort honum hafi verið ráðinn bani af vilja eða í sjálfsvörn. Í úrskurðinum kom fram að líklegt væri að Tómas hefði veist að Steinþóri með hnífi og stungið hann í andlit og læri. Steinþór hafi síðar náð yfirhöndinni í átökunum og veitt hinum stungusár sem drógu hann til dauða. Í nóvember fór fram sviðsetning atburðarins með liðsinni sakbornings. Dómsmál Fjallabyggð Lögreglumál Manndráp á Ólafsfirði Tengdar fréttir Einn ákærður fyrir manndráp á Ólafsfirði Karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp á Ólafsfirði í október síðastliðnum. Fjögur höfðu stöðu sakbornings í málinu. 21. september 2023 12:16 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Í ákæru á hendur Steinþóri, sem Vísir hefur undir höndum, segir að hann hafi svipt Tómas lífi með því að stinga hann tvisvar sinnum í vinstri síðu með hnífi, með þeim afleiðingum að ytri mjaðmarslagæð fór í sundur og olli umfangsmiklu blóðtapi sem leiddi til dauða Tómasar. Þess er krafist að Steinþór verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess krafist fyrir hönd tveggja ólögráða barna Tómasar að Steinþór verði dæmdur til greiðslu sex milljóna króna miskabóta hvoru um sig og skaðabætur upp á 6,6 milljónir króna annars vegar og 4,4 milljóna hins vegar. Fjögur upphaflega handtekin Þann 3. október 2022 var lögregla kölluð á vettvang, í fjölbýlishúsi að Ólafsvegi, þar sem Tómas lést af sárum sínum. Fjórir voru handteknir og þrjú upphaflega úrskurðuð í gæsluvarðhald. Tveimur var sleppt, húsráðanda og eiginkonu Tómasar. Fram kom í gæsluvarðhaldsúrskurði, yfir Steinþóri er um að bana manninum, að vafi væri uppi um hvort honum hafi verið ráðinn bani af vilja eða í sjálfsvörn. Í úrskurðinum kom fram að líklegt væri að Tómas hefði veist að Steinþóri með hnífi og stungið hann í andlit og læri. Steinþór hafi síðar náð yfirhöndinni í átökunum og veitt hinum stungusár sem drógu hann til dauða. Í nóvember fór fram sviðsetning atburðarins með liðsinni sakbornings.
Dómsmál Fjallabyggð Lögreglumál Manndráp á Ólafsfirði Tengdar fréttir Einn ákærður fyrir manndráp á Ólafsfirði Karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp á Ólafsfirði í október síðastliðnum. Fjögur höfðu stöðu sakbornings í málinu. 21. september 2023 12:16 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Einn ákærður fyrir manndráp á Ólafsfirði Karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp á Ólafsfirði í október síðastliðnum. Fjögur höfðu stöðu sakbornings í málinu. 21. september 2023 12:16