Dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum konum Jón Þór Stefánsson skrifar 21. september 2023 20:12 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur, en ákæruliðirnir voru níu talsins, en þar af voru fjögur ofbeldisbrot. Vísir/Vilhelm Karlmaður hlaut á dögunum átta mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ýmis brot, þar af fjögur ofbeldisbrot gegn konum. Þá hefur honum verið gert að greiða einni konunni 400 þúsund krónur í miskabætur. Ákæruliðirnir voru níu talsins, en maðurinn játaði skýlaust sök. Fyrsta brotið átti sér stað í apríl 2021 og það síðasta í sama mánuði ári síðar. Maðurinn var meðal annars sakfelldur fyrir líkamsárás og blygðunarsemisbrot með því að slá konu nokkrum hnefahöggum í öxlina og síðan berað kynfæri sín í viðurvist konunnar og annars einstaklings. Annað brot mannsins átti sér stað í verslun Krónunnar þar sem hann sló konu með hnefahöggi í upphandlegg hennar. Enn annað brot átti sér stað á gatnamótum, ekki kemur fram hvaða gatnamótum, þar sem maðurinn tók konu hálstaki. Fram kemur að konan hafi misst andann í stutta stund. Síðasta ofbeldisbrot mannsins átti sér stað í versluninni Corner Market þar sem hann réðst á konu með því að slá hana þrisvar sinnum í höfuðið og hrinda henni síðan, sem varð til þess að hún féll og lenti á borðkanti. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir að hóta tveimur einstaklingum líkamsmeiðingum of lífláti. Í ákæru segir að ummælin hafi verið til þess fallinn að vekja hjá fólkinu ótta um líf sitt og heilbrigði. Fleiri brot mannsins vörðuðu stuld á bíl, rafhlaupahjóli og matvöru. Og þá var hann einnig sakfelldur fyrir fíkniefnalagabrot, þar sem að lítið magn amfetamíns fannst á honum. Í dómnum kemur fram að maðurinn sé í neyslu og að brot hans tengist því öll á einhvern hátt. Dómurinn metur það svo að hann sé í mikilli þörf á að komast í vímuefnameðferð. Hann á að baki sakaferill sem nær til ársins 2012 og hefur áður verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot. Einhver brotanna sem hann var dæmdur fyrir nú á dögunum áttu sér stað skömmu eftir að hann var sakfelldur fyrir brot gegn valdstjórninni. Því var honum gerður hegningarauki. Við ákvörðun refsingarinnar var litið til þess að maðurinn hafi játað brot sín skýlaust, en honum til þyngingar var að um væri að ræða ítrekuð og tilefnislaus ofbeldisbrot. Dómsmál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Ákæruliðirnir voru níu talsins, en maðurinn játaði skýlaust sök. Fyrsta brotið átti sér stað í apríl 2021 og það síðasta í sama mánuði ári síðar. Maðurinn var meðal annars sakfelldur fyrir líkamsárás og blygðunarsemisbrot með því að slá konu nokkrum hnefahöggum í öxlina og síðan berað kynfæri sín í viðurvist konunnar og annars einstaklings. Annað brot mannsins átti sér stað í verslun Krónunnar þar sem hann sló konu með hnefahöggi í upphandlegg hennar. Enn annað brot átti sér stað á gatnamótum, ekki kemur fram hvaða gatnamótum, þar sem maðurinn tók konu hálstaki. Fram kemur að konan hafi misst andann í stutta stund. Síðasta ofbeldisbrot mannsins átti sér stað í versluninni Corner Market þar sem hann réðst á konu með því að slá hana þrisvar sinnum í höfuðið og hrinda henni síðan, sem varð til þess að hún féll og lenti á borðkanti. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir að hóta tveimur einstaklingum líkamsmeiðingum of lífláti. Í ákæru segir að ummælin hafi verið til þess fallinn að vekja hjá fólkinu ótta um líf sitt og heilbrigði. Fleiri brot mannsins vörðuðu stuld á bíl, rafhlaupahjóli og matvöru. Og þá var hann einnig sakfelldur fyrir fíkniefnalagabrot, þar sem að lítið magn amfetamíns fannst á honum. Í dómnum kemur fram að maðurinn sé í neyslu og að brot hans tengist því öll á einhvern hátt. Dómurinn metur það svo að hann sé í mikilli þörf á að komast í vímuefnameðferð. Hann á að baki sakaferill sem nær til ársins 2012 og hefur áður verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot. Einhver brotanna sem hann var dæmdur fyrir nú á dögunum áttu sér stað skömmu eftir að hann var sakfelldur fyrir brot gegn valdstjórninni. Því var honum gerður hegningarauki. Við ákvörðun refsingarinnar var litið til þess að maðurinn hafi játað brot sín skýlaust, en honum til þyngingar var að um væri að ræða ítrekuð og tilefnislaus ofbeldisbrot.
Dómsmál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira