Nær því að leysa gamla ráðgátu um sólina Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2023 16:52 Solar Orbitar, Parker Solar Proge og sólin. ESA Vísindamenn eru að nálgast svör við gamalli ráðgátu um sólina. Það hefur lengi vakið furðu að kóróna sólarinnar er heitari en yfirborð hennar. Nýjar mælingar sem gerðar vorum með gervitunglunum Solar Orbiter, frá Geimvísindastofnun Evrópu (ESA), og Parkar Solar Probe, frá Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA), munu líklega reynast stjarneðlisfræðingum mikilvægar við að leysa ráðgátuna. Eins og fram kemur á Störnufræðivefnum er sólin umkringd hjúpi sem kallast kóróna. Þaðan kemur sólvindurinn sem veldur norðurljósum en kórónan er um 150 sinnum heitari en yfirborð sólarinnar. Kórónan er um milljón gráður á Celsíus en yfirborðið tæplega sex þúsund gráður.- Erfitt hefur verið að rannsaka þennan mun af einhverju viti, þar til nú. Á Stjörnufræðivefnum, og vef ESA, segir að þann 1. júní í fyrra hafi afstaða gervitunglanna tveggja gert mögulegt að gera mælingar á kórónunni á sama tíma en úr mismunandi vegalengdum. Ítalskur stjarneðlisfræðingur sem heitir Daniele Telloni uppgötvaði þetta og notaði tækifærið. Hér að neðan má sjá myndband frá ESA sem sýna á hvernig rannsóknin var framkvæmd. Niðurstöðurnar úr þessari rannsókn gefa til kynna að getgátur vísindamanna í gegnum árin hafi líklega reynst réttar. Það sé ókyrrð í sólinni og kórónunni sem valdi þessum hitamun. Þessari ókyrrð er lýst á þann veg að hún sé ekki ósvipuð því þegar hrært er í heitu kaffi með skeið. Eins og segir á Stjörnufræðivefnum: „Þegar hrært er í bollanum hreyfist vökvinn handahófskennt. Orkan flyst til yfir á sífellt minni skala og nær hámarki í umbreytingu yfir í hita. Í tilviki sólkórónunnar er vökvinn líka segulmagnaður svo segulorkan umbreytist líka í hita.Tilfærsla segulorku og hreyfiorku í hita er kjarninn í ókyrrðinni. Á smáum skala víxlverka ókyrrðin við stakar agnir, aðallega róteindir, svo þær hitna.“ Frekari rannsóknar er þörf til að svara ráðgátunni fyrir fullt og allt. Vísindi Geimurinn Sólin Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Nýjar mælingar sem gerðar vorum með gervitunglunum Solar Orbiter, frá Geimvísindastofnun Evrópu (ESA), og Parkar Solar Probe, frá Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA), munu líklega reynast stjarneðlisfræðingum mikilvægar við að leysa ráðgátuna. Eins og fram kemur á Störnufræðivefnum er sólin umkringd hjúpi sem kallast kóróna. Þaðan kemur sólvindurinn sem veldur norðurljósum en kórónan er um 150 sinnum heitari en yfirborð sólarinnar. Kórónan er um milljón gráður á Celsíus en yfirborðið tæplega sex þúsund gráður.- Erfitt hefur verið að rannsaka þennan mun af einhverju viti, þar til nú. Á Stjörnufræðivefnum, og vef ESA, segir að þann 1. júní í fyrra hafi afstaða gervitunglanna tveggja gert mögulegt að gera mælingar á kórónunni á sama tíma en úr mismunandi vegalengdum. Ítalskur stjarneðlisfræðingur sem heitir Daniele Telloni uppgötvaði þetta og notaði tækifærið. Hér að neðan má sjá myndband frá ESA sem sýna á hvernig rannsóknin var framkvæmd. Niðurstöðurnar úr þessari rannsókn gefa til kynna að getgátur vísindamanna í gegnum árin hafi líklega reynst réttar. Það sé ókyrrð í sólinni og kórónunni sem valdi þessum hitamun. Þessari ókyrrð er lýst á þann veg að hún sé ekki ósvipuð því þegar hrært er í heitu kaffi með skeið. Eins og segir á Stjörnufræðivefnum: „Þegar hrært er í bollanum hreyfist vökvinn handahófskennt. Orkan flyst til yfir á sífellt minni skala og nær hámarki í umbreytingu yfir í hita. Í tilviki sólkórónunnar er vökvinn líka segulmagnaður svo segulorkan umbreytist líka í hita.Tilfærsla segulorku og hreyfiorku í hita er kjarninn í ókyrrðinni. Á smáum skala víxlverka ókyrrðin við stakar agnir, aðallega róteindir, svo þær hitna.“ Frekari rannsóknar er þörf til að svara ráðgátunni fyrir fullt og allt.
Vísindi Geimurinn Sólin Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira