Torsótt þrjú stig hjá Ítalíumeisturunum í Portúgal Smári Jökull Jónsson skrifar 20. september 2023 20:58 Leikmenn Napoli fagna sigurmarki sínu í kvöld. Vísir/Getty Fyrstu umferð Meistaradeildarinnar í knattspyrnu lauk í kvöld. FC Bayern vann þægilegan sigur á Manchester United í Þýskalandi og þá vann Arsenal stórsigur í sínum fyrsta Meistaradeildarleik í sex ár. Það var líf og fjör í Portúgal í kvöld þar sem tveir leikir voru leiknir. SC Braga tók á móti Ítalíumeisturum Napoli á heimavelli sínum og áttu áttu í vök að verjast lengi vel í fyrri hálfleik. Hann var hins vegar markalaus en Giovanni Di Lorenzo kom Napoli yfir strax í byrjun síðari hálfleiks. Bruma jafnaði hins vegar metin fyrir Braga með góðu skallamarki á 84. mínútu og þegar allt stefndi í jafntefli skoraði Sikou Niakate sjálfsmark og tryggði Napoli 2-1 sigur. Leikmenn Braga komust afar nálægt því að jafna metin undir lokin þegar þeir áttu skot í stöngina. Svekkjandi niðurstaða fyrir Braga en þrjú góð stig fyrir Ítalíumeistarana. Benfica lenti í brekku snemma leiks gegn RB Salzburg. Karim Konate misnotaði vítaspyrnu fyrir Salzburg strax á þriðju mínútu og Antonio Silva fékk rautt tíu mínútum síðar þegar hann fékk boltann í höndina í markteignum og hafði dauðafæri af leikmanni Salzburg. Í þetta sinn steig Roko Simic á punktinn og skoraði af öryggi. Nicola Barella var ekki sáttur með spjaldið sem Michael Oliver sýndi honum og hljóp til fjórða dómarans og baðst miskunnar.Vísir/Getty Oscar Gloukh kom austurríska liðinu í 2-0 snemma í síðari hálfleiks og brekkan orðin brött fyrir heimaliðið. Lokatölur 2-0 og RB Salzburg komið með þrjú risastór stig í sarpinn. Lens frá Frakklandi náði í óvænt jafntefli gegn Sevilla á Spáni. Lucas Ocampos kom Sevilla yfir á 9. mínútu en Angelo Fulgini jafnaði fyrir gestina skömmu síðar. Leikmenn Sevilla sóttu meira það sem eftir lifði leiks en tókst ekki að skora sigurmarkið. Lokatölur 1-1. Að lokum gerðu Inter og Real Sociedad 1-1 jafntefli í leik liðanna á Spáni. Heimamenn komust yfir á 4. mínútu með marki Brais Mendez og spænska liðið var töluvert sterkara liðið í kjölfarið. Um miðjan síðari hálfleiks sýndi Michael Oliver dómari Nicola Barella rauða spjaldið en eftir skoðun í skjánum dró hann spjaldið til baka. Það efldi gestina og Lautaro Martinez jafnaði metin þremur mínútum fyrir leiksloks. Staðan 1-1 og leikmenn Inter sækja þar með gott stig til Spánar. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Sjá meira
Það var líf og fjör í Portúgal í kvöld þar sem tveir leikir voru leiknir. SC Braga tók á móti Ítalíumeisturum Napoli á heimavelli sínum og áttu áttu í vök að verjast lengi vel í fyrri hálfleik. Hann var hins vegar markalaus en Giovanni Di Lorenzo kom Napoli yfir strax í byrjun síðari hálfleiks. Bruma jafnaði hins vegar metin fyrir Braga með góðu skallamarki á 84. mínútu og þegar allt stefndi í jafntefli skoraði Sikou Niakate sjálfsmark og tryggði Napoli 2-1 sigur. Leikmenn Braga komust afar nálægt því að jafna metin undir lokin þegar þeir áttu skot í stöngina. Svekkjandi niðurstaða fyrir Braga en þrjú góð stig fyrir Ítalíumeistarana. Benfica lenti í brekku snemma leiks gegn RB Salzburg. Karim Konate misnotaði vítaspyrnu fyrir Salzburg strax á þriðju mínútu og Antonio Silva fékk rautt tíu mínútum síðar þegar hann fékk boltann í höndina í markteignum og hafði dauðafæri af leikmanni Salzburg. Í þetta sinn steig Roko Simic á punktinn og skoraði af öryggi. Nicola Barella var ekki sáttur með spjaldið sem Michael Oliver sýndi honum og hljóp til fjórða dómarans og baðst miskunnar.Vísir/Getty Oscar Gloukh kom austurríska liðinu í 2-0 snemma í síðari hálfleiks og brekkan orðin brött fyrir heimaliðið. Lokatölur 2-0 og RB Salzburg komið með þrjú risastór stig í sarpinn. Lens frá Frakklandi náði í óvænt jafntefli gegn Sevilla á Spáni. Lucas Ocampos kom Sevilla yfir á 9. mínútu en Angelo Fulgini jafnaði fyrir gestina skömmu síðar. Leikmenn Sevilla sóttu meira það sem eftir lifði leiks en tókst ekki að skora sigurmarkið. Lokatölur 1-1. Að lokum gerðu Inter og Real Sociedad 1-1 jafntefli í leik liðanna á Spáni. Heimamenn komust yfir á 4. mínútu með marki Brais Mendez og spænska liðið var töluvert sterkara liðið í kjölfarið. Um miðjan síðari hálfleiks sýndi Michael Oliver dómari Nicola Barella rauða spjaldið en eftir skoðun í skjánum dró hann spjaldið til baka. Það efldi gestina og Lautaro Martinez jafnaði metin þremur mínútum fyrir leiksloks. Staðan 1-1 og leikmenn Inter sækja þar með gott stig til Spánar.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Sjá meira