Torsótt þrjú stig hjá Ítalíumeisturunum í Portúgal Smári Jökull Jónsson skrifar 20. september 2023 20:58 Leikmenn Napoli fagna sigurmarki sínu í kvöld. Vísir/Getty Fyrstu umferð Meistaradeildarinnar í knattspyrnu lauk í kvöld. FC Bayern vann þægilegan sigur á Manchester United í Þýskalandi og þá vann Arsenal stórsigur í sínum fyrsta Meistaradeildarleik í sex ár. Það var líf og fjör í Portúgal í kvöld þar sem tveir leikir voru leiknir. SC Braga tók á móti Ítalíumeisturum Napoli á heimavelli sínum og áttu áttu í vök að verjast lengi vel í fyrri hálfleik. Hann var hins vegar markalaus en Giovanni Di Lorenzo kom Napoli yfir strax í byrjun síðari hálfleiks. Bruma jafnaði hins vegar metin fyrir Braga með góðu skallamarki á 84. mínútu og þegar allt stefndi í jafntefli skoraði Sikou Niakate sjálfsmark og tryggði Napoli 2-1 sigur. Leikmenn Braga komust afar nálægt því að jafna metin undir lokin þegar þeir áttu skot í stöngina. Svekkjandi niðurstaða fyrir Braga en þrjú góð stig fyrir Ítalíumeistarana. Benfica lenti í brekku snemma leiks gegn RB Salzburg. Karim Konate misnotaði vítaspyrnu fyrir Salzburg strax á þriðju mínútu og Antonio Silva fékk rautt tíu mínútum síðar þegar hann fékk boltann í höndina í markteignum og hafði dauðafæri af leikmanni Salzburg. Í þetta sinn steig Roko Simic á punktinn og skoraði af öryggi. Nicola Barella var ekki sáttur með spjaldið sem Michael Oliver sýndi honum og hljóp til fjórða dómarans og baðst miskunnar.Vísir/Getty Oscar Gloukh kom austurríska liðinu í 2-0 snemma í síðari hálfleiks og brekkan orðin brött fyrir heimaliðið. Lokatölur 2-0 og RB Salzburg komið með þrjú risastór stig í sarpinn. Lens frá Frakklandi náði í óvænt jafntefli gegn Sevilla á Spáni. Lucas Ocampos kom Sevilla yfir á 9. mínútu en Angelo Fulgini jafnaði fyrir gestina skömmu síðar. Leikmenn Sevilla sóttu meira það sem eftir lifði leiks en tókst ekki að skora sigurmarkið. Lokatölur 1-1. Að lokum gerðu Inter og Real Sociedad 1-1 jafntefli í leik liðanna á Spáni. Heimamenn komust yfir á 4. mínútu með marki Brais Mendez og spænska liðið var töluvert sterkara liðið í kjölfarið. Um miðjan síðari hálfleiks sýndi Michael Oliver dómari Nicola Barella rauða spjaldið en eftir skoðun í skjánum dró hann spjaldið til baka. Það efldi gestina og Lautaro Martinez jafnaði metin þremur mínútum fyrir leiksloks. Staðan 1-1 og leikmenn Inter sækja þar með gott stig til Spánar. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Það var líf og fjör í Portúgal í kvöld þar sem tveir leikir voru leiknir. SC Braga tók á móti Ítalíumeisturum Napoli á heimavelli sínum og áttu áttu í vök að verjast lengi vel í fyrri hálfleik. Hann var hins vegar markalaus en Giovanni Di Lorenzo kom Napoli yfir strax í byrjun síðari hálfleiks. Bruma jafnaði hins vegar metin fyrir Braga með góðu skallamarki á 84. mínútu og þegar allt stefndi í jafntefli skoraði Sikou Niakate sjálfsmark og tryggði Napoli 2-1 sigur. Leikmenn Braga komust afar nálægt því að jafna metin undir lokin þegar þeir áttu skot í stöngina. Svekkjandi niðurstaða fyrir Braga en þrjú góð stig fyrir Ítalíumeistarana. Benfica lenti í brekku snemma leiks gegn RB Salzburg. Karim Konate misnotaði vítaspyrnu fyrir Salzburg strax á þriðju mínútu og Antonio Silva fékk rautt tíu mínútum síðar þegar hann fékk boltann í höndina í markteignum og hafði dauðafæri af leikmanni Salzburg. Í þetta sinn steig Roko Simic á punktinn og skoraði af öryggi. Nicola Barella var ekki sáttur með spjaldið sem Michael Oliver sýndi honum og hljóp til fjórða dómarans og baðst miskunnar.Vísir/Getty Oscar Gloukh kom austurríska liðinu í 2-0 snemma í síðari hálfleiks og brekkan orðin brött fyrir heimaliðið. Lokatölur 2-0 og RB Salzburg komið með þrjú risastór stig í sarpinn. Lens frá Frakklandi náði í óvænt jafntefli gegn Sevilla á Spáni. Lucas Ocampos kom Sevilla yfir á 9. mínútu en Angelo Fulgini jafnaði fyrir gestina skömmu síðar. Leikmenn Sevilla sóttu meira það sem eftir lifði leiks en tókst ekki að skora sigurmarkið. Lokatölur 1-1. Að lokum gerðu Inter og Real Sociedad 1-1 jafntefli í leik liðanna á Spáni. Heimamenn komust yfir á 4. mínútu með marki Brais Mendez og spænska liðið var töluvert sterkara liðið í kjölfarið. Um miðjan síðari hálfleiks sýndi Michael Oliver dómari Nicola Barella rauða spjaldið en eftir skoðun í skjánum dró hann spjaldið til baka. Það efldi gestina og Lautaro Martinez jafnaði metin þremur mínútum fyrir leiksloks. Staðan 1-1 og leikmenn Inter sækja þar með gott stig til Spánar.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira