Hljóð og mynd fara ekki saman hjá stjórnvöldum varðandi ferðaþjónustu Jóhannes Þór Skúlason skrifar 20. september 2023 14:30 Ferðaþjónusta hefur staðið undir einna stærstum hluta gjaldeyris- og verðmætasköpunar þjóðarbúsins um árabil. Þegar litið er til mikilvægis ferðaþjónustu í þjóðhagslegu tilliti er ljóst að útgjöldum ríkissjóðs til málefnasviðs atvinnugreinarinnar er verulega ábótavant. Sú staðreynd kristallast í nýútkomnu frumvarpi til fjárlaga árið 2024 þar sem sjá má breytingar á úthlutun fjár til málefnasviða á milli ára. Útgjöld til málefnasviðs sjávarútvegs og fiskeldis aukast um 6,1% á milli ára, þar sem þau fara úr um 6,9 milljörðum króna í 7,3. Útgjöld til málefnasviðs landbúnaðar lækka um 0,2% á milli ára en standa í krónutölu enn í um 21 milljarði króna. Útgjöld til málefnasviðs ferðaþjónustunnar lækka hins vegar um 11,3% á milli ára, úr 2,4 milljörðum niður í um 2,1 milljarð. Hvort sem litið er til krónutölu eða hlutfallslegrar breytingar á milli ára dregur ferðaþjónustan því enn og aftur stutta stráið í samanburði á milli atvinnugreina. Á sama tíma er lögð til 2,7 milljarða aukning á tekjuöflun ríkissjóðs af ferðaþjónustu, umfram 1,5 milljarða endurupptöku gistináttaskatts, sem áformað er að ná fram með sértækri skattlagningu á atvinnugreinina. Í nýútkomnum fjárlögum er aukin sértæk skattlagning því boðuð á ferðaþjónustu sem virðist ekki eiga að skila sér til málefnasviðs ferðaþjónustu til uppbyggingar þekkingar, innviða og verkefna í ferðaþjónustu sem stjórnvöld hafa sjálf kallað eftir. Það er óskynsamleg aðferðafræði til að byggja upp sjálfbæra atvinnugrein til framtíðar. Framtíðarsýn og úrlausn áskorana kostar fé Stjórnmálamenn, bæði í ríkisstjórn og stjórnarandstöðu, hafa undanfarin ár ítrekað bent á ýmsar áskoranir sem ferðaþjónustan og samfélagið standa frammi fyrir. Þar má nefna betri dreifingu ferðamanna um allt landið og yfir árið, álag á helstu ferðamannastaði, innviði og náttúru, mikilvægi þess að auka framleiðni í greininni, mikilvægi þess að auka þekkingu á áhrifum greinarinnar á samfélagið og að auka þurfi verðmæti af hverjum ferðamanni frekar en að fjölga þeim. Samtök ferðaþjónustunnar taka heilshugar undir að allt þetta eru mikilvæg verkefni. Vandinn liggur í því að á sama tíma og stjórnmálamenn ræða mikilvægi þessa alls, virðist ekki vera vilji til staðar til að leggja fjármuni í þau verkefni á málefnasviði ferðaþjónustu sem nauðsynleg eru til að innviðir, náttúra og atvinnugreinin muni þróast í þá átt sem þeir vilja. Hér fara því ekki saman hljóð og mynd, orð og gerðir. Stjórnvöld eiga ekki í neinum vanda með að taka á móti þeim tekjum sem ferðaþjónustan skapar fyrir ríkissjóð, sveitarfélög og samfélagið í heild, sem eru verulega háar fjárhæðir. Þau virðast hins vegar ekki tilbúin til að kosta því til sem þarf til að stuðla markvisst að sjálfbærri þróun atvinnugreinarinnar til lengri tíma litið, í samræmi við þau markmið og framtíðarsýn sem stjórnvöld hafa sjálf sett fram í Stefnuramma stjórnvalda um ferðaþjónustu til 2030. Ef þróun sértækrar skattlagningar og gjaldtöku af ferðaþjónustu og útgjalda til málefnasviðs atvinnugreinarinnar verður áfram á þann veg sem liggur fyrir í fjárlagafrumvarpi næsta árs munu þessi markmið um úrlausn áskorana og framtíðarsýn ekki nást. Svo einfalt er það. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2024 Mest lesið Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Sjá meira
Ferðaþjónusta hefur staðið undir einna stærstum hluta gjaldeyris- og verðmætasköpunar þjóðarbúsins um árabil. Þegar litið er til mikilvægis ferðaþjónustu í þjóðhagslegu tilliti er ljóst að útgjöldum ríkissjóðs til málefnasviðs atvinnugreinarinnar er verulega ábótavant. Sú staðreynd kristallast í nýútkomnu frumvarpi til fjárlaga árið 2024 þar sem sjá má breytingar á úthlutun fjár til málefnasviða á milli ára. Útgjöld til málefnasviðs sjávarútvegs og fiskeldis aukast um 6,1% á milli ára, þar sem þau fara úr um 6,9 milljörðum króna í 7,3. Útgjöld til málefnasviðs landbúnaðar lækka um 0,2% á milli ára en standa í krónutölu enn í um 21 milljarði króna. Útgjöld til málefnasviðs ferðaþjónustunnar lækka hins vegar um 11,3% á milli ára, úr 2,4 milljörðum niður í um 2,1 milljarð. Hvort sem litið er til krónutölu eða hlutfallslegrar breytingar á milli ára dregur ferðaþjónustan því enn og aftur stutta stráið í samanburði á milli atvinnugreina. Á sama tíma er lögð til 2,7 milljarða aukning á tekjuöflun ríkissjóðs af ferðaþjónustu, umfram 1,5 milljarða endurupptöku gistináttaskatts, sem áformað er að ná fram með sértækri skattlagningu á atvinnugreinina. Í nýútkomnum fjárlögum er aukin sértæk skattlagning því boðuð á ferðaþjónustu sem virðist ekki eiga að skila sér til málefnasviðs ferðaþjónustu til uppbyggingar þekkingar, innviða og verkefna í ferðaþjónustu sem stjórnvöld hafa sjálf kallað eftir. Það er óskynsamleg aðferðafræði til að byggja upp sjálfbæra atvinnugrein til framtíðar. Framtíðarsýn og úrlausn áskorana kostar fé Stjórnmálamenn, bæði í ríkisstjórn og stjórnarandstöðu, hafa undanfarin ár ítrekað bent á ýmsar áskoranir sem ferðaþjónustan og samfélagið standa frammi fyrir. Þar má nefna betri dreifingu ferðamanna um allt landið og yfir árið, álag á helstu ferðamannastaði, innviði og náttúru, mikilvægi þess að auka framleiðni í greininni, mikilvægi þess að auka þekkingu á áhrifum greinarinnar á samfélagið og að auka þurfi verðmæti af hverjum ferðamanni frekar en að fjölga þeim. Samtök ferðaþjónustunnar taka heilshugar undir að allt þetta eru mikilvæg verkefni. Vandinn liggur í því að á sama tíma og stjórnmálamenn ræða mikilvægi þessa alls, virðist ekki vera vilji til staðar til að leggja fjármuni í þau verkefni á málefnasviði ferðaþjónustu sem nauðsynleg eru til að innviðir, náttúra og atvinnugreinin muni þróast í þá átt sem þeir vilja. Hér fara því ekki saman hljóð og mynd, orð og gerðir. Stjórnvöld eiga ekki í neinum vanda með að taka á móti þeim tekjum sem ferðaþjónustan skapar fyrir ríkissjóð, sveitarfélög og samfélagið í heild, sem eru verulega háar fjárhæðir. Þau virðast hins vegar ekki tilbúin til að kosta því til sem þarf til að stuðla markvisst að sjálfbærri þróun atvinnugreinarinnar til lengri tíma litið, í samræmi við þau markmið og framtíðarsýn sem stjórnvöld hafa sjálf sett fram í Stefnuramma stjórnvalda um ferðaþjónustu til 2030. Ef þróun sértækrar skattlagningar og gjaldtöku af ferðaþjónustu og útgjalda til málefnasviðs atvinnugreinarinnar verður áfram á þann veg sem liggur fyrir í fjárlagafrumvarpi næsta árs munu þessi markmið um úrlausn áskorana og framtíðarsýn ekki nást. Svo einfalt er það. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun