Hægari efnahagsumsvif blasi við Árni Sæberg skrifar 20. september 2023 08:49 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, kynnir yfirlýsinguna og útgáfu Fjármálastöðugleika í dag. Vísir/Vilhelm Nú blasa við hægari efnahagsumsvif samfara versnandi fjármálaskilyrðum, að því er segir í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar. Í yfirlýsingunni, sem birt var í morgun, segir að fjármálakerfið hér á landi standi traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sé sterk. Bankarnir hafi með skuldabréfaútgáfu á síðustu mánuðum dregið úr endurfjármögnunaráhættu í erlendum gjaldmiðlum. Álagspróf bendi til að bankarnir búi yfir góðum viðnámsþrótti til að styðja við heimili og fyrirtæki ef þörf krefur. Vanskil útlána séu lítil og á heildina litið virðist staða lántakenda góð. Í ljósi þessa hafi nefndin ákveðið að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5 prósentum. Hraður efnahagsbati en hægir á Hraður efnahagsbati hafi átt sér stað undanfarin tvö ár. Aukin umsvif hafi leitt til aukinna tekna hjá heimilum og fyrirtækjum. „Nú blasa við hægari efnahagsumsvif samfara versnandi fjármálaskilyrðum. Hækkun vaxta hefur þyngt greiðslubyrði, einkum þeirra sem tekið hafa óverðtryggð lán á breytilegum nafnvöxtum. Fastir nafnvextir lána sem hafa varið lántakendur fyrir vaxandi greiðslubyrði eru jafnframt að renna sitt skeið. Þetta felur í sér áskorun fyrir lántakendur og lánveitendur.“ Lánveitendur hugi að greiðslubyrði Þá segir að fjármálastöðugleikanefnd brýni fyrir lánveitendum að huga að þyngri greiðslubyrði lántakenda. Í því sambandi megi nefna lausnir á borð við lengingu lánstíma, jafngreiðsluskilmála, þak á greidda nafnvexti og önnur lánsform. Rúm eiginfjárstaða flestra lántakenda ætti að gefa svigrúm til að aðlaga greiðslubyrði að greiðslugetu og tryggja á sama tíma að hún haldist í takti við þau viðmið lánþegaskilyrða sem nefndin hefur sett. Nefndin beini því einnig til lántakenda að fyrirbyggja mögulega erfiðleika með því að leita tímanlega til lánveitenda ef greiðslubyrði stefnir í að verða verulega íþyngjandi. Vilja innlenda greiðslumiðlunarlausn Loks segir að nauðsynlegt sé að halda áfram að styrkja net- og rekstraröryggi fjármálafyrirtækja og að auka viðnámsþrótt greiðslumiðlunar hér á landi. Nefndin telji að þau skref sem hafa verið stigin í átt að innlendri óháðri smágreiðslulausn séu jákvæð í því samhengi og taki undir tillögur stjórnvalda um að treysta heimildir Seðlabankans á þessu sviði. „Fjármálastöðugleikanefnd mun áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika hér á landi svo að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti.“ Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Í yfirlýsingunni, sem birt var í morgun, segir að fjármálakerfið hér á landi standi traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sé sterk. Bankarnir hafi með skuldabréfaútgáfu á síðustu mánuðum dregið úr endurfjármögnunaráhættu í erlendum gjaldmiðlum. Álagspróf bendi til að bankarnir búi yfir góðum viðnámsþrótti til að styðja við heimili og fyrirtæki ef þörf krefur. Vanskil útlána séu lítil og á heildina litið virðist staða lántakenda góð. Í ljósi þessa hafi nefndin ákveðið að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5 prósentum. Hraður efnahagsbati en hægir á Hraður efnahagsbati hafi átt sér stað undanfarin tvö ár. Aukin umsvif hafi leitt til aukinna tekna hjá heimilum og fyrirtækjum. „Nú blasa við hægari efnahagsumsvif samfara versnandi fjármálaskilyrðum. Hækkun vaxta hefur þyngt greiðslubyrði, einkum þeirra sem tekið hafa óverðtryggð lán á breytilegum nafnvöxtum. Fastir nafnvextir lána sem hafa varið lántakendur fyrir vaxandi greiðslubyrði eru jafnframt að renna sitt skeið. Þetta felur í sér áskorun fyrir lántakendur og lánveitendur.“ Lánveitendur hugi að greiðslubyrði Þá segir að fjármálastöðugleikanefnd brýni fyrir lánveitendum að huga að þyngri greiðslubyrði lántakenda. Í því sambandi megi nefna lausnir á borð við lengingu lánstíma, jafngreiðsluskilmála, þak á greidda nafnvexti og önnur lánsform. Rúm eiginfjárstaða flestra lántakenda ætti að gefa svigrúm til að aðlaga greiðslubyrði að greiðslugetu og tryggja á sama tíma að hún haldist í takti við þau viðmið lánþegaskilyrða sem nefndin hefur sett. Nefndin beini því einnig til lántakenda að fyrirbyggja mögulega erfiðleika með því að leita tímanlega til lánveitenda ef greiðslubyrði stefnir í að verða verulega íþyngjandi. Vilja innlenda greiðslumiðlunarlausn Loks segir að nauðsynlegt sé að halda áfram að styrkja net- og rekstraröryggi fjármálafyrirtækja og að auka viðnámsþrótt greiðslumiðlunar hér á landi. Nefndin telji að þau skref sem hafa verið stigin í átt að innlendri óháðri smágreiðslulausn séu jákvæð í því samhengi og taki undir tillögur stjórnvalda um að treysta heimildir Seðlabankans á þessu sviði. „Fjármálastöðugleikanefnd mun áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika hér á landi svo að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti.“
Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira