Sumar hinna háu sekta Ingvar Smári Birgisson skrifar 20. september 2023 08:31 Á örfáum mánuðum hafa margar af helstu eftirlitsstofnunum á sviði fjármála- og viðskiptalífs á Íslandi lagt á langhæstu sektir í sögu hverrar stofnunar fyrir sig. Í sjálfu sér er ekki óeðlilegt að sektir fari hækkandi, hvað þá á tímum verðbólgu og mikilla efnahagslegra umsvifa, en athygli vekur að metsektirnar eru margfalt hærri en áður þekktist hjá stofnununum og óvíst er hvað veldur þeirri stökkbreytingu sem hefur átt sér stað. Í byrjun sumars lagði Fjármálaeftirlitið á sína langhæstu sekt þegar Íslandsbanki var sektaður vegna annmarka í störfum bankans við framkvæmd á útboði í 22,5% eignarhlut í bankanum sem fór fram í mars í fyrra. Sektarfjárhæðin, sem var kr. 1.160.000.000, kom flestum á óvart og töldu spekúlantar að sektin yrði í mesta lagi nokkuð hundruð milljónir, enda hafði sátt verið gerð í málinu. Sektin á Íslandsbanka fól því í sér meira en þrettánföldun á þeirri sekt sem áður var hæsta sekt í sögu Fjármálaeftirlitsins. Næsthæsta sekt Fjármálaeftirlitsins var lögð á Arion banka árið 2020 að fjárhæð kr. 87.700.000 og var lögð á bankann fyrir að upplýsa ekki tímanlega um hópuppsagnir. Í tilviki Persónuverndar sló stofnunin eigið met í lok júnímánaðar sl. þegar Embætti landlæknis var sektað um 12 milljónir fyrir að hafa ekki tryggt öryggi rafrænna heilbrigðisupplýsinga með fullnægjandi hætti. Sama dag var svo metsektin margfölduð með nýrri sekt, rúmlega þrefalt hærri en metsekt morgunsins, að fjárhæð kr. 37.856.900 sem Persónuvernd lagði á Creditinfo fyrir að hafa ekki staðið rétt að skráningu smálána á vanskilaskrá. Samkeppniseftirlitið setti svo Íslandsmet í lok ágústmánaðar þegar sekt að fjárhæð 4,2 milljarðar króna var lögð á Samskip vegna samráðs við Eimskip. Árið 2021 hafði Eimskip gert sátt í málinu og greitt sekt að fjárhæð 1,5 milljarðar króna en sú sekt var einmitt á þeim tíma langhæsta sekt Samkeppniseftirlitsins, jafnvel þótt eldri sektir séu uppreiknaðar miðað við verðlag, og hélt hún þeim titli þar til sektin var tæplega þrefölduð með þeirri sekt sem nú var lögð á Samskip. Áhugavert er að stærstu eftirlitsstofnanir viðskiptalífsins hafi allar í sumar lagt á sektir sem voru margfalt, jafnvel tugfalt, hærri en hæstu sektir sem stofnanirnar höfðu áður lagt á. Það virðist ekki vera að lagabreytingar á sektarheimildum stofnananna liggi hér að baki né heldur stigmögnun í alvarleika brota, heldur frekar breytt framkvæmd á línuna. Það er að minnsta kosti gott að vita til þess að heilbrigð samkeppni þrífist á einhverjum sviðum samfélagsins. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samkeppnismál Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Á örfáum mánuðum hafa margar af helstu eftirlitsstofnunum á sviði fjármála- og viðskiptalífs á Íslandi lagt á langhæstu sektir í sögu hverrar stofnunar fyrir sig. Í sjálfu sér er ekki óeðlilegt að sektir fari hækkandi, hvað þá á tímum verðbólgu og mikilla efnahagslegra umsvifa, en athygli vekur að metsektirnar eru margfalt hærri en áður þekktist hjá stofnununum og óvíst er hvað veldur þeirri stökkbreytingu sem hefur átt sér stað. Í byrjun sumars lagði Fjármálaeftirlitið á sína langhæstu sekt þegar Íslandsbanki var sektaður vegna annmarka í störfum bankans við framkvæmd á útboði í 22,5% eignarhlut í bankanum sem fór fram í mars í fyrra. Sektarfjárhæðin, sem var kr. 1.160.000.000, kom flestum á óvart og töldu spekúlantar að sektin yrði í mesta lagi nokkuð hundruð milljónir, enda hafði sátt verið gerð í málinu. Sektin á Íslandsbanka fól því í sér meira en þrettánföldun á þeirri sekt sem áður var hæsta sekt í sögu Fjármálaeftirlitsins. Næsthæsta sekt Fjármálaeftirlitsins var lögð á Arion banka árið 2020 að fjárhæð kr. 87.700.000 og var lögð á bankann fyrir að upplýsa ekki tímanlega um hópuppsagnir. Í tilviki Persónuverndar sló stofnunin eigið met í lok júnímánaðar sl. þegar Embætti landlæknis var sektað um 12 milljónir fyrir að hafa ekki tryggt öryggi rafrænna heilbrigðisupplýsinga með fullnægjandi hætti. Sama dag var svo metsektin margfölduð með nýrri sekt, rúmlega þrefalt hærri en metsekt morgunsins, að fjárhæð kr. 37.856.900 sem Persónuvernd lagði á Creditinfo fyrir að hafa ekki staðið rétt að skráningu smálána á vanskilaskrá. Samkeppniseftirlitið setti svo Íslandsmet í lok ágústmánaðar þegar sekt að fjárhæð 4,2 milljarðar króna var lögð á Samskip vegna samráðs við Eimskip. Árið 2021 hafði Eimskip gert sátt í málinu og greitt sekt að fjárhæð 1,5 milljarðar króna en sú sekt var einmitt á þeim tíma langhæsta sekt Samkeppniseftirlitsins, jafnvel þótt eldri sektir séu uppreiknaðar miðað við verðlag, og hélt hún þeim titli þar til sektin var tæplega þrefölduð með þeirri sekt sem nú var lögð á Samskip. Áhugavert er að stærstu eftirlitsstofnanir viðskiptalífsins hafi allar í sumar lagt á sektir sem voru margfalt, jafnvel tugfalt, hærri en hæstu sektir sem stofnanirnar höfðu áður lagt á. Það virðist ekki vera að lagabreytingar á sektarheimildum stofnananna liggi hér að baki né heldur stigmögnun í alvarleika brota, heldur frekar breytt framkvæmd á línuna. Það er að minnsta kosti gott að vita til þess að heilbrigð samkeppni þrífist á einhverjum sviðum samfélagsins. Höfundur er lögmaður.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun