Útskýrir hvað gerist þegar Íslendingur týnist erlendis Jón Þór Stefánsson skrifar 18. september 2023 21:30 Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir að viðbrögð við hvarfi Íslendinga erlendis vera mismundandi eftir eðli hvers máls. Vísir/Vilhelm Það eru ekki margir Íslendingar sem týnast á erlendri grundu, en þó koma upp nokkur slík mál á ári hverju, að sögn Karls Steinars Valssonar yfirlögregluþjónar hjá Ríkislögreglustjóra. Hann ræddi um mannshvörf Íslendinga erlendis í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Mál Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er að í Dóminíska lýðveldinu, hefur verið áberandi síðan á laugardag. Karl staðfestir að málið sé á borði lögreglunnar og að hún sé í sambandi við borgarþjónustu Utanríkisráðuneytisins. Karl segir verklagið þegar Íslendingar týnist erlendis mismunandi eftir eðli málanna. Yfirleitt setji aðstandendur sig í samband við borgaraþjónustuna og þar fari grunnmat á málinu fram, síðan sé stundum haft samband við lögregluna hérlendis. Hún geri einnig sína frumgreiningu og síðan sé gjarnan virkjað samstarf við erlenda samstarfsaðila í gegnum alþjóðastarf lögreglunnar. Hann segir frekari verkferla fara eftir eðli hvers máls. „Ég get nefnt sem dæmi: Ef það er verið að leita að einstaklingi og það er ekki beint verið að tala um að neitt saknæmt hafi átt sér stað. Heldur að viðkomandi sé týndur og eigi mögulega við veikindi að stríða.“ Þá segir Karl að gjarnan sé þá haft samband við lögreglu á þeim stað þar sem talið er að viðkomandi sé eða hafi verið. Þar sé til dæmis spurt hvort við komandi hafi til dæmis verið handtekinn, eða hafi hann veikst. Hann nefnir að viðkomandi gæti verið á sjúkrahúsi sem nafnlaus einstaklingur. Erfitt að segja hversu langt sé hægt að ganga „Það veltur þá raunverulega á þeim upplýsingum sem fyrir liggja hversu djúpt við förum í skoðun á því,“ segir Karl. Mál geti verið þess eðlis að lögreglan hérlendis fari fram á að lögregluyfirvöld ytra fari í sérstakar aðgerðir vegna málsins. Það geti til dæmis verið leit að einstaklingnum sem er týndur. Aðspurður um hversu langt lögreglan geti gengið í að aðstoða við leit að einstaklingi segir Karl það erfitt að segja. „Það er ekki einfalt fyrir mig að svara því. Það fer svo ofboðslega mikið eftir því hvers eðlis tilvikið er. Ef það er til dæmis einhver atburðarás sem á sér stað sem að er mjög úr takt við það sem viðkomandi hefur gert og það sé jafnvel talin ástæða til þess að hann sé í hættu, þá myndum við til dæmis ganga lengra,“ segir hann. Stundum þurfi jafnvel að hafa samband við dómstóla í viðkomandi landi til að komast í síma eða yfir bankagögn þess sem er týndur. Stundum þurfi að gera eitthvað strax Karl Steinar segir að yfirleitt þurfi að líða einhver tími frá hvarfi einstaklingsins svo að lögregla fari í aðgerðir. Þó séu undantekningar á því, til dæmis ef ákveðnar upplýsingar liggja fyrir. „Stundum gætu upplýsingarnar verið þannig að við myndum gera eitthvað strax. Ef viðkomandi hefur sagst ætla að gera eitthvað á einhverjum ákveðnum tíma, eða ætlað að koma og ekki skilað sér. Það getur alveg verið þess eðlis að við sjáum að það borgar sig ekki að bíða neitt,“ segir Karl. Lögreglumál Íslendingar erlendis Leitin að Magnúsi Kristni Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Sjá meira
Mál Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er að í Dóminíska lýðveldinu, hefur verið áberandi síðan á laugardag. Karl staðfestir að málið sé á borði lögreglunnar og að hún sé í sambandi við borgarþjónustu Utanríkisráðuneytisins. Karl segir verklagið þegar Íslendingar týnist erlendis mismunandi eftir eðli málanna. Yfirleitt setji aðstandendur sig í samband við borgaraþjónustuna og þar fari grunnmat á málinu fram, síðan sé stundum haft samband við lögregluna hérlendis. Hún geri einnig sína frumgreiningu og síðan sé gjarnan virkjað samstarf við erlenda samstarfsaðila í gegnum alþjóðastarf lögreglunnar. Hann segir frekari verkferla fara eftir eðli hvers máls. „Ég get nefnt sem dæmi: Ef það er verið að leita að einstaklingi og það er ekki beint verið að tala um að neitt saknæmt hafi átt sér stað. Heldur að viðkomandi sé týndur og eigi mögulega við veikindi að stríða.“ Þá segir Karl að gjarnan sé þá haft samband við lögreglu á þeim stað þar sem talið er að viðkomandi sé eða hafi verið. Þar sé til dæmis spurt hvort við komandi hafi til dæmis verið handtekinn, eða hafi hann veikst. Hann nefnir að viðkomandi gæti verið á sjúkrahúsi sem nafnlaus einstaklingur. Erfitt að segja hversu langt sé hægt að ganga „Það veltur þá raunverulega á þeim upplýsingum sem fyrir liggja hversu djúpt við förum í skoðun á því,“ segir Karl. Mál geti verið þess eðlis að lögreglan hérlendis fari fram á að lögregluyfirvöld ytra fari í sérstakar aðgerðir vegna málsins. Það geti til dæmis verið leit að einstaklingnum sem er týndur. Aðspurður um hversu langt lögreglan geti gengið í að aðstoða við leit að einstaklingi segir Karl það erfitt að segja. „Það er ekki einfalt fyrir mig að svara því. Það fer svo ofboðslega mikið eftir því hvers eðlis tilvikið er. Ef það er til dæmis einhver atburðarás sem á sér stað sem að er mjög úr takt við það sem viðkomandi hefur gert og það sé jafnvel talin ástæða til þess að hann sé í hættu, þá myndum við til dæmis ganga lengra,“ segir hann. Stundum þurfi jafnvel að hafa samband við dómstóla í viðkomandi landi til að komast í síma eða yfir bankagögn þess sem er týndur. Stundum þurfi að gera eitthvað strax Karl Steinar segir að yfirleitt þurfi að líða einhver tími frá hvarfi einstaklingsins svo að lögregla fari í aðgerðir. Þó séu undantekningar á því, til dæmis ef ákveðnar upplýsingar liggja fyrir. „Stundum gætu upplýsingarnar verið þannig að við myndum gera eitthvað strax. Ef viðkomandi hefur sagst ætla að gera eitthvað á einhverjum ákveðnum tíma, eða ætlað að koma og ekki skilað sér. Það getur alveg verið þess eðlis að við sjáum að það borgar sig ekki að bíða neitt,“ segir Karl.
Lögreglumál Íslendingar erlendis Leitin að Magnúsi Kristni Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Sjá meira