Apple kynnir nýjar og spennandi vörur Epli 20. september 2023 08:55 Nýju vörurnar eru væntanlegar í verslanir Epli - www.epli.is. Síðasta þriðjudag hélt Apple árlega kynningu sína á Steve Jobs sviðinu í höfuðstöðvum sínum í Cupertino. Haustkynningin er stærsti viðburður Apple hvert ár og þar höfum við fengið að sjá vinsælustu vörur Apple kynntar. Hér er stutt samantekt á því helsta sem var kynnt í ár. Klippa: Apple kynnir nýjar vörur. Vörurnar eru væntanlegar í verslanir Epli - www.epli.is. Tvö ný úr, fjórir nýir símar og USB-C Apple kynnti tvö ný úr, fjóra nýja síma og USB-C á iPhone í síðustu viku. Fyrst til leiks var Apple Watch Series 9 og er það fyrsta alveg kolefnisjafnaða vara Apple þegar úrið er parað við nýjar FineWoven ólar. Nær allt í úrinu er úr endurunnum efnum og er varan sjálf 78% kolefnishlutlaus og er restin kolefnisjöfnuð með hágæða vottorðum og grænbréfum. Apple Watch Series 9 pink aluminum Series 9 er með nýja og öfluga S9 flögu sem gerir úrinu kleift að flytja aðgerðir Siri úr skýjunum og á tækið sjálft sem eykur snerpu Siri. Skjárinn er miklu bjartari og getur náð 2000 nits birtustigi - og 1 nits í leikhússal. Douple tap er ný næstum handfrjáls aðgerð sem leysir nebbun af hólmi. Smelltu saman fingurgómum til að snúsa, svara í símann, taka mynd á símann eða skruna í nýrri skífu frá Apple. Apple Watch Ultra 2 Ný ultra-breiðbylgjuflaga aðstoðar við að finna önnur tæki með slíka flögu, jafnvel vini sem deila með þér staðsetningu. Apple Watch SE starlight aluminum Nýir litir, 2x aðdráttur og gagnvirk eyja iPhone 15 og 15 plus fá nýjan 48 megadíla skynjara, 2x aðdrátt án þess að tapa myndgæðum, nýja liti, gagnvirka eyju og A16 flöguna. Glerbakið er í fyrsta sinn litað gegnheilt og er styrkt með tví-jónunarskiptingu. Apple iPhone 15 lineup pink Nýtt myndavélakerfi tekur skarpar 24 megadíla myndir með 48 megadíla skynjara sem skalast niður í Deep Fusion ferlinu. Myndavélakerfið tekur enn betri myndir við litla birtu, býður upp á betri næturstillingu og getur breytt myndum í Portrait-myndir eftir á. iPhone 15 skiptir út Lightning-tenginu fyrir USB-C tengi, sem getur einnig hlaðið önnur tæki og fylgir ný snúra með. Títaníum, Action-takki, 5x aðdráttur, A17 Pro flaga og USB-C iPhone 15 Pro og iPhone 15 Pro Max símarnir eru umkringdir geimþolnu títaníum-málmi sem styrkir og léttir símana. Þeir koma í fjórum nýjum litum (títaníum, svörtum, hvítum og bláum) og eru með fallega stroku-áferð sem kemur í veg fyrir fingraför. Apple iPhone 15 Pro natural titanium Nýr Action-takki kemur í stað þöggunar-rofans á hægri hliðinni og er hægt að velja á milli nokkurra aðgerða eða flýtileiða. Báðir símarnir fá ný myndavélakerfi til að auka gæði við litla birtu, uppfærða næturstillingu, uppfært Smart HDR, betri Action-stillingu og geta skotið í 48 megadíla ProRAW myndgæðum. iPhone 15 Pro Max er með nýja Tetra prism linsu sem býður upp á stöðugan 5x aðdrátt. Ný hönnun innvols gerir það að verkum að síminn losar sig betur við hita og auðveldar viðgerðir til muna. A17 Pro er fyrsta þriggja nanómetra flagan á markaði og býður upp á aukin afköst í daglegu aðgerðum og tölvuleikjum. AV1-kóðari eykur afköst og sparar rafmagn við að streyma myndefni frá streymiveitum. iPhone 15 Pro símarnir eru með USB-C tengi sem styðja USB3 sem eykur gagnahraða um snúru til muna og geta tengst utanáliggjandi geymsluplássi. Airpods Pro 2 með USB-C Apple AirPods Pro 2nd generation Airpods Pro 2 heyrnartólin fá líka USB-C tengi og geta þannig allir iPhone 15 símarnir hlaðið þau með USB-C snúru. Þau koma til með að styðja hágæða hljómgæði í samspili við Apple Vision Pro sýndarsjána. Tækni Apple Mest lesið Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Haustkynningin er stærsti viðburður Apple hvert ár og þar höfum við fengið að sjá vinsælustu vörur Apple kynntar. Hér er stutt samantekt á því helsta sem var kynnt í ár. Klippa: Apple kynnir nýjar vörur. Vörurnar eru væntanlegar í verslanir Epli - www.epli.is. Tvö ný úr, fjórir nýir símar og USB-C Apple kynnti tvö ný úr, fjóra nýja síma og USB-C á iPhone í síðustu viku. Fyrst til leiks var Apple Watch Series 9 og er það fyrsta alveg kolefnisjafnaða vara Apple þegar úrið er parað við nýjar FineWoven ólar. Nær allt í úrinu er úr endurunnum efnum og er varan sjálf 78% kolefnishlutlaus og er restin kolefnisjöfnuð með hágæða vottorðum og grænbréfum. Apple Watch Series 9 pink aluminum Series 9 er með nýja og öfluga S9 flögu sem gerir úrinu kleift að flytja aðgerðir Siri úr skýjunum og á tækið sjálft sem eykur snerpu Siri. Skjárinn er miklu bjartari og getur náð 2000 nits birtustigi - og 1 nits í leikhússal. Douple tap er ný næstum handfrjáls aðgerð sem leysir nebbun af hólmi. Smelltu saman fingurgómum til að snúsa, svara í símann, taka mynd á símann eða skruna í nýrri skífu frá Apple. Apple Watch Ultra 2 Ný ultra-breiðbylgjuflaga aðstoðar við að finna önnur tæki með slíka flögu, jafnvel vini sem deila með þér staðsetningu. Apple Watch SE starlight aluminum Nýir litir, 2x aðdráttur og gagnvirk eyja iPhone 15 og 15 plus fá nýjan 48 megadíla skynjara, 2x aðdrátt án þess að tapa myndgæðum, nýja liti, gagnvirka eyju og A16 flöguna. Glerbakið er í fyrsta sinn litað gegnheilt og er styrkt með tví-jónunarskiptingu. Apple iPhone 15 lineup pink Nýtt myndavélakerfi tekur skarpar 24 megadíla myndir með 48 megadíla skynjara sem skalast niður í Deep Fusion ferlinu. Myndavélakerfið tekur enn betri myndir við litla birtu, býður upp á betri næturstillingu og getur breytt myndum í Portrait-myndir eftir á. iPhone 15 skiptir út Lightning-tenginu fyrir USB-C tengi, sem getur einnig hlaðið önnur tæki og fylgir ný snúra með. Títaníum, Action-takki, 5x aðdráttur, A17 Pro flaga og USB-C iPhone 15 Pro og iPhone 15 Pro Max símarnir eru umkringdir geimþolnu títaníum-málmi sem styrkir og léttir símana. Þeir koma í fjórum nýjum litum (títaníum, svörtum, hvítum og bláum) og eru með fallega stroku-áferð sem kemur í veg fyrir fingraför. Apple iPhone 15 Pro natural titanium Nýr Action-takki kemur í stað þöggunar-rofans á hægri hliðinni og er hægt að velja á milli nokkurra aðgerða eða flýtileiða. Báðir símarnir fá ný myndavélakerfi til að auka gæði við litla birtu, uppfærða næturstillingu, uppfært Smart HDR, betri Action-stillingu og geta skotið í 48 megadíla ProRAW myndgæðum. iPhone 15 Pro Max er með nýja Tetra prism linsu sem býður upp á stöðugan 5x aðdrátt. Ný hönnun innvols gerir það að verkum að síminn losar sig betur við hita og auðveldar viðgerðir til muna. A17 Pro er fyrsta þriggja nanómetra flagan á markaði og býður upp á aukin afköst í daglegu aðgerðum og tölvuleikjum. AV1-kóðari eykur afköst og sparar rafmagn við að streyma myndefni frá streymiveitum. iPhone 15 Pro símarnir eru með USB-C tengi sem styðja USB3 sem eykur gagnahraða um snúru til muna og geta tengst utanáliggjandi geymsluplássi. Airpods Pro 2 með USB-C Apple AirPods Pro 2nd generation Airpods Pro 2 heyrnartólin fá líka USB-C tengi og geta þannig allir iPhone 15 símarnir hlaðið þau með USB-C snúru. Þau koma til með að styðja hágæða hljómgæði í samspili við Apple Vision Pro sýndarsjána.
Tækni Apple Mest lesið Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira