Hallgrímur fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Víkingum: Vitum hvar við getum meitt þá Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2023 22:46 Hallgrímur á hliðarlínunni á Laugardalsvelli, þar sem leikur morgundagsins fer fram. Vísir/Anton Brink „Það er bara fínt spennustig. Búnir að undirbúa okkur vel, fara yfir Víkingsliðið og erum klárir í leikinn,“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, sem mætir Víking í úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu á Laugardalsvelli á morgun, laugardag. „Á tímabili vorum við með helvíti marga laskaða, sumir gátu ekki spilað og sumir inn á vellinum vel laskaðir. Þeir eru búnir að ná sér, staðan á hópnum er betri og það eru mjög fáir sem geta ekki tekið þátt í leiknum,“ sagði Hallgrímur aðspurður út í stöðuna á leikmannahópi KA en liðið var í stífu leikjaprógrammi vegna þátttöku í Evrópukeppni áður en það kom smá andrými. „Víkingur er frábært lið en við erum búnir að spila á móti mörgum frábærum liðum í sumar, vitum hvar við getum meitt þá. Erum vel undirbúnir undir það sem þeir eru góðir í. Ætlum okkur að vinna leikinn, ekkert annað sem kemur til greina. Ef við spilum vel þá eigum við fína möguleika.“ Klippa: Hallgrímur fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Víkingum: Vitum hvar við getum meitt þá Víkingur er svo gott sem búið að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn þó enn sé nóg eftir af mótinu. Þá hafa Víkingar landað bikarnum síðustu þrjú tímabil sem leikið hefur verið til úrslita í Mjólkurbikarnum. Hvað þarf KA að gera til að vinna þetta Víkingslið? „Ætla ekki að koma með of mikið hérna, þurfum að mæta þeim líkamlega. Föst leikatriði munu klárlega hafa áhrif á leikinn, tala nú ekki um ef það verður vindur og rigning. Svo erum við með nokkra hluti sem við höfum æft sem ég er ekki að fara tala um í viðtali.“ KA hefur fjórum sinnum leikið til úrslita í bikarkeppninni en aldrei hefur bikarinn skilað sér í hús. „Okkur langar rosalega að taka titilinn, það myndi gera rosalega mikið fyrir okkur. Við höfum verið að skrifa söguna í sumar með Evrópukeppninni og það væri rosalega sætt ef við gætum haldið því áfram og komið með fyrsta bikartitilinn heim.“ „Búið að vera þvílíkt flottur stuðningur, spiluðum þrjá Evrópuleiki í Reykjavík þar sem komu yfir þúsund manns og síðast þegar ég vissi er búið að selja yfir þúsund miða hjá okkur og endar kannski í 1500 manns, sem er ótrúlegt. Gaman að sjá að fólk sé tilbúið að horfa á okkur og styðja okkur,“ sagði Hallgrímur að endingu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla KA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Fleiri fréttir Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Sjá meira
„Á tímabili vorum við með helvíti marga laskaða, sumir gátu ekki spilað og sumir inn á vellinum vel laskaðir. Þeir eru búnir að ná sér, staðan á hópnum er betri og það eru mjög fáir sem geta ekki tekið þátt í leiknum,“ sagði Hallgrímur aðspurður út í stöðuna á leikmannahópi KA en liðið var í stífu leikjaprógrammi vegna þátttöku í Evrópukeppni áður en það kom smá andrými. „Víkingur er frábært lið en við erum búnir að spila á móti mörgum frábærum liðum í sumar, vitum hvar við getum meitt þá. Erum vel undirbúnir undir það sem þeir eru góðir í. Ætlum okkur að vinna leikinn, ekkert annað sem kemur til greina. Ef við spilum vel þá eigum við fína möguleika.“ Klippa: Hallgrímur fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Víkingum: Vitum hvar við getum meitt þá Víkingur er svo gott sem búið að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn þó enn sé nóg eftir af mótinu. Þá hafa Víkingar landað bikarnum síðustu þrjú tímabil sem leikið hefur verið til úrslita í Mjólkurbikarnum. Hvað þarf KA að gera til að vinna þetta Víkingslið? „Ætla ekki að koma með of mikið hérna, þurfum að mæta þeim líkamlega. Föst leikatriði munu klárlega hafa áhrif á leikinn, tala nú ekki um ef það verður vindur og rigning. Svo erum við með nokkra hluti sem við höfum æft sem ég er ekki að fara tala um í viðtali.“ KA hefur fjórum sinnum leikið til úrslita í bikarkeppninni en aldrei hefur bikarinn skilað sér í hús. „Okkur langar rosalega að taka titilinn, það myndi gera rosalega mikið fyrir okkur. Við höfum verið að skrifa söguna í sumar með Evrópukeppninni og það væri rosalega sætt ef við gætum haldið því áfram og komið með fyrsta bikartitilinn heim.“ „Búið að vera þvílíkt flottur stuðningur, spiluðum þrjá Evrópuleiki í Reykjavík þar sem komu yfir þúsund manns og síðast þegar ég vissi er búið að selja yfir þúsund miða hjá okkur og endar kannski í 1500 manns, sem er ótrúlegt. Gaman að sjá að fólk sé tilbúið að horfa á okkur og styðja okkur,“ sagði Hallgrímur að endingu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla KA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Fleiri fréttir Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Sjá meira