Fangar á Litla-Hrauni mættir til starfa á ný Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 15. september 2023 12:02 Páll Winkel, fangelsismálastjóri segist ekki hafa haft teljandi áhyggjur af verkfalli fanga á Litla hrauni í gær. Það sé þó alltaf slæmt þegar lífið innan veggja fangelsanna gangi ekki sinn vanagang. Vísir/Vilhelm Fangar á Litla hrauni mættu allir til vinnu í dag eftir að helmingur þeirra lagði niður störf í gær til að mótmæla bágum kjörum. Fangelsismálastjóri segir aðstæður sem sköpuðust hafa aukið álag á alla. Fangar fá greiddar 415 krónur á tímann fyrir fjölbreytt störf innan veggja fangelsisins. Sú upphæð hefur ekki hækkað í nær tvo áratugi. Ef þeir kjósa að vinna ekki fá þeir greidda dagpeninga, 630 krónur á dag. Auk þess fá allir fangar 1700 króna fæðisfé daglega. Í gær bárust fréttir af því að um helmingur fanga hefði lagt niður störf á Litla Hrauni. Það gerðu þeir til að mótmæla þessum kjörum. Verkfallið reyndist skammvinnt Páll Winkel, fangelsismálastjóri segir fangana hafa verið ósátta við tvennt. Annarsvegar við upphæð fæðisfjár sem er ákvörðuð af Fangelsismálastofnun. „Hún var hækkuð um sex prósent um áramótin og við ákváðum að hækka hana um önnur sex prósent núna í september til að koma til móts við þessa verðbólgu sem geisar í landinu,“ segir Páll. „Hinsvegar snýr þetta að upphæð dagpeninga og þóknunar vegna vinnu fanga. Þær upphæðir eru ákvarðaðar í reglugerð ráðherra svo við getum ekki breytt þeim upphæðum. Auk þess sem þær myndu hafa í för með sér frekari útgjöld fyrir fangelsismálastofnun sem þyrfti þá að bæta.“ Fangelsið Litla Hraun á Eyrarbakka. Lífið innan veggja fangelsins virðist vera komið aftur í sinn vanagang eftir skammvinnt verkfall meðal fanga. Vísir/Vilhelm Verkfallið varð ekki langlíft en í morgun mættu allir fangar aftur til vinnu eða í nám, utan tveggja sem glíma við inflúensu. Páll segir málið hafa verið leyst með góðu samtali. „Svona var allavega staðan í morgun og við erum ósköp þakklát fyrir það. Þetta er aukið álag fyrir alla sem koma að og þegar ekki er unnið á vinnustöðum fangelsisins þá þýðir það líka skert þjónusta fyrir fangana. Þetta kemur niður á öllum.“ Kom ekki til greina að beita refsingum Verkfallið hafði meðal annars þau áhrif að þvottur var ekki þveginn á Litla hrauni í gær. „Það eru semsagt vistmenn sem sjá um það undir umsjón verkstjóra. Eins voru heimsóknarrými ekki hreinsuð og svo framvegis, þannig þetta hefur ýmisleg áhrif sem eru bara ekki góð fyrir neinn,“ segir Páll. Þvottahúsið á Litla Hrauni. Verkfall fanga í gær hafði meðal annars þær afleiðingar að þvottur var ekki þveginn. Vísir/Vilhelm Páll telur ekki að þær aðstæður sem sköpuðust í gær hafi valdið öryggisógn og engar afleiðingar verða fyrir þá fanga sem lögðu niður störf. Ekki hafi komið til greina að beita refsingum af einhverju tagi. „Hreint ekki, þetta er þeirra réttur. Við eigum bara gott samtal við þá og þeirra félag, Afstöðu. Það er okkar verkefni að leysa þetta þannig að lífið í fangelsinu sé eins bærilegt og mögulegt er. Það væri alveg út í hött að útdeila refsingum vegna þessa, en þetta hafði náttúrulega þau áhrif að það var ekki þrifinn þvottur í gær. Og ef menn hætta í vinnu fara þeir í aðrar útivistir og svo framvegis. Þannig þetta hefur ýmis áhrif en við myndum ekki grípa til refsinga vegna þessa.“ Þá séu verkföll innan fangelsa ekki algeng hér á landi. „Þetta kemur upp á nokkurra ára fresti en getur verið mjög eðlisólíkt. Viðbrögð okkar eru mjög ólík út frá því um hvort um sé að ræða almenna óánægju með eitthvað tiltekið verklag í fangelsinu eða hvort þetta sé ógnarstjórnun einstakra fanga. Það er ekki liðið,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Fangelsismál Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Fangar í hungurverkfalli hætt komnir: „Mjög óhugnalegt fyrir alla sem að þessu koma“ Hungurverkföllum fanga hér á landi hefur fjölgað undanfarin ár. Fangelsismálastjóri segir tilfellin nú alvarlegri og sláandi en dæmi eru um að menn hafi orðið mjög alvarlega veikir vegna næringarskorts. 3. september 2023 19:31 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Fangar fá greiddar 415 krónur á tímann fyrir fjölbreytt störf innan veggja fangelsisins. Sú upphæð hefur ekki hækkað í nær tvo áratugi. Ef þeir kjósa að vinna ekki fá þeir greidda dagpeninga, 630 krónur á dag. Auk þess fá allir fangar 1700 króna fæðisfé daglega. Í gær bárust fréttir af því að um helmingur fanga hefði lagt niður störf á Litla Hrauni. Það gerðu þeir til að mótmæla þessum kjörum. Verkfallið reyndist skammvinnt Páll Winkel, fangelsismálastjóri segir fangana hafa verið ósátta við tvennt. Annarsvegar við upphæð fæðisfjár sem er ákvörðuð af Fangelsismálastofnun. „Hún var hækkuð um sex prósent um áramótin og við ákváðum að hækka hana um önnur sex prósent núna í september til að koma til móts við þessa verðbólgu sem geisar í landinu,“ segir Páll. „Hinsvegar snýr þetta að upphæð dagpeninga og þóknunar vegna vinnu fanga. Þær upphæðir eru ákvarðaðar í reglugerð ráðherra svo við getum ekki breytt þeim upphæðum. Auk þess sem þær myndu hafa í för með sér frekari útgjöld fyrir fangelsismálastofnun sem þyrfti þá að bæta.“ Fangelsið Litla Hraun á Eyrarbakka. Lífið innan veggja fangelsins virðist vera komið aftur í sinn vanagang eftir skammvinnt verkfall meðal fanga. Vísir/Vilhelm Verkfallið varð ekki langlíft en í morgun mættu allir fangar aftur til vinnu eða í nám, utan tveggja sem glíma við inflúensu. Páll segir málið hafa verið leyst með góðu samtali. „Svona var allavega staðan í morgun og við erum ósköp þakklát fyrir það. Þetta er aukið álag fyrir alla sem koma að og þegar ekki er unnið á vinnustöðum fangelsisins þá þýðir það líka skert þjónusta fyrir fangana. Þetta kemur niður á öllum.“ Kom ekki til greina að beita refsingum Verkfallið hafði meðal annars þau áhrif að þvottur var ekki þveginn á Litla hrauni í gær. „Það eru semsagt vistmenn sem sjá um það undir umsjón verkstjóra. Eins voru heimsóknarrými ekki hreinsuð og svo framvegis, þannig þetta hefur ýmisleg áhrif sem eru bara ekki góð fyrir neinn,“ segir Páll. Þvottahúsið á Litla Hrauni. Verkfall fanga í gær hafði meðal annars þær afleiðingar að þvottur var ekki þveginn. Vísir/Vilhelm Páll telur ekki að þær aðstæður sem sköpuðust í gær hafi valdið öryggisógn og engar afleiðingar verða fyrir þá fanga sem lögðu niður störf. Ekki hafi komið til greina að beita refsingum af einhverju tagi. „Hreint ekki, þetta er þeirra réttur. Við eigum bara gott samtal við þá og þeirra félag, Afstöðu. Það er okkar verkefni að leysa þetta þannig að lífið í fangelsinu sé eins bærilegt og mögulegt er. Það væri alveg út í hött að útdeila refsingum vegna þessa, en þetta hafði náttúrulega þau áhrif að það var ekki þrifinn þvottur í gær. Og ef menn hætta í vinnu fara þeir í aðrar útivistir og svo framvegis. Þannig þetta hefur ýmis áhrif en við myndum ekki grípa til refsinga vegna þessa.“ Þá séu verkföll innan fangelsa ekki algeng hér á landi. „Þetta kemur upp á nokkurra ára fresti en getur verið mjög eðlisólíkt. Viðbrögð okkar eru mjög ólík út frá því um hvort um sé að ræða almenna óánægju með eitthvað tiltekið verklag í fangelsinu eða hvort þetta sé ógnarstjórnun einstakra fanga. Það er ekki liðið,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri.
Fangelsismál Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Fangar í hungurverkfalli hætt komnir: „Mjög óhugnalegt fyrir alla sem að þessu koma“ Hungurverkföllum fanga hér á landi hefur fjölgað undanfarin ár. Fangelsismálastjóri segir tilfellin nú alvarlegri og sláandi en dæmi eru um að menn hafi orðið mjög alvarlega veikir vegna næringarskorts. 3. september 2023 19:31 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Fangar í hungurverkfalli hætt komnir: „Mjög óhugnalegt fyrir alla sem að þessu koma“ Hungurverkföllum fanga hér á landi hefur fjölgað undanfarin ár. Fangelsismálastjóri segir tilfellin nú alvarlegri og sláandi en dæmi eru um að menn hafi orðið mjög alvarlega veikir vegna næringarskorts. 3. september 2023 19:31