Blöskraði agaleysið í grunnskólanum og breytti um stefnu Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 18. september 2023 07:00 Sigursteinn vill hjálpa börnum að standa á sínu, standa bein í baki og að taka sér sitt pláss í þjóðfélaginu. Aðsend „Því miður er orðið minna og minna um að börn og unglingar og, þá sér í lagi strákar, fái að tuskast aðeins til og kynnast sínum eigin styrk og veikleikum,“ segir Sigursteinn Snorrason baradagalistaþjálfari og eigandi bardagaskólans Mudo Gym. Sigursteinn varð fyrir einelti í grunnskóla og var það ein stærsta ástæða þess að hann byrjaði að æfa bardagalistir. Áhyggjurnar hverfa „Í upphafi grunnskóla lenti ég í einelti - sem í dag myndi seint teljast alvarlegt. Það lýsti sér í stríðni, uppnefningum og því sem mætti kalla einangrun eða útskúfun. Vegna þessa fékk ég oft ónotatilfinningu þegar ég fór í skólann eða hitti þessa aðila utan skólans. Eftir á að hyggja skilur maður að þetta gerði það að verkum að félagslegi þátturinn varð út undan hjá mér og ég átti erfitt með að vera innan um sumt fólk,“ segir Sigursteinn í samtali við Vísi. „Eftir að ég tók að eldast og unglingsárin tóku við fór ég að vinna í mínum málum, mestmegnis sjálfur með því að styrkja mig líkamlega. Ég byrjaði að fara í ræktina 14 ára og náði strax góðum árangri. Það gaf mér meiri sjálfstraust til að halda áfram og í kring um 15 til 16 ára aldurinn fékk ég mikinn áhuga á bardagalistum, sérstaklega í gegnum Bruce Lee myndir og slíkt.“ Sigursteinn segist hafa fundið sína hillu í lífinu þegar hann fór með félögum sínum á æfingu í taekwondo, í Gallerí Sport í Mörkinni. „Þar var andrúmsloft sem hafði vantað í mitt líf. Kennarinn sagði manni að bugta sig og beygja, standa og sitja milli þess sem hann kenndi okkur að sparka og kýla. Að mínu mati er þetta eitt af því sem vantar í okkar þjóðfélag í dag. Einfaldlega að gefa ungu fólki og þá sérstaklega ungum drengjum umhverfi þar sem fer ekki á milli mála, hver ræður, hver þín ábyrgð er, hvenær á að öskra og hvenær á að standa beinn og hlusta. Með öðrum orðum, allt litróf mannlegrar hegðunar en eftir fyrirfram ákveðnum reglum. Það er staður og stund fyrir allt í lífinu og á þessum tíma ævinnar tel ég að flestir ef ekki allir hefðu gott af því að stöðva röddina í höfðinu sem allan daginn gagnrýnir, brýtur niður, fyllir okkur efa og svo framvegis.“ Sigursteinn segist hafa tekið eftir miklu agaleysi á meðal nemenda þegar hann starfaði sem grunnskólakennari og ýtti það honum út í að fara að kenna bardagalistir í fullu starfi.Aðsend Hann bendir á að unglingsárin einkennast oft af miklum áhrifum annarra á líf okkar. „Taekwondo gaf mér tækifæri til að mæta á staðinn, klæða mig í hvítan galla og með því gera greinarmun á lífinu fyrir utan og fyrir innan. Mér fannst mjög skrítið að þurfa að hneigja mig þegar ég gekk inn í sal á fyrstu æfingunum en núna skil ég það og er þakklátur fyrir þessa einföldu aðgerð. Með því að hneigja sig er ekki verið að hneigja sig fyrir salnum eða kennara eða einhverju slíku. Maður hneigir sig til að minna sig á að núna er minn tími - mitt líf. Áhyggjurnar hverfa þegar maður hættir að hugsa um þær og það geta bardagalistir gefið öllum, sérstaklega óhörðnuðum börnum sem í dag eru að drukkna í upplýsingaflóði, samfélagsmiðlum og áreiti sem því fylgir.“ Kynntist nýrri tegund af aga „Þegar ég hóf nám í Menntaskólanum við Sund þá var Gallerí Sport bókstaflega við hliðina og á endanum var ég farinn að vera meira þar en í skólanum. Á einum til tveimur árum var ég farinn að æfa allt að fimm til sex tíma á dag, einn til tvo tíma sjálfur og svo mætti ég á byrjendur 1, byrjendur 2 og framhald á kvöldin. Þegar ég útskrifaðist úr MS var ég kominn upp að svarta beltinu en þá var ekki hægt að taka svartbeltispróf á Íslandi,“ heldur Sigursteinn áfram. Í framhaldinu bauðst Sigursteini að fara til Kóreu í eitt ár, þá 19 ára gamall. „Ég og átti alveg hreint frábært ár. Erfitt - en frábært. Í Kóreu var ég svo heppinn að komast í gegnum klíku inn í Kóreska Íþróttaháskólann sem var og er einn allra besti staður í heimi til að æfa Taekwondo. Þar eru nemendur að stefna á að ná háskólagráðu í gegnum blóð, svita og tár. Þau æfa fjóra til sex tíma á dag auk námsins sjálfs. Allt er lagt í sölurnar til að komast áfram í lífsbaráttunni. Fátt hefur haft jafnmikil áhrif á mig sem manneskju en þessi reynsla. Hver einasti dagur var barátta við að koma sér á fætur, tækla útihlaupin og þrekið á morgnanna, tækni og bardagaæfingarnar eftir hádegi og svo sérhæfðar æfingar á kvöldin. Margir útlendingar sem fara í svipað umhverfi höndla þetta engann veginn og draga sig í skel. En af einhverjum ástæðum var ég nógu þrjóskur til að gefast ekki upp og halda áfram.“ Sigursteinn telur skólakerfið í dag ýta undir fórnarlambsvæðingu, í stað þess að styrkja börnin andlega, líkamlega og félagslega.Aðsend Sigursteinn segir að í Kóreu hafi hann kynnst annarri tegund af aga og hugsun í heilu þjóðfélagi. „ Allir hafa sinn stað og sitt hlutverk. Nær enginn er það sem ég kalla að vera týndur í kerfinu sem er svo algengt hérna heima. Það eru allir að gera sitt allra besta í að ná árangri, börn keppast við að fá góðar einkunnir, karlarnir vinna myrkranna á milli til að sjá fyrir fjölskyldunni og konunnar eru límið sem heldur öllu saman. Þessi hugsun gefur það af sér að það er ákveðinn andi í loftinu, það eru allir að stefna eitthvað.“ Einseitti sér að búa til sterkari börn Sigursteinn útskrifaðist sem grunnskólakennari árið 2000 og fór síðan að kenna í skóla í Grafarvogi. Þegar uppi var staðið varð hann þó fyrir miklum vonbrigðum þegar hann sá hversu mikið agaleysi ríkti í skólanum. „Ég var spenntur að koma mínu á framfæri, gera mitt besta til að undirbúa krakka fyrir lífið, á minn hátt. En fljótt sá ég að það var aldrei að fara að gerast. Nemendurnir voru með allar reglur á hreinu, þeir fengu að vaða yfir allt og alla og allt að því skipuðu kennurum fyrir. Aginn var nær enginn að mínu mati, verandi nýkominn frá Asíu og kennandi bardagalist þar sem ætlast var til að þegar kennari talaði ættu nemendur að hlusta.“ Eftir tvö ár sem grunnskólakennari tók Sigursteinn þá ákvörðun að kröftum hans væri betur varið á öðrum vettvangi og í kjölfarið fór hann að kenna taekwondo í fullu starfi. „Sama ár tók ég próf fyrir alþjóðlega meistaragráðu í Kóreu og þá var ekkert annað í stöðunni en að taka alla leið, áhugamálið mitt sem var núna orðið atvinna mín og líf. Ein stærsta ástæða þess að ég fór út í að kenna bardagalistir og þá sérstaklega að kenna ungum börnum var reynsla mín sem barn sjálfur og svo reynsla mín sem kennara á skólalóðinni. Á skólalóðinni má segja að hægt sé að sjá mannlegt eðli og hegðun í hnotskurn. Ég var farinn að sjá hvernig samskiptin þróuðust milli nemenda annars vegar og svo nemenda og kennara hins vegar. Þeir nemendur sem öðluðust virðingu gátu farið brosandi út í frímínútur. Þeir sem fengu ekki virðingu vildu ekki fara út og fóru að spila hlutverk fórnarlambsins. Allar aðrar afsakanir voru notaðar aðrar en sannleikurinn. „Ég þori ekki út vegna þess að krakkarnir eru vond við mig” var oftast rétta svarið en nemendurnir lærðu fljót tað það var ekki hlustað á slíkt. Mun frekar var hlustað á „ ég er veikur, meiddur, með hitt eða þetta” og þá fengu þeir að vera inni. Þá sá ég svart á hvítu að þeir nemendur sem voru ekki sterkir, líkamlega, andlega og alveg sérstaklega félagslega, voru dæmdir til að vera fórnarlömb. Kerfið viðhélt svo þeirri þróun og nokkrum árum seinna var búið að móta einstakling sem vék sér undan áskorunum og lék hlutverk fórnarlambsins,“ segir Sigursteinn og bætir við: „Þá tók ég þá ákvörðun að mitt hlutverk í lífinu væri að búa til sterkari börn.“ Aðspurður um kosti þess að börn og ungmenni læri sjálfsvörn svarar Sigursteinn að það færi þeim sjálfstraust í ýmsum aðstæðum.Aðsend Andlegi og félagslegi þátturinn er mikilvægari Þú nefnir að sjálfsvörn er ekki eingöngu að verja sig líkamlega, heldur mun frekar andlega og félagslega- geturu skýrt það aðeins nánar? „Ég lít svo á að sjálfsvörn sé alls ekki bara að sparka og kýla eins og margir halda. Í raun nota ég orðið „nauðvörn” þegar nauðsynlegt er að verja sig með eigin líkama. Það er aldrei góð staða, sérstaklega í dag þar sem jafnvel grunnskólanemendur eru farnir að vera vopnaðir í skólanum. Það skiptir engu máli hversu mikla tækni fólk kann eða hversu líkamlega vel á sig komin við erum ef hinn aðilinn dregur upp vopn. Því tel ég andlega og félagslega þætti sjálfsvarnar mun mikilvægari þó að líkamlegi þátturinn sé eðlilega alltaf á dagskrá. Þegar ég tala um andlega og félagslega sjálfsvörn er ég að tala um hvernig fólk ber sig, hvernig það á samskipti við aðra og þess háttar. Sá sem ber höfuðið hátt, horfir í augun á öðrum hann talar, segir sína skoðun þegar við á og tekur sér sitt pláss. Sá einstaklingur er að senda út þau skilaboð að hann sér sterkur, hann beri að virða og hlusta á. Þetta er ein af megináherslum mínum sem kennara í dag. Að hjálpa börnum að standa á sínu, standa bein í baki og að taka sér sitt pláss í þjóðfélaginu.“ Aðspurður um kosti þess að börn og ungmenni læri sjálfsvörn svarar Sigursteinn að það færi þeim sjálfstraust í ýmsum aðstæðum. Þau verði ekki bara sterkari á líkama og sál heldur einnig félagslega. „Ég get ekki séð að við sem samfélag séum að fara að búa við ofbeldislaust umhverfi í fyrirsjáanlegri framtíð. Nema síður sé. Harkan er að aukast, vopnaburður, samfélagsmiðlar og annað eru að gerbreyta því hvernig við komum fram við annað. Í raun breytist samfélagið orðið svo hratt að ég myndi segja að það sé með öllu vonlaust að koma í veg fyrir einhvers konar átök, áföll eða áflog. Það eina sem við höfum í hendi erum við sjálf og hvernig við bregðumst við slíkum viðburðum í lífinu. Það er ekki hægt að ætlast til þess að allir séu góðir við alla, alltaf. Þannig hefur lífið aldrei virkað og mun líklega seint gerast. Það sem var áður gert með trékylfu eða ljótum orðum er í dag gert með snjallsíma eða myndum á netinu. Þá gildir að hafa sterk bein, þola mótlæti og geta svarað fyrir sig.“ Hefuru orðið var við ranghugmyndir/misskilning jafnvel fordóma þegar kemur að umræðunni um að kenna börnum sjálfsvörn? „Í einu orði, já. Margir virðast vera með þær ranghugmyndir í kollinum að sjálfsvörn þýði slagsmál. Það er fjarri sannleikanum. Ég get bara talað fyrir mig og mína starfsemi en við leggjum þunga áherslu á að það sem við lærum í dojang sé eingöngu ætlað til sjálfsvarnar eða til að koma í veg fyrir frekari vandræði. Það eru alltaf einhverjir sem koma inn í starfið og halda að þeir séu að fara að læra að slást. Um leið og þeir skilja að það er ekki á dagskrá hætta þeir. Auk þess býður aginn á æfingum ekki upp á neitt annað en að nemendur skilji ábyrgðina sem fylgir því að læra/æfa hjá okkur.“ Eins og gefur að skilja hefur Sigursteinn sterkar skoðanir þegar kemur að eineltismálum í grunnskólum. „Númer eitt, tvö og þrjú segi ég að við þurfum að styrkja börnin okkar. Sterk börn fá ekkert út úr því að tala niður til annarra. Sterk börn byggja aðra upp og hjálpa þeim. Með styrk öðlast þau frelsi til að taka eigin ákvarðanir. Leyfðu mér að gefa einfalt dæmi sem ég nota oft. Ef einstaklingur getur lyft hundrað kílóum þá er hann frjáls til að lyfta öllum þyngdum upp að hundrað kílóum . Hann þekkir sjálfan sig og getur valið. Hann öðlast einnig virðingu annarra fyrir þennan styrk. Hann er rólegur og veit hver hann er og hvað hann getur. Ef hann er beðinn um að lyfta 120 kílóum segir hann, „nei” því hann veit að hann getur það ekki. Sjálfstraustið þolir að viðurkenna það vegna þess að hann veit að hann stendur sig vel. Annar einstaklingur getur ekki lyft hundrað kílóum. Hefur aldrei prófað hvað hann getur gert, hvað hann ræður við. En auðvitað vill hann ekki vera minni maður og segist geta gert meira en hann getur í raun. Ef hann reynir svo við of mikla þyngd hrynur sjálfstraustið, hann fer að gera grín að þeim sem getur það sem hann getur ekki, fer að gera lítið úr hæfileikum hins o.s.fr. Þessi einstaklingur hefur ekkert val, enga sjálfsþekkingu og verður eldfim sprengitunna í þessu samhengi. Allt vegna þess að hann þekkir ekki sjálfan sig.“ Sigursteinn tekur skýrt fram að fólk megi þó ekki halda að lausnin sé fundin í bekkpressubekknum. „Það sem ég er að tala um er að við verðum að gefa börnum tækifæri á að finna sjálfan sig, hvar svo sem það er. Einnig þurfa þau að öðlast virðingu jafningja sinna og annarra með því að ná árangri á einhverju sviði. Ef börn verða sterk á sinn hátt verða þau öruggari og ánægðari í lífinu. Því miður fæ ég það á tilfinninguna í dag að í stað þess að hjálpa börnum að finna sína hillu í lífinu og verða eins sterk og þau geta þar þá virðist frekar stefnt að því að draga niður þá sem skara fram úr eða verðlauna þá sem skara fram úr á sviðum sem eru á margan hátt ekki uppbyggileg. Þá er ég að tala um samfélagsmiðla og annað slíkt þar sem einstaklingar eru teknir í guðatölu nánast fyrir það eitt að hafa gert eitthvað sem ömmur okkar og afar hefðu hrist hausinn yfir.“ Sigursteinn bendir á að einelti komi fram í samskiptum þegar það er skortur á virðingu og jafnvægi milli allra. „Einnig getur einelti komið fram þegar gerandi er einfaldlega einstaklingur sem líður hörmulega á eigin sál, hefur ekkert til að vera stoltur yfir í sínu lífi og ræðst frekar á aðra fremur en að gefa færi á sjálfum sér. Þarna koma bardagalistir einnig mjög sterkar inn. Ég hef unnið með þó nokkrum gerendum í gegnum tíðina og í nær öllum tilvikum eru þetta brotnar sálir, í öskrandi leit að viðurkenningu af hálfu einstaklinga sem þeir geta borið virðingu fyrir. Ég er ekki að réttlæta það en staðreyndin er sú að ungir drengir, sem dæmi, líta upp til karlmanna sem þeir sjá ná árangri. Það getur verið árangur í íþróttum, viðskiptum eða hverju sem er. Sem fyrrverandi grunnskólakennari, fjögurra barna faðir, fósturforeldri og áhugamaður um málefnið get ég sagt að þar má verulega spýta í lófana. Það vantar jákvæðar karlkyns fyrirmyndir í nánasta umhverfi margra barna á Íslandi í dag. Sér í lagi drengja.“ Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Áhyggjurnar hverfa „Í upphafi grunnskóla lenti ég í einelti - sem í dag myndi seint teljast alvarlegt. Það lýsti sér í stríðni, uppnefningum og því sem mætti kalla einangrun eða útskúfun. Vegna þessa fékk ég oft ónotatilfinningu þegar ég fór í skólann eða hitti þessa aðila utan skólans. Eftir á að hyggja skilur maður að þetta gerði það að verkum að félagslegi þátturinn varð út undan hjá mér og ég átti erfitt með að vera innan um sumt fólk,“ segir Sigursteinn í samtali við Vísi. „Eftir að ég tók að eldast og unglingsárin tóku við fór ég að vinna í mínum málum, mestmegnis sjálfur með því að styrkja mig líkamlega. Ég byrjaði að fara í ræktina 14 ára og náði strax góðum árangri. Það gaf mér meiri sjálfstraust til að halda áfram og í kring um 15 til 16 ára aldurinn fékk ég mikinn áhuga á bardagalistum, sérstaklega í gegnum Bruce Lee myndir og slíkt.“ Sigursteinn segist hafa fundið sína hillu í lífinu þegar hann fór með félögum sínum á æfingu í taekwondo, í Gallerí Sport í Mörkinni. „Þar var andrúmsloft sem hafði vantað í mitt líf. Kennarinn sagði manni að bugta sig og beygja, standa og sitja milli þess sem hann kenndi okkur að sparka og kýla. Að mínu mati er þetta eitt af því sem vantar í okkar þjóðfélag í dag. Einfaldlega að gefa ungu fólki og þá sérstaklega ungum drengjum umhverfi þar sem fer ekki á milli mála, hver ræður, hver þín ábyrgð er, hvenær á að öskra og hvenær á að standa beinn og hlusta. Með öðrum orðum, allt litróf mannlegrar hegðunar en eftir fyrirfram ákveðnum reglum. Það er staður og stund fyrir allt í lífinu og á þessum tíma ævinnar tel ég að flestir ef ekki allir hefðu gott af því að stöðva röddina í höfðinu sem allan daginn gagnrýnir, brýtur niður, fyllir okkur efa og svo framvegis.“ Sigursteinn segist hafa tekið eftir miklu agaleysi á meðal nemenda þegar hann starfaði sem grunnskólakennari og ýtti það honum út í að fara að kenna bardagalistir í fullu starfi.Aðsend Hann bendir á að unglingsárin einkennast oft af miklum áhrifum annarra á líf okkar. „Taekwondo gaf mér tækifæri til að mæta á staðinn, klæða mig í hvítan galla og með því gera greinarmun á lífinu fyrir utan og fyrir innan. Mér fannst mjög skrítið að þurfa að hneigja mig þegar ég gekk inn í sal á fyrstu æfingunum en núna skil ég það og er þakklátur fyrir þessa einföldu aðgerð. Með því að hneigja sig er ekki verið að hneigja sig fyrir salnum eða kennara eða einhverju slíku. Maður hneigir sig til að minna sig á að núna er minn tími - mitt líf. Áhyggjurnar hverfa þegar maður hættir að hugsa um þær og það geta bardagalistir gefið öllum, sérstaklega óhörðnuðum börnum sem í dag eru að drukkna í upplýsingaflóði, samfélagsmiðlum og áreiti sem því fylgir.“ Kynntist nýrri tegund af aga „Þegar ég hóf nám í Menntaskólanum við Sund þá var Gallerí Sport bókstaflega við hliðina og á endanum var ég farinn að vera meira þar en í skólanum. Á einum til tveimur árum var ég farinn að æfa allt að fimm til sex tíma á dag, einn til tvo tíma sjálfur og svo mætti ég á byrjendur 1, byrjendur 2 og framhald á kvöldin. Þegar ég útskrifaðist úr MS var ég kominn upp að svarta beltinu en þá var ekki hægt að taka svartbeltispróf á Íslandi,“ heldur Sigursteinn áfram. Í framhaldinu bauðst Sigursteini að fara til Kóreu í eitt ár, þá 19 ára gamall. „Ég og átti alveg hreint frábært ár. Erfitt - en frábært. Í Kóreu var ég svo heppinn að komast í gegnum klíku inn í Kóreska Íþróttaháskólann sem var og er einn allra besti staður í heimi til að æfa Taekwondo. Þar eru nemendur að stefna á að ná háskólagráðu í gegnum blóð, svita og tár. Þau æfa fjóra til sex tíma á dag auk námsins sjálfs. Allt er lagt í sölurnar til að komast áfram í lífsbaráttunni. Fátt hefur haft jafnmikil áhrif á mig sem manneskju en þessi reynsla. Hver einasti dagur var barátta við að koma sér á fætur, tækla útihlaupin og þrekið á morgnanna, tækni og bardagaæfingarnar eftir hádegi og svo sérhæfðar æfingar á kvöldin. Margir útlendingar sem fara í svipað umhverfi höndla þetta engann veginn og draga sig í skel. En af einhverjum ástæðum var ég nógu þrjóskur til að gefast ekki upp og halda áfram.“ Sigursteinn telur skólakerfið í dag ýta undir fórnarlambsvæðingu, í stað þess að styrkja börnin andlega, líkamlega og félagslega.Aðsend Sigursteinn segir að í Kóreu hafi hann kynnst annarri tegund af aga og hugsun í heilu þjóðfélagi. „ Allir hafa sinn stað og sitt hlutverk. Nær enginn er það sem ég kalla að vera týndur í kerfinu sem er svo algengt hérna heima. Það eru allir að gera sitt allra besta í að ná árangri, börn keppast við að fá góðar einkunnir, karlarnir vinna myrkranna á milli til að sjá fyrir fjölskyldunni og konunnar eru límið sem heldur öllu saman. Þessi hugsun gefur það af sér að það er ákveðinn andi í loftinu, það eru allir að stefna eitthvað.“ Einseitti sér að búa til sterkari börn Sigursteinn útskrifaðist sem grunnskólakennari árið 2000 og fór síðan að kenna í skóla í Grafarvogi. Þegar uppi var staðið varð hann þó fyrir miklum vonbrigðum þegar hann sá hversu mikið agaleysi ríkti í skólanum. „Ég var spenntur að koma mínu á framfæri, gera mitt besta til að undirbúa krakka fyrir lífið, á minn hátt. En fljótt sá ég að það var aldrei að fara að gerast. Nemendurnir voru með allar reglur á hreinu, þeir fengu að vaða yfir allt og alla og allt að því skipuðu kennurum fyrir. Aginn var nær enginn að mínu mati, verandi nýkominn frá Asíu og kennandi bardagalist þar sem ætlast var til að þegar kennari talaði ættu nemendur að hlusta.“ Eftir tvö ár sem grunnskólakennari tók Sigursteinn þá ákvörðun að kröftum hans væri betur varið á öðrum vettvangi og í kjölfarið fór hann að kenna taekwondo í fullu starfi. „Sama ár tók ég próf fyrir alþjóðlega meistaragráðu í Kóreu og þá var ekkert annað í stöðunni en að taka alla leið, áhugamálið mitt sem var núna orðið atvinna mín og líf. Ein stærsta ástæða þess að ég fór út í að kenna bardagalistir og þá sérstaklega að kenna ungum börnum var reynsla mín sem barn sjálfur og svo reynsla mín sem kennara á skólalóðinni. Á skólalóðinni má segja að hægt sé að sjá mannlegt eðli og hegðun í hnotskurn. Ég var farinn að sjá hvernig samskiptin þróuðust milli nemenda annars vegar og svo nemenda og kennara hins vegar. Þeir nemendur sem öðluðust virðingu gátu farið brosandi út í frímínútur. Þeir sem fengu ekki virðingu vildu ekki fara út og fóru að spila hlutverk fórnarlambsins. Allar aðrar afsakanir voru notaðar aðrar en sannleikurinn. „Ég þori ekki út vegna þess að krakkarnir eru vond við mig” var oftast rétta svarið en nemendurnir lærðu fljót tað það var ekki hlustað á slíkt. Mun frekar var hlustað á „ ég er veikur, meiddur, með hitt eða þetta” og þá fengu þeir að vera inni. Þá sá ég svart á hvítu að þeir nemendur sem voru ekki sterkir, líkamlega, andlega og alveg sérstaklega félagslega, voru dæmdir til að vera fórnarlömb. Kerfið viðhélt svo þeirri þróun og nokkrum árum seinna var búið að móta einstakling sem vék sér undan áskorunum og lék hlutverk fórnarlambsins,“ segir Sigursteinn og bætir við: „Þá tók ég þá ákvörðun að mitt hlutverk í lífinu væri að búa til sterkari börn.“ Aðspurður um kosti þess að börn og ungmenni læri sjálfsvörn svarar Sigursteinn að það færi þeim sjálfstraust í ýmsum aðstæðum.Aðsend Andlegi og félagslegi þátturinn er mikilvægari Þú nefnir að sjálfsvörn er ekki eingöngu að verja sig líkamlega, heldur mun frekar andlega og félagslega- geturu skýrt það aðeins nánar? „Ég lít svo á að sjálfsvörn sé alls ekki bara að sparka og kýla eins og margir halda. Í raun nota ég orðið „nauðvörn” þegar nauðsynlegt er að verja sig með eigin líkama. Það er aldrei góð staða, sérstaklega í dag þar sem jafnvel grunnskólanemendur eru farnir að vera vopnaðir í skólanum. Það skiptir engu máli hversu mikla tækni fólk kann eða hversu líkamlega vel á sig komin við erum ef hinn aðilinn dregur upp vopn. Því tel ég andlega og félagslega þætti sjálfsvarnar mun mikilvægari þó að líkamlegi þátturinn sé eðlilega alltaf á dagskrá. Þegar ég tala um andlega og félagslega sjálfsvörn er ég að tala um hvernig fólk ber sig, hvernig það á samskipti við aðra og þess háttar. Sá sem ber höfuðið hátt, horfir í augun á öðrum hann talar, segir sína skoðun þegar við á og tekur sér sitt pláss. Sá einstaklingur er að senda út þau skilaboð að hann sér sterkur, hann beri að virða og hlusta á. Þetta er ein af megináherslum mínum sem kennara í dag. Að hjálpa börnum að standa á sínu, standa bein í baki og að taka sér sitt pláss í þjóðfélaginu.“ Aðspurður um kosti þess að börn og ungmenni læri sjálfsvörn svarar Sigursteinn að það færi þeim sjálfstraust í ýmsum aðstæðum. Þau verði ekki bara sterkari á líkama og sál heldur einnig félagslega. „Ég get ekki séð að við sem samfélag séum að fara að búa við ofbeldislaust umhverfi í fyrirsjáanlegri framtíð. Nema síður sé. Harkan er að aukast, vopnaburður, samfélagsmiðlar og annað eru að gerbreyta því hvernig við komum fram við annað. Í raun breytist samfélagið orðið svo hratt að ég myndi segja að það sé með öllu vonlaust að koma í veg fyrir einhvers konar átök, áföll eða áflog. Það eina sem við höfum í hendi erum við sjálf og hvernig við bregðumst við slíkum viðburðum í lífinu. Það er ekki hægt að ætlast til þess að allir séu góðir við alla, alltaf. Þannig hefur lífið aldrei virkað og mun líklega seint gerast. Það sem var áður gert með trékylfu eða ljótum orðum er í dag gert með snjallsíma eða myndum á netinu. Þá gildir að hafa sterk bein, þola mótlæti og geta svarað fyrir sig.“ Hefuru orðið var við ranghugmyndir/misskilning jafnvel fordóma þegar kemur að umræðunni um að kenna börnum sjálfsvörn? „Í einu orði, já. Margir virðast vera með þær ranghugmyndir í kollinum að sjálfsvörn þýði slagsmál. Það er fjarri sannleikanum. Ég get bara talað fyrir mig og mína starfsemi en við leggjum þunga áherslu á að það sem við lærum í dojang sé eingöngu ætlað til sjálfsvarnar eða til að koma í veg fyrir frekari vandræði. Það eru alltaf einhverjir sem koma inn í starfið og halda að þeir séu að fara að læra að slást. Um leið og þeir skilja að það er ekki á dagskrá hætta þeir. Auk þess býður aginn á æfingum ekki upp á neitt annað en að nemendur skilji ábyrgðina sem fylgir því að læra/æfa hjá okkur.“ Eins og gefur að skilja hefur Sigursteinn sterkar skoðanir þegar kemur að eineltismálum í grunnskólum. „Númer eitt, tvö og þrjú segi ég að við þurfum að styrkja börnin okkar. Sterk börn fá ekkert út úr því að tala niður til annarra. Sterk börn byggja aðra upp og hjálpa þeim. Með styrk öðlast þau frelsi til að taka eigin ákvarðanir. Leyfðu mér að gefa einfalt dæmi sem ég nota oft. Ef einstaklingur getur lyft hundrað kílóum þá er hann frjáls til að lyfta öllum þyngdum upp að hundrað kílóum . Hann þekkir sjálfan sig og getur valið. Hann öðlast einnig virðingu annarra fyrir þennan styrk. Hann er rólegur og veit hver hann er og hvað hann getur. Ef hann er beðinn um að lyfta 120 kílóum segir hann, „nei” því hann veit að hann getur það ekki. Sjálfstraustið þolir að viðurkenna það vegna þess að hann veit að hann stendur sig vel. Annar einstaklingur getur ekki lyft hundrað kílóum. Hefur aldrei prófað hvað hann getur gert, hvað hann ræður við. En auðvitað vill hann ekki vera minni maður og segist geta gert meira en hann getur í raun. Ef hann reynir svo við of mikla þyngd hrynur sjálfstraustið, hann fer að gera grín að þeim sem getur það sem hann getur ekki, fer að gera lítið úr hæfileikum hins o.s.fr. Þessi einstaklingur hefur ekkert val, enga sjálfsþekkingu og verður eldfim sprengitunna í þessu samhengi. Allt vegna þess að hann þekkir ekki sjálfan sig.“ Sigursteinn tekur skýrt fram að fólk megi þó ekki halda að lausnin sé fundin í bekkpressubekknum. „Það sem ég er að tala um er að við verðum að gefa börnum tækifæri á að finna sjálfan sig, hvar svo sem það er. Einnig þurfa þau að öðlast virðingu jafningja sinna og annarra með því að ná árangri á einhverju sviði. Ef börn verða sterk á sinn hátt verða þau öruggari og ánægðari í lífinu. Því miður fæ ég það á tilfinninguna í dag að í stað þess að hjálpa börnum að finna sína hillu í lífinu og verða eins sterk og þau geta þar þá virðist frekar stefnt að því að draga niður þá sem skara fram úr eða verðlauna þá sem skara fram úr á sviðum sem eru á margan hátt ekki uppbyggileg. Þá er ég að tala um samfélagsmiðla og annað slíkt þar sem einstaklingar eru teknir í guðatölu nánast fyrir það eitt að hafa gert eitthvað sem ömmur okkar og afar hefðu hrist hausinn yfir.“ Sigursteinn bendir á að einelti komi fram í samskiptum þegar það er skortur á virðingu og jafnvægi milli allra. „Einnig getur einelti komið fram þegar gerandi er einfaldlega einstaklingur sem líður hörmulega á eigin sál, hefur ekkert til að vera stoltur yfir í sínu lífi og ræðst frekar á aðra fremur en að gefa færi á sjálfum sér. Þarna koma bardagalistir einnig mjög sterkar inn. Ég hef unnið með þó nokkrum gerendum í gegnum tíðina og í nær öllum tilvikum eru þetta brotnar sálir, í öskrandi leit að viðurkenningu af hálfu einstaklinga sem þeir geta borið virðingu fyrir. Ég er ekki að réttlæta það en staðreyndin er sú að ungir drengir, sem dæmi, líta upp til karlmanna sem þeir sjá ná árangri. Það getur verið árangur í íþróttum, viðskiptum eða hverju sem er. Sem fyrrverandi grunnskólakennari, fjögurra barna faðir, fósturforeldri og áhugamaður um málefnið get ég sagt að þar má verulega spýta í lófana. Það vantar jákvæðar karlkyns fyrirmyndir í nánasta umhverfi margra barna á Íslandi í dag. Sér í lagi drengja.“
Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira