„Það er ekkert grín að sitja undir því að við séum barnaníðingar“ Lovísa Arnardóttir og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 13. september 2023 22:34 Daníel E. Arnarsson framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 segir samtökin aðeins sinna hinseginfræðslu, ekki kynfræðslu. Framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 segir síðustu daga hafa verið erfiða. Samtökin hafa blandast í umræðu um kynfræðslu í skólum en koma ekki á neinn hátt nálægt slíkri fræðslu. Daníel Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, skilur ekki hvernig samtökin hafa blandast í umræðu um kynfræðslu síðustu daga. Samtökin komi ekki á neinn hátt nálægt kynfræðslu á neinu skólastigi eða annars staðar. Hann segir síðustu daga hafa verið hinsegin samfélaginu þunga og erfiða. Hávær gagnrýni og upplýsingaóreiða hefur einkennt umræðu um kynfræðslu grunnskólabarna síðustu daga. „Við komum ekki að kynfræðslu að neinu leyti. Við komum að því sem heitir hinseginfræðsla. En þetta er kannski bara gott dæmi um það að hinseginfólk er oft smættað niður í kynlífið sitt,“ segir Daníel um umræðuna síðustu daga um kynfræðslu barna, nýja námsbók og plaköt sem víða hanga uppi. Í gær við setningu Alþingis voru mótmælendur mættir með ýmis skilti til að mótmæla þessari kynfræðslu. Á einu stóð sem dæmi „Verndum börnin“. Daníel segist taka undir það að þörf sé á því. „Það er nákvæmlega það sem við erum að gera með virku forvarnarstarfi, mannréttindafræðslu í skólum. Einmitt til að leyfa börnum að vera nákvæmlega þau sem þau eru þannig þau séu sem hamingjusömust og öruggust.“ Daníel segir vantrú og vanþekkingu líklega spila inn í það hvernig umræðan hefur þróast síðustu daga. „Þetta eru oft fordómar fyrir einhverju sem þú þekkir ekki. Eins og að ég er samkynhneigður maður en ég tengi ekkert við að vera gagnkynhneigður en það þýðir ekki að ég geti ekki borið virðingu fyrir því og sett mig í spor þeirra sem það eru.“ Hann segir síðustu daga hafa verið þunga og erfiða. „Það er ekkert grín að sitja undir því að við séum barnaníðingar. Eða að starfsfólk hér sé að níðast á börnum eða gera eitthvað sem er vont fyrir einhvern einstakling,“ segir Daníel og að hlutverk þeirra sé algerlega öfugt. Þau einblíni á að aðstoða og deila kærleik. „Við látum þetta ekkert á okkur fá og höldum áfram. Fólk má líka vita að það er velkomið til okkar. Allt hinsegin fólk sem líður illa þið vitið af okkur og hvar við erum. Við vinnum fyrir ykkur.“ Hinsegin Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Sjá meira
Daníel Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, skilur ekki hvernig samtökin hafa blandast í umræðu um kynfræðslu síðustu daga. Samtökin komi ekki á neinn hátt nálægt kynfræðslu á neinu skólastigi eða annars staðar. Hann segir síðustu daga hafa verið hinsegin samfélaginu þunga og erfiða. Hávær gagnrýni og upplýsingaóreiða hefur einkennt umræðu um kynfræðslu grunnskólabarna síðustu daga. „Við komum ekki að kynfræðslu að neinu leyti. Við komum að því sem heitir hinseginfræðsla. En þetta er kannski bara gott dæmi um það að hinseginfólk er oft smættað niður í kynlífið sitt,“ segir Daníel um umræðuna síðustu daga um kynfræðslu barna, nýja námsbók og plaköt sem víða hanga uppi. Í gær við setningu Alþingis voru mótmælendur mættir með ýmis skilti til að mótmæla þessari kynfræðslu. Á einu stóð sem dæmi „Verndum börnin“. Daníel segist taka undir það að þörf sé á því. „Það er nákvæmlega það sem við erum að gera með virku forvarnarstarfi, mannréttindafræðslu í skólum. Einmitt til að leyfa börnum að vera nákvæmlega þau sem þau eru þannig þau séu sem hamingjusömust og öruggust.“ Daníel segir vantrú og vanþekkingu líklega spila inn í það hvernig umræðan hefur þróast síðustu daga. „Þetta eru oft fordómar fyrir einhverju sem þú þekkir ekki. Eins og að ég er samkynhneigður maður en ég tengi ekkert við að vera gagnkynhneigður en það þýðir ekki að ég geti ekki borið virðingu fyrir því og sett mig í spor þeirra sem það eru.“ Hann segir síðustu daga hafa verið þunga og erfiða. „Það er ekkert grín að sitja undir því að við séum barnaníðingar. Eða að starfsfólk hér sé að níðast á börnum eða gera eitthvað sem er vont fyrir einhvern einstakling,“ segir Daníel og að hlutverk þeirra sé algerlega öfugt. Þau einblíni á að aðstoða og deila kærleik. „Við látum þetta ekkert á okkur fá og höldum áfram. Fólk má líka vita að það er velkomið til okkar. Allt hinsegin fólk sem líður illa þið vitið af okkur og hvar við erum. Við vinnum fyrir ykkur.“
Hinsegin Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Sjá meira