Kristall hefur fundið fegurðina í boltanum á nýjan leik eftir krefjandi tíma Aron Guðmundsson skrifar 12. september 2023 09:30 Kristall Máni Ingason, leikmaður Sønderjyske og undir 21-árs landsliðs Íslands í fótbolta Vísir Kristall Máni Ingason, leikmaður u-21 árs landsliðs Íslands í fótbolta, hefur fundið fegurðina í fótboltanum á nýjan leik í herbúðum Sønderjyske eftir krefjandi tíma hjá Rosenborg. Kristall verður í eldlínunni með u-21 árs landsliðinu síðar í dag þegar liðið tekur á móti Tékklandi í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2025 á Víkingsvelli. „Ef ég tala fyrir sjálfan mig þá er ég mjög spenntur fyrir þessu verkefni,“ segir Kristall Máni. „Framundan er fyrsti leikur í riðlinum, við erum búnir að taka nokkra æfingaleiki í aðdraganda þessa leiks og hlutirnir hafa gengið fínt hjá okkur.“ Hann metur riðilinn, sem Ísland er í ásamt Danmörku, Wales, Tékklandi og Litháen, sem mjög jafnan riðil. „Ég myndi segja það já, það er ekkert eitt lið sem á að fara stinga af. Þetta verða margir jafnir leikir og ég er spenntur fyrir því að spila á móti þessum liðum.“ Setjið þið þá kröfu á ykkur að klára þennan leik á morgun með sigri? „Já klárlega. Við setjum þá kröfu á okkur á móti hvaða liði sem er, sérstaklega á heimavelli. Þetta er heimavöllurinn okkar og hér viljum við alltaf taka stigin þrjú.“ Hefur fundið sína fjöl á ný Kristall Máni gekk til liðs við lið Sønderjyske, sem spilar í næstefstu deild í Danmörku, fyrir komandi tímabil eftir ansi erfiðan og krefjandi tíma hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Rosenborg. Kristall Máni Ingason fagnar marki með SønderjyskeTwitter@SEfodbold Í Danmörku hefur honum tekist að finna leikgleðina á nýjan leik, skorað tvö mörk og gefið eina stoðsendingu í átta leikjum. Á dögunum setti Kristall inn færslu á samfélagsmiðlinum X og þar stóð: „Gott að finna aftur hvað þessi íþrótt er falleg.“ Gott að finna aftur hvað þessi íþrótt er falleg pic.twitter.com/x8hgVKKr1G— Kristall Máni Ingason (@KristallMani) August 23, 2023 Aðspurður hvernig honum liði hjá Sønderjyske, stóð ekki á svörum hjá þessum hæfileikaríka leikmanni. „Mér líður mjög vel þar. Þetta hefur allt smollið vel saman og gengið vel. Sønderjyske er í litlum bæ en það er bara heimilislegt og við erum með hörku lið í höndunum. Vonandi náum við bara að tryggja okkur upp og spila í betri deild á næsta ári. Leikur Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2025 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Við hefjum beina útsendingu frá Víkingsvelli klukkan 16:20. Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Sjá meira
„Ef ég tala fyrir sjálfan mig þá er ég mjög spenntur fyrir þessu verkefni,“ segir Kristall Máni. „Framundan er fyrsti leikur í riðlinum, við erum búnir að taka nokkra æfingaleiki í aðdraganda þessa leiks og hlutirnir hafa gengið fínt hjá okkur.“ Hann metur riðilinn, sem Ísland er í ásamt Danmörku, Wales, Tékklandi og Litháen, sem mjög jafnan riðil. „Ég myndi segja það já, það er ekkert eitt lið sem á að fara stinga af. Þetta verða margir jafnir leikir og ég er spenntur fyrir því að spila á móti þessum liðum.“ Setjið þið þá kröfu á ykkur að klára þennan leik á morgun með sigri? „Já klárlega. Við setjum þá kröfu á okkur á móti hvaða liði sem er, sérstaklega á heimavelli. Þetta er heimavöllurinn okkar og hér viljum við alltaf taka stigin þrjú.“ Hefur fundið sína fjöl á ný Kristall Máni gekk til liðs við lið Sønderjyske, sem spilar í næstefstu deild í Danmörku, fyrir komandi tímabil eftir ansi erfiðan og krefjandi tíma hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Rosenborg. Kristall Máni Ingason fagnar marki með SønderjyskeTwitter@SEfodbold Í Danmörku hefur honum tekist að finna leikgleðina á nýjan leik, skorað tvö mörk og gefið eina stoðsendingu í átta leikjum. Á dögunum setti Kristall inn færslu á samfélagsmiðlinum X og þar stóð: „Gott að finna aftur hvað þessi íþrótt er falleg.“ Gott að finna aftur hvað þessi íþrótt er falleg pic.twitter.com/x8hgVKKr1G— Kristall Máni Ingason (@KristallMani) August 23, 2023 Aðspurður hvernig honum liði hjá Sønderjyske, stóð ekki á svörum hjá þessum hæfileikaríka leikmanni. „Mér líður mjög vel þar. Þetta hefur allt smollið vel saman og gengið vel. Sønderjyske er í litlum bæ en það er bara heimilislegt og við erum með hörku lið í höndunum. Vonandi náum við bara að tryggja okkur upp og spila í betri deild á næsta ári. Leikur Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2025 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Við hefjum beina útsendingu frá Víkingsvelli klukkan 16:20.
Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Sjá meira