Kristall hefur fundið fegurðina í boltanum á nýjan leik eftir krefjandi tíma Aron Guðmundsson skrifar 12. september 2023 09:30 Kristall Máni Ingason, leikmaður Sønderjyske og undir 21-árs landsliðs Íslands í fótbolta Vísir Kristall Máni Ingason, leikmaður u-21 árs landsliðs Íslands í fótbolta, hefur fundið fegurðina í fótboltanum á nýjan leik í herbúðum Sønderjyske eftir krefjandi tíma hjá Rosenborg. Kristall verður í eldlínunni með u-21 árs landsliðinu síðar í dag þegar liðið tekur á móti Tékklandi í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2025 á Víkingsvelli. „Ef ég tala fyrir sjálfan mig þá er ég mjög spenntur fyrir þessu verkefni,“ segir Kristall Máni. „Framundan er fyrsti leikur í riðlinum, við erum búnir að taka nokkra æfingaleiki í aðdraganda þessa leiks og hlutirnir hafa gengið fínt hjá okkur.“ Hann metur riðilinn, sem Ísland er í ásamt Danmörku, Wales, Tékklandi og Litháen, sem mjög jafnan riðil. „Ég myndi segja það já, það er ekkert eitt lið sem á að fara stinga af. Þetta verða margir jafnir leikir og ég er spenntur fyrir því að spila á móti þessum liðum.“ Setjið þið þá kröfu á ykkur að klára þennan leik á morgun með sigri? „Já klárlega. Við setjum þá kröfu á okkur á móti hvaða liði sem er, sérstaklega á heimavelli. Þetta er heimavöllurinn okkar og hér viljum við alltaf taka stigin þrjú.“ Hefur fundið sína fjöl á ný Kristall Máni gekk til liðs við lið Sønderjyske, sem spilar í næstefstu deild í Danmörku, fyrir komandi tímabil eftir ansi erfiðan og krefjandi tíma hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Rosenborg. Kristall Máni Ingason fagnar marki með SønderjyskeTwitter@SEfodbold Í Danmörku hefur honum tekist að finna leikgleðina á nýjan leik, skorað tvö mörk og gefið eina stoðsendingu í átta leikjum. Á dögunum setti Kristall inn færslu á samfélagsmiðlinum X og þar stóð: „Gott að finna aftur hvað þessi íþrótt er falleg.“ Gott að finna aftur hvað þessi íþrótt er falleg pic.twitter.com/x8hgVKKr1G— Kristall Máni Ingason (@KristallMani) August 23, 2023 Aðspurður hvernig honum liði hjá Sønderjyske, stóð ekki á svörum hjá þessum hæfileikaríka leikmanni. „Mér líður mjög vel þar. Þetta hefur allt smollið vel saman og gengið vel. Sønderjyske er í litlum bæ en það er bara heimilislegt og við erum með hörku lið í höndunum. Vonandi náum við bara að tryggja okkur upp og spila í betri deild á næsta ári. Leikur Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2025 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Við hefjum beina útsendingu frá Víkingsvelli klukkan 16:20. Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Sjá meira
„Ef ég tala fyrir sjálfan mig þá er ég mjög spenntur fyrir þessu verkefni,“ segir Kristall Máni. „Framundan er fyrsti leikur í riðlinum, við erum búnir að taka nokkra æfingaleiki í aðdraganda þessa leiks og hlutirnir hafa gengið fínt hjá okkur.“ Hann metur riðilinn, sem Ísland er í ásamt Danmörku, Wales, Tékklandi og Litháen, sem mjög jafnan riðil. „Ég myndi segja það já, það er ekkert eitt lið sem á að fara stinga af. Þetta verða margir jafnir leikir og ég er spenntur fyrir því að spila á móti þessum liðum.“ Setjið þið þá kröfu á ykkur að klára þennan leik á morgun með sigri? „Já klárlega. Við setjum þá kröfu á okkur á móti hvaða liði sem er, sérstaklega á heimavelli. Þetta er heimavöllurinn okkar og hér viljum við alltaf taka stigin þrjú.“ Hefur fundið sína fjöl á ný Kristall Máni gekk til liðs við lið Sønderjyske, sem spilar í næstefstu deild í Danmörku, fyrir komandi tímabil eftir ansi erfiðan og krefjandi tíma hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Rosenborg. Kristall Máni Ingason fagnar marki með SønderjyskeTwitter@SEfodbold Í Danmörku hefur honum tekist að finna leikgleðina á nýjan leik, skorað tvö mörk og gefið eina stoðsendingu í átta leikjum. Á dögunum setti Kristall inn færslu á samfélagsmiðlinum X og þar stóð: „Gott að finna aftur hvað þessi íþrótt er falleg.“ Gott að finna aftur hvað þessi íþrótt er falleg pic.twitter.com/x8hgVKKr1G— Kristall Máni Ingason (@KristallMani) August 23, 2023 Aðspurður hvernig honum liði hjá Sønderjyske, stóð ekki á svörum hjá þessum hæfileikaríka leikmanni. „Mér líður mjög vel þar. Þetta hefur allt smollið vel saman og gengið vel. Sønderjyske er í litlum bæ en það er bara heimilislegt og við erum með hörku lið í höndunum. Vonandi náum við bara að tryggja okkur upp og spila í betri deild á næsta ári. Leikur Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2025 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Við hefjum beina útsendingu frá Víkingsvelli klukkan 16:20.
Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Sjá meira