„Ég er að gera það sama og áður“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 12. september 2023 06:01 Í Eftirmálaþættinum fer Catalina yfir atburðarásina og segir sína hlið á málinu. Vísir/Vilhelm „Starfsemin er enn þá í gangi á Íslandi. Þetta er það sem ég hef valið mér að gera,“ segir Catalina Ncogo sem var umtalaðasta kona landsins árið 2009 og hristi rækilega upp í íslensku samfélagi. Saga Catalinu er lyginni líkust. Hún fór frá því að vera húsmóðir í Vestmannaeyjum í að vefja karlmönnum um fingur sér og halda úti umfangsmestu vændisstarfsemi Íslandssögunnar í næsta húsi við lögreglustöðina á Hverfisgötu.Fallið var hátt þegar hún hlaut þungan fangelsisdóm fyrir milligöngu um vændi. Catalina, sem á sínum tíma fékk viðurnefnið Svarta Perlan og Miðbaugsmaddaman, fer yfir atburðarásina og sína hlið málsins í Eftirmálum auk þess að segja frá lífi sínu í dag. Ævintýragjörn og blóðheit Mál Catalinu er ansi óvenjulegt og segir söguna af því hvernig stúlka frá litlu Afríkuríki kemur til Íslands með ævintýralegum hætti og endar á því yfir að halda úti umfangsmestu vændisstarfsemi Íslandssögunnar – og hrista verulega upp í samfélaginu og réttarkerfinu hér á landi. Hið dökka man - ævisaga Catalina Mikue Ncogo - bókarkápa Árið 2010 gáfu blaðamennirnir Þórarinn Þórarinsson og Jakob Bjarnar Grétarsson út bókina Hið dökka man, en bókin var rituð á meðan Catalina afplánaði dóm í Kvennafangelsinu í Kópavogi. Í Eftirmálaþættinum ræðir Jakob Bjarnar um sögu Catalinu og kynni sín af „Svörtu perlunni“ svokölluðu. „Þetta snerist allt um þessa lágvöxnu, þeldökku konu. Hún sneri landinu algjörlega á haus á þessu tímabili,“ segir Jakob og bætir við að saga Catalinu sé að mörgu leyti býsna athyglisverð. Catalina var táningur í Miðbaugs Gíneu sem kynntist íslenskum sjómanni og endaði síðan sem húsmóðir í Vestmannaeyjum. Aldur Catalinu er að vísu nokkuð á reiki en Jakob giskar á að hún hafi verið í kringum 16 ára þegar hún kynntist Íslendingnum. Klippa: Mál Catalinu Ncogo „Catalina er mjög ævintýragjörn. Og blóðheit, held ég að megi segja. Henni fer einfaldlega að leiðast þetta líf; að vera þarna úti í Eyjum, og henni fannst hún vera einangruð. Hún var að flaka fisk og svo flytja þau í Kópavog og þá fer hún að átta sig á því að þetta er alls ekki lífið sem hana langar til að lifa. Hún hélt upphaflega að hún væri að fara til Ameríku, en svo endar hún hérna.“ Jakob rekur jafnframt söguna af því hvernig Catalina rataði inn í vændisheiminn eftir að hafa heimsótt vændishús á Spáni og fundið það hjá sér að þetta væri vegur sem hún vildi feta. Hún byrjaði á einum kúnna en síðan vatt það upp á sig og sífellt fleiri bættust í hópinn. Í kjölfarið jók Catalina starfsemi sína, hún fór að ráða til sín stúlkur í vinnu og tók háa þóknun fyrir. Síminn stoppaði ekki. Jakob Bjarnar Grétarsson og Þórarinn Þórarinsson eru höfundar bókarinnar Hið dökka man.Vísir „Það sem kemur líka á óvart í þessu öllu saman er þessi geggjaða eftirspurn. Það var meðal annars það sem við vorum að reyna að ná utan um; hvernig stendur á þessari ægilegu eftirspurn? En við fundum svosem engin svör við því. En þetta virðist hafa gengið nokkuð smurt fyrir sig,“ segir Jakob. Fram kemur að Catalinu hafi tekist að halda úti starfseminni í dágóðan tíma, og var hún hreint út sagt afar hispurslaus. Jakob nefnir sem dæmi að í eitt skipti hafi Catalina verið tekin af lögreglunni fyrir umferðarbrot og í skýrslutöku á lögreglustöðinni hafi hún nefnt það að fyrra bragði að hún væri að reka vændishús, við hliðina á lögreglustöðinni. „Það bendir til þess að hún hafi ekki gert sér nokkra grein fyrir að hún var að gera eitthvað sem bryti í bága við lög. Það eru mörg dæmi um þetta.“ Kúnnahópurinn hafi innihaldið pólitíkusa og ráðherra Það dró til tíðinda í byrjun árs 2009 þegar Catalina fór ásamt vini sínum í ferð til Amsterdam. Við komuna til Íslands voru þau bæði handtekin fyrir fíkniefnasmygl og hneppt í gæsluvarðhald. Ákveðnum hápunkti var þó náð í febrúar 2009 en þá birtist frétt á forsíðu DV undir fyrirsögninni: „Selja sig við hliðina á lögreglustöðinni.“ Þannig hófst fréttin: „Fjórar erlendar konur á þrítugsaldri stunda vændi í íbúð 401 í húsinu á Hverfisgötu 105, við hliðina á höfuðstöðvum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt heimildum DV eru konurnar frá Kúbu og öðrum löndum í SuðurAmeríku. Samkvæmt vændiskonunum sjálfum og heimildarmönnum DV eru stúlkurnar fjórar gerðar út af rúmlega þrítugri konu, Catalina Mikue Ncogo, sem ættuð er frá Miðbaugs-Gíneu. Catalina hlaut íslenskan ríkisborgararétt árið 2004. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og er einnig verið að skoða hvort fíkniefnamisferli tengist starfsemi vændishússins að sögn lögreglufulltrúa.“ Þetta var hins vegar bara byrjunin. Um svipað leyti og frétt DV birtist fór Catalina í stórt forsíðuviðtal við Vikuna þar sem hún talaði hispurslaust um vændisstarfsemina. Lét hún meðal annars hafa eftir sér að hún væri með tólf stúlkur í vinnu í þremur íbúðarhúsum á höfuðborgarsvæðinu og sagði kúnnahópinn meðal annars innihalda ráðherra og stjórnmálamenn. Þá sagðist hún hafa á bilinu sex til tólf milljónir í mánaðartekjur. Í málsgögnum kemur fram að Catalina hafi verið með nöfn rúmlega 1600 manna á skrá hjá sér. Óhætt er að segja að samfélagið hafi farið á hliðina eftir að Catalina steig fram. Eftirspurnin eftir vændisþjónustu hjá Catalinu minnkaði þó ekki, heldur jókst frekar ef eitthvað er. „Catalina átti árið 2009. Svo þegar hún er „böstuð“ þá gýs upp alveg ótrúlegur áhugi á því hverjir það voru sem voru að versla við hana. Hún telur sig alveg komast upp með þetta. Hún telur sig faktískt ekki vera að gera neitt rangt. Þannig að hún er búinn að setja hérna allt á annan endann,“ segir Jakob. En Catalina hefur ávallt neitað því harðlega að gefa upp nöfnin á viðskiptavinum sínum. „Og hún hefur haldið sig algjörlega við það. Við reyndum mikið að fá hana til að segja frá því, hverjir þetta voru sem voru að versla við hana, en hún neitaði algjörlega að segja okkur frá því. Við þurfum að átta okkur á einu, sem er svolítið mikilvægt atriði í þessu. Vændiskonur eru eins og kaþólskir prestar. Þær segja aldrei frá sínum kúnnum. Þá eru þær í raun og veru að fella sig sjálfar, þá er þeim ekki treystandi.“ Á þessum tíma höfðu nýverið sett lög á Íslandi sem banna vændiskaup. Ljóst er að lögreglan hafði verið að fá ábendingar um starfsemi Catalinu en það kom þó ekki hreyfing á málið fyrr en greint var frá starfseminni í fjölmiðlum eins og Jakob lýsir: „Þetta kemur beint inn í þessa lagasetningu. Ég held að það hafi verið komin talsverður þrýstingur á lögregluna að gera eitthvað í málinu. Vændi er eitt af þessum vandræðamálum, þar sem að finnst ekkert fórnarlamb, og þess vegna er lögreglan að draga lappirnar í þessu. Þetta er rosalega erfitt. Hver á bera vitni gegn einhverjum í svona vændismáli. Sá sem kaupir?“ Fimm ára fangelsisdómur Í október 2009 birtist frétt á Vísi undir fyrirsögninni: „Ákært fyrir vændi og mannsal í fyrsta sinn hér á landi.“ Óhætt er að segja að Catalina hafi verið umtalaðasta kona landsins um þetta leyti. Í fréttinni kom fram: Catalina Mikue Ncogo, íslensk kona ættuð frá Miðbaugs-Gíneu, hefur verið ákærð fyrir mansal og vændisstarfsemi. Henni er meðal annars gefið að sök að hafa blekkt unga konu til landsins og haldið henni hér í kynlífsánauð. Aldrei áður hefur verið ákært í mansals- eða vændismáli á Íslandi. Nokkrar vændiskonur snerust gegn Catalinu og héldu því fram að hún hefði lokkað þær til landsins á fölskum forsendum, beitt þær harðræði og haft af þeim vegabréfin þeirra. Í desember 2009 var Catalina dæmd í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir hagnýtingu vændis og fíkniefnabrot en Hæstiréttur þyngdi þann dóm í þrjú og hálft ár. Í júlí 2010 dæmdi Héraðsdómur Reykjaness hana síðan í fimmtán mánaða fangelsi fyrir milligöngu um vændi, líkamsárás og brot gegn valdstjórninni, og var það hegningarauki við fyrri dóminn. Jakob segir í þættinum að Catalina sé vissulega ekki það sem kallast mætti áreiðanlegur sögumaður en hann telur þó að hún hafi verið nokkuð einlæg þegar hún sagði honum og Þórarni sögu sína á sínum tíma. „Eins langt og það nær. Vissulega þá er hún svolítið í því að teikna upp hlutina eins og hentar henni best, það er alveg ljóst. Hún er í raun og veru ekkert að leyna því neitt. Ég held að á þessum tíma, þegar hún er í kvennafangelsinu í Kópavogi, þá er hún nokkurn veginn að leggja spilin á borðið. En hún er ekkert bogin gagnvart því að hún hafi verið að gera eitthvað rangt. Hún er alveg forhert gagnvart því.“ Dreymir um að verða móðir og ætlar að halda áfram „Ég er að lifa lífinu, ég er hamingjusöm, ég er hætt að drekka og nota kókaín,“ segir Catalina í samtali við Eftirmál en hún titlar sig í dag sem „viðskiptakonu.“ Hún heldur því fram að mál hennar hafi verið meðhöndlað á rangan hátt og verið litað af misskilningi. Hún er afar ósátt. „Allt sem reynt var að klína á mig var ósatt,“ segir hún. Þá vill hún koma því sérstaklega á framfæri að hún hafi aldrei neytt neinn út í vændi. Það sem situr mest í henni eftir dóminn séu stúlkurnar sem snerust gegn henni, en hún segist hafa leitast við að hjálpa þeim og að hún hafi aldrei gert neinum illt. „Ég var sögð vera melludólgur, já, kannski var ég það, ég neita því ekki. En ég er ekki sek um mannsal.“ Catalina gengur skrefi lengra í þættinum og kveðst sjálf hafa vera fórnarlamb mannsals þegar hún kom til Vestmannaeyja á sínum tíma. Hún ræðir einnig um fangelsisvistina sem hún segir hafa verið afar erfiða, en hún lenti meðal annars í útistöðum við samfanga sína og gerð var tilraun til að kveikja í eigum hennar. Catalina ásamt Sveini Andra Sveinssyni, lögmanni sínum, og Ellen Ingvadóttur dómtúlki. Mynd/ Baldur. Hún sat inni í tvö ár og þegar hún losnaði í júní 2011 gerði hún tilraun til að snúa við blaðinu. Hún rak um tíma tískuvöruverslunina Miss miss en reksturinn gekk illa og verslunin fór í þrot. Catalina segist hafa farið af landi í kjölfarið. „Ég var þunglynd, ég tapaði miklu fé. Ég var mjög þunglynd á Íslandi og það var alltaf verið að birta neikvæðar fréttir um mig í fjölmiðlum. Ég var mjög þunglynd, og ég vildi byrja upp á nýtt. Þetta braut mig niður, alveg virkilega.“ Í dag býr Catalina í Hollandi og segist halda þar út eigin rekstri. Hún kveðst jafnframt vera komin með kærasta sem sé 29 ára gamall. Catalina er í dag í sambandi með 29 ára manni.Aðsend „Lífið mitt í dag? Ég bý í Hollandi og er að plana að koma aftur til Íslands, ég vil búa á báðum stöðum. En ég þarf að koma fyrirtækinu mínu af stað hérna og það kostar mikla vinnu,“ segir Catalina. Hún fer hvergi í felur með það hverskonar starfsemi hún sé að stunda. „Ég er að gera það sama og áður, ég er með stelpur og ég er með húsnæði og það er allt eins og ég vil hafa það.“ Aðspurð um hvort hún sé með starfsemi á Íslandi í dag svarar Catalina hiklaust játandi og segir tvær vændiskonur starfa á hennar vegum hér á landi. „Auðvitað, þessi starfsemi er ekki að fara neitt, starfsemin er ennþá á Íslandi,“ segir hún og bætir við á öðrum stað að fangelsisdómurinn á Íslandi hafi síst stoppað hana í að halda áfram, enda var dómurinn að hennar sögn „rangur.“ Catalinu virðist heldur engu skeyta um að vændiskaup séu ólögleg á Íslandi. „Íslenskir karlmenn eru graðir. Mjög graðir,“ segir hún. Aðspurð segir hún stærstan hluta kúnnahópsins vera gifta menn. Catalina segist vera hæstánægð með lífið og tilveruna í dag en hún á sér þá ósk heitasta að verða móðir. Henni hefur þó ekki tekist að verða barnshafandi þrátt fyrir margar tilraunir. Aðspurð um hvar hún sjái sjálfa sig eftir tíu ár svarar Svarta perlan: „Ég sé mig fyrir mér að vera að gera það sama og ég er að gera núna.“ Eftirmál Mál Catalinu Ncogo Vændi Dómsmál Mansal Tengdar fréttir Catalina gerir átján milljóna króna bótakröfu Catalina Ncogo, sem dæmd var fyrir milligöngu um vændi árið 2010, krefur Geymslur um átján milljónir króna vegna tjóns sem hún segist hafa orðið fyrir í brunanum í Garðabæ í apríl 2018. 4. september 2019 08:45 Catalina auglýsir fylgdarþjónustu á ný Lögregla hefur undanfarið látið loka nokkrum síðum á samfélagsmiðlum þar sem vændi er auglýst til sölu. Catalina Ncogo, sem var dæmd fyrir hórmang árið 2010, auglýsir nú fylgdarþjónustu sína á Snapchat. Lögregla segir fylgdarþjónustu vera dulbúið vændi. 13. október 2017 18:45 Ráðist á Catalinu Mikue Ncogo og hún rænd Catalina leitar nú gimsteina sinna og býður fundarlaun. 15. mars 2016 10:50 Catalína opnar tískuvöruverslun Draumur Catalinu Ncoco hefur nú ræst. Hún hefur opnað glæsilega tískuvöruverslun og sagt skilið við sitt gamla líf sem var í vændinu. 24. september 2013 14:37 Catalina kærir synjun á reynslulausn Catalina Ncoco hefur kært til innanríkisráðuneytisins þá ákvörðun fangelsismálayfirvalda að synja henni um reynslulausn. Ncoco afplánar nú dóma sem hún fékk meðal annars fyrir hórmang. 8. júlí 2011 19:45 Catalina laus úr fangelsi - ætlar að ferðast í útlöndum Catalina Ncogo, sem var dæmd í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir hórmang og brot gegn fíkniefnalöggjöfinni, er nú frjáls ferða sinna eftir tveggja ára dvöl í Kvennafangelsinu í Kópavogi. 24. júní 2011 13:29 Varnarræða vændiskonu Ágætlega skrifuð en frekar daufleg frásögn af lífi einnar alræmdustu konu á Íslandi. 30. desember 2010 06:00 Falskur kúnnalisti Catalinu kærður til lögreglunnar „Ég veit að einn skjólstæðingur minn hefur leitað til lögreglu vegna málsins og ætlar að kæra þetta,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður, en til hans hafa leitað nokkrir einstaklingar vegna þess að þeir eru nefndir á nafn á fölskum kúnnalista Catalinu Ncogo. 29. desember 2010 11:55 Miðbaugsmaddaman með allt að tólf milljónir á mánuði Vændiskonan Catalina Ncogo þénaði allt að tólf milljónir króna á mánuði samkvæmt öðrum höfundi bókarinnar Hið svarta man, eftir Þórarin Þórarinsson og Jakob Bjarnar Bjarnason. 26. nóvember 2010 15:15 Miðbaugsmaddaman: Kaupa vændi fyrir syni sína „Íslenskir kúnnar eru allt öðruvísi en viðskiptavinir í öðrum heimshlutum. Þeir eru auðveldir og koma vel fram við mann. Margir þeirra eru bara einmana og hafa jafnvel misst eiginkonu sína. Þeir þrá snertingu og vináttu,“ segir Catalina Mikue Ncoco í bókinni Hið dökka man – saga Catalinu, sem kemur út á föstudaginn. Catalina situr í kvennafangelsinu í Kópavogi þar sem hún afplánar þungan dóm, rúm fimm ár, meðal annars fyrir hórmang en hún rak á árunum 2006 til 2009 umfangsmikla vændisstarfsemi á Íslandi. 24. nóvember 2010 09:00 Catalína Ncogo: Áverkar tilheyra vændi Íslenskur sölumaður fasteigna var sýknaður af ákæru um kaup á vændi þrátt fyrir að vændiskona sem starfaði í sama vændishúsi hafi í dómssal borið vitni um að maðurinn hafi veitt samstarfskonu hennar áverka og að hún hafi séð manninn greiða fyrir vændi. Stúlkan sem maðurinn keypti aðgang að var farin úr landi þegar málið rataði fyrir dómsstóla og því enginn sem gat vitnað um það „beint" að hann hafi keypt vændi, eins og það er orðað í dómnum. 17. nóvember 2010 09:03 Skrifa saman ævisögu Miðbaugsmaddömunnar „Við höfum fylgst með gangi og málaferlum Catalinu í þónokkurn tíma og það er ljóst að þarna er alveg ofboðslega mögnuð saga. Þetta er 49 kílóa, þeldökk kona sem gjörsamlega snýr þjóðfélaginu á haus,“ segir Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður. 6. ágúst 2010 07:00 Miðbaugsmaddaman dæmd í 15 mánaða fangelsi Catalina M. Ncogo var dæmd í 15 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir milligöngu um vændi, líkamsárás og brot gegn valdstjórninni. Hún var hinsvegar sýknuð af ákæru um mansal. 9. júlí 2010 16:04 Dómur yfir Catalinu þyngdur um eitt ár Hæstiréttur Íslands hefur dæmt Catalinu Ncogo í þriggja og hálfs árs fangelsi. Héraðsdómur hafði áður dæmt hana í tveggja og hálfs árs fangelsi í desember fyrir hórmang og brot gegn fíkniefnalöggjöfinni. Hæstiréttur þyngdi því dóminn um eitt ár. 3. júní 2010 16:48 Ellefu ákærðir fyrir að skipta við Miðbaugsmaddömuna Ríkissaksóknari hefur gefið út ellefu ákærur á jafn marga einstaklinga sem greiddu eða reyndu að greiða fyrir vændi á tímabilinu október til desember á síðasta ári. 10. maí 2010 15:48 17 vændiskaupamál til saksóknara Mál sautján meintra kaupenda vændis á vegum Catalinu Mikue Ncogo hafa verið send til ríkissaksóknara. Þar verður tekin ákvörðun um hvort einhverjir þeirra eða allir verða ákærðir. 13. apríl 2010 06:00 Catalina reyndi að lokka samfanga sinn í vændi Catalina Ncoco bauð samfanga sínum, ungri konu, að starfa fyrir sig sem vændiskona, þegar hún væri laus úr fangelsi. Hún var úrskurð í áframhaldandi gæsluvarðhald í dag. Stefnt er á aðalmeðferð í máli hennar þann 12. apríl. Breki Logason. 30. mars 2010 17:18 Telur Catalinu þegar refsað Verjandi Catalinu Mikue Ncogo vill að ákæru á hendur henni fyrir að hagnast á vændisstarfsemi fimm kvenna verði vísað frá. Hann telur að Catalina hafi í raun þegar hlotið fyrir það dóm. Þetta kemur fram í greinargerð lögmannsins Jóns Egilssonar, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 11. mars 2010 06:30 Catalína ákærð fyrir mansal, hótanir og líkamsárásir Héraðsdómur Reykjaness tók í dag fyrir mál ákæruvaldsins gegn Catalínu M. Ncogo. Dómari ákvað að þinghaldið yrði lokað. 2. mars 2010 19:15 Catalina til ríkissaksóknara Rannsókn lögreglu á máli Catalinu Mikue Ncogo er lokið og hefur það verið sent til ríkissaksóknara. Gæsluvarðhald yfir henni var framlengt til 26. febrúar í fyrradag. Hún situr inni til að koma í veg fyrir áframhaldandi brotastarfsemi hennar. Hún er grunuð um aðild að mansali og að hafa haft milligöngu um vændi. 11. febrúar 2010 04:00 Catalina áfram í varðhaldi Miðbaugsmaddaman Catalina Ncogo var í dag úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að koma í veg fyrir áframhaldandi brotastarfsemi hennar. 12. janúar 2010 16:19 Catalina í vikulangt gæsluvarðhald Miðbaugsmaddaman, Catalina Ncogo, hefur verið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald en hún hefur þegar sætt varðhaldi í tvær vikur. Kona sem var einnig handtekinn í tengslum við málið hefur verið sleppt. 11. desember 2009 16:46 Miðbaugsmaddaman neitar sök Catalina Mikue Ncogo, íslensk kona ættuð frá Miðbaugs-Gíneu, neitaði sök fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en hún hefur verið ákærð fyrir mansal og vændisstarfsemi. 8. október 2009 13:22 Ákært fyrir vændi og mansal í fyrsta skipti Catalina Mikue Ncogo, íslensk kona ættuð frá Miðbaugs-Gíneu, hefur verið ákærð fyrir mansal og vændisstarfsemi. Henni er meðal annars gefið að sök að hafa blekkt unga konu til landsins og haldið henni hér í kynlífsánauð. Aldrei áður hefur verið ákært í mansals- eða vændismáli á Íslandi. 8. október 2009 06:00 Miðbaugsmaddaman áfram í farbanni Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að Catalina Mikue Ncogo, stundum nefnd Miðbaugsmaddaman, verði áfram í farbanni allt þar til dómur fellur í máli hennar. 10. september 2009 16:44 Catalina hefur tólf vændiskonur á sínum snærum Catalina Ncoco, konan sem haldið hefur úti vændishúsum í Reykjavík undanfarin misseri, segist hafa tólf vændiskonur á sínum snærum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Í viðtali við Vikuna segist hún fara reglulega til Brasilíu til að finna konur til að stunda vændi hér á landi. 19. mars 2009 12:03 Vændishús á Hverfisgötu Lögreglan hefur til skoðunar meinta vændisstarfsemi sem fram fer í húsi við Hverfisgötu í Reykjavík. Íbúar í húsinu eru orðnir langþreyttir á á starfseminni og segja hana hafa valdið þeim vökunætum í þrjár vikur. 10. febrúar 2009 18:48 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira
Saga Catalinu er lyginni líkust. Hún fór frá því að vera húsmóðir í Vestmannaeyjum í að vefja karlmönnum um fingur sér og halda úti umfangsmestu vændisstarfsemi Íslandssögunnar í næsta húsi við lögreglustöðina á Hverfisgötu.Fallið var hátt þegar hún hlaut þungan fangelsisdóm fyrir milligöngu um vændi. Catalina, sem á sínum tíma fékk viðurnefnið Svarta Perlan og Miðbaugsmaddaman, fer yfir atburðarásina og sína hlið málsins í Eftirmálum auk þess að segja frá lífi sínu í dag. Ævintýragjörn og blóðheit Mál Catalinu er ansi óvenjulegt og segir söguna af því hvernig stúlka frá litlu Afríkuríki kemur til Íslands með ævintýralegum hætti og endar á því yfir að halda úti umfangsmestu vændisstarfsemi Íslandssögunnar – og hrista verulega upp í samfélaginu og réttarkerfinu hér á landi. Hið dökka man - ævisaga Catalina Mikue Ncogo - bókarkápa Árið 2010 gáfu blaðamennirnir Þórarinn Þórarinsson og Jakob Bjarnar Grétarsson út bókina Hið dökka man, en bókin var rituð á meðan Catalina afplánaði dóm í Kvennafangelsinu í Kópavogi. Í Eftirmálaþættinum ræðir Jakob Bjarnar um sögu Catalinu og kynni sín af „Svörtu perlunni“ svokölluðu. „Þetta snerist allt um þessa lágvöxnu, þeldökku konu. Hún sneri landinu algjörlega á haus á þessu tímabili,“ segir Jakob og bætir við að saga Catalinu sé að mörgu leyti býsna athyglisverð. Catalina var táningur í Miðbaugs Gíneu sem kynntist íslenskum sjómanni og endaði síðan sem húsmóðir í Vestmannaeyjum. Aldur Catalinu er að vísu nokkuð á reiki en Jakob giskar á að hún hafi verið í kringum 16 ára þegar hún kynntist Íslendingnum. Klippa: Mál Catalinu Ncogo „Catalina er mjög ævintýragjörn. Og blóðheit, held ég að megi segja. Henni fer einfaldlega að leiðast þetta líf; að vera þarna úti í Eyjum, og henni fannst hún vera einangruð. Hún var að flaka fisk og svo flytja þau í Kópavog og þá fer hún að átta sig á því að þetta er alls ekki lífið sem hana langar til að lifa. Hún hélt upphaflega að hún væri að fara til Ameríku, en svo endar hún hérna.“ Jakob rekur jafnframt söguna af því hvernig Catalina rataði inn í vændisheiminn eftir að hafa heimsótt vændishús á Spáni og fundið það hjá sér að þetta væri vegur sem hún vildi feta. Hún byrjaði á einum kúnna en síðan vatt það upp á sig og sífellt fleiri bættust í hópinn. Í kjölfarið jók Catalina starfsemi sína, hún fór að ráða til sín stúlkur í vinnu og tók háa þóknun fyrir. Síminn stoppaði ekki. Jakob Bjarnar Grétarsson og Þórarinn Þórarinsson eru höfundar bókarinnar Hið dökka man.Vísir „Það sem kemur líka á óvart í þessu öllu saman er þessi geggjaða eftirspurn. Það var meðal annars það sem við vorum að reyna að ná utan um; hvernig stendur á þessari ægilegu eftirspurn? En við fundum svosem engin svör við því. En þetta virðist hafa gengið nokkuð smurt fyrir sig,“ segir Jakob. Fram kemur að Catalinu hafi tekist að halda úti starfseminni í dágóðan tíma, og var hún hreint út sagt afar hispurslaus. Jakob nefnir sem dæmi að í eitt skipti hafi Catalina verið tekin af lögreglunni fyrir umferðarbrot og í skýrslutöku á lögreglustöðinni hafi hún nefnt það að fyrra bragði að hún væri að reka vændishús, við hliðina á lögreglustöðinni. „Það bendir til þess að hún hafi ekki gert sér nokkra grein fyrir að hún var að gera eitthvað sem bryti í bága við lög. Það eru mörg dæmi um þetta.“ Kúnnahópurinn hafi innihaldið pólitíkusa og ráðherra Það dró til tíðinda í byrjun árs 2009 þegar Catalina fór ásamt vini sínum í ferð til Amsterdam. Við komuna til Íslands voru þau bæði handtekin fyrir fíkniefnasmygl og hneppt í gæsluvarðhald. Ákveðnum hápunkti var þó náð í febrúar 2009 en þá birtist frétt á forsíðu DV undir fyrirsögninni: „Selja sig við hliðina á lögreglustöðinni.“ Þannig hófst fréttin: „Fjórar erlendar konur á þrítugsaldri stunda vændi í íbúð 401 í húsinu á Hverfisgötu 105, við hliðina á höfuðstöðvum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt heimildum DV eru konurnar frá Kúbu og öðrum löndum í SuðurAmeríku. Samkvæmt vændiskonunum sjálfum og heimildarmönnum DV eru stúlkurnar fjórar gerðar út af rúmlega þrítugri konu, Catalina Mikue Ncogo, sem ættuð er frá Miðbaugs-Gíneu. Catalina hlaut íslenskan ríkisborgararétt árið 2004. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og er einnig verið að skoða hvort fíkniefnamisferli tengist starfsemi vændishússins að sögn lögreglufulltrúa.“ Þetta var hins vegar bara byrjunin. Um svipað leyti og frétt DV birtist fór Catalina í stórt forsíðuviðtal við Vikuna þar sem hún talaði hispurslaust um vændisstarfsemina. Lét hún meðal annars hafa eftir sér að hún væri með tólf stúlkur í vinnu í þremur íbúðarhúsum á höfuðborgarsvæðinu og sagði kúnnahópinn meðal annars innihalda ráðherra og stjórnmálamenn. Þá sagðist hún hafa á bilinu sex til tólf milljónir í mánaðartekjur. Í málsgögnum kemur fram að Catalina hafi verið með nöfn rúmlega 1600 manna á skrá hjá sér. Óhætt er að segja að samfélagið hafi farið á hliðina eftir að Catalina steig fram. Eftirspurnin eftir vændisþjónustu hjá Catalinu minnkaði þó ekki, heldur jókst frekar ef eitthvað er. „Catalina átti árið 2009. Svo þegar hún er „böstuð“ þá gýs upp alveg ótrúlegur áhugi á því hverjir það voru sem voru að versla við hana. Hún telur sig alveg komast upp með þetta. Hún telur sig faktískt ekki vera að gera neitt rangt. Þannig að hún er búinn að setja hérna allt á annan endann,“ segir Jakob. En Catalina hefur ávallt neitað því harðlega að gefa upp nöfnin á viðskiptavinum sínum. „Og hún hefur haldið sig algjörlega við það. Við reyndum mikið að fá hana til að segja frá því, hverjir þetta voru sem voru að versla við hana, en hún neitaði algjörlega að segja okkur frá því. Við þurfum að átta okkur á einu, sem er svolítið mikilvægt atriði í þessu. Vændiskonur eru eins og kaþólskir prestar. Þær segja aldrei frá sínum kúnnum. Þá eru þær í raun og veru að fella sig sjálfar, þá er þeim ekki treystandi.“ Á þessum tíma höfðu nýverið sett lög á Íslandi sem banna vændiskaup. Ljóst er að lögreglan hafði verið að fá ábendingar um starfsemi Catalinu en það kom þó ekki hreyfing á málið fyrr en greint var frá starfseminni í fjölmiðlum eins og Jakob lýsir: „Þetta kemur beint inn í þessa lagasetningu. Ég held að það hafi verið komin talsverður þrýstingur á lögregluna að gera eitthvað í málinu. Vændi er eitt af þessum vandræðamálum, þar sem að finnst ekkert fórnarlamb, og þess vegna er lögreglan að draga lappirnar í þessu. Þetta er rosalega erfitt. Hver á bera vitni gegn einhverjum í svona vændismáli. Sá sem kaupir?“ Fimm ára fangelsisdómur Í október 2009 birtist frétt á Vísi undir fyrirsögninni: „Ákært fyrir vændi og mannsal í fyrsta sinn hér á landi.“ Óhætt er að segja að Catalina hafi verið umtalaðasta kona landsins um þetta leyti. Í fréttinni kom fram: Catalina Mikue Ncogo, íslensk kona ættuð frá Miðbaugs-Gíneu, hefur verið ákærð fyrir mansal og vændisstarfsemi. Henni er meðal annars gefið að sök að hafa blekkt unga konu til landsins og haldið henni hér í kynlífsánauð. Aldrei áður hefur verið ákært í mansals- eða vændismáli á Íslandi. Nokkrar vændiskonur snerust gegn Catalinu og héldu því fram að hún hefði lokkað þær til landsins á fölskum forsendum, beitt þær harðræði og haft af þeim vegabréfin þeirra. Í desember 2009 var Catalina dæmd í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir hagnýtingu vændis og fíkniefnabrot en Hæstiréttur þyngdi þann dóm í þrjú og hálft ár. Í júlí 2010 dæmdi Héraðsdómur Reykjaness hana síðan í fimmtán mánaða fangelsi fyrir milligöngu um vændi, líkamsárás og brot gegn valdstjórninni, og var það hegningarauki við fyrri dóminn. Jakob segir í þættinum að Catalina sé vissulega ekki það sem kallast mætti áreiðanlegur sögumaður en hann telur þó að hún hafi verið nokkuð einlæg þegar hún sagði honum og Þórarni sögu sína á sínum tíma. „Eins langt og það nær. Vissulega þá er hún svolítið í því að teikna upp hlutina eins og hentar henni best, það er alveg ljóst. Hún er í raun og veru ekkert að leyna því neitt. Ég held að á þessum tíma, þegar hún er í kvennafangelsinu í Kópavogi, þá er hún nokkurn veginn að leggja spilin á borðið. En hún er ekkert bogin gagnvart því að hún hafi verið að gera eitthvað rangt. Hún er alveg forhert gagnvart því.“ Dreymir um að verða móðir og ætlar að halda áfram „Ég er að lifa lífinu, ég er hamingjusöm, ég er hætt að drekka og nota kókaín,“ segir Catalina í samtali við Eftirmál en hún titlar sig í dag sem „viðskiptakonu.“ Hún heldur því fram að mál hennar hafi verið meðhöndlað á rangan hátt og verið litað af misskilningi. Hún er afar ósátt. „Allt sem reynt var að klína á mig var ósatt,“ segir hún. Þá vill hún koma því sérstaklega á framfæri að hún hafi aldrei neytt neinn út í vændi. Það sem situr mest í henni eftir dóminn séu stúlkurnar sem snerust gegn henni, en hún segist hafa leitast við að hjálpa þeim og að hún hafi aldrei gert neinum illt. „Ég var sögð vera melludólgur, já, kannski var ég það, ég neita því ekki. En ég er ekki sek um mannsal.“ Catalina gengur skrefi lengra í þættinum og kveðst sjálf hafa vera fórnarlamb mannsals þegar hún kom til Vestmannaeyja á sínum tíma. Hún ræðir einnig um fangelsisvistina sem hún segir hafa verið afar erfiða, en hún lenti meðal annars í útistöðum við samfanga sína og gerð var tilraun til að kveikja í eigum hennar. Catalina ásamt Sveini Andra Sveinssyni, lögmanni sínum, og Ellen Ingvadóttur dómtúlki. Mynd/ Baldur. Hún sat inni í tvö ár og þegar hún losnaði í júní 2011 gerði hún tilraun til að snúa við blaðinu. Hún rak um tíma tískuvöruverslunina Miss miss en reksturinn gekk illa og verslunin fór í þrot. Catalina segist hafa farið af landi í kjölfarið. „Ég var þunglynd, ég tapaði miklu fé. Ég var mjög þunglynd á Íslandi og það var alltaf verið að birta neikvæðar fréttir um mig í fjölmiðlum. Ég var mjög þunglynd, og ég vildi byrja upp á nýtt. Þetta braut mig niður, alveg virkilega.“ Í dag býr Catalina í Hollandi og segist halda þar út eigin rekstri. Hún kveðst jafnframt vera komin með kærasta sem sé 29 ára gamall. Catalina er í dag í sambandi með 29 ára manni.Aðsend „Lífið mitt í dag? Ég bý í Hollandi og er að plana að koma aftur til Íslands, ég vil búa á báðum stöðum. En ég þarf að koma fyrirtækinu mínu af stað hérna og það kostar mikla vinnu,“ segir Catalina. Hún fer hvergi í felur með það hverskonar starfsemi hún sé að stunda. „Ég er að gera það sama og áður, ég er með stelpur og ég er með húsnæði og það er allt eins og ég vil hafa það.“ Aðspurð um hvort hún sé með starfsemi á Íslandi í dag svarar Catalina hiklaust játandi og segir tvær vændiskonur starfa á hennar vegum hér á landi. „Auðvitað, þessi starfsemi er ekki að fara neitt, starfsemin er ennþá á Íslandi,“ segir hún og bætir við á öðrum stað að fangelsisdómurinn á Íslandi hafi síst stoppað hana í að halda áfram, enda var dómurinn að hennar sögn „rangur.“ Catalinu virðist heldur engu skeyta um að vændiskaup séu ólögleg á Íslandi. „Íslenskir karlmenn eru graðir. Mjög graðir,“ segir hún. Aðspurð segir hún stærstan hluta kúnnahópsins vera gifta menn. Catalina segist vera hæstánægð með lífið og tilveruna í dag en hún á sér þá ósk heitasta að verða móðir. Henni hefur þó ekki tekist að verða barnshafandi þrátt fyrir margar tilraunir. Aðspurð um hvar hún sjái sjálfa sig eftir tíu ár svarar Svarta perlan: „Ég sé mig fyrir mér að vera að gera það sama og ég er að gera núna.“
Eftirmál Mál Catalinu Ncogo Vændi Dómsmál Mansal Tengdar fréttir Catalina gerir átján milljóna króna bótakröfu Catalina Ncogo, sem dæmd var fyrir milligöngu um vændi árið 2010, krefur Geymslur um átján milljónir króna vegna tjóns sem hún segist hafa orðið fyrir í brunanum í Garðabæ í apríl 2018. 4. september 2019 08:45 Catalina auglýsir fylgdarþjónustu á ný Lögregla hefur undanfarið látið loka nokkrum síðum á samfélagsmiðlum þar sem vændi er auglýst til sölu. Catalina Ncogo, sem var dæmd fyrir hórmang árið 2010, auglýsir nú fylgdarþjónustu sína á Snapchat. Lögregla segir fylgdarþjónustu vera dulbúið vændi. 13. október 2017 18:45 Ráðist á Catalinu Mikue Ncogo og hún rænd Catalina leitar nú gimsteina sinna og býður fundarlaun. 15. mars 2016 10:50 Catalína opnar tískuvöruverslun Draumur Catalinu Ncoco hefur nú ræst. Hún hefur opnað glæsilega tískuvöruverslun og sagt skilið við sitt gamla líf sem var í vændinu. 24. september 2013 14:37 Catalina kærir synjun á reynslulausn Catalina Ncoco hefur kært til innanríkisráðuneytisins þá ákvörðun fangelsismálayfirvalda að synja henni um reynslulausn. Ncoco afplánar nú dóma sem hún fékk meðal annars fyrir hórmang. 8. júlí 2011 19:45 Catalina laus úr fangelsi - ætlar að ferðast í útlöndum Catalina Ncogo, sem var dæmd í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir hórmang og brot gegn fíkniefnalöggjöfinni, er nú frjáls ferða sinna eftir tveggja ára dvöl í Kvennafangelsinu í Kópavogi. 24. júní 2011 13:29 Varnarræða vændiskonu Ágætlega skrifuð en frekar daufleg frásögn af lífi einnar alræmdustu konu á Íslandi. 30. desember 2010 06:00 Falskur kúnnalisti Catalinu kærður til lögreglunnar „Ég veit að einn skjólstæðingur minn hefur leitað til lögreglu vegna málsins og ætlar að kæra þetta,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður, en til hans hafa leitað nokkrir einstaklingar vegna þess að þeir eru nefndir á nafn á fölskum kúnnalista Catalinu Ncogo. 29. desember 2010 11:55 Miðbaugsmaddaman með allt að tólf milljónir á mánuði Vændiskonan Catalina Ncogo þénaði allt að tólf milljónir króna á mánuði samkvæmt öðrum höfundi bókarinnar Hið svarta man, eftir Þórarin Þórarinsson og Jakob Bjarnar Bjarnason. 26. nóvember 2010 15:15 Miðbaugsmaddaman: Kaupa vændi fyrir syni sína „Íslenskir kúnnar eru allt öðruvísi en viðskiptavinir í öðrum heimshlutum. Þeir eru auðveldir og koma vel fram við mann. Margir þeirra eru bara einmana og hafa jafnvel misst eiginkonu sína. Þeir þrá snertingu og vináttu,“ segir Catalina Mikue Ncoco í bókinni Hið dökka man – saga Catalinu, sem kemur út á föstudaginn. Catalina situr í kvennafangelsinu í Kópavogi þar sem hún afplánar þungan dóm, rúm fimm ár, meðal annars fyrir hórmang en hún rak á árunum 2006 til 2009 umfangsmikla vændisstarfsemi á Íslandi. 24. nóvember 2010 09:00 Catalína Ncogo: Áverkar tilheyra vændi Íslenskur sölumaður fasteigna var sýknaður af ákæru um kaup á vændi þrátt fyrir að vændiskona sem starfaði í sama vændishúsi hafi í dómssal borið vitni um að maðurinn hafi veitt samstarfskonu hennar áverka og að hún hafi séð manninn greiða fyrir vændi. Stúlkan sem maðurinn keypti aðgang að var farin úr landi þegar málið rataði fyrir dómsstóla og því enginn sem gat vitnað um það „beint" að hann hafi keypt vændi, eins og það er orðað í dómnum. 17. nóvember 2010 09:03 Skrifa saman ævisögu Miðbaugsmaddömunnar „Við höfum fylgst með gangi og málaferlum Catalinu í þónokkurn tíma og það er ljóst að þarna er alveg ofboðslega mögnuð saga. Þetta er 49 kílóa, þeldökk kona sem gjörsamlega snýr þjóðfélaginu á haus,“ segir Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður. 6. ágúst 2010 07:00 Miðbaugsmaddaman dæmd í 15 mánaða fangelsi Catalina M. Ncogo var dæmd í 15 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir milligöngu um vændi, líkamsárás og brot gegn valdstjórninni. Hún var hinsvegar sýknuð af ákæru um mansal. 9. júlí 2010 16:04 Dómur yfir Catalinu þyngdur um eitt ár Hæstiréttur Íslands hefur dæmt Catalinu Ncogo í þriggja og hálfs árs fangelsi. Héraðsdómur hafði áður dæmt hana í tveggja og hálfs árs fangelsi í desember fyrir hórmang og brot gegn fíkniefnalöggjöfinni. Hæstiréttur þyngdi því dóminn um eitt ár. 3. júní 2010 16:48 Ellefu ákærðir fyrir að skipta við Miðbaugsmaddömuna Ríkissaksóknari hefur gefið út ellefu ákærur á jafn marga einstaklinga sem greiddu eða reyndu að greiða fyrir vændi á tímabilinu október til desember á síðasta ári. 10. maí 2010 15:48 17 vændiskaupamál til saksóknara Mál sautján meintra kaupenda vændis á vegum Catalinu Mikue Ncogo hafa verið send til ríkissaksóknara. Þar verður tekin ákvörðun um hvort einhverjir þeirra eða allir verða ákærðir. 13. apríl 2010 06:00 Catalina reyndi að lokka samfanga sinn í vændi Catalina Ncoco bauð samfanga sínum, ungri konu, að starfa fyrir sig sem vændiskona, þegar hún væri laus úr fangelsi. Hún var úrskurð í áframhaldandi gæsluvarðhald í dag. Stefnt er á aðalmeðferð í máli hennar þann 12. apríl. Breki Logason. 30. mars 2010 17:18 Telur Catalinu þegar refsað Verjandi Catalinu Mikue Ncogo vill að ákæru á hendur henni fyrir að hagnast á vændisstarfsemi fimm kvenna verði vísað frá. Hann telur að Catalina hafi í raun þegar hlotið fyrir það dóm. Þetta kemur fram í greinargerð lögmannsins Jóns Egilssonar, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 11. mars 2010 06:30 Catalína ákærð fyrir mansal, hótanir og líkamsárásir Héraðsdómur Reykjaness tók í dag fyrir mál ákæruvaldsins gegn Catalínu M. Ncogo. Dómari ákvað að þinghaldið yrði lokað. 2. mars 2010 19:15 Catalina til ríkissaksóknara Rannsókn lögreglu á máli Catalinu Mikue Ncogo er lokið og hefur það verið sent til ríkissaksóknara. Gæsluvarðhald yfir henni var framlengt til 26. febrúar í fyrradag. Hún situr inni til að koma í veg fyrir áframhaldandi brotastarfsemi hennar. Hún er grunuð um aðild að mansali og að hafa haft milligöngu um vændi. 11. febrúar 2010 04:00 Catalina áfram í varðhaldi Miðbaugsmaddaman Catalina Ncogo var í dag úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að koma í veg fyrir áframhaldandi brotastarfsemi hennar. 12. janúar 2010 16:19 Catalina í vikulangt gæsluvarðhald Miðbaugsmaddaman, Catalina Ncogo, hefur verið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald en hún hefur þegar sætt varðhaldi í tvær vikur. Kona sem var einnig handtekinn í tengslum við málið hefur verið sleppt. 11. desember 2009 16:46 Miðbaugsmaddaman neitar sök Catalina Mikue Ncogo, íslensk kona ættuð frá Miðbaugs-Gíneu, neitaði sök fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en hún hefur verið ákærð fyrir mansal og vændisstarfsemi. 8. október 2009 13:22 Ákært fyrir vændi og mansal í fyrsta skipti Catalina Mikue Ncogo, íslensk kona ættuð frá Miðbaugs-Gíneu, hefur verið ákærð fyrir mansal og vændisstarfsemi. Henni er meðal annars gefið að sök að hafa blekkt unga konu til landsins og haldið henni hér í kynlífsánauð. Aldrei áður hefur verið ákært í mansals- eða vændismáli á Íslandi. 8. október 2009 06:00 Miðbaugsmaddaman áfram í farbanni Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að Catalina Mikue Ncogo, stundum nefnd Miðbaugsmaddaman, verði áfram í farbanni allt þar til dómur fellur í máli hennar. 10. september 2009 16:44 Catalina hefur tólf vændiskonur á sínum snærum Catalina Ncoco, konan sem haldið hefur úti vændishúsum í Reykjavík undanfarin misseri, segist hafa tólf vændiskonur á sínum snærum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Í viðtali við Vikuna segist hún fara reglulega til Brasilíu til að finna konur til að stunda vændi hér á landi. 19. mars 2009 12:03 Vændishús á Hverfisgötu Lögreglan hefur til skoðunar meinta vændisstarfsemi sem fram fer í húsi við Hverfisgötu í Reykjavík. Íbúar í húsinu eru orðnir langþreyttir á á starfseminni og segja hana hafa valdið þeim vökunætum í þrjár vikur. 10. febrúar 2009 18:48 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira
Catalina gerir átján milljóna króna bótakröfu Catalina Ncogo, sem dæmd var fyrir milligöngu um vændi árið 2010, krefur Geymslur um átján milljónir króna vegna tjóns sem hún segist hafa orðið fyrir í brunanum í Garðabæ í apríl 2018. 4. september 2019 08:45
Catalina auglýsir fylgdarþjónustu á ný Lögregla hefur undanfarið látið loka nokkrum síðum á samfélagsmiðlum þar sem vændi er auglýst til sölu. Catalina Ncogo, sem var dæmd fyrir hórmang árið 2010, auglýsir nú fylgdarþjónustu sína á Snapchat. Lögregla segir fylgdarþjónustu vera dulbúið vændi. 13. október 2017 18:45
Ráðist á Catalinu Mikue Ncogo og hún rænd Catalina leitar nú gimsteina sinna og býður fundarlaun. 15. mars 2016 10:50
Catalína opnar tískuvöruverslun Draumur Catalinu Ncoco hefur nú ræst. Hún hefur opnað glæsilega tískuvöruverslun og sagt skilið við sitt gamla líf sem var í vændinu. 24. september 2013 14:37
Catalina kærir synjun á reynslulausn Catalina Ncoco hefur kært til innanríkisráðuneytisins þá ákvörðun fangelsismálayfirvalda að synja henni um reynslulausn. Ncoco afplánar nú dóma sem hún fékk meðal annars fyrir hórmang. 8. júlí 2011 19:45
Catalina laus úr fangelsi - ætlar að ferðast í útlöndum Catalina Ncogo, sem var dæmd í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir hórmang og brot gegn fíkniefnalöggjöfinni, er nú frjáls ferða sinna eftir tveggja ára dvöl í Kvennafangelsinu í Kópavogi. 24. júní 2011 13:29
Varnarræða vændiskonu Ágætlega skrifuð en frekar daufleg frásögn af lífi einnar alræmdustu konu á Íslandi. 30. desember 2010 06:00
Falskur kúnnalisti Catalinu kærður til lögreglunnar „Ég veit að einn skjólstæðingur minn hefur leitað til lögreglu vegna málsins og ætlar að kæra þetta,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður, en til hans hafa leitað nokkrir einstaklingar vegna þess að þeir eru nefndir á nafn á fölskum kúnnalista Catalinu Ncogo. 29. desember 2010 11:55
Miðbaugsmaddaman með allt að tólf milljónir á mánuði Vændiskonan Catalina Ncogo þénaði allt að tólf milljónir króna á mánuði samkvæmt öðrum höfundi bókarinnar Hið svarta man, eftir Þórarin Þórarinsson og Jakob Bjarnar Bjarnason. 26. nóvember 2010 15:15
Miðbaugsmaddaman: Kaupa vændi fyrir syni sína „Íslenskir kúnnar eru allt öðruvísi en viðskiptavinir í öðrum heimshlutum. Þeir eru auðveldir og koma vel fram við mann. Margir þeirra eru bara einmana og hafa jafnvel misst eiginkonu sína. Þeir þrá snertingu og vináttu,“ segir Catalina Mikue Ncoco í bókinni Hið dökka man – saga Catalinu, sem kemur út á föstudaginn. Catalina situr í kvennafangelsinu í Kópavogi þar sem hún afplánar þungan dóm, rúm fimm ár, meðal annars fyrir hórmang en hún rak á árunum 2006 til 2009 umfangsmikla vændisstarfsemi á Íslandi. 24. nóvember 2010 09:00
Catalína Ncogo: Áverkar tilheyra vændi Íslenskur sölumaður fasteigna var sýknaður af ákæru um kaup á vændi þrátt fyrir að vændiskona sem starfaði í sama vændishúsi hafi í dómssal borið vitni um að maðurinn hafi veitt samstarfskonu hennar áverka og að hún hafi séð manninn greiða fyrir vændi. Stúlkan sem maðurinn keypti aðgang að var farin úr landi þegar málið rataði fyrir dómsstóla og því enginn sem gat vitnað um það „beint" að hann hafi keypt vændi, eins og það er orðað í dómnum. 17. nóvember 2010 09:03
Skrifa saman ævisögu Miðbaugsmaddömunnar „Við höfum fylgst með gangi og málaferlum Catalinu í þónokkurn tíma og það er ljóst að þarna er alveg ofboðslega mögnuð saga. Þetta er 49 kílóa, þeldökk kona sem gjörsamlega snýr þjóðfélaginu á haus,“ segir Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður. 6. ágúst 2010 07:00
Miðbaugsmaddaman dæmd í 15 mánaða fangelsi Catalina M. Ncogo var dæmd í 15 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir milligöngu um vændi, líkamsárás og brot gegn valdstjórninni. Hún var hinsvegar sýknuð af ákæru um mansal. 9. júlí 2010 16:04
Dómur yfir Catalinu þyngdur um eitt ár Hæstiréttur Íslands hefur dæmt Catalinu Ncogo í þriggja og hálfs árs fangelsi. Héraðsdómur hafði áður dæmt hana í tveggja og hálfs árs fangelsi í desember fyrir hórmang og brot gegn fíkniefnalöggjöfinni. Hæstiréttur þyngdi því dóminn um eitt ár. 3. júní 2010 16:48
Ellefu ákærðir fyrir að skipta við Miðbaugsmaddömuna Ríkissaksóknari hefur gefið út ellefu ákærur á jafn marga einstaklinga sem greiddu eða reyndu að greiða fyrir vændi á tímabilinu október til desember á síðasta ári. 10. maí 2010 15:48
17 vændiskaupamál til saksóknara Mál sautján meintra kaupenda vændis á vegum Catalinu Mikue Ncogo hafa verið send til ríkissaksóknara. Þar verður tekin ákvörðun um hvort einhverjir þeirra eða allir verða ákærðir. 13. apríl 2010 06:00
Catalina reyndi að lokka samfanga sinn í vændi Catalina Ncoco bauð samfanga sínum, ungri konu, að starfa fyrir sig sem vændiskona, þegar hún væri laus úr fangelsi. Hún var úrskurð í áframhaldandi gæsluvarðhald í dag. Stefnt er á aðalmeðferð í máli hennar þann 12. apríl. Breki Logason. 30. mars 2010 17:18
Telur Catalinu þegar refsað Verjandi Catalinu Mikue Ncogo vill að ákæru á hendur henni fyrir að hagnast á vændisstarfsemi fimm kvenna verði vísað frá. Hann telur að Catalina hafi í raun þegar hlotið fyrir það dóm. Þetta kemur fram í greinargerð lögmannsins Jóns Egilssonar, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 11. mars 2010 06:30
Catalína ákærð fyrir mansal, hótanir og líkamsárásir Héraðsdómur Reykjaness tók í dag fyrir mál ákæruvaldsins gegn Catalínu M. Ncogo. Dómari ákvað að þinghaldið yrði lokað. 2. mars 2010 19:15
Catalina til ríkissaksóknara Rannsókn lögreglu á máli Catalinu Mikue Ncogo er lokið og hefur það verið sent til ríkissaksóknara. Gæsluvarðhald yfir henni var framlengt til 26. febrúar í fyrradag. Hún situr inni til að koma í veg fyrir áframhaldandi brotastarfsemi hennar. Hún er grunuð um aðild að mansali og að hafa haft milligöngu um vændi. 11. febrúar 2010 04:00
Catalina áfram í varðhaldi Miðbaugsmaddaman Catalina Ncogo var í dag úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að koma í veg fyrir áframhaldandi brotastarfsemi hennar. 12. janúar 2010 16:19
Catalina í vikulangt gæsluvarðhald Miðbaugsmaddaman, Catalina Ncogo, hefur verið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald en hún hefur þegar sætt varðhaldi í tvær vikur. Kona sem var einnig handtekinn í tengslum við málið hefur verið sleppt. 11. desember 2009 16:46
Miðbaugsmaddaman neitar sök Catalina Mikue Ncogo, íslensk kona ættuð frá Miðbaugs-Gíneu, neitaði sök fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en hún hefur verið ákærð fyrir mansal og vændisstarfsemi. 8. október 2009 13:22
Ákært fyrir vændi og mansal í fyrsta skipti Catalina Mikue Ncogo, íslensk kona ættuð frá Miðbaugs-Gíneu, hefur verið ákærð fyrir mansal og vændisstarfsemi. Henni er meðal annars gefið að sök að hafa blekkt unga konu til landsins og haldið henni hér í kynlífsánauð. Aldrei áður hefur verið ákært í mansals- eða vændismáli á Íslandi. 8. október 2009 06:00
Miðbaugsmaddaman áfram í farbanni Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að Catalina Mikue Ncogo, stundum nefnd Miðbaugsmaddaman, verði áfram í farbanni allt þar til dómur fellur í máli hennar. 10. september 2009 16:44
Catalina hefur tólf vændiskonur á sínum snærum Catalina Ncoco, konan sem haldið hefur úti vændishúsum í Reykjavík undanfarin misseri, segist hafa tólf vændiskonur á sínum snærum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Í viðtali við Vikuna segist hún fara reglulega til Brasilíu til að finna konur til að stunda vændi hér á landi. 19. mars 2009 12:03
Vændishús á Hverfisgötu Lögreglan hefur til skoðunar meinta vændisstarfsemi sem fram fer í húsi við Hverfisgötu í Reykjavík. Íbúar í húsinu eru orðnir langþreyttir á á starfseminni og segja hana hafa valdið þeim vökunætum í þrjár vikur. 10. febrúar 2009 18:48