Líkir framboði efnaskiptaaðgerða erlendis við villta vestrið Helena Rós Sturludóttir skrifar 11. september 2023 13:22 Sólveig Sigurðardóttir er einn stofnenda SFO, Samtaka fólks með offitu. Vísir/Vilhelm Formaður Samtaka fólks með offitu líkir framboði efnaskiptaaðgerða erlendis við villta vestrið. Dæmi eru um að Íslendingar hafi sótt aðgerðir úti sem ekki hafi verið framkvæmdar nægilega vel að sögn kviðarholsskurðlæknis. Íslendingar sækja í síauknum mæli í efnaskiptaaðgerðir, hérlendis sem erlendis. Á undanförnum árum hafa rúmlega átta hundruð aðgerðir verið framkvæmdar hér á landi á ári hverju og auk þess sem nokkur hundruð hafa farið í aðgerðir erlendis á vegum Sjúkratrygginga Íslands. Fara í aðgerðir erlendis á eigin vegumÞví til viðbótar eru einstaklingar sem fara í aðgerðir erlendis á eigin vegum og er sá fjöldi óþekktur að sögn kviðarholsskurðlæknis. Formaður SFO segir nauðsynlegt að fólk fari í slíkar aðgerðir í gegnum heilbrigðiskerfið. Dæmi séu um að aðgerðir sem fólk fari á eigin vegum séu ekki framkvæmdar sem skildi.„Það er verið að gera aðgerðir á fólki, við erum með sannanir, bæði innan SFO og erlendis frá. Fólk fer í aðgerð en svo er misjafnt hvað er gert. Það er kannski ekki endilega verið að gera það sem þú borgaðir fyrir sem gerir það að verkum að þú sért ekki að léttast eins og þér er lofað,“ segir Sólveig Sigurðardóttir formaður SFO.Undir þetta tekur Aðalsteinn Arnarson kviðarholsskurðlæknir. „Í einhverjum tilvikum hafi aðgerðirnar ekki verið framkvæmdar nægilega góðan hátt eða fólk lent í einhverjum vandamálum sem þarf að sinna og reyna að leysa þegar heim er komið,“ segir Aðalsteinn. Illa framkvæmd aðgerð Eftirfylgni við sjúklinga sé mikilvæg enda geti ýmislegt komið upp á til langs tíma eftir efnaskiptaaðgerðir. Íslensk kona sem fór í aðgerð erlendis og fann ekki fyrir neinum breytingum eftir heimkomu leitaði til Aðalsteins.„Hún svona fer að velta fyrir sér af hverju hún er ekki að léttast og spyr hvort það sé eitthvað hægt að gera. Í uppvinnslu kemur mjög fljótt í ljós að það var í raun annað hvort mjög illa framkvæmd aðgerð eða bara hreinlega ekki framkvæmd aðgerð sem hún hafði farið í,“ útskýrir Aðalsteinn. Spítalinn hefur hótað lögsóknKonan gaf ekki kost á viðtali við fréttastofu af ótta við sjúkrahúsið erlendis sem hefur hótað henni lögsókn fari hún með málið lengra. Aðalsteinn segir nauðsynlegt að fólki standi til boða að sækja þjónustuna erlendis. „En á sama tíma er gríðarlega mikilvægt að reyna hafa gegnsæi í því hvaða aðilar eru erlendis eru á einhvern hátt viðurkenndir.“Sólveig segir Evrópsk samtök skurðlækna, samtök fagfólks og sjúklingasamtök hafa tekið höndum saman og að til standi að kortleggja hvað sé í gangi. „Þetta er eitthvað sem á eftir að verða ansi skrautlegt. Sögurnar eru ansi margar og þetta er mjög stórt verkefni og þetta er bara að fara í gang,“ segir hún. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ekki rétt að tala um plataðgerðir Hjúkrunarfræðingur á Klíníkinni segir ekki rétt að tala um plataðgerðir í þeim tilfellum sem Íslendingar hafa farið erlendis í efnaskiptaaðgerð og hún hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Vissulega hafi aðgerðir verið framkvæmdar en ekki nægilega góðar. 21. ágúst 2023 12:58 Stofna Samtök fólks með offitu: „Okkar raddir þurfa að fá að heyrast“ „Við erum mjög aftarlega hérna á Íslandi hvað varðar þjónustu við fólk með offitu, og eins þegar kemur að skilningi innan heilbrigðiskerfisins og innan samfélagsins,“ segir Sólveig Sigurðardóttir, ein af stofnendum SFO, Samtaka fólks með offitu. 4. mars 2023 12:15 Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Viðskipti innlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Erlent Fleiri fréttir Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Sjá meira
Íslendingar sækja í síauknum mæli í efnaskiptaaðgerðir, hérlendis sem erlendis. Á undanförnum árum hafa rúmlega átta hundruð aðgerðir verið framkvæmdar hér á landi á ári hverju og auk þess sem nokkur hundruð hafa farið í aðgerðir erlendis á vegum Sjúkratrygginga Íslands. Fara í aðgerðir erlendis á eigin vegumÞví til viðbótar eru einstaklingar sem fara í aðgerðir erlendis á eigin vegum og er sá fjöldi óþekktur að sögn kviðarholsskurðlæknis. Formaður SFO segir nauðsynlegt að fólk fari í slíkar aðgerðir í gegnum heilbrigðiskerfið. Dæmi séu um að aðgerðir sem fólk fari á eigin vegum séu ekki framkvæmdar sem skildi.„Það er verið að gera aðgerðir á fólki, við erum með sannanir, bæði innan SFO og erlendis frá. Fólk fer í aðgerð en svo er misjafnt hvað er gert. Það er kannski ekki endilega verið að gera það sem þú borgaðir fyrir sem gerir það að verkum að þú sért ekki að léttast eins og þér er lofað,“ segir Sólveig Sigurðardóttir formaður SFO.Undir þetta tekur Aðalsteinn Arnarson kviðarholsskurðlæknir. „Í einhverjum tilvikum hafi aðgerðirnar ekki verið framkvæmdar nægilega góðan hátt eða fólk lent í einhverjum vandamálum sem þarf að sinna og reyna að leysa þegar heim er komið,“ segir Aðalsteinn. Illa framkvæmd aðgerð Eftirfylgni við sjúklinga sé mikilvæg enda geti ýmislegt komið upp á til langs tíma eftir efnaskiptaaðgerðir. Íslensk kona sem fór í aðgerð erlendis og fann ekki fyrir neinum breytingum eftir heimkomu leitaði til Aðalsteins.„Hún svona fer að velta fyrir sér af hverju hún er ekki að léttast og spyr hvort það sé eitthvað hægt að gera. Í uppvinnslu kemur mjög fljótt í ljós að það var í raun annað hvort mjög illa framkvæmd aðgerð eða bara hreinlega ekki framkvæmd aðgerð sem hún hafði farið í,“ útskýrir Aðalsteinn. Spítalinn hefur hótað lögsóknKonan gaf ekki kost á viðtali við fréttastofu af ótta við sjúkrahúsið erlendis sem hefur hótað henni lögsókn fari hún með málið lengra. Aðalsteinn segir nauðsynlegt að fólki standi til boða að sækja þjónustuna erlendis. „En á sama tíma er gríðarlega mikilvægt að reyna hafa gegnsæi í því hvaða aðilar eru erlendis eru á einhvern hátt viðurkenndir.“Sólveig segir Evrópsk samtök skurðlækna, samtök fagfólks og sjúklingasamtök hafa tekið höndum saman og að til standi að kortleggja hvað sé í gangi. „Þetta er eitthvað sem á eftir að verða ansi skrautlegt. Sögurnar eru ansi margar og þetta er mjög stórt verkefni og þetta er bara að fara í gang,“ segir hún.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ekki rétt að tala um plataðgerðir Hjúkrunarfræðingur á Klíníkinni segir ekki rétt að tala um plataðgerðir í þeim tilfellum sem Íslendingar hafa farið erlendis í efnaskiptaaðgerð og hún hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Vissulega hafi aðgerðir verið framkvæmdar en ekki nægilega góðar. 21. ágúst 2023 12:58 Stofna Samtök fólks með offitu: „Okkar raddir þurfa að fá að heyrast“ „Við erum mjög aftarlega hérna á Íslandi hvað varðar þjónustu við fólk með offitu, og eins þegar kemur að skilningi innan heilbrigðiskerfisins og innan samfélagsins,“ segir Sólveig Sigurðardóttir, ein af stofnendum SFO, Samtaka fólks með offitu. 4. mars 2023 12:15 Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Viðskipti innlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Erlent Fleiri fréttir Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Sjá meira
Ekki rétt að tala um plataðgerðir Hjúkrunarfræðingur á Klíníkinni segir ekki rétt að tala um plataðgerðir í þeim tilfellum sem Íslendingar hafa farið erlendis í efnaskiptaaðgerð og hún hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Vissulega hafi aðgerðir verið framkvæmdar en ekki nægilega góðar. 21. ágúst 2023 12:58
Stofna Samtök fólks með offitu: „Okkar raddir þurfa að fá að heyrast“ „Við erum mjög aftarlega hérna á Íslandi hvað varðar þjónustu við fólk með offitu, og eins þegar kemur að skilningi innan heilbrigðiskerfisins og innan samfélagsins,“ segir Sólveig Sigurðardóttir, ein af stofnendum SFO, Samtaka fólks með offitu. 4. mars 2023 12:15