Versti dagur lífs míns Sigríður Björk Þormar skrifar 10. september 2023 11:00 Versti dagurinn okkur er alltaf settur í samhengi við það sem okkur finnst erfitt þá stundina en það eru sumir sem upplifa versta dag lífs þíns og það er sannarlega þegar þau fá fréttir um að náinn ættingi og hvað þá barnið þeirra hafi tekið eigið líf. Í dag er Alþjóðlegur dagur sjálfsvígsforvarna og sest ég því niður og skrifa þennan pistil. Ég skrifa hann því ég er óttaslegin um börnin okkar. Sjálfsvíg barna og ungs fólks þá sérstaklega ungra drengja eru hæst á Íslandi af öllum norðurlöndunum þrátt fyrir að eitthvað hafi dregið úr þeim síðastliðin ár samkvæmt samnorrænni rannsókn er Högni Óskarsson geðlæknir birti niðurstöður úr á læknaþingi nú í janúar. Í almennu forvarnasamhengi beinum við aðgerðum okkar að inngripum fyrir skaðandi aðstæður því það er það sem orðið for-vörn felur í sér. Við fræðum krakkana okkar um hvað gera skuli við smokkinn, hvernig honum skuli hæglega komið fyrir með öruggum máta áður en samfarir eiga sér stað. En við erum ekki nógu dugleg við að fræða börnin okkar um sjálfsvígshugsanir eða kenna þeim bjargráð við mikilli vanlíðan eins og streitustjórnun fyrr en aðstæður eru orðnar mjög alvarlegar. Við þurfum að vera öflugri í því að efla sjálfsmynd ungs fólks markvisst innan skólakerfisins og draga úr áhættuþáttum í því umhverfi eins og óhóflegri notkun samfélagsmiðla sem sýnt hefur verið fram á að valda almennri vanlíðan. Góð samvinna og skilningur ólíkra hagsmunaaðila um að láta sig geðheilsu og vellíðan barnanna okkar varða er nauðsynlegri nú en nokkurn tíma áður. Píeta samtökin eru öflug samtök og verða sífellt sterkari sem samfélagslegt afl í baráttunni gegn sjálfsvígum. Stefna stjórnar Píeta samtakanna er að efla enn frekar forvarnastarf samtakanna og ná enn betur til samfélagsins í heild, sérstaklega til þeirra sem vinna með börnum. Samvinna milli félagsmiðstöðvanna, skólakerfisins, heilsugæslunnar og íþróttafélaganna með fræðslu til barnanna okkar um kvíða, depurð og erfiðar hugsanir sem upp geta komið með eða án tengsla við lífsviðburði er lífsnauðsynlegt inngrip. Það krefst viðhorfsbreytingar bæði hjá kerfi og foreldrum, fjármagns, þjálfunar starfsfólks og þróun inngripa. Við þurfum að grípa börnin okkar áður en þau falla. Jafnframt þarf að styrkja vinnu með syrgjendur, þá sérstaklega foreldra barna og systkina barna er tekið hafa eigið líf því þau er tvisvar til þrisvar sinnum líklegra til að taka eigið líf en aðrir. Algengt er að fólk og jafnvel fagfólk sé óttaslegið við að ræða sjálfsvígshugsanir eða tala um sjálfsvíg við ungt fólk því heyrst hefur að slíkt geti aukið hættuna á sjálfsvígum. Það er ekki rétt heldur hefur verið sýnt fram á að opin umræða geti dregið úr líkum á sjálfsvígum. Í dag eru Pieta samtökin með tónleika á KEX hostel fram koma Gugusar, Kaktus Einarsson, Kvikindi og Systur. Það er ókeypis aðgangur en Píeta samtökin taka á móti frjálsum framlögum við hurð. Höfundur er formaður stjórnar Pietasamtakanna og doktor í læknavísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Sjá meira
Versti dagurinn okkur er alltaf settur í samhengi við það sem okkur finnst erfitt þá stundina en það eru sumir sem upplifa versta dag lífs þíns og það er sannarlega þegar þau fá fréttir um að náinn ættingi og hvað þá barnið þeirra hafi tekið eigið líf. Í dag er Alþjóðlegur dagur sjálfsvígsforvarna og sest ég því niður og skrifa þennan pistil. Ég skrifa hann því ég er óttaslegin um börnin okkar. Sjálfsvíg barna og ungs fólks þá sérstaklega ungra drengja eru hæst á Íslandi af öllum norðurlöndunum þrátt fyrir að eitthvað hafi dregið úr þeim síðastliðin ár samkvæmt samnorrænni rannsókn er Högni Óskarsson geðlæknir birti niðurstöður úr á læknaþingi nú í janúar. Í almennu forvarnasamhengi beinum við aðgerðum okkar að inngripum fyrir skaðandi aðstæður því það er það sem orðið for-vörn felur í sér. Við fræðum krakkana okkar um hvað gera skuli við smokkinn, hvernig honum skuli hæglega komið fyrir með öruggum máta áður en samfarir eiga sér stað. En við erum ekki nógu dugleg við að fræða börnin okkar um sjálfsvígshugsanir eða kenna þeim bjargráð við mikilli vanlíðan eins og streitustjórnun fyrr en aðstæður eru orðnar mjög alvarlegar. Við þurfum að vera öflugri í því að efla sjálfsmynd ungs fólks markvisst innan skólakerfisins og draga úr áhættuþáttum í því umhverfi eins og óhóflegri notkun samfélagsmiðla sem sýnt hefur verið fram á að valda almennri vanlíðan. Góð samvinna og skilningur ólíkra hagsmunaaðila um að láta sig geðheilsu og vellíðan barnanna okkar varða er nauðsynlegri nú en nokkurn tíma áður. Píeta samtökin eru öflug samtök og verða sífellt sterkari sem samfélagslegt afl í baráttunni gegn sjálfsvígum. Stefna stjórnar Píeta samtakanna er að efla enn frekar forvarnastarf samtakanna og ná enn betur til samfélagsins í heild, sérstaklega til þeirra sem vinna með börnum. Samvinna milli félagsmiðstöðvanna, skólakerfisins, heilsugæslunnar og íþróttafélaganna með fræðslu til barnanna okkar um kvíða, depurð og erfiðar hugsanir sem upp geta komið með eða án tengsla við lífsviðburði er lífsnauðsynlegt inngrip. Það krefst viðhorfsbreytingar bæði hjá kerfi og foreldrum, fjármagns, þjálfunar starfsfólks og þróun inngripa. Við þurfum að grípa börnin okkar áður en þau falla. Jafnframt þarf að styrkja vinnu með syrgjendur, þá sérstaklega foreldra barna og systkina barna er tekið hafa eigið líf því þau er tvisvar til þrisvar sinnum líklegra til að taka eigið líf en aðrir. Algengt er að fólk og jafnvel fagfólk sé óttaslegið við að ræða sjálfsvígshugsanir eða tala um sjálfsvíg við ungt fólk því heyrst hefur að slíkt geti aukið hættuna á sjálfsvígum. Það er ekki rétt heldur hefur verið sýnt fram á að opin umræða geti dregið úr líkum á sjálfsvígum. Í dag eru Pieta samtökin með tónleika á KEX hostel fram koma Gugusar, Kaktus Einarsson, Kvikindi og Systur. Það er ókeypis aðgangur en Píeta samtökin taka á móti frjálsum framlögum við hurð. Höfundur er formaður stjórnar Pietasamtakanna og doktor í læknavísindum.
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar