Ósátt við skólann eftir að persónuupplýsingar um soninn fóru á flakk Bjarki Sigurðsson skrifar 9. september 2023 19:14 Sif Hauksdóttir er móðir drengs sem skrifað var um í stílabókinni. Vísir/Ívar Fannar Móðir barns í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ gagnrýnir skólastjórnendur fyrir léleg samskipti eftir að viðkvæmar persónuupplýsingar um son hennar, sem kennari skráði í stílabók, fóru í dreifingu. Hún segir skólann reyna að fegra sig eftir á. Það var í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ sem viðkvæmar persónuupplýsingar um nemendur fóru í dreifingu. Upplýsingarnar komu úr stílabók kennara sem nemandi fékk að láni. Taldi að bókin væri auð Kennarinn taldi að bókin væri auð en hafði hann ritað upplýsingarnar á tvær blaðsíður hennar. Nemandinn tók ljósmyndir af síðunum og sendi á vinahóp sinn. Þaðan dreifðust upplýsingarnar síðan áfram. Meðal þeirra orða sem notuð voru í bókinni voru „erfiður“, „seinþroska“, „viðkvæmur“, „krefjandi“, „sjálfskaði“ og „dónalegur“. Nokkur orðanna úr bókinni. Sif Hauksdóttir er móðir drengs sem skrifað var um í bókinni. Hún gagnrýnir það að skólinn skuli hafa beðið í marga klukkutíma með að láta foreldra barnanna vita. „Í ljósi þess hvaða upplýsingar stóðu um börnin á þessum lista, hefði mér alltaf þótt eðlilegri viðbrögð að hringja í viðkomandi foreldra og upplýsa þau um hvað stóð um þeirra barn á lista sem nú er í dreifingu sem allir í árganginum eru búnir að sjá. Þau tala um að við eigum að vinna úr þessu með þeim en hvernig eigum við að gera það ef við vitum ekki hvað stóð,“ segir Sif. Passa þurfi betur upp á upplýsingarnar Í póstinum sem foreldrarnir fengu kom einungis fram að um væri að ræða persónuupplýsingar, en ekki nákvæmlega hvaða upplýsingar það voru. Klippa: Sonurinn í stílabókinni Hún segist skilja að kennarar hafi aðgang að upplýsingum um börn sem þurfa aðstoð við aðlögun í námi eða annað utanumhald. „Hins vegar finnst mér ekki í lagi að svona listar séu skrifaðir niður og það sé ekki passað betur upp á þá en gert er. Líka því viðhorfin sem eru á þessum lista koma frá kennurum sem hafa áður kennt börnunum en ekki kennarans sem skrifar þetta,“ segir Sif. Þurfa að taka á þessu Hún tók á þessu með syni sínum sem er ekki mikið sleginn eftir atvikið. Hún segir skólann þó þurfa að bæta ýmislegt. „Skólinn er ekki rúinn trausti í mínum bókum en það þarf eitthvað mikið og þeir þurfa að sýna það að þeir ætli að vinna á þessu og þeir ætli að taka á þessu og tryggja að þetta gerist ekki aftur. Maður á bara eftir að sjá hvernig skólinn ætlar að tækla þetta,“ segir Sif. Skóla - og menntamál Mosfellsbær Börn og uppeldi Grunnskólar Persónuvernd Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Það var í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ sem viðkvæmar persónuupplýsingar um nemendur fóru í dreifingu. Upplýsingarnar komu úr stílabók kennara sem nemandi fékk að láni. Taldi að bókin væri auð Kennarinn taldi að bókin væri auð en hafði hann ritað upplýsingarnar á tvær blaðsíður hennar. Nemandinn tók ljósmyndir af síðunum og sendi á vinahóp sinn. Þaðan dreifðust upplýsingarnar síðan áfram. Meðal þeirra orða sem notuð voru í bókinni voru „erfiður“, „seinþroska“, „viðkvæmur“, „krefjandi“, „sjálfskaði“ og „dónalegur“. Nokkur orðanna úr bókinni. Sif Hauksdóttir er móðir drengs sem skrifað var um í bókinni. Hún gagnrýnir það að skólinn skuli hafa beðið í marga klukkutíma með að láta foreldra barnanna vita. „Í ljósi þess hvaða upplýsingar stóðu um börnin á þessum lista, hefði mér alltaf þótt eðlilegri viðbrögð að hringja í viðkomandi foreldra og upplýsa þau um hvað stóð um þeirra barn á lista sem nú er í dreifingu sem allir í árganginum eru búnir að sjá. Þau tala um að við eigum að vinna úr þessu með þeim en hvernig eigum við að gera það ef við vitum ekki hvað stóð,“ segir Sif. Passa þurfi betur upp á upplýsingarnar Í póstinum sem foreldrarnir fengu kom einungis fram að um væri að ræða persónuupplýsingar, en ekki nákvæmlega hvaða upplýsingar það voru. Klippa: Sonurinn í stílabókinni Hún segist skilja að kennarar hafi aðgang að upplýsingum um börn sem þurfa aðstoð við aðlögun í námi eða annað utanumhald. „Hins vegar finnst mér ekki í lagi að svona listar séu skrifaðir niður og það sé ekki passað betur upp á þá en gert er. Líka því viðhorfin sem eru á þessum lista koma frá kennurum sem hafa áður kennt börnunum en ekki kennarans sem skrifar þetta,“ segir Sif. Þurfa að taka á þessu Hún tók á þessu með syni sínum sem er ekki mikið sleginn eftir atvikið. Hún segir skólann þó þurfa að bæta ýmislegt. „Skólinn er ekki rúinn trausti í mínum bókum en það þarf eitthvað mikið og þeir þurfa að sýna það að þeir ætli að vinna á þessu og þeir ætli að taka á þessu og tryggja að þetta gerist ekki aftur. Maður á bara eftir að sjá hvernig skólinn ætlar að tækla þetta,“ segir Sif.
Skóla - og menntamál Mosfellsbær Börn og uppeldi Grunnskólar Persónuvernd Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira