Ósátt við skólann eftir að persónuupplýsingar um soninn fóru á flakk Bjarki Sigurðsson skrifar 9. september 2023 19:14 Sif Hauksdóttir er móðir drengs sem skrifað var um í stílabókinni. Vísir/Ívar Fannar Móðir barns í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ gagnrýnir skólastjórnendur fyrir léleg samskipti eftir að viðkvæmar persónuupplýsingar um son hennar, sem kennari skráði í stílabók, fóru í dreifingu. Hún segir skólann reyna að fegra sig eftir á. Það var í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ sem viðkvæmar persónuupplýsingar um nemendur fóru í dreifingu. Upplýsingarnar komu úr stílabók kennara sem nemandi fékk að láni. Taldi að bókin væri auð Kennarinn taldi að bókin væri auð en hafði hann ritað upplýsingarnar á tvær blaðsíður hennar. Nemandinn tók ljósmyndir af síðunum og sendi á vinahóp sinn. Þaðan dreifðust upplýsingarnar síðan áfram. Meðal þeirra orða sem notuð voru í bókinni voru „erfiður“, „seinþroska“, „viðkvæmur“, „krefjandi“, „sjálfskaði“ og „dónalegur“. Nokkur orðanna úr bókinni. Sif Hauksdóttir er móðir drengs sem skrifað var um í bókinni. Hún gagnrýnir það að skólinn skuli hafa beðið í marga klukkutíma með að láta foreldra barnanna vita. „Í ljósi þess hvaða upplýsingar stóðu um börnin á þessum lista, hefði mér alltaf þótt eðlilegri viðbrögð að hringja í viðkomandi foreldra og upplýsa þau um hvað stóð um þeirra barn á lista sem nú er í dreifingu sem allir í árganginum eru búnir að sjá. Þau tala um að við eigum að vinna úr þessu með þeim en hvernig eigum við að gera það ef við vitum ekki hvað stóð,“ segir Sif. Passa þurfi betur upp á upplýsingarnar Í póstinum sem foreldrarnir fengu kom einungis fram að um væri að ræða persónuupplýsingar, en ekki nákvæmlega hvaða upplýsingar það voru. Klippa: Sonurinn í stílabókinni Hún segist skilja að kennarar hafi aðgang að upplýsingum um börn sem þurfa aðstoð við aðlögun í námi eða annað utanumhald. „Hins vegar finnst mér ekki í lagi að svona listar séu skrifaðir niður og það sé ekki passað betur upp á þá en gert er. Líka því viðhorfin sem eru á þessum lista koma frá kennurum sem hafa áður kennt börnunum en ekki kennarans sem skrifar þetta,“ segir Sif. Þurfa að taka á þessu Hún tók á þessu með syni sínum sem er ekki mikið sleginn eftir atvikið. Hún segir skólann þó þurfa að bæta ýmislegt. „Skólinn er ekki rúinn trausti í mínum bókum en það þarf eitthvað mikið og þeir þurfa að sýna það að þeir ætli að vinna á þessu og þeir ætli að taka á þessu og tryggja að þetta gerist ekki aftur. Maður á bara eftir að sjá hvernig skólinn ætlar að tækla þetta,“ segir Sif. Skóla - og menntamál Mosfellsbær Börn og uppeldi Grunnskólar Persónuvernd Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Það var í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ sem viðkvæmar persónuupplýsingar um nemendur fóru í dreifingu. Upplýsingarnar komu úr stílabók kennara sem nemandi fékk að láni. Taldi að bókin væri auð Kennarinn taldi að bókin væri auð en hafði hann ritað upplýsingarnar á tvær blaðsíður hennar. Nemandinn tók ljósmyndir af síðunum og sendi á vinahóp sinn. Þaðan dreifðust upplýsingarnar síðan áfram. Meðal þeirra orða sem notuð voru í bókinni voru „erfiður“, „seinþroska“, „viðkvæmur“, „krefjandi“, „sjálfskaði“ og „dónalegur“. Nokkur orðanna úr bókinni. Sif Hauksdóttir er móðir drengs sem skrifað var um í bókinni. Hún gagnrýnir það að skólinn skuli hafa beðið í marga klukkutíma með að láta foreldra barnanna vita. „Í ljósi þess hvaða upplýsingar stóðu um börnin á þessum lista, hefði mér alltaf þótt eðlilegri viðbrögð að hringja í viðkomandi foreldra og upplýsa þau um hvað stóð um þeirra barn á lista sem nú er í dreifingu sem allir í árganginum eru búnir að sjá. Þau tala um að við eigum að vinna úr þessu með þeim en hvernig eigum við að gera það ef við vitum ekki hvað stóð,“ segir Sif. Passa þurfi betur upp á upplýsingarnar Í póstinum sem foreldrarnir fengu kom einungis fram að um væri að ræða persónuupplýsingar, en ekki nákvæmlega hvaða upplýsingar það voru. Klippa: Sonurinn í stílabókinni Hún segist skilja að kennarar hafi aðgang að upplýsingum um börn sem þurfa aðstoð við aðlögun í námi eða annað utanumhald. „Hins vegar finnst mér ekki í lagi að svona listar séu skrifaðir niður og það sé ekki passað betur upp á þá en gert er. Líka því viðhorfin sem eru á þessum lista koma frá kennurum sem hafa áður kennt börnunum en ekki kennarans sem skrifar þetta,“ segir Sif. Þurfa að taka á þessu Hún tók á þessu með syni sínum sem er ekki mikið sleginn eftir atvikið. Hún segir skólann þó þurfa að bæta ýmislegt. „Skólinn er ekki rúinn trausti í mínum bókum en það þarf eitthvað mikið og þeir þurfa að sýna það að þeir ætli að vinna á þessu og þeir ætli að taka á þessu og tryggja að þetta gerist ekki aftur. Maður á bara eftir að sjá hvernig skólinn ætlar að tækla þetta,“ segir Sif.
Skóla - og menntamál Mosfellsbær Börn og uppeldi Grunnskólar Persónuvernd Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent