Öflugt kaupréttarkerfi laðar að framúrskarandi starfskrafta Nanna Elísa Jakobsdóttir og Kolbrún Hrafnkelsdóttir skrifa 9. september 2023 08:01 Í upphafi er nýsköpunarfyrirtæki í raun aðeins hugmynd og fyrir höndum er flókið og krefjandi verkefni við að byggja upp nýtt fyrirtæki frá grunni. Fram undan er þrotlaus vinna við rannsóknir og þróun, stefnumótun, fjármögnun, viðskiptaþróun, uppbyggingu dreifileiða, markaðssetningu og sölu. En mikilvægasta verkefnið er að byggja upp hæft teymi til að leiða þessa vinnu þannig að hugmyndin raungerist og úr verði öflugt fyrirtæki. Þar geta kaupréttir leikið lykilhlutverk. Viðkvæm sprotafyrirtæki þurfa að fá rými og næringu til þess að vaxa og dafna. Velgengni sprotafyrirtækja byggir í upphafi að miklu leyti á fámennu teymi sem ber ábyrgð á afdrifum fyrirtækisins. Fjármagn er yfirleitt af skornum skammti og starfsaðstæðurnar geta verið mjög krefjandi. Eigi að síður þarf að laða að hæfileikaríkt fólk sem er tilbúið að vinna hörðum höndum að vexti fyrirtækisins og skapa tryggð þannig að það velji að vinna fyrir sprotafyrirtæki, meira að segja þegar aðrir öruggari kostir standa til boða. Með því að ganga til liðs við sprotafyrirtæki fær starfsfólk tækifæri til þess að vera hluti af einhverju nýju og spennandi, en það er ekki alltaf nóg eitt og sér. Starfsfólk sem er tilbúið að fara í þá óvissu sem felst í því að vinna hjá nýsköpunarfyrirtæki á fyrstu skrefum ætti að fá ríkulega launað fyrir sína vinnu, sérstaklega ef þeirra framlag skilar verðmætaaukningu. Kaupréttir í nýsköpunarfyrirtækjum eru því mikilvægt tól fyrir starfsfólk og stjórnendur sem taka oft á sig launalækkun samhliða því að taka áhættu í þágu framfara og hagvaxtar, að breyta hugmynd í öflugt og jafnvel alþjóðlegt fyrirtæki. Það er einnig mikilvægt fyrir hluthafa nýsköpunarfyrirtækja að allir gangi í takt við framtíðarsýn fyrirtækisins og að teymið sé um borð þrátt fyrir að á móti blási. Vel útfært kaupréttarkerfi fyrir starfsmenn í nýsköpunarfyrirtækjum getur skapað aukið traust og virkað sem frábær hvati, þar sem starfsmennirnir fá beinan fjárhagslegan ávinning ef vel gengur. Þó er mikilvægt að taka fram að kaupréttir geta aldrei komið í stað sanngjarnra launa fyrir starfsfólk. Það getur tekið nýsköpunarfyrirtæki fjölmörg ár og oft yfir áratug að komast í jákvætt tekjustreymi. Þetta á sérstaklega við þegar kemur að fyrirtækjum sem hafa hvað mest samfélagsleg áhrif; til að mynda fyrirtæki sem þróa loftslagslausnir eins og fyrirtækið CRI, eða fyrirtæki í líftækniframleiðslu, eins og Kerecis og Florealis. Controlant, sem er eitt verðmætasta nýsköpunarfyrirtæki landsins og þjónustar í dag stærstu lyfjafyrirtæki í heimi, hófst sem hugmynd tveggja vina sem unnu baki brotnu við skrifborðið heima hjá sér og unnu svo að þróun fyrirtækisins í yfir áratug áður en það varð stórfyrirtækið sem það er í dag. Þessum fyrirtækjum tókst að laða til sín kraftmikið og hæft starfsfólk sem varð svo lykillinn að framgangi þeirra. Fyrirtæki þessi eru hluti af hugverkaiðnaði, sem hefur fest sig í sessi sem fjórða útflutningsstoð Íslands á síðustu árum. Nágrannalönd Íslands, svo sem Svíþjóð og Eystrasaltslöndin, hafa innleitt í lög reglur sem miða að því að starfsfólk sitji ekki uppi með hærri skattbyrði en gengur og gerist í tilvikum almennra fjárfesta þegar verðmæti fyrirtækis eykst. Í íslenskri skattalöggjöf er litið á hagnað sem starfsfólk og stjórnarmenn hljóta af kaupréttum sem starfstengda launagreiðslu sem sætir sömu skattalegu meðferð og aðrar launagreiðslur. Á sama tíma og almennir fjárfestar greiða fjármagnstekjuskatt komi til hagnaðar. Í vor tóku gildi jákvæðar breytingar á tekjuskattslögum í tilviki smæstu fyrirtækjanna. Ef fyrirtæki veltir undir 650 milljónum króna og hefur færri en 25 starfsmenn er ágóði af kaupréttum skattlagður sem fjármagnstekjur. Með þessu voru tekin afar varfærin en mikilvæg skref til bóta á kaupréttarkerfi fyrir nýsköpunarfyrirtæki hér á landi. Það er mikilvægt fyrir framtíðarhagvöxt og áframhaldandi velsæld í íslensku samfélagi að huga stöðugt að öflugri umgjörð fyrir nýsköpun. Vel útfært kaupréttarkerfi og hagstætt skattalegt umhverfi geta þar skipt sköpum. Því skiptir máli að stjórnvöld stígi enn ákveðnari og stærri skref í þá átt að stuðla að skilvirku skattaumhverfi fyrir kauprétti nýsköpunarfyrirtækja. Nanna Elísa er viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins og Kolbrún er stofnandi Florealis, stjórnarmaður í Samtökum sprotafyrirtækja og fulltrúi í Vísinda- og nýsköpunarráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Skattar og tollar Vinnumarkaður Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í upphafi er nýsköpunarfyrirtæki í raun aðeins hugmynd og fyrir höndum er flókið og krefjandi verkefni við að byggja upp nýtt fyrirtæki frá grunni. Fram undan er þrotlaus vinna við rannsóknir og þróun, stefnumótun, fjármögnun, viðskiptaþróun, uppbyggingu dreifileiða, markaðssetningu og sölu. En mikilvægasta verkefnið er að byggja upp hæft teymi til að leiða þessa vinnu þannig að hugmyndin raungerist og úr verði öflugt fyrirtæki. Þar geta kaupréttir leikið lykilhlutverk. Viðkvæm sprotafyrirtæki þurfa að fá rými og næringu til þess að vaxa og dafna. Velgengni sprotafyrirtækja byggir í upphafi að miklu leyti á fámennu teymi sem ber ábyrgð á afdrifum fyrirtækisins. Fjármagn er yfirleitt af skornum skammti og starfsaðstæðurnar geta verið mjög krefjandi. Eigi að síður þarf að laða að hæfileikaríkt fólk sem er tilbúið að vinna hörðum höndum að vexti fyrirtækisins og skapa tryggð þannig að það velji að vinna fyrir sprotafyrirtæki, meira að segja þegar aðrir öruggari kostir standa til boða. Með því að ganga til liðs við sprotafyrirtæki fær starfsfólk tækifæri til þess að vera hluti af einhverju nýju og spennandi, en það er ekki alltaf nóg eitt og sér. Starfsfólk sem er tilbúið að fara í þá óvissu sem felst í því að vinna hjá nýsköpunarfyrirtæki á fyrstu skrefum ætti að fá ríkulega launað fyrir sína vinnu, sérstaklega ef þeirra framlag skilar verðmætaaukningu. Kaupréttir í nýsköpunarfyrirtækjum eru því mikilvægt tól fyrir starfsfólk og stjórnendur sem taka oft á sig launalækkun samhliða því að taka áhættu í þágu framfara og hagvaxtar, að breyta hugmynd í öflugt og jafnvel alþjóðlegt fyrirtæki. Það er einnig mikilvægt fyrir hluthafa nýsköpunarfyrirtækja að allir gangi í takt við framtíðarsýn fyrirtækisins og að teymið sé um borð þrátt fyrir að á móti blási. Vel útfært kaupréttarkerfi fyrir starfsmenn í nýsköpunarfyrirtækjum getur skapað aukið traust og virkað sem frábær hvati, þar sem starfsmennirnir fá beinan fjárhagslegan ávinning ef vel gengur. Þó er mikilvægt að taka fram að kaupréttir geta aldrei komið í stað sanngjarnra launa fyrir starfsfólk. Það getur tekið nýsköpunarfyrirtæki fjölmörg ár og oft yfir áratug að komast í jákvætt tekjustreymi. Þetta á sérstaklega við þegar kemur að fyrirtækjum sem hafa hvað mest samfélagsleg áhrif; til að mynda fyrirtæki sem þróa loftslagslausnir eins og fyrirtækið CRI, eða fyrirtæki í líftækniframleiðslu, eins og Kerecis og Florealis. Controlant, sem er eitt verðmætasta nýsköpunarfyrirtæki landsins og þjónustar í dag stærstu lyfjafyrirtæki í heimi, hófst sem hugmynd tveggja vina sem unnu baki brotnu við skrifborðið heima hjá sér og unnu svo að þróun fyrirtækisins í yfir áratug áður en það varð stórfyrirtækið sem það er í dag. Þessum fyrirtækjum tókst að laða til sín kraftmikið og hæft starfsfólk sem varð svo lykillinn að framgangi þeirra. Fyrirtæki þessi eru hluti af hugverkaiðnaði, sem hefur fest sig í sessi sem fjórða útflutningsstoð Íslands á síðustu árum. Nágrannalönd Íslands, svo sem Svíþjóð og Eystrasaltslöndin, hafa innleitt í lög reglur sem miða að því að starfsfólk sitji ekki uppi með hærri skattbyrði en gengur og gerist í tilvikum almennra fjárfesta þegar verðmæti fyrirtækis eykst. Í íslenskri skattalöggjöf er litið á hagnað sem starfsfólk og stjórnarmenn hljóta af kaupréttum sem starfstengda launagreiðslu sem sætir sömu skattalegu meðferð og aðrar launagreiðslur. Á sama tíma og almennir fjárfestar greiða fjármagnstekjuskatt komi til hagnaðar. Í vor tóku gildi jákvæðar breytingar á tekjuskattslögum í tilviki smæstu fyrirtækjanna. Ef fyrirtæki veltir undir 650 milljónum króna og hefur færri en 25 starfsmenn er ágóði af kaupréttum skattlagður sem fjármagnstekjur. Með þessu voru tekin afar varfærin en mikilvæg skref til bóta á kaupréttarkerfi fyrir nýsköpunarfyrirtæki hér á landi. Það er mikilvægt fyrir framtíðarhagvöxt og áframhaldandi velsæld í íslensku samfélagi að huga stöðugt að öflugri umgjörð fyrir nýsköpun. Vel útfært kaupréttarkerfi og hagstætt skattalegt umhverfi geta þar skipt sköpum. Því skiptir máli að stjórnvöld stígi enn ákveðnari og stærri skref í þá átt að stuðla að skilvirku skattaumhverfi fyrir kauprétti nýsköpunarfyrirtækja. Nanna Elísa er viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins og Kolbrún er stofnandi Florealis, stjórnarmaður í Samtökum sprotafyrirtækja og fulltrúi í Vísinda- og nýsköpunarráði.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar