Útilokar að sádísk lið spili í Meistaradeildinni Valur Páll Eiríksson skrifar 8. september 2023 13:30 Aleksander Ceferin er forseti evrópska knattspyrnusambandsins. Vísir/Getty Aleksander Ceferin, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, útilokar að lið frá Sádi-Arabíu taki þátt í keppnum á vegum sambandsins. Í síðasta mánuði var greint frá áhuga sádískra yfirvalda að koma liðum frá ríkinu að. Gríðarlega miklu hefur verið til tjaldað af sádískum yfirvöldum í gegnum opinberan fjárfestingarsjóð ríkisins, PIF, til að styrkja knattspyrnu í landinu síðustu mánuði. Hundruðum milljóna hefur verið eytt í að kaupa leikmenn til sádískra liða og þeim veitt laun á skala sem áður hefur ekki þekkst. Stjörnur á við Cristiano Ronaldo, Karim Benzema, Sadio Mané og N'Golo Kanté hafa verið lokkaðar til landsins og er þar aðeins snert á brotabroti þeirra leikmanna sem flust hafa frá Evrópu til olíuríkisins. Virðist sem markmiðið sé að sádíska deildin sé á meðal þeirra fremri í heimi og greint var frá því í síðasta mánuði að Sádar hefðu hug á því að félög úr deildinni geti tekið þátt í Meistaradeild Evrópu, fremstu álfukeppni heims. Sádar fái hvorki að taka þátt né halda úrslitaleiki Aleksander Ceferin, forseti UEFA, tekur slíkt hins vegar ekki í mál. „Aðeins evrópsk lið geta tekið þátt í Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og Sambandsdeildinni.“ segir Ceferin, sem segir útilokar jafnframt að úrslitaleikur keppnanna verði haldinn í Sádi-Arabíu. Ofurbikar Spánar og Ofurbikar Ítalíu eru á meðal keppna sem hafa verið seldar til ríkisins og fara þar fram. „Aðeins evrópsk sambönd geta sótt um að halda úrslitaleik, ekki einu sinni félög geta það, heldur samböndin. Við myndum þurfa að breyta allri okkar löggjöf til að slíkt væri hægt og við viljum það ekki,“ segir Ceferin. Ceferin hefur þá líkt upprisu sádísku deildarinnar við þá í kínversku deildinni fyrir nokkrum árum síðan en sú tilraun Kínverja misheppnaðist og hefur hægt mjög á fjárflæði frá kínverskum stjórnvalda til liða í þeirri deild og þekktum leikmönnum farið fækkandi. Í Kína léku þó aldrei leikmenn á því kaliberi sem finnast nú í Sádi-Arabíu og fjárútlátin á síðustu vikum í Sádi-Arabíu líklega þegar farið fram úr því sem var á nokkurra ára tímabili eystra. Sádi-Arabía Sádiarabíski boltinn UEFA Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Fleiri fréttir Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Sjá meira
Gríðarlega miklu hefur verið til tjaldað af sádískum yfirvöldum í gegnum opinberan fjárfestingarsjóð ríkisins, PIF, til að styrkja knattspyrnu í landinu síðustu mánuði. Hundruðum milljóna hefur verið eytt í að kaupa leikmenn til sádískra liða og þeim veitt laun á skala sem áður hefur ekki þekkst. Stjörnur á við Cristiano Ronaldo, Karim Benzema, Sadio Mané og N'Golo Kanté hafa verið lokkaðar til landsins og er þar aðeins snert á brotabroti þeirra leikmanna sem flust hafa frá Evrópu til olíuríkisins. Virðist sem markmiðið sé að sádíska deildin sé á meðal þeirra fremri í heimi og greint var frá því í síðasta mánuði að Sádar hefðu hug á því að félög úr deildinni geti tekið þátt í Meistaradeild Evrópu, fremstu álfukeppni heims. Sádar fái hvorki að taka þátt né halda úrslitaleiki Aleksander Ceferin, forseti UEFA, tekur slíkt hins vegar ekki í mál. „Aðeins evrópsk lið geta tekið þátt í Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og Sambandsdeildinni.“ segir Ceferin, sem segir útilokar jafnframt að úrslitaleikur keppnanna verði haldinn í Sádi-Arabíu. Ofurbikar Spánar og Ofurbikar Ítalíu eru á meðal keppna sem hafa verið seldar til ríkisins og fara þar fram. „Aðeins evrópsk sambönd geta sótt um að halda úrslitaleik, ekki einu sinni félög geta það, heldur samböndin. Við myndum þurfa að breyta allri okkar löggjöf til að slíkt væri hægt og við viljum það ekki,“ segir Ceferin. Ceferin hefur þá líkt upprisu sádísku deildarinnar við þá í kínversku deildinni fyrir nokkrum árum síðan en sú tilraun Kínverja misheppnaðist og hefur hægt mjög á fjárflæði frá kínverskum stjórnvalda til liða í þeirri deild og þekktum leikmönnum farið fækkandi. Í Kína léku þó aldrei leikmenn á því kaliberi sem finnast nú í Sádi-Arabíu og fjárútlátin á síðustu vikum í Sádi-Arabíu líklega þegar farið fram úr því sem var á nokkurra ára tímabili eystra.
Sádi-Arabía Sádiarabíski boltinn UEFA Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Fleiri fréttir Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Sjá meira