Akureyringar á leið heim eftir Evrópuferð í rútunni sem valt Kolbeinn Tumi Daðason, Bjarki Sigurðsson og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 8. september 2023 10:12 Frá vettvangi slyssins á þjóðvegi eitt sunnan Blönduóss í morgun. Vísir Rúta sem valt skammt sunnan við Blönduós á sjötta tímanum í morgun var að ferja 23 Akureyringa til síns heima frá Keflavíkurflugvelli. Sjö voru flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar og sjúkraflugi á Landspítalann í Reykjavík. Aðrir voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri. Enginn lést í slysinu og ekki vitað til þess að nokkur sé í lífshættu. Gunnar M. Guðmundsson, framkvæmdastjóri SBA Norðurleiðar, segir í samtali við fréttastofu að um hafi verið að ræða hóp starfsmanna hjá Akureyrarbæ sem hafði verið í starfsmannaferð. Hópurinn lenti á Keflavíkurflugvelli í kringum miðnætti. Stjórnstöð Almannavarna var virkjuð í morgun og allir tiltækir viðbragðsaðilar kallaðir út vegna slyssins. Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Blönduósflugvelli skömmu fyrir sjö og við Landspítala um klukkan átta, með þrjá slasaða. Samanlagt voru sjö fluttir til Reykjavíkur með þyrlu og sjúkraflugi. Aðrir voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri. Þyrla Gæslunnar lenti við Landspítalann klukkan átta í morgun.Vísir Gunnar segir lögreglu verða að svara spurningunni um hvað hafi gerst. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra klukkan tíu í morgun segir að tildrög slyssins séu til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Norðurlandi vestra og rannsóknarnefnd samgönguslysa. Bent er á að móttaka fyrir aðstandendur fer fram í Lundi, húsnæði Rauða krossins á Akureyri. Steinar Gunnarsson hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra segir 23 hafa verið um borð í rútunni. Hann segir tildrög slyssins í rannsókn og of snemma að segja til um á þessari stundu hvað olli slysinu. Hann segir engan hafa látist í slysinu og þá viti hann ekki til þess að nokkur sé í lífshættu. Að neðan má sjá myndefni frá því þegar Landhelgisgæslan lenti með farþega við Landspítalann á níunda tímanum í morgun. „Aðgerðir á vettvangi hafa gengið vel og greiðlega. Þyrlan kom þarna og flutti þrjá suður í Fossvoginn. Svo voru aðrir fluttir með sjúkraflugi frá Blönduósi. Aðgerðir hafa gengið vel og það komu bjargir úr öllum áttum,“ segir Steinar. Hann bendir fólki á móttöku fyrir aðstandendur í Rauða kross-húsinu á Akureyri. Fréttin hefur verið uppfærð. Samgönguslys Lögreglumál Húnabyggð Akureyri Tengdar fréttir Þrír fluttir með þyrlunni til Reykjavíkur og fjórir með sjúkraflugi Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur eftir alvarlegt slys skammt frá Blönduósi. Nokkrir aðrir voru fluttir með sjúkrabifreiðum til Akureyrar en þar voru fjórir settir í sjúkraflug til Reykjavíkur og nokkrir lagðir inn á Sjúkrahúsið á Akureyri. 8. september 2023 09:04 Þrír fluttir á sjúkrahús með þyrlu Gæslunnar eftir alvarlegt slys Þyrla Landhelgisgæslunnar og aðrir viðbragðsaðilar voru kallaðir út rétt eftir klukkan fimm í morgun eftir að tilkynning barst um mjög alvarlegt umferðarslys á þjóðveginum sunnan við Blönduós. 8. september 2023 06:39 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Gunnar M. Guðmundsson, framkvæmdastjóri SBA Norðurleiðar, segir í samtali við fréttastofu að um hafi verið að ræða hóp starfsmanna hjá Akureyrarbæ sem hafði verið í starfsmannaferð. Hópurinn lenti á Keflavíkurflugvelli í kringum miðnætti. Stjórnstöð Almannavarna var virkjuð í morgun og allir tiltækir viðbragðsaðilar kallaðir út vegna slyssins. Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Blönduósflugvelli skömmu fyrir sjö og við Landspítala um klukkan átta, með þrjá slasaða. Samanlagt voru sjö fluttir til Reykjavíkur með þyrlu og sjúkraflugi. Aðrir voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri. Þyrla Gæslunnar lenti við Landspítalann klukkan átta í morgun.Vísir Gunnar segir lögreglu verða að svara spurningunni um hvað hafi gerst. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra klukkan tíu í morgun segir að tildrög slyssins séu til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Norðurlandi vestra og rannsóknarnefnd samgönguslysa. Bent er á að móttaka fyrir aðstandendur fer fram í Lundi, húsnæði Rauða krossins á Akureyri. Steinar Gunnarsson hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra segir 23 hafa verið um borð í rútunni. Hann segir tildrög slyssins í rannsókn og of snemma að segja til um á þessari stundu hvað olli slysinu. Hann segir engan hafa látist í slysinu og þá viti hann ekki til þess að nokkur sé í lífshættu. Að neðan má sjá myndefni frá því þegar Landhelgisgæslan lenti með farþega við Landspítalann á níunda tímanum í morgun. „Aðgerðir á vettvangi hafa gengið vel og greiðlega. Þyrlan kom þarna og flutti þrjá suður í Fossvoginn. Svo voru aðrir fluttir með sjúkraflugi frá Blönduósi. Aðgerðir hafa gengið vel og það komu bjargir úr öllum áttum,“ segir Steinar. Hann bendir fólki á móttöku fyrir aðstandendur í Rauða kross-húsinu á Akureyri. Fréttin hefur verið uppfærð.
Samgönguslys Lögreglumál Húnabyggð Akureyri Tengdar fréttir Þrír fluttir með þyrlunni til Reykjavíkur og fjórir með sjúkraflugi Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur eftir alvarlegt slys skammt frá Blönduósi. Nokkrir aðrir voru fluttir með sjúkrabifreiðum til Akureyrar en þar voru fjórir settir í sjúkraflug til Reykjavíkur og nokkrir lagðir inn á Sjúkrahúsið á Akureyri. 8. september 2023 09:04 Þrír fluttir á sjúkrahús með þyrlu Gæslunnar eftir alvarlegt slys Þyrla Landhelgisgæslunnar og aðrir viðbragðsaðilar voru kallaðir út rétt eftir klukkan fimm í morgun eftir að tilkynning barst um mjög alvarlegt umferðarslys á þjóðveginum sunnan við Blönduós. 8. september 2023 06:39 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Þrír fluttir með þyrlunni til Reykjavíkur og fjórir með sjúkraflugi Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur eftir alvarlegt slys skammt frá Blönduósi. Nokkrir aðrir voru fluttir með sjúkrabifreiðum til Akureyrar en þar voru fjórir settir í sjúkraflug til Reykjavíkur og nokkrir lagðir inn á Sjúkrahúsið á Akureyri. 8. september 2023 09:04
Þrír fluttir á sjúkrahús með þyrlu Gæslunnar eftir alvarlegt slys Þyrla Landhelgisgæslunnar og aðrir viðbragðsaðilar voru kallaðir út rétt eftir klukkan fimm í morgun eftir að tilkynning barst um mjög alvarlegt umferðarslys á þjóðveginum sunnan við Blönduós. 8. september 2023 06:39