Að lifa lífinu með gigt Kristín Magnúsdóttir skrifar 8. september 2023 12:01 Alþjóðadagur sjúkraþjálfunar er haldinn ár hvert, þann 8. september. Heimssamband sjúkraþjálfara og sjúkraþjálfarar um allan heim nýta daginn til að vekja athygli á hvernig sjúkraþjálfarar geta aðstoðað við að bæta lífsgæði, færni og sjálfstæði einstaklinga. Í ár er þema dagsins gigt og því kjörið að beina sjónum okkar að henni. Gigt er samheiti yfir ólíka sjúkdóma sem flestir eiga það sameiginlegt að valda bólgu og/eða verkjum í liðum og vöðvum. Til eru margar tegundir gigtar þar á meðal liðagigt, þvagsýrugigt, barnagigt, hryggikt, sóragigt og slitgigt. Slitgigt er langalgengasta tegundin en árið 2019 voru 528 milljónir manna í heiminum með slitgigt og er hún ein helsta ástæða færniskerðingar hjá eldra fólki. Einkenni gigtar eru mismunandi eftir tegundum og hefur hún ólík áhrif á einstaklinga. Helstu einkennin eru liðverkir, stirðleiki, bólga, hiti/roði yfir liðnum, krafleysi og minnkaður vöðvamassi. Þessi einkenni valda því oft að fólk á erfitt með hreyfingu á borð við göngu, standa upp af stól, ganga upp og niður stiga. Þegar daglegar athafnir eru farnar að vefjast fyrir fólki, er talað um færniskerðingu. Algengt er að fólk dragi úr hreyfingu þegar einkenni gigtar fara að gera vart við sig, þar sem hreyfing slitinna og bólginna liða getur reynst fólki bæði erfið og sársaukafull. Regluleg hreyfing og þjálfun er mikilvægur hluti af meðferð við öllum tegundum bólgugigtar en með henni má hægja á framgangi sjúkdómsins, minnka verki og draga úr færniskerðingu. Hreyfing er einnig mikilvæg til að viðhalda þreki og draga úr líkum á að fólk þrói með sér lífstílssjúkdóma á borð við hjarta- og lungnasjúkdóma, sykursýki og offitu vegna hreyfingarleysis. Að upplifa verki á meðan á þjálfun stendur eðlilegur hluti af því að æfa með gigt. Þrátt fyrir að þjálfun geti stundum verið sársaukafull er það oftast ekki merki um að liðurinn sé að skemmast meira, heldur frekar merki um að líkaminn sé að aðlagast nýjum hreyfingum. Stundum geta einkenni gigtar aukist tímabundið, t.d. ef farið er of geyst í þjálfun, en þá er jafnan talað um ,,kast”. Á meðan á kasti stendur getur verið gott að draga úr (ekki hætta) þjálfun og leyfa líkamanum að jafna sig. Sjúkraþjálfarar geta aðstoðað fólk við val á æfingum við hæfi með það að markmiði að byggja upp styrk, auka úthald, viðhalda liðleika, færni og virkni. Þolþjálfun s.s. sund, hjól og göngur er einnig góð leið til að virka náttúrulega verkjastillingu líkamans en heilaboðefnið endorfín sem líkaminn framleiðir við þolþjálfun hefur verkjastillandi áhrif. Það að greinast með gigt þarf því ekki að þýða að fólk þurfi að hætta að stunda þá hreyfingu sem það hefur gaman af en margir með gigt geta stundað dans, fjallgöngur og jafnvel hlaup. Sjúkraþjálfari er mikilvægur hluti af meðferðinni þinni. Sjúkraþjálfari getur aðstoðað þig við að þjálfa á öruggan hátt, auka virkni þína, setja þér markmið og finna jafnvægi milli hvíldar og virkni. Sjúkraþjálfari sem hluti af meðferðarteymi, aðstoðar þig við að lifa virku lífi bæði heima og í vinnunni. Höfundur er sjúkraþjálfari á gigtarsviði Reykjalundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðadagur sjúkraþjálfunar er haldinn ár hvert, þann 8. september. Heimssamband sjúkraþjálfara og sjúkraþjálfarar um allan heim nýta daginn til að vekja athygli á hvernig sjúkraþjálfarar geta aðstoðað við að bæta lífsgæði, færni og sjálfstæði einstaklinga. Í ár er þema dagsins gigt og því kjörið að beina sjónum okkar að henni. Gigt er samheiti yfir ólíka sjúkdóma sem flestir eiga það sameiginlegt að valda bólgu og/eða verkjum í liðum og vöðvum. Til eru margar tegundir gigtar þar á meðal liðagigt, þvagsýrugigt, barnagigt, hryggikt, sóragigt og slitgigt. Slitgigt er langalgengasta tegundin en árið 2019 voru 528 milljónir manna í heiminum með slitgigt og er hún ein helsta ástæða færniskerðingar hjá eldra fólki. Einkenni gigtar eru mismunandi eftir tegundum og hefur hún ólík áhrif á einstaklinga. Helstu einkennin eru liðverkir, stirðleiki, bólga, hiti/roði yfir liðnum, krafleysi og minnkaður vöðvamassi. Þessi einkenni valda því oft að fólk á erfitt með hreyfingu á borð við göngu, standa upp af stól, ganga upp og niður stiga. Þegar daglegar athafnir eru farnar að vefjast fyrir fólki, er talað um færniskerðingu. Algengt er að fólk dragi úr hreyfingu þegar einkenni gigtar fara að gera vart við sig, þar sem hreyfing slitinna og bólginna liða getur reynst fólki bæði erfið og sársaukafull. Regluleg hreyfing og þjálfun er mikilvægur hluti af meðferð við öllum tegundum bólgugigtar en með henni má hægja á framgangi sjúkdómsins, minnka verki og draga úr færniskerðingu. Hreyfing er einnig mikilvæg til að viðhalda þreki og draga úr líkum á að fólk þrói með sér lífstílssjúkdóma á borð við hjarta- og lungnasjúkdóma, sykursýki og offitu vegna hreyfingarleysis. Að upplifa verki á meðan á þjálfun stendur eðlilegur hluti af því að æfa með gigt. Þrátt fyrir að þjálfun geti stundum verið sársaukafull er það oftast ekki merki um að liðurinn sé að skemmast meira, heldur frekar merki um að líkaminn sé að aðlagast nýjum hreyfingum. Stundum geta einkenni gigtar aukist tímabundið, t.d. ef farið er of geyst í þjálfun, en þá er jafnan talað um ,,kast”. Á meðan á kasti stendur getur verið gott að draga úr (ekki hætta) þjálfun og leyfa líkamanum að jafna sig. Sjúkraþjálfarar geta aðstoðað fólk við val á æfingum við hæfi með það að markmiði að byggja upp styrk, auka úthald, viðhalda liðleika, færni og virkni. Þolþjálfun s.s. sund, hjól og göngur er einnig góð leið til að virka náttúrulega verkjastillingu líkamans en heilaboðefnið endorfín sem líkaminn framleiðir við þolþjálfun hefur verkjastillandi áhrif. Það að greinast með gigt þarf því ekki að þýða að fólk þurfi að hætta að stunda þá hreyfingu sem það hefur gaman af en margir með gigt geta stundað dans, fjallgöngur og jafnvel hlaup. Sjúkraþjálfari er mikilvægur hluti af meðferðinni þinni. Sjúkraþjálfari getur aðstoðað þig við að þjálfa á öruggan hátt, auka virkni þína, setja þér markmið og finna jafnvægi milli hvíldar og virkni. Sjúkraþjálfari sem hluti af meðferðarteymi, aðstoðar þig við að lifa virku lífi bæði heima og í vinnunni. Höfundur er sjúkraþjálfari á gigtarsviði Reykjalundar.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun