Gengið frá sölunni á Icelandic Glacial en feðgarnir áfram í stjórn Atli Ísleifsson skrifar 6. september 2023 13:48 Jón Ólafsson, stonandi Icelandic Glacial, verður sérstakur sendiherra vörumerkisins á heimsmarkaði. Gengið hefur verið frá kaupum hóps erlendra fjárfesta á nýju hlutafé í Icelandic Water Holdings þannig að hann eignist meirihluta í félaginu. Með kaupunum eykst eigið fé félagsins verulega. Frá þessu segir í tilkynningu þar sem fram kemur að samhliða hafi núverandi hluthafar, meðal annars sjóðir í stýringu bandaríska fjárfestingarfélagsins BlackRock og þeir Jón Ólafsson og Kristján Jónsson, keypt hluti í félaginu með skuldbreytingu lána og viðbótarfjárfestingu. Alþjóðlegur fjárfestingarsjóður í Lichtenstein, Iceland Star Property Ltd., hafði milligöngu um kaupin. Í tilkynningunni segir að feðgarnir, þeir Jón og Kristján, muni áfram eiga umtalsverðan hlut í IWH, sem á meðal annars dótturfélagið og vörumerkið Icelandic Glacial. Þeir munu setjast í nýja stjórn félagsins og mun Jón jafnframt starfa sem sendiherra vörumerkisins á heimsmarkaði. „Með þessari miklu fjárhagslegu styrkingu er grunnur lagður að aukinni starfsemi í verksmiðju félagsins í Ölfusi og mikilli sókn vörumerkisins á alþjóðlegum drykkjarvatnsmarkaði. Um leið leggur Icelandic Glacial lóð á vogarskálar þeirrar umhverfisvænu matvælaframleiðslu sem sveitarfélagið hyggst byggja upp í náinni framtíð,“ segir í tilkynningunni. Tilkynnt í síðasta mánuði Sagt var frá því að til stæði að selja félagið í byrjun ágústmánaðar og að gengið yrði frá kaupunum síðar sama mánuði. Nokkur dráttur varð þó á því að ganga frá samningum. Í tilkynningunni er haft eftir Jóni Ólafssyni að þetta sé afar stór og kærkominn áfangi í starfseminni og að það sé sérstaklega ánægjulegt að fá þennan stóra hóp fjárfesta víða að úr heiminum í gegnum Iceland Star Property. „Starfsemin hefur ekki einungis verið fest í sessi til framtíðar heldur er eigendahópurinn samstíga um að bæta vindi í seglin og verja verulegum fjármunum í annars vegar aukin umsvif framleiðslunnar og hins vegar öfluga sókn í markaðsfærslunni víða um heim. Ég er afar stoltur af þeim stað sem starfsemi okkar er komin á með þessari nýju fjárfestingu,“ er haft eftir Jóni. Fest sig í sessi Nýr stjórnarformaður, Johan Dennelind frá Svíþjóð, er reyndur stjórnandi og ráðgjafi og hefur m.a. gegnt forstjórastarfi hjá alþjóðlega fjarskiptafélaginu Telia. „Þetta er afar áhugavert verkefni fyrir mig að takast á við,“ segir Dennelind. „Félagið hefur þróast úr því að vera spennandi sprotafyrirtæki yfir í að hafa fest sig í sessi á meðal stærstu vatnsvörumerkja heims og nú er tækifæri til að auka söluna á alþjóðamarkaði,“ er haft eftir nýja stjórnarformanninum. Kaup og sala fyrirtækja Vatn Ölfus Tengdar fréttir Íslenska vatnið selt erlendum fjárfestum Athafnamennirnir Jón Ólafsson og Kristján Ólafsson hafa selt stóran hlut í Icelandic Water Holdings til erlendra fjárfesta. Búið er að undirrita kaupsamninga en gengið verður frá kaupunum 22. ágúst næstkomandi. 11. ágúst 2023 07:14 Verður forstjóri Icelandic Water Holdings Reza Mirza, forstjóri Icelandic Glacial í Bandaríkjunum, hefur verið gerður að forstjóra samstæðunnar Icelandic Water Holdings. 8. september 2022 08:45 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu þar sem fram kemur að samhliða hafi núverandi hluthafar, meðal annars sjóðir í stýringu bandaríska fjárfestingarfélagsins BlackRock og þeir Jón Ólafsson og Kristján Jónsson, keypt hluti í félaginu með skuldbreytingu lána og viðbótarfjárfestingu. Alþjóðlegur fjárfestingarsjóður í Lichtenstein, Iceland Star Property Ltd., hafði milligöngu um kaupin. Í tilkynningunni segir að feðgarnir, þeir Jón og Kristján, muni áfram eiga umtalsverðan hlut í IWH, sem á meðal annars dótturfélagið og vörumerkið Icelandic Glacial. Þeir munu setjast í nýja stjórn félagsins og mun Jón jafnframt starfa sem sendiherra vörumerkisins á heimsmarkaði. „Með þessari miklu fjárhagslegu styrkingu er grunnur lagður að aukinni starfsemi í verksmiðju félagsins í Ölfusi og mikilli sókn vörumerkisins á alþjóðlegum drykkjarvatnsmarkaði. Um leið leggur Icelandic Glacial lóð á vogarskálar þeirrar umhverfisvænu matvælaframleiðslu sem sveitarfélagið hyggst byggja upp í náinni framtíð,“ segir í tilkynningunni. Tilkynnt í síðasta mánuði Sagt var frá því að til stæði að selja félagið í byrjun ágústmánaðar og að gengið yrði frá kaupunum síðar sama mánuði. Nokkur dráttur varð þó á því að ganga frá samningum. Í tilkynningunni er haft eftir Jóni Ólafssyni að þetta sé afar stór og kærkominn áfangi í starfseminni og að það sé sérstaklega ánægjulegt að fá þennan stóra hóp fjárfesta víða að úr heiminum í gegnum Iceland Star Property. „Starfsemin hefur ekki einungis verið fest í sessi til framtíðar heldur er eigendahópurinn samstíga um að bæta vindi í seglin og verja verulegum fjármunum í annars vegar aukin umsvif framleiðslunnar og hins vegar öfluga sókn í markaðsfærslunni víða um heim. Ég er afar stoltur af þeim stað sem starfsemi okkar er komin á með þessari nýju fjárfestingu,“ er haft eftir Jóni. Fest sig í sessi Nýr stjórnarformaður, Johan Dennelind frá Svíþjóð, er reyndur stjórnandi og ráðgjafi og hefur m.a. gegnt forstjórastarfi hjá alþjóðlega fjarskiptafélaginu Telia. „Þetta er afar áhugavert verkefni fyrir mig að takast á við,“ segir Dennelind. „Félagið hefur þróast úr því að vera spennandi sprotafyrirtæki yfir í að hafa fest sig í sessi á meðal stærstu vatnsvörumerkja heims og nú er tækifæri til að auka söluna á alþjóðamarkaði,“ er haft eftir nýja stjórnarformanninum.
Kaup og sala fyrirtækja Vatn Ölfus Tengdar fréttir Íslenska vatnið selt erlendum fjárfestum Athafnamennirnir Jón Ólafsson og Kristján Ólafsson hafa selt stóran hlut í Icelandic Water Holdings til erlendra fjárfesta. Búið er að undirrita kaupsamninga en gengið verður frá kaupunum 22. ágúst næstkomandi. 11. ágúst 2023 07:14 Verður forstjóri Icelandic Water Holdings Reza Mirza, forstjóri Icelandic Glacial í Bandaríkjunum, hefur verið gerður að forstjóra samstæðunnar Icelandic Water Holdings. 8. september 2022 08:45 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Íslenska vatnið selt erlendum fjárfestum Athafnamennirnir Jón Ólafsson og Kristján Ólafsson hafa selt stóran hlut í Icelandic Water Holdings til erlendra fjárfesta. Búið er að undirrita kaupsamninga en gengið verður frá kaupunum 22. ágúst næstkomandi. 11. ágúst 2023 07:14
Verður forstjóri Icelandic Water Holdings Reza Mirza, forstjóri Icelandic Glacial í Bandaríkjunum, hefur verið gerður að forstjóra samstæðunnar Icelandic Water Holdings. 8. september 2022 08:45