Verður fyrsta lota Borgarlínunnar banabiti hennar eða loka áfangi? Hilmar Þór Björnsson skrifar 5. september 2023 13:00 Frá fyrstu tíð hef ég verið 100% sammála því að rétt sé að ráðast í lagningu Borgarlínunnar sem fyrst. Þegar AR2010-2030 var gefið út fagnaði ég því vegna þess að þar var Borgarlínan og samgönguásinn lykilatriði sem batt höfuðborgina saman í línulega heild. Ég sá fyrir mér að línan yrði austur og vestur á Nesinu frá Eiðistorgi, framhjá HÍ um Miðbæ Reykjavíkur og inn Suðurlandsbraut að Keldum, þar sem nýr Landspítain hefði átt að rísa. Þannig samgönguás með Borgarlínu sem væri studd með öflugu strætó- göngu- og hjólastígakerfi og væri viðurkenning í verki á þeirri þróun sem átt sér stað í borgarskipulaginu siðastliðna öld. Þetta er auðveld framkvæmd sem mundi strax þjóna miklum fjölda fólks væri sjálfbær og vistvæn og hefði getað verið komið í gagnið í dag. Í framhaldinu yrði svo höfuðborgarsvæðið bundið saman með sama hætti með öðrum áfanga Borgarlínunnar sem gengi frá Borgartúni um Kringlumýrarbraut og framhjá Kringlunni, Borgarsjúkrahúsinu, 1400 metra hjóla- eða göngutúr um fallegt svæði til HR, í gegnum miðbæ Kópavogs og Garðabæjar og alla leið suður í Hafnarfjörð. Þessir tveir áfangar mynda heildstæða lausn Borgarlínukerfis alls höfuðborgarsvæðisins sem gæti staðið ein og sér og líklega þyrfti ekki meiri BL í langan tíma. Samgönguás sem gengi frá Borgrtúni eftir Kringlumýrarbraut og Hafnarfjarðarveg er líka í samræmi við sögulega þróun höfuðborgarsvæðisins til suðurs frá stríðsárum. Þessar línur væri hægt reka með hagkvæmum hætti með góðri tíðni, 100 % í sérrými án málamiðlanna og forgang á umferðaljósum og snjallvæðingu umferðaljósa almennt. Þarna yrði skýr og augljós munur á strætókerfinu og Borgarlínunni. Þessi lausn yrði líklega vel tekið og af borgurunum og hvati til áframhaldandi þróun kerfisins upp í Mosfellsveit og víðar þegar fram líða stundir og ef þörf verður á. Í núverandi áætlun er svo ruglingsleg og óskýr að fáir skilja hana og er óhemju dýr. Rekstrarkostnaður liggur ekki fyrir. Ekki eru skýr mörk milli strætó og Borgarlínu. Borgarlínan er að verulegum hluta ætlað að ganga í blandaðri umferð samkvæmt áætlunum. Þessi fyrsta lota er svo illa rökstudd að líklegt er að hún verði banabiti allrar áætlunarinar, haldi menn fram sem horfir. Þetta segi ég vegna þess að í fyrstu lotu er kostnaður hvað mestur og hann þjónar ekki nægjanlega mörgum og er ekki heildstæð, heldur ófullburða áfangi. Ekki er ólíklegt að fyrsta lota kosti jafnmikið eða meira en sú hugmynd sem ég mæli hér með. Gert er ráð fyrir að fyrsta lota Borgarlínu verði um óbyggt svæði undir Öskjuhlíð, yfir rándýra Fossvogsbrú og í gegn um þrönga íbúðargötu í fullbyggðu, rótgrónu íbúðarhverfi, Borgarholtsbraut, að Hamraborg. Ég átta mig ekki á af hverju maður vill kosta svona miklu til þess að koma fólki Í Hamraborg. Hvað er svona mikilvægt þar og af hverju á Hamraborg að vera endastöð? Ef áætlanir Aðalskipulags Reykjavíkur ganga eftir og þjónusta, verslun, menntun og atvinnutækifæri verði dreift um borgarhlutana og inn í ibúðahverfin þá munu öflugir hverfiskjarnar myndast. Flest verður í göngufæri og ferðum með einkabíl mun fækka verulega. Það veit engin hvað framtiðin ber í skauti sér og því er óabyrgt að byrja á plani sem engin veit hvað kostar að reka og hvorki eru fjármunir né almenn sannfæring eða sátt um. Það er líklegt að í framtíðinni verði kynntar nýjar lausnir eins og sjálfkeyrandi deilibílar með 10-15 manns sem safar með hjálpsnjallsíma, farþegum saman sem eru á svipaðri leið og skapar þá samgöngunet í stað línu. Það þarf að endurskoða Samgöngusáttmálann og gera á honum róttækar breytingar, Höfuðborgarsvæðinu, Borgarlínunni og almenningssamgöngum til heilla. Höfundur er arkitekt FAÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hilmar Þór Björnsson Samgöngur Seltjarnarnes Reykjavík Borgarlína Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Dettifoss: Lokað! Baldvin Esra Einarsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Frá fyrstu tíð hef ég verið 100% sammála því að rétt sé að ráðast í lagningu Borgarlínunnar sem fyrst. Þegar AR2010-2030 var gefið út fagnaði ég því vegna þess að þar var Borgarlínan og samgönguásinn lykilatriði sem batt höfuðborgina saman í línulega heild. Ég sá fyrir mér að línan yrði austur og vestur á Nesinu frá Eiðistorgi, framhjá HÍ um Miðbæ Reykjavíkur og inn Suðurlandsbraut að Keldum, þar sem nýr Landspítain hefði átt að rísa. Þannig samgönguás með Borgarlínu sem væri studd með öflugu strætó- göngu- og hjólastígakerfi og væri viðurkenning í verki á þeirri þróun sem átt sér stað í borgarskipulaginu siðastliðna öld. Þetta er auðveld framkvæmd sem mundi strax þjóna miklum fjölda fólks væri sjálfbær og vistvæn og hefði getað verið komið í gagnið í dag. Í framhaldinu yrði svo höfuðborgarsvæðið bundið saman með sama hætti með öðrum áfanga Borgarlínunnar sem gengi frá Borgartúni um Kringlumýrarbraut og framhjá Kringlunni, Borgarsjúkrahúsinu, 1400 metra hjóla- eða göngutúr um fallegt svæði til HR, í gegnum miðbæ Kópavogs og Garðabæjar og alla leið suður í Hafnarfjörð. Þessir tveir áfangar mynda heildstæða lausn Borgarlínukerfis alls höfuðborgarsvæðisins sem gæti staðið ein og sér og líklega þyrfti ekki meiri BL í langan tíma. Samgönguás sem gengi frá Borgrtúni eftir Kringlumýrarbraut og Hafnarfjarðarveg er líka í samræmi við sögulega þróun höfuðborgarsvæðisins til suðurs frá stríðsárum. Þessar línur væri hægt reka með hagkvæmum hætti með góðri tíðni, 100 % í sérrými án málamiðlanna og forgang á umferðaljósum og snjallvæðingu umferðaljósa almennt. Þarna yrði skýr og augljós munur á strætókerfinu og Borgarlínunni. Þessi lausn yrði líklega vel tekið og af borgurunum og hvati til áframhaldandi þróun kerfisins upp í Mosfellsveit og víðar þegar fram líða stundir og ef þörf verður á. Í núverandi áætlun er svo ruglingsleg og óskýr að fáir skilja hana og er óhemju dýr. Rekstrarkostnaður liggur ekki fyrir. Ekki eru skýr mörk milli strætó og Borgarlínu. Borgarlínan er að verulegum hluta ætlað að ganga í blandaðri umferð samkvæmt áætlunum. Þessi fyrsta lota er svo illa rökstudd að líklegt er að hún verði banabiti allrar áætlunarinar, haldi menn fram sem horfir. Þetta segi ég vegna þess að í fyrstu lotu er kostnaður hvað mestur og hann þjónar ekki nægjanlega mörgum og er ekki heildstæð, heldur ófullburða áfangi. Ekki er ólíklegt að fyrsta lota kosti jafnmikið eða meira en sú hugmynd sem ég mæli hér með. Gert er ráð fyrir að fyrsta lota Borgarlínu verði um óbyggt svæði undir Öskjuhlíð, yfir rándýra Fossvogsbrú og í gegn um þrönga íbúðargötu í fullbyggðu, rótgrónu íbúðarhverfi, Borgarholtsbraut, að Hamraborg. Ég átta mig ekki á af hverju maður vill kosta svona miklu til þess að koma fólki Í Hamraborg. Hvað er svona mikilvægt þar og af hverju á Hamraborg að vera endastöð? Ef áætlanir Aðalskipulags Reykjavíkur ganga eftir og þjónusta, verslun, menntun og atvinnutækifæri verði dreift um borgarhlutana og inn í ibúðahverfin þá munu öflugir hverfiskjarnar myndast. Flest verður í göngufæri og ferðum með einkabíl mun fækka verulega. Það veit engin hvað framtiðin ber í skauti sér og því er óabyrgt að byrja á plani sem engin veit hvað kostar að reka og hvorki eru fjármunir né almenn sannfæring eða sátt um. Það er líklegt að í framtíðinni verði kynntar nýjar lausnir eins og sjálfkeyrandi deilibílar með 10-15 manns sem safar með hjálpsnjallsíma, farþegum saman sem eru á svipaðri leið og skapar þá samgöngunet í stað línu. Það þarf að endurskoða Samgöngusáttmálann og gera á honum róttækar breytingar, Höfuðborgarsvæðinu, Borgarlínunni og almenningssamgöngum til heilla. Höfundur er arkitekt FAÍ.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun