„Okkur þykir náttúrulega miður að þetta skyldi koma upp“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 5. september 2023 12:09 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir málið sorglegt. Vísir/Egill Bæjarstjóri Reykjanesbæjar harmar vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum gagnvart sautján ára dreng á bæjarhátíðinni Ljósanótt í Reykjanesbraut. Málið varpi skugga á hátíðina Sautján ára piltur og móðir hans stigu fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær og gagnrýndu vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt. Drengurinn, sem er dökkur á hörund, fór ásamt vini sínum á bæjarhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ og voru þeir ný mættir að sögn drengsins þegar hópur lögreglumanna veittist að honum á harkalegan hátt. Lögreglan hafi gengið á hann og spurt hvort hann væri með efni eða vopn á sér, beint honum upp að vegg og látið hund leita á honum. Á meðan hafi vinur hans sem er hvítur staðið afskiptalaus fyrir aftan. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir málið sorglegt. „Okkur þykir náttúrulega miður að þetta skyldi koma upp og sérstaklega í tengslum við Ljósanótt sem að öðru leyti tókst mjög vel. Þetta er kannski svartur blettur á Ljósanóttinni. Mér þykir þetta leitt og sorglegt að viðkomandi skyldi þurfa lenda í þessu og fjölskylda hans og bara sýni þeim fullan stuðning,“ segir Kjartan. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum sagði í fréttum okkar í gær að málið væri litið alvarlegum augum og að vinnubrögð lögreglu yrðu rannsökuð. Málið hefur vakið upp mikil viðbrögð og segja margir það ekki einsdæmi á Suðurnesjum. Kjartan segist ekki hafa heyrt um mörg sambærileg dæmi. „Með því er ég ekki að segja að þau hafi ekki átt sér stað en ég hef ekki fengið upplýsingar eða kvartanir sjálfur beint vegna þess nei.“ Hann bíði nú niðurstöðu nefndar um eftirlit með lögreglu vegna málsins og vonar að mál að þessu tagi endurtaki sig ekki. Reykjanesbær Lögreglan Kynþáttafordómar Ljósanótt Lögreglumál Tengdar fréttir „Ég vissi ekki að svona rasismi væri til“ Ferð tveggja sautján ára drengja á bæjarhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ breyttist fljótt í martröð. Þeir voru nýmættir á hátíðina þegar fjöldi lögreglumanna ýttu öðrum drengnum, sem er dökkur á hörund, upp að vegg og létu fíkniefnahund leita á honum. Mikið sjokk, segir móðir drengsins sem hætti við að fara á hátíðina eftir uppákomuna. Hún sakar lögreglu um rasisma og vill skýringar á atvikinu. 4. september 2023 00:03 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Sautján ára piltur og móðir hans stigu fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær og gagnrýndu vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt. Drengurinn, sem er dökkur á hörund, fór ásamt vini sínum á bæjarhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ og voru þeir ný mættir að sögn drengsins þegar hópur lögreglumanna veittist að honum á harkalegan hátt. Lögreglan hafi gengið á hann og spurt hvort hann væri með efni eða vopn á sér, beint honum upp að vegg og látið hund leita á honum. Á meðan hafi vinur hans sem er hvítur staðið afskiptalaus fyrir aftan. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir málið sorglegt. „Okkur þykir náttúrulega miður að þetta skyldi koma upp og sérstaklega í tengslum við Ljósanótt sem að öðru leyti tókst mjög vel. Þetta er kannski svartur blettur á Ljósanóttinni. Mér þykir þetta leitt og sorglegt að viðkomandi skyldi þurfa lenda í þessu og fjölskylda hans og bara sýni þeim fullan stuðning,“ segir Kjartan. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum sagði í fréttum okkar í gær að málið væri litið alvarlegum augum og að vinnubrögð lögreglu yrðu rannsökuð. Málið hefur vakið upp mikil viðbrögð og segja margir það ekki einsdæmi á Suðurnesjum. Kjartan segist ekki hafa heyrt um mörg sambærileg dæmi. „Með því er ég ekki að segja að þau hafi ekki átt sér stað en ég hef ekki fengið upplýsingar eða kvartanir sjálfur beint vegna þess nei.“ Hann bíði nú niðurstöðu nefndar um eftirlit með lögreglu vegna málsins og vonar að mál að þessu tagi endurtaki sig ekki.
Reykjanesbær Lögreglan Kynþáttafordómar Ljósanótt Lögreglumál Tengdar fréttir „Ég vissi ekki að svona rasismi væri til“ Ferð tveggja sautján ára drengja á bæjarhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ breyttist fljótt í martröð. Þeir voru nýmættir á hátíðina þegar fjöldi lögreglumanna ýttu öðrum drengnum, sem er dökkur á hörund, upp að vegg og létu fíkniefnahund leita á honum. Mikið sjokk, segir móðir drengsins sem hætti við að fara á hátíðina eftir uppákomuna. Hún sakar lögreglu um rasisma og vill skýringar á atvikinu. 4. september 2023 00:03 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Ég vissi ekki að svona rasismi væri til“ Ferð tveggja sautján ára drengja á bæjarhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ breyttist fljótt í martröð. Þeir voru nýmættir á hátíðina þegar fjöldi lögreglumanna ýttu öðrum drengnum, sem er dökkur á hörund, upp að vegg og létu fíkniefnahund leita á honum. Mikið sjokk, segir móðir drengsins sem hætti við að fara á hátíðina eftir uppákomuna. Hún sakar lögreglu um rasisma og vill skýringar á atvikinu. 4. september 2023 00:03
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent