Fara aftur fram á frávísun í hryðjuverkamálinu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. september 2023 19:29 Sveinn Andri ásamt skjólstæðingi sínum Sindra Snæ Birgissyni sem ákærður er fyrir skipulagningu hryðjuverka. vísir/vilhelm Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars sakborninganna sem ákærðir eru fyrir skipulagningu hryðjuverka, hefur skilað greinagerð í málinu þar sem farið er fram á frávísun ákærunnar. Fyrri ákæru í málinu var vísað frá þar sem hún taldist ekki nægilega skýr. Sveinn Andri Sveinsson verjandi Sindra Snæs Birgissonar staðfestir þetta í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá. „Ákæran sem varðar hryðjuverkerk ófullnægjandi, enn þá,“ segir Sveinn Andri. „Síðan er sérstakur kafli í nýju ákærunni sem fjallar um undirbúningsathafnir. Það er búið að ákæra þá Sindra og Ísidór fyrir þessar sömu undirbúningsathafnir sem vopnalagabrot. Við byggjum á því að það sé ekki hægt, í sitthvorri ákærunni, að ákæra menn fyrir sömu háttsemina með mismunandi heimfærslum.“ Þeir Sindri Snær og Ísidór hafa játað að stórum hluta þau brot sem þeim er gefið að sök í ákæru fyrir vopnalagabrot. Héraðssaksóknari lagði fram nýja ákæru á hendur þeim Sindra Snæ Birgissyni og Ísidóri Nathanssyni í júní. Landsréttur staðfesti frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur á hryðjuverkahluta upphaflegu ákærunnar í mars. Annmarkar á ákærunni voru taldir slíkir að erfitt væri að halda uppi vörnum í málinu. Í nýjustu ákærunni eru samskipti mannanna og upplýsingaöflun rakin á tólf blaðsíðum. Sveinn Andri telur ákæruna, þó hún sé ítarlegri, enn vera ófullnægjandi. „Öfugt við þessi mál sem hafa til dæmis verið flutt í Danmörku, þá er látið að því liggja að brot hafi verið í deiglunni, drónaárás á þingið, árás á árshátíð lögreglumanna eða að keyra með vörubíl á gay-pride. Þar með tel ég að það verði að lýsa því hvaða árásir hafi verið í undirbúningi. Það er alls kyns órum lýst en það verður að negla niður hvað af öllu þessu sem þeir tala um, hafi þeir verið að undirbúa.“ Ykkur finnst það ekki nógu skýrt? „Nei. Það kemur í raun ekkert fram um það, bara talað á almennum nótum. Sagt að menn hafi sýnt ásetning í verki með því til dæmis að tala um að keyra inn á gay-pride. Það er ekki lýst neinni háttsemi. Í dönskum rétti er nóg að menn sanki að sér vopnum. Það er sjálfstætt brot en ekki hér. Þannig við viljum meina að það þurfi, úr því að þessu tali er lýst í ákærunni, að lýsa þessum frumbrotum sem eru þá hluti af hryðjuverkinu. Þetta er það sem bögglast með okkur og ég held að bögglist dálítið í dómaranum líka.“ Verjandi Ísidórs mun skila greinagerð 14. september en frávísunarkrafan verður tekin fyrir í héraðsdómi 20. september næstkomandi. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Sveinn Andri Sveinsson verjandi Sindra Snæs Birgissonar staðfestir þetta í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá. „Ákæran sem varðar hryðjuverkerk ófullnægjandi, enn þá,“ segir Sveinn Andri. „Síðan er sérstakur kafli í nýju ákærunni sem fjallar um undirbúningsathafnir. Það er búið að ákæra þá Sindra og Ísidór fyrir þessar sömu undirbúningsathafnir sem vopnalagabrot. Við byggjum á því að það sé ekki hægt, í sitthvorri ákærunni, að ákæra menn fyrir sömu háttsemina með mismunandi heimfærslum.“ Þeir Sindri Snær og Ísidór hafa játað að stórum hluta þau brot sem þeim er gefið að sök í ákæru fyrir vopnalagabrot. Héraðssaksóknari lagði fram nýja ákæru á hendur þeim Sindra Snæ Birgissyni og Ísidóri Nathanssyni í júní. Landsréttur staðfesti frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur á hryðjuverkahluta upphaflegu ákærunnar í mars. Annmarkar á ákærunni voru taldir slíkir að erfitt væri að halda uppi vörnum í málinu. Í nýjustu ákærunni eru samskipti mannanna og upplýsingaöflun rakin á tólf blaðsíðum. Sveinn Andri telur ákæruna, þó hún sé ítarlegri, enn vera ófullnægjandi. „Öfugt við þessi mál sem hafa til dæmis verið flutt í Danmörku, þá er látið að því liggja að brot hafi verið í deiglunni, drónaárás á þingið, árás á árshátíð lögreglumanna eða að keyra með vörubíl á gay-pride. Þar með tel ég að það verði að lýsa því hvaða árásir hafi verið í undirbúningi. Það er alls kyns órum lýst en það verður að negla niður hvað af öllu þessu sem þeir tala um, hafi þeir verið að undirbúa.“ Ykkur finnst það ekki nógu skýrt? „Nei. Það kemur í raun ekkert fram um það, bara talað á almennum nótum. Sagt að menn hafi sýnt ásetning í verki með því til dæmis að tala um að keyra inn á gay-pride. Það er ekki lýst neinni háttsemi. Í dönskum rétti er nóg að menn sanki að sér vopnum. Það er sjálfstætt brot en ekki hér. Þannig við viljum meina að það þurfi, úr því að þessu tali er lýst í ákærunni, að lýsa þessum frumbrotum sem eru þá hluti af hryðjuverkinu. Þetta er það sem bögglast með okkur og ég held að bögglist dálítið í dómaranum líka.“ Verjandi Ísidórs mun skila greinagerð 14. september en frávísunarkrafan verður tekin fyrir í héraðsdómi 20. september næstkomandi.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira