Sætta sig ekki við að bera kostnaðinn af því að gera Laugardalsvöll leikfæran Stefán Árni Pálsson skrifar 4. september 2023 19:30 Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdarstjóri Blika telur að KSÍ verði samkvæmt reglum sambandsins að hafa Laugardalsvöll leikfæran í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Blikar hefja leik í þeirri keppni síðar í þessum mánuði. Blikar hafa tilkynnt Laugardalsvöll sem heimavöll sinn í Sambandsdeild Evrópu. Völlurinn þarf að vera leikfær í lok nóvember og framkvæmdarstjóri félagsins segir KSÍ bera ábyrgð á því. Breiðablik dróst í riðil með Gent, Maccabi Tel Aviv og Zorya Luhansk í riðlakeppninni sem fer fram frá 21. september til 14.desember. Kópavogsvöllur er ekki löglegur í riðlakeppni og þurf því Blikar leika tvo heimaleiki í nóvember, þann 9. og 30. nóvember. Einn heimaleikur fer síðan fram í október. Það gæti orðið flókið verkefni að hafa völlinn leikfæran. „Það er búið að vera smá bras á þessu en við urðum að tilkynna völl og ég get upplýst um það að við tilkynntum Laugardalsvöllinn,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdarstjóri Blika, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Til að Laugardalsvöllur verði leikfær í lok nóvember þá liggur alveg fyrir að gera þurfi töluverðar ráðstafanir eins og sést hefur í gegnum tíðina þar sem dúkkur hefur verið lagður á grasið í aðdraganda leiks sem og pulsan fræga sem komið var á völlinn á sínum tíma. „UEFA hefur gert þá kröfu á KSÍ að þeir svari hvernig þeir ætla sér að hafa völlinn leikfæran. Svona lausnir eins og hafa verið áður hafa verið ræddar en hnífurinn stendur þar núna í kúnni, hver borgar kostnaðinn? KSÍ er aðili að UEFA og á að tryggja Evrópuliðunum völl. Þetta er okkar þjóðarleikvangur. Við komum að sjálfsögðu eins og önnur lið og leigjum þennan völl. En að við þurfum að bera kostnaðinn af því að gera völlinn leikfæran er eitthvað sem við sættum okkur ekki við og erum ekki tilbúnir að taka þann kostnað sem hleypur á tugi milljóna,“ segir Eysteinn og bætir því við að samtal við KSÍ um málið sé hafið. „Þeim ber að skaffa þennan völl samkvæmt reglugerð. Þetta er bara staðan núna og við erum svo sem ekki búnir að sjá fyrir því hvernig þetta endar. Síðan er það þannig að Reykjavík á þennan völl og ég átta mig á því að þeir eru ekkert tilbúnir að leggja í auka kostnað. Þá spyr maður sig á móti. Skiptir máli hvaðan liðið kemur sem er í Evrópukeppni, þar sem við erum í Kópavogi, ekki Reykjavík.“ Reglugerðin sem Blikar vísa til úr Leyfisreglugerð KSÍ. Eysteinn segir að Blikar hafi skoðað það að fara með heimaleikina erlendis. „Það er náttúrlega gríðarlegur kostnaður líka. En auðvitað eiga okkar áhorfendur heimtingu á því að sjá okkar lið heima. Núna þurfa þessi aðilar að fara hætta þessari störukeppni, ríki og borg. Þó það væri ekki nema gera ástandi á núverandi leikvelli sómasamlegt, þó það væri ekki nema til bráðabyrgða. Þetta gengur ekkert svona. Landsliðið eiga eftir að fá leiki yfir vetrartímann. Meistara- Evrópu – og Sambandsdeildin, það er verið fjölga liðum í þeim öllum á næsta ári. Ég er handviss um það að fleiri lið verða í þessum sporum á næstu árum.“ Sambandsdeild Evrópu Breiðablik KSÍ Laugardalsvöllur Reykjavík Kópavogur Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Breiðablik dróst í riðil með Gent, Maccabi Tel Aviv og Zorya Luhansk í riðlakeppninni sem fer fram frá 21. september til 14.desember. Kópavogsvöllur er ekki löglegur í riðlakeppni og þurf því Blikar leika tvo heimaleiki í nóvember, þann 9. og 30. nóvember. Einn heimaleikur fer síðan fram í október. Það gæti orðið flókið verkefni að hafa völlinn leikfæran. „Það er búið að vera smá bras á þessu en við urðum að tilkynna völl og ég get upplýst um það að við tilkynntum Laugardalsvöllinn,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdarstjóri Blika, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Til að Laugardalsvöllur verði leikfær í lok nóvember þá liggur alveg fyrir að gera þurfi töluverðar ráðstafanir eins og sést hefur í gegnum tíðina þar sem dúkkur hefur verið lagður á grasið í aðdraganda leiks sem og pulsan fræga sem komið var á völlinn á sínum tíma. „UEFA hefur gert þá kröfu á KSÍ að þeir svari hvernig þeir ætla sér að hafa völlinn leikfæran. Svona lausnir eins og hafa verið áður hafa verið ræddar en hnífurinn stendur þar núna í kúnni, hver borgar kostnaðinn? KSÍ er aðili að UEFA og á að tryggja Evrópuliðunum völl. Þetta er okkar þjóðarleikvangur. Við komum að sjálfsögðu eins og önnur lið og leigjum þennan völl. En að við þurfum að bera kostnaðinn af því að gera völlinn leikfæran er eitthvað sem við sættum okkur ekki við og erum ekki tilbúnir að taka þann kostnað sem hleypur á tugi milljóna,“ segir Eysteinn og bætir því við að samtal við KSÍ um málið sé hafið. „Þeim ber að skaffa þennan völl samkvæmt reglugerð. Þetta er bara staðan núna og við erum svo sem ekki búnir að sjá fyrir því hvernig þetta endar. Síðan er það þannig að Reykjavík á þennan völl og ég átta mig á því að þeir eru ekkert tilbúnir að leggja í auka kostnað. Þá spyr maður sig á móti. Skiptir máli hvaðan liðið kemur sem er í Evrópukeppni, þar sem við erum í Kópavogi, ekki Reykjavík.“ Reglugerðin sem Blikar vísa til úr Leyfisreglugerð KSÍ. Eysteinn segir að Blikar hafi skoðað það að fara með heimaleikina erlendis. „Það er náttúrlega gríðarlegur kostnaður líka. En auðvitað eiga okkar áhorfendur heimtingu á því að sjá okkar lið heima. Núna þurfa þessi aðilar að fara hætta þessari störukeppni, ríki og borg. Þó það væri ekki nema gera ástandi á núverandi leikvelli sómasamlegt, þó það væri ekki nema til bráðabyrgða. Þetta gengur ekkert svona. Landsliðið eiga eftir að fá leiki yfir vetrartímann. Meistara- Evrópu – og Sambandsdeildin, það er verið fjölga liðum í þeim öllum á næsta ári. Ég er handviss um það að fleiri lið verða í þessum sporum á næstu árum.“
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik KSÍ Laugardalsvöllur Reykjavík Kópavogur Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira