Reynir að blása lífi í kornsamkomulag á fundi með Pútín Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2023 08:49 Erdogan (t.v.) og Pútín á fundi í Sotsjí árið 2021. Þeir hittast á sama stað í dag. AP//Vladímír Smirnov/Spútnik Recep Erdogan, forseti Tyrklands, ætlar að freista þess að sannfæra Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að endurlífga samkomulag um kornútflutning frá Úkraínu um Svartahaf þegar þeir hittast í dag. Rússar réðust á úkraínska kornflutningahöfn í morgun. Sameinuðu þjóðirnar og Erdogan höfðu milligöngu um samkomulag á sem gerðu Úkraínumönnum kleift að flytja korn og annan varning út frá þremur höfnum við Svartahaf þrátt fyrir stríðið í fyrra. Markmiðið var að forða matvælaskorti í ríkjum Afríku, Miðausturlanda og Asíu sem eru háð korni frá Úkraínu og Rússlandi. Pútín neitaði að framlengja samkomulagið í júlí. Síðan þá hafa Rússar ráðist ítrekað á hafnir og innviði sem tengjast kornútflutningi Úkraínumanna. Síðast í morgun sagðist úkraínski flugherinn hafa stöðvað 23 af 32 rússneskum drónum sem réðust á Odesa og Dnipropetrovsk-héruð. Reuters-fréttastofan segir að vöruhús og verksmiðjur hafi skemmst og kviknaði hafi í íbúðarbyggingum þegar brak úr drónunum hrapaði. Pútín og Erdogan funda í Sotsjí við Svartahaf þar sem Rússlandsforseti á setur í dag. Samband þeirra er sagt gott þrátt fyrir að Erdogan hafi reitt Rússa til reiði með því að leyfa fimm úkraínskum herforingjum að snúa heim í sumar. Rússar tóku þá til fanga en samþykktu að afhenda þá Tyrkjum með því skilyrði að þeir yrðu þar á meðan stríðið geisaði enn. Utanríkisráðherrar ríkjanna undirbjuggu jarðveginn fyrir fundinn á fimmtudag. Rússar eru þar sagði hafa lagt fram kröfur á hendur vestrænum ríkjum sem eru skilyrði þeirra fyrir því að kornflutningar geti haldið áfram um Svartahaf. Innrás Rússa í Úkraínu Tyrkland Rússland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Umfangsmiklar árásir í nótt á báða bóga Úkraínumenn gerðu í nótt víðtækar drónaárásir á svæði í Rússlandi. Í einni árásinni voru tvær flutningavélar sprengdar í loft upp á Pskov flugvellinum er í mörg hundruð kílómetra fjarlægð frá víglínunni í Úkraínu. 30. ágúst 2023 07:24 Rússar sagðir hafa ráðist á korngeymslur við Dóná Rússar réðust á korngeymslur og aðra innviði við Dóná í Úkraínu í nótt. Samkvæmt þarlendum yfirvöldum kviknaði eldur í að minnsta kosti einni byggingu. 23. ágúst 2023 07:01 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar og Erdogan höfðu milligöngu um samkomulag á sem gerðu Úkraínumönnum kleift að flytja korn og annan varning út frá þremur höfnum við Svartahaf þrátt fyrir stríðið í fyrra. Markmiðið var að forða matvælaskorti í ríkjum Afríku, Miðausturlanda og Asíu sem eru háð korni frá Úkraínu og Rússlandi. Pútín neitaði að framlengja samkomulagið í júlí. Síðan þá hafa Rússar ráðist ítrekað á hafnir og innviði sem tengjast kornútflutningi Úkraínumanna. Síðast í morgun sagðist úkraínski flugherinn hafa stöðvað 23 af 32 rússneskum drónum sem réðust á Odesa og Dnipropetrovsk-héruð. Reuters-fréttastofan segir að vöruhús og verksmiðjur hafi skemmst og kviknaði hafi í íbúðarbyggingum þegar brak úr drónunum hrapaði. Pútín og Erdogan funda í Sotsjí við Svartahaf þar sem Rússlandsforseti á setur í dag. Samband þeirra er sagt gott þrátt fyrir að Erdogan hafi reitt Rússa til reiði með því að leyfa fimm úkraínskum herforingjum að snúa heim í sumar. Rússar tóku þá til fanga en samþykktu að afhenda þá Tyrkjum með því skilyrði að þeir yrðu þar á meðan stríðið geisaði enn. Utanríkisráðherrar ríkjanna undirbjuggu jarðveginn fyrir fundinn á fimmtudag. Rússar eru þar sagði hafa lagt fram kröfur á hendur vestrænum ríkjum sem eru skilyrði þeirra fyrir því að kornflutningar geti haldið áfram um Svartahaf.
Innrás Rússa í Úkraínu Tyrkland Rússland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Umfangsmiklar árásir í nótt á báða bóga Úkraínumenn gerðu í nótt víðtækar drónaárásir á svæði í Rússlandi. Í einni árásinni voru tvær flutningavélar sprengdar í loft upp á Pskov flugvellinum er í mörg hundruð kílómetra fjarlægð frá víglínunni í Úkraínu. 30. ágúst 2023 07:24 Rússar sagðir hafa ráðist á korngeymslur við Dóná Rússar réðust á korngeymslur og aðra innviði við Dóná í Úkraínu í nótt. Samkvæmt þarlendum yfirvöldum kviknaði eldur í að minnsta kosti einni byggingu. 23. ágúst 2023 07:01 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Umfangsmiklar árásir í nótt á báða bóga Úkraínumenn gerðu í nótt víðtækar drónaárásir á svæði í Rússlandi. Í einni árásinni voru tvær flutningavélar sprengdar í loft upp á Pskov flugvellinum er í mörg hundruð kílómetra fjarlægð frá víglínunni í Úkraínu. 30. ágúst 2023 07:24
Rússar sagðir hafa ráðist á korngeymslur við Dóná Rússar réðust á korngeymslur og aðra innviði við Dóná í Úkraínu í nótt. Samkvæmt þarlendum yfirvöldum kviknaði eldur í að minnsta kosti einni byggingu. 23. ágúst 2023 07:01