Síðustu forvöð til að drekka sig fulla Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. september 2023 20:06 Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar færði Elínborgu blómvönd í tilefni dagsins en hún er elsti íbúi sveitarfélagsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Elsti íbúa Hornafjarðar, Elínborg Pálsdóttir fagnar 100 ára afmæli sínu í dag. Hún segist stefna ótrauð á að verða 110 ára. Hér erum við að tala um Elínborgu Pálsdóttur, fimm barna móðir en maður hennar var Benedikt Þorsteinsson, sem lést í október 2001. Þau bjuggu í Suðursveit. Elínborg býr á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Höfn þar sem fer vel um hana. Bæjarstjóri Hornafjarðar, Sigurjón Andrésson færði afmælisbarninu blómvönd í tilefni dagsins en Elínborg er elsti núlifandi íbúi sveitarfélagsins. „Það er gott að vera hérna, þetta er góð elli, maður fær alla hjálp, sem maður þarf, það er stjanað við mann,” segir Elínborg. Og þú ert orðin 100 ára, hvernig líst þér á það? „Það er bara ágætt á meðan ég held heilsunni og er ekki niðurbeygð eins og gamalt fólk verður oft,” segir hún. Elínborg fer út að ganga á hverjum degi með göngugrindina sína og er almennt mjög heilsuhraust. „Ég hef hreyft mig mikið, ég hef gengið mikið og borðað hollan mat náttúrulega og ekki verið óreglu manneskja og ekki reykt, það er bölvað eitur að reykja,” segir Elínborg. Elínborg hefur alltaf hreyft sig mikið og fer út að ganga mjög reglulega með göngugrindina sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson Elínborg er gamansöm og svaraði svona þegar hún var spurð hvað hún ætlaði að gera í tilefni dagsins? „Ég ætla að drekka mig fulla, það eru að verða síðustu forvöð til þess,“ segir hún og hlær. Það fer einstaklega vel um Elínborg eins og annað heimilisfólk á hjúkrunarheimilinu á Höfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað ætlar hún að verða gömul? „Þetta er skrítin spurning. Það er svo gott að vera hérna, ég gæti orðið 110 að minnsta kosti. Ég veit ekki hvort að nokkur hafi orðið það hérna, ég hugsa ekki.” Það fór vel á með bæjarstjóranum og Elínborgu þegar þau hittust og fóru yfir málin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarfélagið Hornafjörður Eldri borgarar Tímamót Ástin og lífið Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Sjá meira
Hér erum við að tala um Elínborgu Pálsdóttur, fimm barna móðir en maður hennar var Benedikt Þorsteinsson, sem lést í október 2001. Þau bjuggu í Suðursveit. Elínborg býr á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Höfn þar sem fer vel um hana. Bæjarstjóri Hornafjarðar, Sigurjón Andrésson færði afmælisbarninu blómvönd í tilefni dagsins en Elínborg er elsti núlifandi íbúi sveitarfélagsins. „Það er gott að vera hérna, þetta er góð elli, maður fær alla hjálp, sem maður þarf, það er stjanað við mann,” segir Elínborg. Og þú ert orðin 100 ára, hvernig líst þér á það? „Það er bara ágætt á meðan ég held heilsunni og er ekki niðurbeygð eins og gamalt fólk verður oft,” segir hún. Elínborg fer út að ganga á hverjum degi með göngugrindina sína og er almennt mjög heilsuhraust. „Ég hef hreyft mig mikið, ég hef gengið mikið og borðað hollan mat náttúrulega og ekki verið óreglu manneskja og ekki reykt, það er bölvað eitur að reykja,” segir Elínborg. Elínborg hefur alltaf hreyft sig mikið og fer út að ganga mjög reglulega með göngugrindina sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson Elínborg er gamansöm og svaraði svona þegar hún var spurð hvað hún ætlaði að gera í tilefni dagsins? „Ég ætla að drekka mig fulla, það eru að verða síðustu forvöð til þess,“ segir hún og hlær. Það fer einstaklega vel um Elínborg eins og annað heimilisfólk á hjúkrunarheimilinu á Höfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað ætlar hún að verða gömul? „Þetta er skrítin spurning. Það er svo gott að vera hérna, ég gæti orðið 110 að minnsta kosti. Ég veit ekki hvort að nokkur hafi orðið það hérna, ég hugsa ekki.” Það fór vel á með bæjarstjóranum og Elínborgu þegar þau hittust og fóru yfir málin.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Sveitarfélagið Hornafjörður Eldri borgarar Tímamót Ástin og lífið Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Sjá meira