Síðustu forvöð til að drekka sig fulla Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. september 2023 20:06 Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar færði Elínborgu blómvönd í tilefni dagsins en hún er elsti íbúi sveitarfélagsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Elsti íbúa Hornafjarðar, Elínborg Pálsdóttir fagnar 100 ára afmæli sínu í dag. Hún segist stefna ótrauð á að verða 110 ára. Hér erum við að tala um Elínborgu Pálsdóttur, fimm barna móðir en maður hennar var Benedikt Þorsteinsson, sem lést í október 2001. Þau bjuggu í Suðursveit. Elínborg býr á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Höfn þar sem fer vel um hana. Bæjarstjóri Hornafjarðar, Sigurjón Andrésson færði afmælisbarninu blómvönd í tilefni dagsins en Elínborg er elsti núlifandi íbúi sveitarfélagsins. „Það er gott að vera hérna, þetta er góð elli, maður fær alla hjálp, sem maður þarf, það er stjanað við mann,” segir Elínborg. Og þú ert orðin 100 ára, hvernig líst þér á það? „Það er bara ágætt á meðan ég held heilsunni og er ekki niðurbeygð eins og gamalt fólk verður oft,” segir hún. Elínborg fer út að ganga á hverjum degi með göngugrindina sína og er almennt mjög heilsuhraust. „Ég hef hreyft mig mikið, ég hef gengið mikið og borðað hollan mat náttúrulega og ekki verið óreglu manneskja og ekki reykt, það er bölvað eitur að reykja,” segir Elínborg. Elínborg hefur alltaf hreyft sig mikið og fer út að ganga mjög reglulega með göngugrindina sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson Elínborg er gamansöm og svaraði svona þegar hún var spurð hvað hún ætlaði að gera í tilefni dagsins? „Ég ætla að drekka mig fulla, það eru að verða síðustu forvöð til þess,“ segir hún og hlær. Það fer einstaklega vel um Elínborg eins og annað heimilisfólk á hjúkrunarheimilinu á Höfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað ætlar hún að verða gömul? „Þetta er skrítin spurning. Það er svo gott að vera hérna, ég gæti orðið 110 að minnsta kosti. Ég veit ekki hvort að nokkur hafi orðið það hérna, ég hugsa ekki.” Það fór vel á með bæjarstjóranum og Elínborgu þegar þau hittust og fóru yfir málin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarfélagið Hornafjörður Eldri borgarar Tímamót Ástin og lífið Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Sjá meira
Hér erum við að tala um Elínborgu Pálsdóttur, fimm barna móðir en maður hennar var Benedikt Þorsteinsson, sem lést í október 2001. Þau bjuggu í Suðursveit. Elínborg býr á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Höfn þar sem fer vel um hana. Bæjarstjóri Hornafjarðar, Sigurjón Andrésson færði afmælisbarninu blómvönd í tilefni dagsins en Elínborg er elsti núlifandi íbúi sveitarfélagsins. „Það er gott að vera hérna, þetta er góð elli, maður fær alla hjálp, sem maður þarf, það er stjanað við mann,” segir Elínborg. Og þú ert orðin 100 ára, hvernig líst þér á það? „Það er bara ágætt á meðan ég held heilsunni og er ekki niðurbeygð eins og gamalt fólk verður oft,” segir hún. Elínborg fer út að ganga á hverjum degi með göngugrindina sína og er almennt mjög heilsuhraust. „Ég hef hreyft mig mikið, ég hef gengið mikið og borðað hollan mat náttúrulega og ekki verið óreglu manneskja og ekki reykt, það er bölvað eitur að reykja,” segir Elínborg. Elínborg hefur alltaf hreyft sig mikið og fer út að ganga mjög reglulega með göngugrindina sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson Elínborg er gamansöm og svaraði svona þegar hún var spurð hvað hún ætlaði að gera í tilefni dagsins? „Ég ætla að drekka mig fulla, það eru að verða síðustu forvöð til þess,“ segir hún og hlær. Það fer einstaklega vel um Elínborg eins og annað heimilisfólk á hjúkrunarheimilinu á Höfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað ætlar hún að verða gömul? „Þetta er skrítin spurning. Það er svo gott að vera hérna, ég gæti orðið 110 að minnsta kosti. Ég veit ekki hvort að nokkur hafi orðið það hérna, ég hugsa ekki.” Það fór vel á með bæjarstjóranum og Elínborgu þegar þau hittust og fóru yfir málin.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Sveitarfélagið Hornafjörður Eldri borgarar Tímamót Ástin og lífið Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Sjá meira