Hætta við að bjóða Rússum, Írönum og Hvít-Rússum Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2023 13:44 Frá verðlaunaathöfninni í Stokkhólmi í fyrra. AP/Pontus Lundahl Forsvarsmenn Nóbelsverðlaunanna hafa dregið boð til sendiherra Rússlands, Írans og Belarús (eða Hvíta-Rússlands) á afhendingu verðlaunanna í Stokkhólmi i ár til baka. Það er eftir að upprunaleg ákvörðun þeirra var harðlega gagnrýnd víða um heim og í Svíþjóð. Þó nokkrir sænskir þingmenn sögðust ekki ætla að mæta þetta árið og vísuðu þeir til innrásar Rússa í Úkraínu og mannréttabrota klerkastjórnar Írans. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, hafði sagt að ef hann hefði völ á því myndi hann meina erindrekum Rússlands að sækja verðlaunaafhendinguna. Í yfirlýsingu frá Nóbelsstofnuninni segir að mikil viðbrögð við ákvörðuninni í Svíþjóð, hafi skyggt á skilaboðin sem ákvörðuninni hafi verið ætlað og senda. Þess vegna hafi verið ákveðið að draga boðin til baka. Sendiherrum ríkjanna var ekki heldur boðið í fyrra. Þetta á þó bara við verðlaunaafhendinguna í Stokkhólmi og ekki við afhendingu Friðarverðlaunanna, sem fer fram í Osló. Öllum sendiherrum í Svíþjóð og Noregi verður boðið þá. Sænska ríkisútvarpið hefur eftir Vidar Helgesen að þó ákveðið hafi verið að hætta við að bjóða sendiherrunum teldi hann samt að upprunalega ákvörðunin hefði verið rétt. Hann sagðist meðvitaður um að verðlaunin sjálf ættu að vera í aðalhlutverki og ákvörðunin hafi verið tekin svo athyglin yrði ekki tekin af þeim. Hverjir hljóta Nóbelsverðlaunin þetta árið verður tilkynnt í október og fara verðlaunaafhendingarnar fram í desember. Athafnirnar fara svo fram þann 10. desember. Yfirvöld í Úkraínu höfðu fordæmt upprunalegu ákvörðun Nóbelsnefndarinnar en hafa fagnað því að sú ákvörðun hafi verið dregin til baka. Settu friðarverðlaunahafa á mikið notaðan lista Yfirvöld í Rússlandi tilkynntu í gær að Dmitry Muratov, rússneskur blaðamaður sem vann Friðarverðlaun Nóbels árið 2021, væri kominn á lista yfir „útsendara erlendra aðila“. Það er listi sem Kreml hefur notað gegn alþjóðlegum samtökum og fjölmiðlum í Rússlandi. Sjá einnig: Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Hann seldi verðlaun sín á uppboði í fyrra fyrir 103,5 milljónir dala eða 13,5 milljarða króna, eins og gengið var það. Féð átti að renna til UNICEF til að aðstoða börn sem flúið höfðu heimili sín í Úkraínu vegna innrásar Rússa. Sjá einnig: Nóbelsmedalía Muratov slegin á þrettán milljarða króna Það að Muratov hafi verið settur á þennan lista felur meðal annars í sér að merkja þarf allar greinar hans og skrif sem skrif útsendarar annars ríkis. Miðill Muratovs, Novaya Gazeta, var bannaður í Rússlandi í fyrra, eins og nánast allir aðrir frjálsir fjölmiðlar þar í landi. Margir af blaðamönnum hans fóru til Lettlands, þar sem þau hafa haldið áfram að skrifa fréttir fyrir nýjan miðil sem heitir Novaya Gazeta Europe. Nóbelsverðlaun Svíþjóð Noregur Rússland Íran Belarús Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Sjá meira
Þó nokkrir sænskir þingmenn sögðust ekki ætla að mæta þetta árið og vísuðu þeir til innrásar Rússa í Úkraínu og mannréttabrota klerkastjórnar Írans. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, hafði sagt að ef hann hefði völ á því myndi hann meina erindrekum Rússlands að sækja verðlaunaafhendinguna. Í yfirlýsingu frá Nóbelsstofnuninni segir að mikil viðbrögð við ákvörðuninni í Svíþjóð, hafi skyggt á skilaboðin sem ákvörðuninni hafi verið ætlað og senda. Þess vegna hafi verið ákveðið að draga boðin til baka. Sendiherrum ríkjanna var ekki heldur boðið í fyrra. Þetta á þó bara við verðlaunaafhendinguna í Stokkhólmi og ekki við afhendingu Friðarverðlaunanna, sem fer fram í Osló. Öllum sendiherrum í Svíþjóð og Noregi verður boðið þá. Sænska ríkisútvarpið hefur eftir Vidar Helgesen að þó ákveðið hafi verið að hætta við að bjóða sendiherrunum teldi hann samt að upprunalega ákvörðunin hefði verið rétt. Hann sagðist meðvitaður um að verðlaunin sjálf ættu að vera í aðalhlutverki og ákvörðunin hafi verið tekin svo athyglin yrði ekki tekin af þeim. Hverjir hljóta Nóbelsverðlaunin þetta árið verður tilkynnt í október og fara verðlaunaafhendingarnar fram í desember. Athafnirnar fara svo fram þann 10. desember. Yfirvöld í Úkraínu höfðu fordæmt upprunalegu ákvörðun Nóbelsnefndarinnar en hafa fagnað því að sú ákvörðun hafi verið dregin til baka. Settu friðarverðlaunahafa á mikið notaðan lista Yfirvöld í Rússlandi tilkynntu í gær að Dmitry Muratov, rússneskur blaðamaður sem vann Friðarverðlaun Nóbels árið 2021, væri kominn á lista yfir „útsendara erlendra aðila“. Það er listi sem Kreml hefur notað gegn alþjóðlegum samtökum og fjölmiðlum í Rússlandi. Sjá einnig: Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Hann seldi verðlaun sín á uppboði í fyrra fyrir 103,5 milljónir dala eða 13,5 milljarða króna, eins og gengið var það. Féð átti að renna til UNICEF til að aðstoða börn sem flúið höfðu heimili sín í Úkraínu vegna innrásar Rússa. Sjá einnig: Nóbelsmedalía Muratov slegin á þrettán milljarða króna Það að Muratov hafi verið settur á þennan lista felur meðal annars í sér að merkja þarf allar greinar hans og skrif sem skrif útsendarar annars ríkis. Miðill Muratovs, Novaya Gazeta, var bannaður í Rússlandi í fyrra, eins og nánast allir aðrir frjálsir fjölmiðlar þar í landi. Margir af blaðamönnum hans fóru til Lettlands, þar sem þau hafa haldið áfram að skrifa fréttir fyrir nýjan miðil sem heitir Novaya Gazeta Europe.
Nóbelsverðlaun Svíþjóð Noregur Rússland Íran Belarús Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Sjá meira