Egypski auðkýfingurinn Al Fayed látinn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. september 2023 21:57 Mohammed al-Fayed. visir Egypski auðkýfingurinn Mohamed Al Fayed, sem var meðal annars eigandi Harrods verslunarinnar og enska knattspyrnuliðslins Fulham FC, er látinn 94 ára að aldri. Al Fayed lætur lífið rétt rúmlega 26 árum eftir að sonur hans Dodi Fayed og Díana prinsessa fórust í bílslysi í París þann 31. ágúst 1997. Fayed hélt því fram að dauði þeirra hafi verið skipulagður af bresku leyniþjónustunni. Fayed fæddist í Alexandríu árið 1929 og stofnaði ungur flutningafyrirtæki áður en hann tók að sér ráðgjöf fyrir soldán Brúnei. Á áttunda áratugnum flutti hann til Bretlands þar sem hann náði eftirtektaverðum árangri í viðskiptalífi Lundúna. Árið 1985 eignaðist hann deildaverslunina Harrods sem er sú stærsta sinnar tegundar í Evrópuálfu. Eignarhaldinu hélt hann til ársins 2010 þegar eignarhaldsfélag á vegum katarska ríkisins keypti Harrods fyrir 1,5 milljarða punda eða sem svarar til rúmlega 280 milljarða króna. Þá eignaðist hann ásamt bróður sínum Ritz hótelið árið 1979. Árið 1997 keypti Fayed enska knattspyrnuliðið Fulham FC fyrir 6,25 milljónir sterlingspunda og bauð poppgoðsögninni Michael Jackson á leik á heimavelli liðsins Craven Cottage tveimur árum síðar. Heimsóknin vakti mikla athygli og í kjölfar andláts Jackson árið 2010 lét Fayed reisa styttu af goðsögninni fyrir utan heimavöll liðsins. Styttan vakti ekki beint lukku meðal stuðningsmanna og var tekin niður þegar milljarðaræringurinn Shahid Khan keypti félagið af Fayed árið 2013. Fayed hefur lengi verið áberandi í viðskiptalífi Bretlands en ævi hans var ekki laus við hneykslismál. Árið 1994 komst upp um mútugreiðslur Fayeds til breskra þingmanna sem höfðu þegið mútur gegn því að spyrja ákveðinna spurninga á breska þinginu. Leiddi hneykslismálið til afsagnar tveggja þingmanna. Eins og áður segir var Fayed faðir Dodi Fayed sem átti í ástarsambandi við Díönu prinsessu í nokkra mánuði áður en þau fórust bæði í bílslysinu fræga í París árið 1997. Fayed hélt því staðfastlega fram í kjölfar slyssins að það hafi átt sér stað með atbeina bresku leyniþjónustunnar. Því hefur verið hafnað af frönskum lögregluyfirvöldum. Hann dró sig úr sviðsljósinu síðustu ár ævi sinnar. „Hann naut sín í ellinni innan um ástvini sína. Fjölskyldan óskar þess að friðhelgi einkalífs þeirra sé virt,“ segir í tilkynningu fjölskyldunnar. Bretland Andlát Egyptaland Enski boltinn Tengdar fréttir Al Fayed: Hodgson notfærði sér félagið Mohamed Al Fayed, eigandi Fulham, segir að Roy Hodgson hafi nýtt sér félagið til að koma sér áfram í knattspyrnuheiminum. 4. ágúst 2010 10:15 Aldarfjórðungur frá dauða Díönu Aldarfjórðungur er í dag liðinn frá því að Díana prinsessa lést í bílslysi í frönsku höfuðborginni París, þá 36 ára gömul. Bresku prinsarnir Vilhjálmur og Harry munu verja deginum sitt í hvoru lagi, en þeir hafa vanalega komið saman á þessum degi til að minnast móður sinnar. 31. ágúst 2022 09:28 Harrods rauf milljarðs punda múrinn í fyrra Hin þekkta stórverslun Harrods í London rauf milljarðs punda múrinn á síðasta ári. Veltan í versluninni fór yfir milljarð punda eða 187 milljarða kr. Þetta er mesta veltan hjá stakri verslun í Bretlandi í sögunni. 24. janúar 2011 10:13 Dauði Díönu var manndráp af gáleysi Kviðdómur í réttarrannsókninni á dauða Díönu prinsessu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dauði hennar hafi verið morð af gáleysi vegna stórkostlegrar vanrækslu í akstri paparazzi ljósmyndara og einkabílstjóra hennar. 7. apríl 2008 15:50 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira
Fayed fæddist í Alexandríu árið 1929 og stofnaði ungur flutningafyrirtæki áður en hann tók að sér ráðgjöf fyrir soldán Brúnei. Á áttunda áratugnum flutti hann til Bretlands þar sem hann náði eftirtektaverðum árangri í viðskiptalífi Lundúna. Árið 1985 eignaðist hann deildaverslunina Harrods sem er sú stærsta sinnar tegundar í Evrópuálfu. Eignarhaldinu hélt hann til ársins 2010 þegar eignarhaldsfélag á vegum katarska ríkisins keypti Harrods fyrir 1,5 milljarða punda eða sem svarar til rúmlega 280 milljarða króna. Þá eignaðist hann ásamt bróður sínum Ritz hótelið árið 1979. Árið 1997 keypti Fayed enska knattspyrnuliðið Fulham FC fyrir 6,25 milljónir sterlingspunda og bauð poppgoðsögninni Michael Jackson á leik á heimavelli liðsins Craven Cottage tveimur árum síðar. Heimsóknin vakti mikla athygli og í kjölfar andláts Jackson árið 2010 lét Fayed reisa styttu af goðsögninni fyrir utan heimavöll liðsins. Styttan vakti ekki beint lukku meðal stuðningsmanna og var tekin niður þegar milljarðaræringurinn Shahid Khan keypti félagið af Fayed árið 2013. Fayed hefur lengi verið áberandi í viðskiptalífi Bretlands en ævi hans var ekki laus við hneykslismál. Árið 1994 komst upp um mútugreiðslur Fayeds til breskra þingmanna sem höfðu þegið mútur gegn því að spyrja ákveðinna spurninga á breska þinginu. Leiddi hneykslismálið til afsagnar tveggja þingmanna. Eins og áður segir var Fayed faðir Dodi Fayed sem átti í ástarsambandi við Díönu prinsessu í nokkra mánuði áður en þau fórust bæði í bílslysinu fræga í París árið 1997. Fayed hélt því staðfastlega fram í kjölfar slyssins að það hafi átt sér stað með atbeina bresku leyniþjónustunnar. Því hefur verið hafnað af frönskum lögregluyfirvöldum. Hann dró sig úr sviðsljósinu síðustu ár ævi sinnar. „Hann naut sín í ellinni innan um ástvini sína. Fjölskyldan óskar þess að friðhelgi einkalífs þeirra sé virt,“ segir í tilkynningu fjölskyldunnar.
Bretland Andlát Egyptaland Enski boltinn Tengdar fréttir Al Fayed: Hodgson notfærði sér félagið Mohamed Al Fayed, eigandi Fulham, segir að Roy Hodgson hafi nýtt sér félagið til að koma sér áfram í knattspyrnuheiminum. 4. ágúst 2010 10:15 Aldarfjórðungur frá dauða Díönu Aldarfjórðungur er í dag liðinn frá því að Díana prinsessa lést í bílslysi í frönsku höfuðborginni París, þá 36 ára gömul. Bresku prinsarnir Vilhjálmur og Harry munu verja deginum sitt í hvoru lagi, en þeir hafa vanalega komið saman á þessum degi til að minnast móður sinnar. 31. ágúst 2022 09:28 Harrods rauf milljarðs punda múrinn í fyrra Hin þekkta stórverslun Harrods í London rauf milljarðs punda múrinn á síðasta ári. Veltan í versluninni fór yfir milljarð punda eða 187 milljarða kr. Þetta er mesta veltan hjá stakri verslun í Bretlandi í sögunni. 24. janúar 2011 10:13 Dauði Díönu var manndráp af gáleysi Kviðdómur í réttarrannsókninni á dauða Díönu prinsessu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dauði hennar hafi verið morð af gáleysi vegna stórkostlegrar vanrækslu í akstri paparazzi ljósmyndara og einkabílstjóra hennar. 7. apríl 2008 15:50 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira
Al Fayed: Hodgson notfærði sér félagið Mohamed Al Fayed, eigandi Fulham, segir að Roy Hodgson hafi nýtt sér félagið til að koma sér áfram í knattspyrnuheiminum. 4. ágúst 2010 10:15
Aldarfjórðungur frá dauða Díönu Aldarfjórðungur er í dag liðinn frá því að Díana prinsessa lést í bílslysi í frönsku höfuðborginni París, þá 36 ára gömul. Bresku prinsarnir Vilhjálmur og Harry munu verja deginum sitt í hvoru lagi, en þeir hafa vanalega komið saman á þessum degi til að minnast móður sinnar. 31. ágúst 2022 09:28
Harrods rauf milljarðs punda múrinn í fyrra Hin þekkta stórverslun Harrods í London rauf milljarðs punda múrinn á síðasta ári. Veltan í versluninni fór yfir milljarð punda eða 187 milljarða kr. Þetta er mesta veltan hjá stakri verslun í Bretlandi í sögunni. 24. janúar 2011 10:13
Dauði Díönu var manndráp af gáleysi Kviðdómur í réttarrannsókninni á dauða Díönu prinsessu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dauði hennar hafi verið morð af gáleysi vegna stórkostlegrar vanrækslu í akstri paparazzi ljósmyndara og einkabílstjóra hennar. 7. apríl 2008 15:50