Dæmi um börn í öðrum bekk með hnífa í grunnskólum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 1. september 2023 19:35 Eyþór Víðisson, löggæslu- og öryggisfræðingur hefur miklar áhyggjur af öryggi kennara og starfsfólki grunnskóla. Vísir/Arnar Dæmi er um að börn í öðrum og þriðja bekk hafi mætt með hnífa í skólann hér á landi. Sérfræðingur í öryggisgæslu hefur verulegar áhyggjur af þróuninni. Aukinn hnífaburður ungmenna hefur verið mikið til umræðu og lögregla hefur ítrekað lýst yfir áhyggjum af þeirri þróun. Á dögunum fengu foreldrar grunnskólabarna í Kópavogi bréf þar sem þeim var tjáð að borið hefði á því að unglingar gengju með hnífa á sér og tækju þá með í skólann. Öryggis-og löggæslufræðingur fagnar aukinni umræðu. „Þarna eru skólayfirvöld í Kópavogi væntanlega að sýna eitthvað frumkvæði sem er bara aðdáunarvert. Um að við foreldrarnir tölum við börnin og að þau fái skýr skilaboð um að þetta sé algjörlega óásættanlegt.“ Sérgrein Eyþórs er öryggi starfsfólks en hann segir mikið mæða á kennurum og starfsfólki skóla sem oft þurfi að stíga inn í átök. „Þetta er alveg ofboðslega mikið af fólki sem er að vinna sína vinnu, sem er nógu erfið fyrir, að það sé ekki núna að bætast við að krakkar, sem margir hverjir eru í miklu uppnámi og sumir hverjir þokkalega stórir, bara eins og fullorðið fólk, séu farnir að ganga með hnífa. Ekki kannski allir, en nógu margir til að við þurfum að fara hafa verulegar áhyggjur.“ Veit af tugum tilfella Eyþór segir að langoftast sé um unglinga að ræða en það sé þó ekki algilt, börn á öllum aldri hafi mætt með hnífa í skólann. „Það eru dæmi um krakka i öðrum og þriðja bekk með hníf. Fjöldi tilfella er óljós en þetta er svo alvarlegt að eitt tilfelli er í raun einu tilfelli of mikið. Ég tala nú ekki um þessa tugi sem maður veit um, það er bara allt of mikið. Við þurfum að fara stíga niður, ég held að það bara finni það allir að það sem er að gerast í þjóðfélaginu, það sem er að gerast hérna um helgar, það er líka að gerast í skólum.“ Eyþór kallar eftir samstilltu þjóðarátaki til að bregðast við auknum hnífaburði ungmenna.Vísir/Arnar Eyþór kallar eftir harðari viðurlögum við vopnalagabrotum og að samfélagið allt taki höndum saman til að útrýma hnífaburði. „Sem sérfræðingur í vinnuvernd og öryggi starfsfólks þá brennur það á mér að losna við hnífana úr skólnunum. Þar þarf að hugsa um þetta sem hverja aðra ógn, hún er alvarleg og það ber að taka hana alvarlega. Við þurfum öll að leggjast á eitt að fara að taka fyrir þetta, að krakkar séu að mæta með hnífa í skólann.“ Þeir eru svo aðgengilegir, meðfærilegir og ógeðslega lúmskir því þeir eru stórhættulegir Hvetur til samtals við börnin Amanda Karima Ólafsdóttir, deildarstjóri frístundadeildar á Menntasviði Kópavogsbæjar segir að þrátt fyrir að tilfellin hafi sem betur fer ekki verið mörg hafi þótt ástæða til að senda foreldrum grunnskólabarna bæjarins bréf nú í uppafi skólaárs varðandi hnífaburð. „Þar sem tilfellin hafa komið upp þá fannst okkur ástæða til að senda bréfið út til foreldra eða forsjáaðila barna til upplýsinga og til að skerpa á þeim reglum sem gilda er þetta varðar.“ Aðspurð um hvort komið hafi upp tilfelli þar sem börnum eða kennurum hafi verið ógnað með hníf vill Amanda ekki tjá sig um það en segir að upp hafi komið misalvarleg atvik. „Tilvikin eru auðvitað bara mismunandi. Við getum ekki tjáð okkur um einstaka tilvik en við teljum þó ástæðu til að skerpa á þessu og að foreldrar taki líka samtalið við börnin sín.“ Hér má sjá bréfið sem foreldrum grunnskólabarna í Kópavogi barst í vikunni. Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Slysavarnir Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Aukinn hnífaburður ungmenna hefur verið mikið til umræðu og lögregla hefur ítrekað lýst yfir áhyggjum af þeirri þróun. Á dögunum fengu foreldrar grunnskólabarna í Kópavogi bréf þar sem þeim var tjáð að borið hefði á því að unglingar gengju með hnífa á sér og tækju þá með í skólann. Öryggis-og löggæslufræðingur fagnar aukinni umræðu. „Þarna eru skólayfirvöld í Kópavogi væntanlega að sýna eitthvað frumkvæði sem er bara aðdáunarvert. Um að við foreldrarnir tölum við börnin og að þau fái skýr skilaboð um að þetta sé algjörlega óásættanlegt.“ Sérgrein Eyþórs er öryggi starfsfólks en hann segir mikið mæða á kennurum og starfsfólki skóla sem oft þurfi að stíga inn í átök. „Þetta er alveg ofboðslega mikið af fólki sem er að vinna sína vinnu, sem er nógu erfið fyrir, að það sé ekki núna að bætast við að krakkar, sem margir hverjir eru í miklu uppnámi og sumir hverjir þokkalega stórir, bara eins og fullorðið fólk, séu farnir að ganga með hnífa. Ekki kannski allir, en nógu margir til að við þurfum að fara hafa verulegar áhyggjur.“ Veit af tugum tilfella Eyþór segir að langoftast sé um unglinga að ræða en það sé þó ekki algilt, börn á öllum aldri hafi mætt með hnífa í skólann. „Það eru dæmi um krakka i öðrum og þriðja bekk með hníf. Fjöldi tilfella er óljós en þetta er svo alvarlegt að eitt tilfelli er í raun einu tilfelli of mikið. Ég tala nú ekki um þessa tugi sem maður veit um, það er bara allt of mikið. Við þurfum að fara stíga niður, ég held að það bara finni það allir að það sem er að gerast í þjóðfélaginu, það sem er að gerast hérna um helgar, það er líka að gerast í skólum.“ Eyþór kallar eftir samstilltu þjóðarátaki til að bregðast við auknum hnífaburði ungmenna.Vísir/Arnar Eyþór kallar eftir harðari viðurlögum við vopnalagabrotum og að samfélagið allt taki höndum saman til að útrýma hnífaburði. „Sem sérfræðingur í vinnuvernd og öryggi starfsfólks þá brennur það á mér að losna við hnífana úr skólnunum. Þar þarf að hugsa um þetta sem hverja aðra ógn, hún er alvarleg og það ber að taka hana alvarlega. Við þurfum öll að leggjast á eitt að fara að taka fyrir þetta, að krakkar séu að mæta með hnífa í skólann.“ Þeir eru svo aðgengilegir, meðfærilegir og ógeðslega lúmskir því þeir eru stórhættulegir Hvetur til samtals við börnin Amanda Karima Ólafsdóttir, deildarstjóri frístundadeildar á Menntasviði Kópavogsbæjar segir að þrátt fyrir að tilfellin hafi sem betur fer ekki verið mörg hafi þótt ástæða til að senda foreldrum grunnskólabarna bæjarins bréf nú í uppafi skólaárs varðandi hnífaburð. „Þar sem tilfellin hafa komið upp þá fannst okkur ástæða til að senda bréfið út til foreldra eða forsjáaðila barna til upplýsinga og til að skerpa á þeim reglum sem gilda er þetta varðar.“ Aðspurð um hvort komið hafi upp tilfelli þar sem börnum eða kennurum hafi verið ógnað með hníf vill Amanda ekki tjá sig um það en segir að upp hafi komið misalvarleg atvik. „Tilvikin eru auðvitað bara mismunandi. Við getum ekki tjáð okkur um einstaka tilvik en við teljum þó ástæðu til að skerpa á þessu og að foreldrar taki líka samtalið við börnin sín.“ Hér má sjá bréfið sem foreldrum grunnskólabarna í Kópavogi barst í vikunni.
Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Slysavarnir Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent