Hlakkar til að starfa með föður sínum sem stjórnarformaður Jón Þór Stefánsson skrifar 1. september 2023 11:44 Baldvin Þorsteinsson, nýr stjórnarformaður Samherja, segist þakklátur fyrir það traust sem honum er sýnt. Mynd/Samherji Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, hefur verið kjörinn nýr stjórnarformaður Samherja. Hann segist hlakka til að starfa með föður sínum, sem er forstjóri fyrirtækisins, og öðru starfsfólki Samherja. Eiríkur S. Jóhannsson lét af störfum sem stjórnarformaður, en hann hefur setið í stjórn fyrirtækisins samfellt frá árinu 2001 og þar af sem stjórnarformaður frá 2005. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samherja, en hún byggir á aðalfundi félagsins sem fór fram í síðustu viku. Greint er frá því að rekstrarhagnaður Samherja hafi numið 9,9 milljörðum króna á árinu 2022 og hafi því aukist um rúmlega 800 milljónir króna milli ára. Hagnaður af rekstri samstæðu Samherja, þegar tekið hefur verið tillit til afkomu hlutdeildarfélaga og fjármagnsliða, nam 14,3 milljörðum króna eftir skatta en var 17,8 milljarðar króna á árinu 2021. Á aðalfundinum var ákveðið að greiða skyldi út arð til hluthafa félagsins sem næmi 3,7 prósent hagnaðar ársins. Jafnvirði þess er 558 milljóna króna. Tekið er fram að það sé í fyrsta skipti í fjögur ár sem greiddur er arður til hluthafa. Eignir Samherja í árslok námu 107,7 milljörðum króna og eigið fé var 79,8 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar í árslok var 74 prósent. Ný stjórn var jafnframt kjörin, en líkt og áður segir er Baldvin Þorsteinsson orðinn stjórnarformaður félagsins. „Ég er þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt og er stoltur að taka við sem formaður stjórnar Samherja hf. Ég byrjaði fyrst að vinna hjá félaginu ungur að árum og hef unnið margvísleg ólík störf hjá því gegnum árin. Ég hlakka til að starfa með föður mínum og öllu því frábæra starfsfólki sem er hjá Samherja hf. að áframhaldandi uppbyggingu fyrirtækisins,“ er haft eftir Baldvini. Eiríkur S. Jóhannsson lætur af hlutverkinu, en hann mun einbeita sér að verkefnum Kaldbaks ehf. þar sem hann gegnir stöðu framkvæmdastjóra. Sjávarútvegur Vistaskipti Akureyri Dalvíkurbyggð Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Eiríkur S. Jóhannsson lét af störfum sem stjórnarformaður, en hann hefur setið í stjórn fyrirtækisins samfellt frá árinu 2001 og þar af sem stjórnarformaður frá 2005. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samherja, en hún byggir á aðalfundi félagsins sem fór fram í síðustu viku. Greint er frá því að rekstrarhagnaður Samherja hafi numið 9,9 milljörðum króna á árinu 2022 og hafi því aukist um rúmlega 800 milljónir króna milli ára. Hagnaður af rekstri samstæðu Samherja, þegar tekið hefur verið tillit til afkomu hlutdeildarfélaga og fjármagnsliða, nam 14,3 milljörðum króna eftir skatta en var 17,8 milljarðar króna á árinu 2021. Á aðalfundinum var ákveðið að greiða skyldi út arð til hluthafa félagsins sem næmi 3,7 prósent hagnaðar ársins. Jafnvirði þess er 558 milljóna króna. Tekið er fram að það sé í fyrsta skipti í fjögur ár sem greiddur er arður til hluthafa. Eignir Samherja í árslok námu 107,7 milljörðum króna og eigið fé var 79,8 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar í árslok var 74 prósent. Ný stjórn var jafnframt kjörin, en líkt og áður segir er Baldvin Þorsteinsson orðinn stjórnarformaður félagsins. „Ég er þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt og er stoltur að taka við sem formaður stjórnar Samherja hf. Ég byrjaði fyrst að vinna hjá félaginu ungur að árum og hef unnið margvísleg ólík störf hjá því gegnum árin. Ég hlakka til að starfa með föður mínum og öllu því frábæra starfsfólki sem er hjá Samherja hf. að áframhaldandi uppbyggingu fyrirtækisins,“ er haft eftir Baldvini. Eiríkur S. Jóhannsson lætur af hlutverkinu, en hann mun einbeita sér að verkefnum Kaldbaks ehf. þar sem hann gegnir stöðu framkvæmdastjóra.
Sjávarútvegur Vistaskipti Akureyri Dalvíkurbyggð Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira