Viltu flytja á hjúkrunarheimili? Anna Björg Jónsdóttir, Helga Hansdóttir og Hildur Þórarinsdóttir skrifa 1. september 2023 07:31 Þessa spurningu höfum við margoft lagt fyrir okkar skjólstæðinga í gegnum tíðina. Langflestir svara því til að „nei þeir vilji það ekki en að eins og staðan sé þá sé það nauðsynlegt“. Einstaklingar flytja á hjúkrunarheimili þegar þeir geta ekki lengur bjargað sér með athafnir daglegs lífs, með öruggum hætti einir heima. Flestir vilja búa heima eins lengi og hægt er og það hefur líka verið stefna stjórnvalda í langan tíma. Sem fagmenn innan kerfisins þá höfum við líka verið talsmenn þessarar nálgunnar og það hefur ekki breyst enda viljum við styðja við óskir skjólstæðinga okkar. Vandinn er bara að aðgerðir hafa ekki fylgt þessari hugmyndafræði og heimaþjónustan á Íslandi hefur því engan veginn getað staðið undir nafni eða sinnt sínu hlutverki svo vel sé. Ein af afleiðingum þessa er að einstaklingar sem að öllu óbreyttu væru heima með þjónustu við hæfi eru á leiðinni á eða komnir á hjúkrunarheimili. Úrræðin heimafyrir eru nefnilega ekki í boði. Þessir einstaklingar eru því í bið víðsvegar í kerfinu. Samkvæmt tölum frá Embætti landlæknis frá öðrum ársfjórðungi þessa árs eru 483 einstaklingar á landsvísu með samþykkta dvöl á hjúkrunarheimili en eru að bíða. Á höfuðborgarsvæðinu eru þetta 252 einstaklingar sem bíða. Á Landspítala bíða hátt í 80 einstaklingar eftir varanlegu rými á hjúkrunarheimili þegar þetta er skrifað. Til samanburðar eru 575 rúm virk á Landspítala (fyrir utan barna- og kvennasvið) sem þýðir að á hverjum tíma eru ca 14% rúma á Landspítala nýtt af einstaklingum sem eru að bíða. Og einstaklingar bíða ekki bara á Landspítala heldur er umtalsverður fjöldi svokallaðra biðrýma víðsvegar á hjúkrunarheimilum á stórhöfuðborgarsvæðinu. Biðtíminn eftir varanlegu rými er mislangur og á einstaka hjúkrunarheimili er biðtíminn margir mánuðir. Dæmi eru um einstaklinga sem hafa beðið lengur en 1 ár á Landspítala. Það er líka vert að taka fram að næsta hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu mun að öllu óbreyttu verða tekið í notkun árið 2026. Eins og sést af tölunum þá er þörfin veruleg núna og vandséð hvernig hægt er að bíða í næstum því 3 ár eftir úrlausn. Allir þeir sem hafa einhvern tíma þurft að upplifa bið vita hversu erfið hún er og hversu mikil vanlíðan getur fylgt henni. Einstaklingar sem eru að bíða eru í einskonar millibilsástandi, það er ekki hægt að taka ákvörðun um neitt og það er erfitt að gera einhverjar skuldbindingar. Það vill enginn vera þarna. „Flestir vilja verða gamlir en enginn vill vera gamall“ segjum við oft í öldrunarþjónustunni og það verður að segjast eins og er að úrræðaleysið í þjónustunni við þennan hóp endurspeglar þetta. Það virðist líka vera að fáir beri hag þessa hóps fyrir brjósti og þó fallega sé talað á hátíðisdögum þá hefur lítið sem ekkert raunverulega gerst í málaflokknum í þónokkurn tíma annað en að óviðeigandi úrræði fyllast og vanlíðan einstaklinga eykst. Það er hægt að leysa málin ef vilji er fyrir hendi. Það er stjórnmálamanna að sýna þann vilja í verki og embættismanna að framkvæma. Við leyfum okkur að fullyrða að fagfólkið er tilbúið í þetta verkefni en við spyrjum stjórnvöld: Hvað finnst ykkur eðlilegt að einstaklingur bíði lengi eftir að fá varanlegt rými á hjúkrunarheimili? Við vitum hvert okkar svar er og kannski er kominn tími á að breyta upphaflegu spurningunni og spyrja frekar: „Hvað ertu tilbúinn að bíða lengi eftir að komast á hjúkrunarheimili??“ Stjórn félags íslenskra öldrunarlækna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Þessa spurningu höfum við margoft lagt fyrir okkar skjólstæðinga í gegnum tíðina. Langflestir svara því til að „nei þeir vilji það ekki en að eins og staðan sé þá sé það nauðsynlegt“. Einstaklingar flytja á hjúkrunarheimili þegar þeir geta ekki lengur bjargað sér með athafnir daglegs lífs, með öruggum hætti einir heima. Flestir vilja búa heima eins lengi og hægt er og það hefur líka verið stefna stjórnvalda í langan tíma. Sem fagmenn innan kerfisins þá höfum við líka verið talsmenn þessarar nálgunnar og það hefur ekki breyst enda viljum við styðja við óskir skjólstæðinga okkar. Vandinn er bara að aðgerðir hafa ekki fylgt þessari hugmyndafræði og heimaþjónustan á Íslandi hefur því engan veginn getað staðið undir nafni eða sinnt sínu hlutverki svo vel sé. Ein af afleiðingum þessa er að einstaklingar sem að öllu óbreyttu væru heima með þjónustu við hæfi eru á leiðinni á eða komnir á hjúkrunarheimili. Úrræðin heimafyrir eru nefnilega ekki í boði. Þessir einstaklingar eru því í bið víðsvegar í kerfinu. Samkvæmt tölum frá Embætti landlæknis frá öðrum ársfjórðungi þessa árs eru 483 einstaklingar á landsvísu með samþykkta dvöl á hjúkrunarheimili en eru að bíða. Á höfuðborgarsvæðinu eru þetta 252 einstaklingar sem bíða. Á Landspítala bíða hátt í 80 einstaklingar eftir varanlegu rými á hjúkrunarheimili þegar þetta er skrifað. Til samanburðar eru 575 rúm virk á Landspítala (fyrir utan barna- og kvennasvið) sem þýðir að á hverjum tíma eru ca 14% rúma á Landspítala nýtt af einstaklingum sem eru að bíða. Og einstaklingar bíða ekki bara á Landspítala heldur er umtalsverður fjöldi svokallaðra biðrýma víðsvegar á hjúkrunarheimilum á stórhöfuðborgarsvæðinu. Biðtíminn eftir varanlegu rými er mislangur og á einstaka hjúkrunarheimili er biðtíminn margir mánuðir. Dæmi eru um einstaklinga sem hafa beðið lengur en 1 ár á Landspítala. Það er líka vert að taka fram að næsta hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu mun að öllu óbreyttu verða tekið í notkun árið 2026. Eins og sést af tölunum þá er þörfin veruleg núna og vandséð hvernig hægt er að bíða í næstum því 3 ár eftir úrlausn. Allir þeir sem hafa einhvern tíma þurft að upplifa bið vita hversu erfið hún er og hversu mikil vanlíðan getur fylgt henni. Einstaklingar sem eru að bíða eru í einskonar millibilsástandi, það er ekki hægt að taka ákvörðun um neitt og það er erfitt að gera einhverjar skuldbindingar. Það vill enginn vera þarna. „Flestir vilja verða gamlir en enginn vill vera gamall“ segjum við oft í öldrunarþjónustunni og það verður að segjast eins og er að úrræðaleysið í þjónustunni við þennan hóp endurspeglar þetta. Það virðist líka vera að fáir beri hag þessa hóps fyrir brjósti og þó fallega sé talað á hátíðisdögum þá hefur lítið sem ekkert raunverulega gerst í málaflokknum í þónokkurn tíma annað en að óviðeigandi úrræði fyllast og vanlíðan einstaklinga eykst. Það er hægt að leysa málin ef vilji er fyrir hendi. Það er stjórnmálamanna að sýna þann vilja í verki og embættismanna að framkvæma. Við leyfum okkur að fullyrða að fagfólkið er tilbúið í þetta verkefni en við spyrjum stjórnvöld: Hvað finnst ykkur eðlilegt að einstaklingur bíði lengi eftir að fá varanlegt rými á hjúkrunarheimili? Við vitum hvert okkar svar er og kannski er kominn tími á að breyta upphaflegu spurningunni og spyrja frekar: „Hvað ertu tilbúinn að bíða lengi eftir að komast á hjúkrunarheimili??“ Stjórn félags íslenskra öldrunarlækna
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun