Hinn grunaði á Selfossi laus úr gæsluvarðhaldi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. ágúst 2023 20:22 Lögregla hefur borið fyrir sig að brýnir rannsóknarhagsmunir hafi verið í húfi. Vísir Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað konu á Selfossi í lok apríl er laus úr gæsluvarðhaldi. Hann hefur verið dæmdur í farbann til 1. desember næstkomandi. Þetta staðfestir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi mannsins í samtali við Vísi en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Maðurinn neitar sök í málinu og segir konuna hafa látist úr ofneyslu fíkniefna en rannsókn málsins stendur enn yfir. „Það er búið að sleppa honum og þó fyrr hefði verið,“ segir Vilhjálmur. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í átján vikur en lög kveða á um að ekki megi halda manni í slíku haldi lengur en í tólf vikur nema mál hafi verið höfðað gegn honum eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess. „Ég er ánægður með það að lögreglustjórinn á Suðurlandi hafi fyrir rest áttað sig á því að það var ekki lagaskilyrði fyrir því að halda umbjóðenda mínum lengur.“ Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi, sem send var á fjölmiðla að morgni fimmtudagsins 31. ágúst, segir að lögreglustjóri hafi gert kröfu fyrir Héraðsdómi Suðurlands um að karlmaðurinn yrði úrskurðaður í farbann í stað frekara gæsluvarðhalds. Byggði sú ákvörðun á því mati lögreglu að ekki stæði lengur skilyrði til gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Tilkynning in frá lögreglunni á Suðurlandi: Karlmaður sem setið hefur í gæsluvarðhaldi látinn laus en sætir farbanni Lögreglan á Suðurlandi hefur frá 27. apríl sl. haft til rannsóknar andlát ungrar konu sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi þann dag. Karlmaður sem handtekinn var á vettvangi var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald, sem hefur verið framlengt endurtekið síðan, nú síðast með úrskurði sem gilti til 31. ágúst. Karlmaðurinn er grunaður um að hafa orðið valdur að bana konunnar, en rannsóknin hefur verið mjög umfangsmikil. Í gær gerði lögreglustjóri kröfu fyrir Héraðsdómi Suðurlands um að karlmaðurinn yrði úrskurðaður í farbann í stað frekara gæsluvarðhalds. Sú ákvörðun byggir á því mati lögreglu að ekki standi lengur skilyrði til gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Héraðsdómur Suðurlands féllst í gærkvöldi á kröfu lögreglustjóra og úrskurðaði karlmanninn í farbann til 1. desember nk. Rannsókn málsins er enn í fullum gangi. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 10, 31. ágúst 2023. Grunur um manndráp á Selfossi Lögreglumál Árborg Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira
Þetta staðfestir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi mannsins í samtali við Vísi en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Maðurinn neitar sök í málinu og segir konuna hafa látist úr ofneyslu fíkniefna en rannsókn málsins stendur enn yfir. „Það er búið að sleppa honum og þó fyrr hefði verið,“ segir Vilhjálmur. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í átján vikur en lög kveða á um að ekki megi halda manni í slíku haldi lengur en í tólf vikur nema mál hafi verið höfðað gegn honum eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess. „Ég er ánægður með það að lögreglustjórinn á Suðurlandi hafi fyrir rest áttað sig á því að það var ekki lagaskilyrði fyrir því að halda umbjóðenda mínum lengur.“ Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi, sem send var á fjölmiðla að morgni fimmtudagsins 31. ágúst, segir að lögreglustjóri hafi gert kröfu fyrir Héraðsdómi Suðurlands um að karlmaðurinn yrði úrskurðaður í farbann í stað frekara gæsluvarðhalds. Byggði sú ákvörðun á því mati lögreglu að ekki stæði lengur skilyrði til gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Tilkynning in frá lögreglunni á Suðurlandi: Karlmaður sem setið hefur í gæsluvarðhaldi látinn laus en sætir farbanni Lögreglan á Suðurlandi hefur frá 27. apríl sl. haft til rannsóknar andlát ungrar konu sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi þann dag. Karlmaður sem handtekinn var á vettvangi var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald, sem hefur verið framlengt endurtekið síðan, nú síðast með úrskurði sem gilti til 31. ágúst. Karlmaðurinn er grunaður um að hafa orðið valdur að bana konunnar, en rannsóknin hefur verið mjög umfangsmikil. Í gær gerði lögreglustjóri kröfu fyrir Héraðsdómi Suðurlands um að karlmaðurinn yrði úrskurðaður í farbann í stað frekara gæsluvarðhalds. Sú ákvörðun byggir á því mati lögreglu að ekki standi lengur skilyrði til gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Héraðsdómur Suðurlands féllst í gærkvöldi á kröfu lögreglustjóra og úrskurðaði karlmanninn í farbann til 1. desember nk. Rannsókn málsins er enn í fullum gangi. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 10, 31. ágúst 2023.
Tilkynning in frá lögreglunni á Suðurlandi: Karlmaður sem setið hefur í gæsluvarðhaldi látinn laus en sætir farbanni Lögreglan á Suðurlandi hefur frá 27. apríl sl. haft til rannsóknar andlát ungrar konu sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi þann dag. Karlmaður sem handtekinn var á vettvangi var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald, sem hefur verið framlengt endurtekið síðan, nú síðast með úrskurði sem gilti til 31. ágúst. Karlmaðurinn er grunaður um að hafa orðið valdur að bana konunnar, en rannsóknin hefur verið mjög umfangsmikil. Í gær gerði lögreglustjóri kröfu fyrir Héraðsdómi Suðurlands um að karlmaðurinn yrði úrskurðaður í farbann í stað frekara gæsluvarðhalds. Sú ákvörðun byggir á því mati lögreglu að ekki standi lengur skilyrði til gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Héraðsdómur Suðurlands féllst í gærkvöldi á kröfu lögreglustjóra og úrskurðaði karlmanninn í farbann til 1. desember nk. Rannsókn málsins er enn í fullum gangi.
Grunur um manndráp á Selfossi Lögreglumál Árborg Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira