Á rétt á upplýsingum varðandi slysið sem varð syni hans að bana Jón Þór Stefánsson skrifar 30. ágúst 2023 13:43 Flugvélin fannst í Þingvallavatni og var hún hífð þaðan upp næstum því þremur mánuðu eftir að slysið átti sér stað í febrúar í fyrra. Vísir/Vilhelm Bandarískur faðir manns sem lést í flugslysi á Þingvallavatni í febrúar 2022 á rétt á upplýsingum um flugmann vélarinnar og fyrirtæki hans frá Samgöngustofu. Þetta úrskurðaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem vísaði málinu aftur til stofnunarinnar sem hafði áður hafnað beiðni föðurins. Beiðni föðurins varðar mál flugmannsins, sem lést einnig í slysinu, sem og fyrirtækis hans sem höfðu verið tekin fyrir hjá Samgöngustofu. Ástæðan fyrir þessu er meðal annars grunur um að flugferðin hafi farið utan ramma sem fyrirliggjandi leyfi heimiluðu. Flugslysið sem um ræðir átti sér stað þann þriðja febrúar árið 2022. Í því létust fjórir, einn flugmaður og þrír ferðamenn. Vélin og lík fólksins fundust í Þingvallavatni eftir leit björgunarsveita og við tóku umfangsmiklar aðgerðir við að ná flakinu og líkamsleifunum úr vatninu. Bráðabirgðaniðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa komst að þeirri niðurstöðu að vélinni hefði verið flogið í mjög lítilli hæð yfir vatninu áður en hún lenti í því. Vísaði til lögreglurannskóknar Í einu erindi föðurins til Samgöngustofu var vísað til þess að í febrúar 2022 hefði verið greint frá því í fjölmiðlum að stofnuninni hefði borist ábending um að flugmaðurinn og fyrirtæki hans stunduðu atvinnuflug með farþega án tilskilinna leyfa. Samgöngustofa hefði meðal annars óskað eftir aðstoð lögreglu við rannsókn málsins, en lögreglan hefði hætt rannsókn þess. „Skýringar Samgöngustofu til fjölmiðla í framhaldinu mætti skilja á þann veg að þrátt fyrir að lögregla hefði hætt rannsókn málsins hefði málinu verið haldið áfram af hálfu Samgöngustofu,“ segir í úrskurðinum. Segja upplýsingarnar varða almenning Á meðal þess sem faðirinn óskaði eftir voru upplýsingar um það hvort Samgöngustofa hefði beitt flugmanninn eða félagið stjórnsýsluviðurlögum vegna brota um flugrekstur. Þá óskaði hann eftir öllum ákvörðunum Samgöngustofu þar að lútandi. Í svari Samgöngustofu sagði að stofnunni væri ekki heimilt að afhenda gögn sem tengdust eftirliti stofnunarinnar á flugmanninum og félagi hans. Hins vegar sagði stofnunin að félagið sætti ekki eftirliti hjá sér og að maðurinn hefði ekki verið beittur stjórnsýsluviðurlögum. Faðirinn kærði í kjölfarið málið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í kærunni sagði til að mynda að upplýsingarnar ættu erindi við almenning vegna þess að það gæti varðað flug- og almannaöryggi. Úrskurðarnefndin felst á þetta og hefur vísað mállinu aftur til Samgöngustofu sem muni taka það upp að nýju. Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Fréttir af flugi Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Beiðni föðurins varðar mál flugmannsins, sem lést einnig í slysinu, sem og fyrirtækis hans sem höfðu verið tekin fyrir hjá Samgöngustofu. Ástæðan fyrir þessu er meðal annars grunur um að flugferðin hafi farið utan ramma sem fyrirliggjandi leyfi heimiluðu. Flugslysið sem um ræðir átti sér stað þann þriðja febrúar árið 2022. Í því létust fjórir, einn flugmaður og þrír ferðamenn. Vélin og lík fólksins fundust í Þingvallavatni eftir leit björgunarsveita og við tóku umfangsmiklar aðgerðir við að ná flakinu og líkamsleifunum úr vatninu. Bráðabirgðaniðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa komst að þeirri niðurstöðu að vélinni hefði verið flogið í mjög lítilli hæð yfir vatninu áður en hún lenti í því. Vísaði til lögreglurannskóknar Í einu erindi föðurins til Samgöngustofu var vísað til þess að í febrúar 2022 hefði verið greint frá því í fjölmiðlum að stofnuninni hefði borist ábending um að flugmaðurinn og fyrirtæki hans stunduðu atvinnuflug með farþega án tilskilinna leyfa. Samgöngustofa hefði meðal annars óskað eftir aðstoð lögreglu við rannsókn málsins, en lögreglan hefði hætt rannsókn þess. „Skýringar Samgöngustofu til fjölmiðla í framhaldinu mætti skilja á þann veg að þrátt fyrir að lögregla hefði hætt rannsókn málsins hefði málinu verið haldið áfram af hálfu Samgöngustofu,“ segir í úrskurðinum. Segja upplýsingarnar varða almenning Á meðal þess sem faðirinn óskaði eftir voru upplýsingar um það hvort Samgöngustofa hefði beitt flugmanninn eða félagið stjórnsýsluviðurlögum vegna brota um flugrekstur. Þá óskaði hann eftir öllum ákvörðunum Samgöngustofu þar að lútandi. Í svari Samgöngustofu sagði að stofnunni væri ekki heimilt að afhenda gögn sem tengdust eftirliti stofnunarinnar á flugmanninum og félagi hans. Hins vegar sagði stofnunin að félagið sætti ekki eftirliti hjá sér og að maðurinn hefði ekki verið beittur stjórnsýsluviðurlögum. Faðirinn kærði í kjölfarið málið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í kærunni sagði til að mynda að upplýsingarnar ættu erindi við almenning vegna þess að það gæti varðað flug- og almannaöryggi. Úrskurðarnefndin felst á þetta og hefur vísað mállinu aftur til Samgöngustofu sem muni taka það upp að nýju.
Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Fréttir af flugi Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira