Vitni að dýraháska hafi tilkynningar- og hjálparskyldu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. ágúst 2023 11:04 Fimm kindur hafa rekið á fjöru í Vatnsfirði. Samsett. Facebook/Reykhólahreppur Héraðsdýralæknir hjá Matvælastofnun segir að fólk hafi tilkynningar- og hjálparskyldu þegar það sér dýr í háska. Tilkynning hefur borist um kindadauðann í Vatnsfirði. „Þetta er hlutur sem getur gerst. Það eru sumar kindur sem skila sér ekki af fjalli að hausti. Það getur verið að þær hafi farið í sjóinn eða fallið fyrir björg eða lenda í skurðum,“ segir Daníel Haraldsson, héraðsdýralæknir í norðvesturumdæmi. Eins og Vísir greindi frá í vikunni hefur Sveinn Viðarsson á Hvammi í Vatnsfirði á sunnanverðum Vestfjörðum séð fimm dauðar kindur reka á land á einni viku. En þær fara langt út á sker í fjöru en lenda í sjálfheldu þegar flæðir að. Eigandinn er Jóhann Pétur Ágústsson á Brjánslæk. Lausaganga víða við strandlengjuna Daníel segir að ef kindur fara ítrekað í sjóinn á einhverjum stað er farið í að athuga landfræðilegar aðstæður. Matvælastofnun hafi ekki borist næg gögn til að fara í neinar slíkar athuganir á þessum stað. „Okkur er ekki kunnugt um að þetta sé viðvarandi vandamál þarna,“ segir Daníel og að víða sé aukin hætta á þessu. „Lausaganga sauðfjár á sér stað með fram stórum hluta strandlengjunnar og svona aðstæður eru mjög víða. Svo sem hjá fé sem er í fjörubeit eða í eyjum. Það kemur fyrir að þær festast á blindskeri og eru ekkert voða glúrnar að koma sér frá því ef það flæðir að þeim.“ Það sama gildir um annað búfé, svo sem nautgripi eða hross, og jafn vel fólk. „Það er einhver hætta fólgin í þessu fyrir alla, þegar aðstæður eru svona,“ segir hann. Skylt að tilkynna eða hjálpa Matvælastofnun barst tilkynning frá óviðkomandi aðila vegna færslu á Facebook þar sem þetta mál hefur verið til umræðu. Daníel ítrekar að vitni hafa tilkynningarskyldu að gera eiganda eða bónda viðvart um dýr í háska. Ef ekki sé vitað hver eigi dýrið þá eigi að tilkynna það lögreglu. Daníel segir einnig að fólk hafi björgunarskyldu þegar dýr séu í háska en þurfi ekki að setja sig í hættu þó. „Ef þetta hefði verið hnédjúpt og maður með fulla heilsu hefði honum borið skylda til að hjálpa,“ segir Daníel um kindur sem lenda í hrakningum sem þessum. Línan sé þó ekki svarthvít. Vesturbyggð Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi Sjá meira
„Þetta er hlutur sem getur gerst. Það eru sumar kindur sem skila sér ekki af fjalli að hausti. Það getur verið að þær hafi farið í sjóinn eða fallið fyrir björg eða lenda í skurðum,“ segir Daníel Haraldsson, héraðsdýralæknir í norðvesturumdæmi. Eins og Vísir greindi frá í vikunni hefur Sveinn Viðarsson á Hvammi í Vatnsfirði á sunnanverðum Vestfjörðum séð fimm dauðar kindur reka á land á einni viku. En þær fara langt út á sker í fjöru en lenda í sjálfheldu þegar flæðir að. Eigandinn er Jóhann Pétur Ágústsson á Brjánslæk. Lausaganga víða við strandlengjuna Daníel segir að ef kindur fara ítrekað í sjóinn á einhverjum stað er farið í að athuga landfræðilegar aðstæður. Matvælastofnun hafi ekki borist næg gögn til að fara í neinar slíkar athuganir á þessum stað. „Okkur er ekki kunnugt um að þetta sé viðvarandi vandamál þarna,“ segir Daníel og að víða sé aukin hætta á þessu. „Lausaganga sauðfjár á sér stað með fram stórum hluta strandlengjunnar og svona aðstæður eru mjög víða. Svo sem hjá fé sem er í fjörubeit eða í eyjum. Það kemur fyrir að þær festast á blindskeri og eru ekkert voða glúrnar að koma sér frá því ef það flæðir að þeim.“ Það sama gildir um annað búfé, svo sem nautgripi eða hross, og jafn vel fólk. „Það er einhver hætta fólgin í þessu fyrir alla, þegar aðstæður eru svona,“ segir hann. Skylt að tilkynna eða hjálpa Matvælastofnun barst tilkynning frá óviðkomandi aðila vegna færslu á Facebook þar sem þetta mál hefur verið til umræðu. Daníel ítrekar að vitni hafa tilkynningarskyldu að gera eiganda eða bónda viðvart um dýr í háska. Ef ekki sé vitað hver eigi dýrið þá eigi að tilkynna það lögreglu. Daníel segir einnig að fólk hafi björgunarskyldu þegar dýr séu í háska en þurfi ekki að setja sig í hættu þó. „Ef þetta hefði verið hnédjúpt og maður með fulla heilsu hefði honum borið skylda til að hjálpa,“ segir Daníel um kindur sem lenda í hrakningum sem þessum. Línan sé þó ekki svarthvít.
Vesturbyggð Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi Sjá meira