„Ég kem úr yngri flokka starfi Breiðabliks og kannaðist við þetta“ Andri Már Eggertsson skrifar 27. ágúst 2023 22:00 Danijel Dejan Djuric var afar ánægður með sigurinn Vísir/Hulda Margrét Víkingur vann 5-3 sigur gegn Breiðabliki. Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings, var ánægður með sigurinn og vandaði sínu uppeldisfélagi ekki kveðjurnar. „Mér fannst við stjórna leiknum frá a til ö og við skoruðum mörg mörk. Mér fannst þetta mjög góður leikur,“ sagði Danijel Dejan Djuric eftir leik. Það var ansi skrautleg uppákoma fyrir leik þegar lið Breiðabliks mætti seint. Blikar skiluðu leikskýrslu 35 mínútum fyrir leik og mættu í rútu tilbúnir í leikinn tíu mínútum síðar. Þetta kom Danijel ekki á óvart þar sem hann er uppalinn í Breiðabliki og átti von á þessu. „Þetta kom mér ekkert á óvart. Ég er frá Blikum og veit hvernig þeir spila þennan leik og þetta voru trúðslæti. Mér gæti ekki verið meira sama en strákunum var brugðið inn í klefa. Ég kem úr yngri flokka starfi Breiðabliks og ég kannaðist við þetta.“ „Mér fannst Víkingur bregðast vel við þessu og þetta var betra fyrir okkur þar sem þetta kveikti í okkur. Þessi trúðslæti fóru í okkur og við vildum þetta meira.“ Danijel Dejan Djuric skoraði þriðja mark Víkings í upphafi síðari hálfleiks og fagnaði með því að þykjast gráta. „Fagnið kom að sjálfu sér þar sem það er búið að kæra okkur og það var reynt að færa leikinn. Við einbeitum okkur af fótbolta og hlustum ekki á þetta. Það er verið að grenja í kringum okkur þannig að þetta var fagnið.“ „Mér gæti ekki verið meira sama þótt ég hafi verið rangstæður. Þetta var geggjað mark. Ég skallaði boltann niður og inn. Mark er mark.“ Danijel taldi það ekki erfitt að mæta í næstu leiki aðspurður hvort það yrði erfitt að gíra sig upp í þá verandi með fjórtán stiga forystu á toppnum. „Nefnilega ekki. Við erum með gott lið og það vilja allir spila. Við viljum vinna alla leiki og sýna að við séum bestir,“ sagði Danijel Dejan Djuric að lokum. Víkingur Reykjavík Breiðablik Besta deild karla Tengdar fréttir Leik Breiðabliks og Víkings í kvöld verður ekki frestað Knattspyrnusamband Íslands hefur staðfest fyrri ákvörðun sína um að leik Breiðabliks og Víkings sem fram fer í kvöld verði ekki frestað. Breiðablik hafði óskað eftir því að KSÍ myndi endurskoða ákvörðun sína um að fresta ekki en sú ákvörðun stendur. 27. ágúst 2023 13:01 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Sjá meira
„Mér fannst við stjórna leiknum frá a til ö og við skoruðum mörg mörk. Mér fannst þetta mjög góður leikur,“ sagði Danijel Dejan Djuric eftir leik. Það var ansi skrautleg uppákoma fyrir leik þegar lið Breiðabliks mætti seint. Blikar skiluðu leikskýrslu 35 mínútum fyrir leik og mættu í rútu tilbúnir í leikinn tíu mínútum síðar. Þetta kom Danijel ekki á óvart þar sem hann er uppalinn í Breiðabliki og átti von á þessu. „Þetta kom mér ekkert á óvart. Ég er frá Blikum og veit hvernig þeir spila þennan leik og þetta voru trúðslæti. Mér gæti ekki verið meira sama en strákunum var brugðið inn í klefa. Ég kem úr yngri flokka starfi Breiðabliks og ég kannaðist við þetta.“ „Mér fannst Víkingur bregðast vel við þessu og þetta var betra fyrir okkur þar sem þetta kveikti í okkur. Þessi trúðslæti fóru í okkur og við vildum þetta meira.“ Danijel Dejan Djuric skoraði þriðja mark Víkings í upphafi síðari hálfleiks og fagnaði með því að þykjast gráta. „Fagnið kom að sjálfu sér þar sem það er búið að kæra okkur og það var reynt að færa leikinn. Við einbeitum okkur af fótbolta og hlustum ekki á þetta. Það er verið að grenja í kringum okkur þannig að þetta var fagnið.“ „Mér gæti ekki verið meira sama þótt ég hafi verið rangstæður. Þetta var geggjað mark. Ég skallaði boltann niður og inn. Mark er mark.“ Danijel taldi það ekki erfitt að mæta í næstu leiki aðspurður hvort það yrði erfitt að gíra sig upp í þá verandi með fjórtán stiga forystu á toppnum. „Nefnilega ekki. Við erum með gott lið og það vilja allir spila. Við viljum vinna alla leiki og sýna að við séum bestir,“ sagði Danijel Dejan Djuric að lokum.
Víkingur Reykjavík Breiðablik Besta deild karla Tengdar fréttir Leik Breiðabliks og Víkings í kvöld verður ekki frestað Knattspyrnusamband Íslands hefur staðfest fyrri ákvörðun sína um að leik Breiðabliks og Víkings sem fram fer í kvöld verði ekki frestað. Breiðablik hafði óskað eftir því að KSÍ myndi endurskoða ákvörðun sína um að fresta ekki en sú ákvörðun stendur. 27. ágúst 2023 13:01 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Sjá meira
Leik Breiðabliks og Víkings í kvöld verður ekki frestað Knattspyrnusamband Íslands hefur staðfest fyrri ákvörðun sína um að leik Breiðabliks og Víkings sem fram fer í kvöld verði ekki frestað. Breiðablik hafði óskað eftir því að KSÍ myndi endurskoða ákvörðun sína um að fresta ekki en sú ákvörðun stendur. 27. ágúst 2023 13:01