Fyrsta gull Indverja á heimsmeistaramóti Smári Jökull Jónsson skrifar 27. ágúst 2023 20:12 Indverjar voru ánægðir með sinn mann Neeraj Chopra. Vísir/Getty Heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum lauk í Búdapest í kvöld. Bandaríkin og Holland báru sigur úr býtum í boðhlaupum kvöldsins og þá vann Indland sín fyrstu gullverðlaun frá upphafi. Indverjinn Neeraj Chopra vann sögulegt gull fyrir Indverja í spjóti á heimsmeistaramótinu nú í kvöld. Þetta eru fyrstu gullverðlaun Indverja á heimsmeistaramóti frá upphafi en Chopra kastaði 88,17 metra. Arshad Nadeem varð annar með kasti upp á 87,82 og Tékkinn Jakub Vadlejch vann bronsið en hann kastaði 86,67 metra. Norðmaðurinn Jakob Ingebrigtsen missti af gullverðlaunum í 1500 metra hlaupi en í 5000 metrunum voru sekúndubrotin hans megin. Hann kom fyrstur í mark á tímanum 13.11,30 mínútur en Mohamed Katir varð annar aðeins fjórtán hundraðshlutum á eftir. Jacob Krop varð þriðji og hlaut bronsið. Norðmaðurinn Jakob Ingebrigtsen átti stórkostlegan endasprett og tryggði sér heimsmeistaratitilinn í 5.000 metra hlaupi Jakob beið þar til á lokametrunum með að elta Spánverjann Mohamed Katir uppi og tók fram húr honum rétt áður en þeir komu að endamarkslínu. pic.twitter.com/bNDDo1m9ql— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 27, 2023 Í hástökki kvenna vann hinn úkraínska Yaroslava Mahuchikh en hún var sú eina sem fór yfir tvo metra. Sigurstökkið var 2,01 metri en Eleanor Patterson og Nocola Olyslagers frá Ástralíu fengu silfur og brons en báðar stukku þær hæst 1,99 metra. Mary Moraa frá Kenýa kom fyrst í mark í 800 metra hlaupi kvenna en Keely Hodgkinson varð önnur aðeins 31 hundraðshlutum á eftir. Athing Mu frá Bandaríkjunum hlaut bronsið. 3000 metra hindrunarhlaup er alltaf áhugaverð grein en þar var það Winfred Mutile Yavi sem hlaut gullverðlaun en hún var rúmum fjórum sekúndum á undan Betrice Chepkoech frá Kenýa. Faith Cherotich frá Kenýa fékk bronsverðlaun. ! Femke Bol comes from nowhere to win gold for Netherlands in the women s 4x400m relay pic.twitter.com/2pFAR0dtUd— Eurosport (@eurosport) August 27, 2023 Síðustu greinar kvöldsins voru 4x400 metra boðhlaup karla og kvenna. Í karlaflokki komu Bandaríkjamenn fyrstir í mark. Þeir voru rúmri sekúndu á undan Frökkum en breska sveitin náði bronsinu rétt á undan Jamaíka. Holland bar sigur úr býtum í kvennaflokki. Femke Bol átti þar ótrúlegan endasprett og stakk sér framfyrir hlaupara Jamaíka en Bretar tryggðu sér bronsið. Frjálsar íþróttir Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Sjá meira
Indverjinn Neeraj Chopra vann sögulegt gull fyrir Indverja í spjóti á heimsmeistaramótinu nú í kvöld. Þetta eru fyrstu gullverðlaun Indverja á heimsmeistaramóti frá upphafi en Chopra kastaði 88,17 metra. Arshad Nadeem varð annar með kasti upp á 87,82 og Tékkinn Jakub Vadlejch vann bronsið en hann kastaði 86,67 metra. Norðmaðurinn Jakob Ingebrigtsen missti af gullverðlaunum í 1500 metra hlaupi en í 5000 metrunum voru sekúndubrotin hans megin. Hann kom fyrstur í mark á tímanum 13.11,30 mínútur en Mohamed Katir varð annar aðeins fjórtán hundraðshlutum á eftir. Jacob Krop varð þriðji og hlaut bronsið. Norðmaðurinn Jakob Ingebrigtsen átti stórkostlegan endasprett og tryggði sér heimsmeistaratitilinn í 5.000 metra hlaupi Jakob beið þar til á lokametrunum með að elta Spánverjann Mohamed Katir uppi og tók fram húr honum rétt áður en þeir komu að endamarkslínu. pic.twitter.com/bNDDo1m9ql— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 27, 2023 Í hástökki kvenna vann hinn úkraínska Yaroslava Mahuchikh en hún var sú eina sem fór yfir tvo metra. Sigurstökkið var 2,01 metri en Eleanor Patterson og Nocola Olyslagers frá Ástralíu fengu silfur og brons en báðar stukku þær hæst 1,99 metra. Mary Moraa frá Kenýa kom fyrst í mark í 800 metra hlaupi kvenna en Keely Hodgkinson varð önnur aðeins 31 hundraðshlutum á eftir. Athing Mu frá Bandaríkjunum hlaut bronsið. 3000 metra hindrunarhlaup er alltaf áhugaverð grein en þar var það Winfred Mutile Yavi sem hlaut gullverðlaun en hún var rúmum fjórum sekúndum á undan Betrice Chepkoech frá Kenýa. Faith Cherotich frá Kenýa fékk bronsverðlaun. ! Femke Bol comes from nowhere to win gold for Netherlands in the women s 4x400m relay pic.twitter.com/2pFAR0dtUd— Eurosport (@eurosport) August 27, 2023 Síðustu greinar kvöldsins voru 4x400 metra boðhlaup karla og kvenna. Í karlaflokki komu Bandaríkjamenn fyrstir í mark. Þeir voru rúmri sekúndu á undan Frökkum en breska sveitin náði bronsinu rétt á undan Jamaíka. Holland bar sigur úr býtum í kvennaflokki. Femke Bol átti þar ótrúlegan endasprett og stakk sér framfyrir hlaupara Jamaíka en Bretar tryggðu sér bronsið.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Sjá meira