Hreinsaði óvelkomna málningu af regnbogafánanum Árni Sæberg skrifar 27. ágúst 2023 14:54 Leysiefnið kom að góðum notum. Vísir/ÁRni Skemmdarvargur málaði dónaleg skilaboð á regnbogafánann á Skólavörðustíg í skjóli nætur. Maður á vegum Reykjavíkurborgar var ekki lengi að mæta á staðinn í morgun og þrífa upp eftir ódáminn. Útsýni íbúa við Skólavörðustíg í Reykjavík var ekki eins fagurt og það er venjulega. Skemmdarvargur hafði málað ófögur, en óskýr, skilaboð á fána hinsegin fólks, sem skreytir götuna. Óttarr Makuch býr við Skólavörðustíg og leit út um gluggann í morgun. Þá blasti við hinum óskemmtileg sjón. Í skjóli nætur hafði einhver málað LGBT LOSER, að því er virðist en skilaboðin eru nokkuð óljós. Þegar fréttamann bar að garði hafði lögregluþjónn komið sér fyrir neðarlega á Skólavörðustíg til þess að vara fólk við því að málningin væri enn blaut. Skömmu síðar kom á vettvang maður, sem kvaðst vera á vegum Reykjavíkurborgar, vopnaður kröftugri vatnssprautu. Fyrst um sinn gekk ekki neitt að fjarlægja hvítu málninguna af þeirri marglitu. Eftir að hafa penslað leysiefni á Skólavörðustíginn rann málningin auðveldlega af. Endurtekið efni Varaformaður Samtakanna '78 segir málið áminningu um mikilvægi þess að samtalið um hinseginleikann sé stöðugt í gangi. Lögregla lagði bíl sínum ofan við málninguna.Vísir/Árni „Við höfum náttúrulega séð það síðustu ár að það hefur verið aukið bakslag í samfélaginu. Og nú á Hinsegin dögum voru tilkynnt fleiri skemmdarverk en nokkru sinni áður. Þetta er hluti af þessu stóra vandamáli, þessu raunverulega bakslagi sem er stundum erfitt að tengja svo vel við hvað við stöndum vel, réttarfarslega séð, hér á Íslandi. Ég held að þessar málningarslettur sýni það alveg skýrt að við þurfum að halda áfram þessum samræðum. Við þurfum að tala saman um hinseginleikann og halda áfram að fræða hvort annað,“ sagði Bjarndís Helga Tómasdóttir, varaformaður Samtakanna 78. Reykjavík Hinsegin Tengdar fréttir Skemmdarverk unnin á hinseginfánanum: „Þetta er mjög leiðinlegt“ Útsýni íbúa við Skólavörðustíg í Reykjavík í morgun var ekki eins fagurt og það er venjulega. Skemmdarvargur hafði málað ófögur, en óskýr, skilaboð á fána hinsegin fólks, sem skreytir götuna. 27. ágúst 2023 10:27 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Útsýni íbúa við Skólavörðustíg í Reykjavík var ekki eins fagurt og það er venjulega. Skemmdarvargur hafði málað ófögur, en óskýr, skilaboð á fána hinsegin fólks, sem skreytir götuna. Óttarr Makuch býr við Skólavörðustíg og leit út um gluggann í morgun. Þá blasti við hinum óskemmtileg sjón. Í skjóli nætur hafði einhver málað LGBT LOSER, að því er virðist en skilaboðin eru nokkuð óljós. Þegar fréttamann bar að garði hafði lögregluþjónn komið sér fyrir neðarlega á Skólavörðustíg til þess að vara fólk við því að málningin væri enn blaut. Skömmu síðar kom á vettvang maður, sem kvaðst vera á vegum Reykjavíkurborgar, vopnaður kröftugri vatnssprautu. Fyrst um sinn gekk ekki neitt að fjarlægja hvítu málninguna af þeirri marglitu. Eftir að hafa penslað leysiefni á Skólavörðustíginn rann málningin auðveldlega af. Endurtekið efni Varaformaður Samtakanna '78 segir málið áminningu um mikilvægi þess að samtalið um hinseginleikann sé stöðugt í gangi. Lögregla lagði bíl sínum ofan við málninguna.Vísir/Árni „Við höfum náttúrulega séð það síðustu ár að það hefur verið aukið bakslag í samfélaginu. Og nú á Hinsegin dögum voru tilkynnt fleiri skemmdarverk en nokkru sinni áður. Þetta er hluti af þessu stóra vandamáli, þessu raunverulega bakslagi sem er stundum erfitt að tengja svo vel við hvað við stöndum vel, réttarfarslega séð, hér á Íslandi. Ég held að þessar málningarslettur sýni það alveg skýrt að við þurfum að halda áfram þessum samræðum. Við þurfum að tala saman um hinseginleikann og halda áfram að fræða hvort annað,“ sagði Bjarndís Helga Tómasdóttir, varaformaður Samtakanna 78.
Reykjavík Hinsegin Tengdar fréttir Skemmdarverk unnin á hinseginfánanum: „Þetta er mjög leiðinlegt“ Útsýni íbúa við Skólavörðustíg í Reykjavík í morgun var ekki eins fagurt og það er venjulega. Skemmdarvargur hafði málað ófögur, en óskýr, skilaboð á fána hinsegin fólks, sem skreytir götuna. 27. ágúst 2023 10:27 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Skemmdarverk unnin á hinseginfánanum: „Þetta er mjög leiðinlegt“ Útsýni íbúa við Skólavörðustíg í Reykjavík í morgun var ekki eins fagurt og það er venjulega. Skemmdarvargur hafði málað ófögur, en óskýr, skilaboð á fána hinsegin fólks, sem skreytir götuna. 27. ágúst 2023 10:27