Saga fyrrverandi hvalskurðarmanns Kolbeinn Arnbjörnsson skrifar 27. ágúst 2023 14:00 Ég átti margar ógleymanlegar stundir í Hvalfirði að skera hval. Kynntist góðum vinum, var með frábærann yfirmann og fékk ágætis laun og hafði meira að segja gaman að vinnunni. Svona að mestu leyti. Réttlætingarkerfið vann samt alltaf yfirvinnu. Maður þurfti á því að halda þegar maður sá þessa fallegu risa dregna á land. Þegar maður sá bleik fóstrin við fætur vísindamannanna. En þið borðið kjúkling er það ekki? Er ekki skárra að drepa dýr sem fá allavega að lifa í sínum náttúrulega heimkynnum þar til þau eru skotin en að ala dýr í búrum? Var réttlætingin sem ég greip oftast til. Enda fínustu rök. En það er ekki alltaf hægt að réttlæta vont með verra. Það verður allavega erfitt til lengdar. Öll eigum við okkur kjarnagildi. Þau eru yfirleitt byggð á upplýsingum sem við teljum vera réttar í bland við samkennd og réttsýni. Kjarnagildi geta haft rætur sem liggja djúpt í barnæsku okkar, samfélagi, hefðum og trú. Kjarnagildi eru falleg og samtímis stórhættuleg. Hugtakið „Backfire effect“ kom fram á sjónarsviðið árið 2010 og hefur síðan verið rannsakað í þaula, nýverið af taugasérfræðingum. Í stuttu máli er hægt að útskýra það á þennan hátt: Manneskja A hefur mjög sterka skoðun á ákveðnum málstað, köllum það „kjarnagildi" og byggir þau á rannsóknum (eða jafnvel sögum) sem hafa mögulega ekki verið uppfærð í einhvern tíma. Manneskja B hefur andstæð „kjarnagildi" og eru hennar gildi byggð á rökum sem styðjast við nýjustu upplýsingar. Í samtali milli þessara manneskja sýnir manneskja B sín sönnunargögn sem kollvarpa því sem manneskja A telur rétt. Manneskja A biður um kvittanir. Manneskja B framreiðir þær og á þeim stendur skýrum stöfum með áfestum ljósmyndum og undirskriftum að trú eða kjarnagildi manneskju A séu röng. Það óvænta er að það sem gerist hjá manneskju A er að hún upplifir sömu tilfinningu og ef hún væri að rökræða við hungraðan skógarbjörn. Heilinn undirbýr sig fyrir árás. Hann ræsir sömu stöðvar og þegar þú þarft að berjast fyrir lífi þínu. Það sem gerist samtímis er að það lokast að miklu leyti fyrir rökhugsun. Það eina sem þú vilt gera er að berjast eða flýja. Velji manneskja A að berjast mun hún mögulega afneita öllum þeim rökum og kvittunum sem hafa verið borin á borð fyrir hana. Hún skiptir ekki um skoðun heldur tvíeflist í sinni trú og stendur enn þéttar vörð um kjarnagildin sín. Backfire Effect. Ég man eftir slíkri hegðun hjá mér. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Ég man eftir réttlætingarkerfinu sem ég hannaði. Ég man eftir reiðinni í garð þeirra sem veifuðu kvittununum. Eflaust stend ég í þeim sporum enn þegar kemur að ákveðnum skoðunum en það er gott að hafa þetta í huga þegar maður fer að lesa kvittanirnar. Gæti vantrú mín á því sem verið er að segja verið Backfire effect?Og mikilvægast er að muna: Það má skipta um skoðun. Það má skipta um skoðun. Höfundur er leikari og myndlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Hvalfjarðarsveit Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Ég átti margar ógleymanlegar stundir í Hvalfirði að skera hval. Kynntist góðum vinum, var með frábærann yfirmann og fékk ágætis laun og hafði meira að segja gaman að vinnunni. Svona að mestu leyti. Réttlætingarkerfið vann samt alltaf yfirvinnu. Maður þurfti á því að halda þegar maður sá þessa fallegu risa dregna á land. Þegar maður sá bleik fóstrin við fætur vísindamannanna. En þið borðið kjúkling er það ekki? Er ekki skárra að drepa dýr sem fá allavega að lifa í sínum náttúrulega heimkynnum þar til þau eru skotin en að ala dýr í búrum? Var réttlætingin sem ég greip oftast til. Enda fínustu rök. En það er ekki alltaf hægt að réttlæta vont með verra. Það verður allavega erfitt til lengdar. Öll eigum við okkur kjarnagildi. Þau eru yfirleitt byggð á upplýsingum sem við teljum vera réttar í bland við samkennd og réttsýni. Kjarnagildi geta haft rætur sem liggja djúpt í barnæsku okkar, samfélagi, hefðum og trú. Kjarnagildi eru falleg og samtímis stórhættuleg. Hugtakið „Backfire effect“ kom fram á sjónarsviðið árið 2010 og hefur síðan verið rannsakað í þaula, nýverið af taugasérfræðingum. Í stuttu máli er hægt að útskýra það á þennan hátt: Manneskja A hefur mjög sterka skoðun á ákveðnum málstað, köllum það „kjarnagildi" og byggir þau á rannsóknum (eða jafnvel sögum) sem hafa mögulega ekki verið uppfærð í einhvern tíma. Manneskja B hefur andstæð „kjarnagildi" og eru hennar gildi byggð á rökum sem styðjast við nýjustu upplýsingar. Í samtali milli þessara manneskja sýnir manneskja B sín sönnunargögn sem kollvarpa því sem manneskja A telur rétt. Manneskja A biður um kvittanir. Manneskja B framreiðir þær og á þeim stendur skýrum stöfum með áfestum ljósmyndum og undirskriftum að trú eða kjarnagildi manneskju A séu röng. Það óvænta er að það sem gerist hjá manneskju A er að hún upplifir sömu tilfinningu og ef hún væri að rökræða við hungraðan skógarbjörn. Heilinn undirbýr sig fyrir árás. Hann ræsir sömu stöðvar og þegar þú þarft að berjast fyrir lífi þínu. Það sem gerist samtímis er að það lokast að miklu leyti fyrir rökhugsun. Það eina sem þú vilt gera er að berjast eða flýja. Velji manneskja A að berjast mun hún mögulega afneita öllum þeim rökum og kvittunum sem hafa verið borin á borð fyrir hana. Hún skiptir ekki um skoðun heldur tvíeflist í sinni trú og stendur enn þéttar vörð um kjarnagildin sín. Backfire Effect. Ég man eftir slíkri hegðun hjá mér. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Ég man eftir réttlætingarkerfinu sem ég hannaði. Ég man eftir reiðinni í garð þeirra sem veifuðu kvittununum. Eflaust stend ég í þeim sporum enn þegar kemur að ákveðnum skoðunum en það er gott að hafa þetta í huga þegar maður fer að lesa kvittanirnar. Gæti vantrú mín á því sem verið er að segja verið Backfire effect?Og mikilvægast er að muna: Það má skipta um skoðun. Það má skipta um skoðun. Höfundur er leikari og myndlistarmaður.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun