Rússnesk yfirvöld greindu frá þessu. Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarteyminu hafa verið borin kennsl á öll tíu líkin úr flugvélinni. Farþegalisti flugferðarinnar samsvaraði þeim lista.
Einkaþota Prigozhin hrapaði norðvestan Moskvu á miðvikudaginn. Allir farþegar hennar létust. Talið er að flugvélin hafi verið skotin niður.
Leyniþjónustusamfélag Bandaríkjanna gaf á fimmtudag út þá bráðabirgðaniðurstöðu að Progozhin hafi verið ráðinn af dögum. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs eru enn ekki sammála um hvort að talið sé að einkaflugvél hans hafi verið skotin niður eða hvort sprengju hafi verið komið fyrir um borð í flugvélinni.